Morgunblaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 4
20 MORGUTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. marz 1955 STARFSSVIÐ IÐNAÐARMÁLASTOFNANA f IÐNAÐARMÁLASTOFNUN íslands er nú tekin til starfa af fullum krafti. Eru verkefn- in mörg og vænta menn þess að starf hennar geti orðið ís- lenzkum iðnaði til upplyfting- ar. í eftirfarandi grein skýrir forstjóri stofnunarinnar, Bragi Ólafsson, starfsemi iðnaðar- málastofnana. STARFSVIÐ IMSÍ ÞEGAR stofnunin tók til starfa í nóvember 1953, höfðu ekki enn verið endanlega ákveðin þau verksvið, sem hún skyldi láta til sín taka. Ennfremur var litið svo á, að æskilegt væri, að stofnunin iengi að þreifa fyrir sér og öðl- ast dálitla reynslu, áður en Al- þingi setti henni lög og reglur til þess að starfa eftir. Þótt lengi megi deila um, hvenær næg reynsla hafi fengizt, teljum vér, að á þessu fyrsta starfsári hafi margt skýrzt, sem áður lá ekki Ijóst fyrir. Starfsfyrirkomulag það, sem hér er sett fram, er ávöxtur af þeirri reynslu, sem starfsmenn itofnunarinnar hafa öðlazt við úrlausnir einstakra verkefna, og þeim upplýsingum, sem forstjóri ■stofnunarinnar fékk á ferðalagi, .sem hann fór í fyrir tilstilli F. O. A. til nokkurra Evrópulanda s.l. sumar. Aðaltilgangur fararinnar var að kynnast því, hvernig iðn- aðarmálastofnanir (pruductivity centers) Danmerkur, Hollands og Engiands væru starfræktar og hvert verksvið þeirra væri. Voru þessi lönd valin að ráði F. O. A. Ennfremur var ferðinni heitið til Parísar, fyrst og fremst til þess að kynnast starfsháttum Fram- leiðsluráðs Evrópu (E.P.A.), en úm þessar mundir var einnig hald irm fundur forstjóra iðnaðar- málastofnana allra aðildarríkja Efnahagssamvinnustofnunarinn- ar. í Framleiðniráði var rækilega rætt við Mr. Harten og Mr. Gregoire, forstjóra ráðsins, um hugsanlegt starfsvið Iðnaðarmála stofnunar íslands. Grundvöllur umræðnanna var útdráttur úr tveimur útvarpsfyrirlestrum, sem haldnir voru um stofnunina, skömmu eftir að hún tók til starfa. Reyndust þær upplýsingar, sem fengust í þessari ferð, ómetan- legur styrkur við samningu starfs fyrirkomulagsins, og hefur það fyrst og fremst verið byggt á þessum upplýsingum og ráðlegg- ingum. Þó skal tekið fram, að starfsfyrirkomulagið er nokkru víðtækara en gerist um iðnaðar- málastofnanir annarra Evrópu- landa, og stafar það af því, að hér á landi vantar hjálparstofn- anir, sem þegar eru orðnar rót- grónar í öðrum löndum, t. d. „standards“-stofnanir, samtök ráðgefandi verkfræðinga (consul- tants) o. s. frv. Könnunarstarf- semin er ennfremur umfram það, sem gerist annars staðar, en bæði F. O. A. og E. P. A. inæltu með því, að hún yrði þáttur starf- seminnar. Hefur þessi þáttur verið i-æddur rækilega við fram- ! Eflir Braga Ólafsson forstjóra IMSÍ kvæmdastjóra Rannsóknaráðs ríkisins og forstöðumann Iðnað- ardeildar Atvinnudeildar Háskól- ans, og telja þeir, að slíkt sam- starf væri mjög æskilegt, og nauðsynlegt. Að öðru leyti skýrir starfsfyrirkomulagið sig sjálft. Nauðsynlegt er að hafa hugfast, að starfsemi Iðnaðarmálastofn- unar íslands verður að geta verið í fullu samræmi við þarfir iðn- aðarins á hverjum tíma. Er því nauðsynlegt, að löggjöf hennar verði þeim kostum búin, að hún leyfi eðlilega þróun. Framleiðniþáttur starfsfyrir- komulagsins verður að skoðast sem hjálpargögn og tæki til þess að ná settu marki, þ.e. ankinni framleiðni í íslenzku atvinnulífi. TENGSL ÚT Á VIÐ Iðnaðarmálastofnun íslands — eins og iðnaðannálastofnanir annarra Evrópulanda — á rót sína að rekja til þess ölduróts, sem varð af síðari heimsstvrjöld, og þeirrar hreyfingar, sem olli því, að Bandaríkjamenn hófust handa um að aðstoða — í stærri stíl en nokkur dæmi voru til áð- ur — við endurreisn hinnar hrjáðu og stríðsþreyttu Evrópu. Grundvöllur þessarar aðstoðar var lagður með ræðu George Marshalls herforingja, sem hann hélt árið 1947 í Cambridge-há- skólanum í Massachusetts í Bandaríkjunum og fjallaði um ráðagerðir til endurreisnar Evrópu. í framkvæmd þessarar aðstoðar, sem hlaut nafnið Mar- shallaðstoð, komu fram ýmsar nýjar hugmyndir. M. a. datt ein- hverjum í Englandi í hug að fella inn í Marshallaðstoðina nýjan lið, sem síðar hlaut nafnið „tækni- aðstoð“ (Technical Assistance). Þótt Marshallaðstoðinni sé nú lokið, heldur þessi þáttur hennar áfram, og eru öll líkindi til, að svo verði enn um skeið. í skjóli Marshallaðstoðarinn- ar óx upp hin svonefnda Efna- hagssamvinnustofnun vestrænna þjóða (O.E.E.C.), sem hefur að- setur í París. Aðildarríkin að þess ari stofnun eru 18 Evrópuþjóðir, m. a. íslendingar. Árið 1952 var ákveðið að setja á stofn sérstakt ráð eða deild inn- an Efnahagssamvinnustofnunar- innar, sem hlaut nafnið European Productivity Agency, sem vér munum eftirleiðis kalla Fram- leiðniráð Evrópu. Með tengslum sínum við Fram- leiðniráð Evrópu, iðnaðarmála- stofnanir annarra Evrópulanda, vísinda- og rannsóknarstofnanir í Evrópu og Ameríku og Tækni- aðstoð Bandaríkjanna mun Iðn- aðarmálastofnun Islands vænt- anlega verða enn færari um að leysa af hendi hlutverk sitt í þágu iðnaðar íslendinga. TENGSL INN Á VID Svo sem segir í forystugrein blaðsins, er Iðnaðarmálastofnun íslands enn á því stigi, að verið er Bragi Ólafsson, forstjóri. að byggja hana upp, og væntan- lega mun Alþingi það, sem nú sit- ur, setja um hana lög og ákveða stöðu hennar gagnvart öllum þeim aðilum og félagasamtökum, sem hagsmuna hafa að gæta á þeim vettvangi, sem Iðnaðar- málastofnunin mun hasla sér völl. Eins og áður hefur verið sagt, byggist öll starfsemi Iðnaðar- málastofnunar íslands á sam- vinnu við iðjuhölda, verkalýð, sér fræðinga og hagsmunasamtök og samvinnu allra þessara aðila inn- byrðis. Þótt gætt hafi nokkurs styrs um stofnunina fram að þessu, verður að treysta því, að löggjafinn gangi svo frá hnútun- um, að allir megi vel við una ER ÞÖRF Á IDNAÐAR- MÁLASTOFNUN? Miðað við þær aðstæður, sem nú ríkja í atvinnumálum fslend- inga, er það engin tilviljun, að stofnun eins og Iðnaðarmála- stofnun íslands rísi fyrst upp nú, en ekki fyrir t. d. 20 árum. Á undanförnum 10 til 15 árum hef- ur myndazt vísir að þeim iðnaði, sem nú er óðfluga að rísa upp og dafna í landinu. Áður fyrr voru fiskveiðar og landbúnaður aðal- atvinnuvegir landsmanna. en nú hefur þriðja atvinnugreinin rutt sér til rúms, iðnaður, enda hef- ur sá skilningur fest dýpri og dýpri rætur með hinni vax- andi, íslenzku þjóð. að vænleg- asta leiðin til bættra lífskjara allra s.tétta sé fólgin i aukinni iðnaðarstarfsemi og frekari nýt- ingu landsins gæða. Til þess að slík iðnaðarstarf- semi geti hvílt á traustum grund- velli og verið fjárhagslega heil- brigð frá þjóðhagslegu sjónar- miði, verður hún að borga sig, vera að sem flestu leyti sam- keppnisfær og geta greitt þeim, sem við hana starfa, laun, sem gera þeim fært að lifa menning- arlífi við efnahagslegt öryggi. Til þess að svo geti orðið, verður framleiðni iðnaðai'starfseminnar að vera slik, að hún jafnist á við það, sem bezt gerist í svipuðum greinum í öðrum löndum. Til þess að kynna aðferðir, sem stuðla að þvi, að þessu æskilega takmarki verði náð á sem skemmstum tíma, er nauðsynlegt að koma á fót stofnun, sem getur notið trausts og skilnings stjórn- arvalda og almennings og getur jafnframt aðstoðað við að sam- rýma sjónarmið og aðgerðir þess- ara aðila. Slíkur ætti grundvöllur og tilgangur Iðnaðarmálastofnun- ar íslands að vera. HVAÐAN FÆR IMSÍ FÉ? Á fjárlögum 1953 veitti Alþingi 200 þús. krónur til þess að koma á fót iðnaðarmálaskrifstofu. Á fjárlögum 1954 veitti Alþingi 450 þús. krónur til Iðnaðarmála- stofnunar íslands. Á þessu ári hefur Bandaríkja- stjórn þegar veitt Iðnaðarmála- stofnun íslands 342 þús. króna styrk. Hefur hann verið veittur úr sjóði „Foreign Operations Administration" (F.O.A.). Á þessu ári (þ.e. árinu 1954) hefur stofnunin því tæpar 800 þúsund krónur til umráða. Meira en helmingi þessarar fjárhæðar verður varið til kaupa á vélum og tækjum og til lagfæringar á húsnæði stofnunarinnar í Iðn- skólahúsinu. IÐNAÐ ARMÁLA STOFNANIR ANNARRA LANDA Iðnaðarmálastofnanir (Produc- tivity centers) Danmerkur, Hol- lands, Belgíu og Austurríkis virð- ast allar hafa svipaða réttarstöðu, þ. e. þær eru stjórnarstofnanir (government agency) og heyra beint undir ráðuneyti, oftast fjár- mála- eða viðskiptamálaráðu- nevti. Ákvarðanir um stefnu og störf stofnunarinnar tekur nefnd manna, sem eru fulltrúar iðnaðar, verkalýðs, tæknistofnana, sér- fræðinga, neytenda o. s. frv. For- maður þessarar nefndar er vana- lega stjórnarfulltrúi eða iðjuhöld- ur. Þessi nefnd, sem í rauninni ræður öllu um stefnu (policy) stofnunarinnar, er þó raunveru- lega ráðgefandi (advisory council), og með þessu fyrir- komulagi getur ráðherra kippt í taumana, ef með þarf. Nefndin er m. a. til þess að tryggja einka- framtaki fullkominn íhlutunar- rétt og koma í veg fyrir, að sú skoðun skapist, að stofnunin sé sett á laggirnar til að auka ríkis- íhlutun í atvinnulífinu. • Þetta fyrirkomulag hefur hlot- ið langa revnslu í Bretlandi, þar sem er „Department of Scientific and Industrial Research”. D. S. I. R. er stjórnardeild, sem sett var ‘á laggirnar undir lok fyrri heimsstyrjaldar og stjórnar nú nær öllum helztu rannsóknar- og vísindastofnunum Breta. Enn- fremur fer þessi stjórnardeild með úthlutun fjár til tæknilegra menntastofnana, styrkja til ein- staklinga og rannsóknarstofnana iðnaðarins. Yfirstjórn D. S. I. R. er samsett af íjölmörgum ráð- gefandi nefndum, sem í eiga sæti iðjuhöldar, verkalýðsleiðtogar, sérfræðingar O; s. frv. Einnig hefur D. S. I. R. náið samstarf við rannsóknarstofnanir iðnaðarins (Research Associations). Þessi réttarstaða iðnaðarmála- stofnana er og nauðsynleg vegna fjárveitinga til ákveðinna verk- efna eða fyrirætlana og vegna hins fjárhagslega eðlis sambands Ef nahagssamvinnustof nunarinn - ar við hin einstöku Evrópulönd. Svo sem kunnugt er, er Fram- leiðniráð stofnsett með framlagi þeirra Evrópulanda, sem fengu Moody-aðstoðina, en hún var alls’ 100 millj. dollara. Af Moody- framlaginu var stofnaður'fram- leiðnisjóður (productivity fund), sem notaður er til aukningar framleiðni í þessum löndum. f flestum löndum hefur framleiðni- sjóðnum verið ráðstafað 4—6 ár fram í tímann. í viðbót við Moody framlagið hafa ríkisstjórnir hinna ýmsu landa einnig lagt frann miklar fjárfúlgur í sjóðinn. Hvert; land endurgreiddi síðan hluta af Moody-framlaginu í framleiðni- sjóð Efnahagssamvinnustofnun- arinnar, og varð sú upphæð alls 10 millj. dollara. Með þessum sjóði var Framleiðniráð stofnað. og er áætlað, að hann endist þvs í um það bil fjögur ár eða frarrí til 1957. Með ólíkindum er, aö samstarf það, sem nú hefur verið hafið, falli niður að þessum tíma liðnum. Eru miklu frekar líkur til, að það verði aukið og styrkt,, er tímar líða. FRAMLEIÐNIRÁÐ Framleiðniráð Evrópu er fyrst og fremst ætlað að styrkja og efla framleiðni í iðnaði Evrópulanda. Er þetta gert með því, að útbún- ar eru áætlanir (projects), serm. miða að aukinni framleiðni. Hverju landi er heimilt að gerast þátttakandi í hvaða áætlun, sem er, en oftast fylgja því einhverjar fjárhagslegar skuldbindingar og kostnaður, sem greiddur er með fjárframlagi ríkisins í hverju landi og úr framleiðnisjóðnum. Af þessu er augljóst, að til þess að geta notið gæða þeirra og að- stoðar, sem Framleiðniráö Evrópu getur látið í té, verður hlu.taðeigandi iðnaðarmálastofn- un að hafa fé til umráða, svo að hún geti greitt þann hluta kostn- aðarins, sem Framleiðniráð greiö ir ekki. íslendingar fengu ekki Moody- framlagið, og hér hefur því aldrei verið settur á stofn framleiðni- sjóður. FRAMLEIÐNIIIUGSJÓNIN Framleiðnihugsjóninni skaut upp að stríðinu loknu, og telst hún — eins og flest í stjórnuik iðnaðar — upprunalega amerísk hugsjón. Framleiðni hefur verið skýr- greind á ótalmarga vegu, og vissu lega er erfitt að lýsa kjarna svo víðtæks hugtaks í fáum orðum. Um framleiðni gegnir því sama máli og um „standard"; Hvorugt Frh. á bls. 21 I ÐNAÐAR.MÁLA 5 TO FN U N ÍSLANDS - STAR.F5ÁA-TLU N 1þ5"-4- 1 TÆK.N 1 LEG UPPLÝSINGAÞJONUSTA BÓKASAFN UPPLÝSI NGASKIPTI 06 SAAA5TAR.F VIO ERLENDA AÐILA K.VI ICAA V N D 1 FYRIR.SPU R.N A - ÞJ ÓN USTA FRÆÐSLUSTAR.FSEMI TA.KN 1 LEG A R NÝJ UNöAIL IDNAÐARMÁL TÍMAR.IT IMSÍ UPPLÝSINGAR UAA ÍSLENZKAN IÐNAÐ 1 TÆKNILEG AÐSTOÐ AU KN 1 NG FHAMLEION 1 N V IÐNFYR.IR.TA.KI 5KIPULAÖ 4WÚSA 0(5 FR AMLEIÐSLUTALKJA LEIÐSEININGAR. LIM STOFNUN NÝRRA ATV1N N U FYR1 R.TALKJ A NÝTINÖ VINNUAFLS VINNUSKILYR.ÐI 06 ÖRVÖGI FJARHAGSLEGAR^ FRUMAÆTLANIIL FHAMLEIPSLU- APFERÐIK 06 HAlTTI R. MEÐFERf) HRÁEFNIS 5 Kl PU LAGS - AÆTLANI FU- VIÐHALD HÚSA 0 6 TÆK.JA VÖRUR 06 UMBÚf>IR_ R.E KSTRA R. - ÁA.TLAN 1 FL- DREIFINö OG SALA KÖNNUN ÁSTAND EINSTAKRA IÐNGREINA EFLING IÐNAÐAIL OG NÝSKÖPUN ÞJÓÐH AGSLEGT Gl LDI STU-ÐLA AE) ALMENNUM RANNSÓKNUM Á INN" LENDUM ORKU-06 H RÁEFNALI n du/v\ FRAMLEIÐ5LU- SKILYR.ÐI GANGAST FYR.IR RANN- SÓKNUM Á ÞVÍ, HVORT OG ÞÁ HVER.NIG HAGNÝTA AAE0I ÁKVEÐNAR ORKU OG HRÁEFNALINDIK. FftAMLEICN 1 C SJÁ TA.K.N 1 Lee AÐSTOD. AUICNIN6 FKAMLEIONI) GERA LAUSLEGAR FRAA\- LEIOSLUÁALTI-AN 1 R, EF FRAMLEIOSLA VIRDIST HAGKVÆM (5)Á TÆKNI- LEG aostoð: ný IONFYRICT. STAN DAR.DAR. samstakf ÚTGÁFA STUÐLA A-Ð VIÐ ÍSLE NZKRA NOTKUN ÞJ ÓÐ LEGAR. STANDARDA STANDARDA OG í Í5LENZKUM ALÞJÓOLEGAR 5TAN DARDS- STO FNANIR. IÐNAÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.