Morgunblaðið - 10.03.1955, Page 5

Morgunblaðið - 10.03.1955, Page 5
L Fimmtudagur 10. marz 1955 MORGTJTSBLAÐIÐ 21 Vaxtahœkkanir og innflutningsgjöld eiga að draga úr fjárfestingunni — Iðnaðarmálastofnunin ÞEGAR fyrrverandi ríkisstjórn lagði fram fjárhagsáætlun BÍna í byrjun þingsins, í janúar, var ekki þar að finna neinar ráðstafanir til úrbóta á fjárhags- málum þjóðarinnar, sem hægt væri að kalla mikilsverðar. Og þegar nýja stjórnin tók við og lýsti stefnu sinni, sneiddi hún hjá að minnast ítarlega á fjár- hagsmálin, vegna þess að hinn nýi fjármálaráðherra, Mons Lid var veikur og hafði ekki enn tekið við embætti sínu. En nú er hann kominn á fætur, og 14. febrúar kom boðskapur sá, sem almenn- ingur hafði beðið eftir með óþreyju. Tveimur dögum áður höfðu að vísu gerzt þau tíðindi, að Noregsbanki tilkynnti vaxta- hækkun um 1 af hundraði, en einmitt vaxtahækkunin er það, sem andstæðingar stjórnarinnar margir hafa talið óhjákvæmi- lega ráðstöfun, en stjórnarflokk- urinn óhæfa ráðstöfun. En vit- anlega var það fleira en vaxta- hækkunin, sem fjármálaráðherr- ann hafði á samvizkunni. NÝJU ÚRRÆÐIN sem Mons Lid ráðherra boðaði í ræðu sinni, eru í stuttu máli: takmörkun innflutnings, aukinn sparnaður, minni fjárfesting og svo vaxtahækkunin. Vextir Nor- egsbanka, sem voru lækkaðir úr 3 í 2Vz af hundraði 9. janúar 1946, hafa verið óbreyttir síðan, en hækka nú í 3Vz af hundraði. Má gera ráð fyrir, að útlánsvext- ir einkabanka og sparisjóða hækki upp í 4Vz af hundraði við þetta, en að innlánsvextir verði 3 af hundraði. Ætti það að geta orðið nokkur örvun til sparnaðar, en þó er þess að gæta, að skattur er á sparisjóðsinnstæðuvöxtum. -—Lágu vextirnir hafa haft mikla þýðingu, bæði fyrir útþenslu at- vinnufyrirtækjanna og fyrir ein- staklinga, sem hafa byggt yfir sig og fengið ódýr lán í „Hús- bankanum“ svonefnda. Reynt verður að halda útlánsvöxtum þessa banka niðri, með styrk frá því opinbera, þrátt fyrir vaxta- hækkunina. Vaxtahækkunina telja hægri- menn ómissandi ráðstöfun til að gera fjármálaástandið heilbrigð- ara en það var. En Bændaflokk- urinn hefur snúizt gegn henni, og í stjórnarflokknum er nokkur kurr út af henni, enda hafa lágu vextirnir verið stefnumál flokks- ins. En stjórninni mun hafa verið nauðugur einn kostur að hækka vextina, meðal annars til að gera greiðara fyrir um lántökur er- lendis, því að erlendum aðilum mun hafa þótt það einkennileg ráðabreytni að taka erlend lán með miklu hærri vöxtum en þjóðbankavextirnir eru heima- fyrir. En lán verður landið að fá, og hingað til hefur ekki geng- ið saman um lántökur, hvorki í Svíþjóð né Bandaríkjunum. En eftir vaxtahækkunina eru horfur taldar betri á því, að lánin fáist. VELTUSKATT kallar ráðherrann hinn nýja toll á byggingum og mannvirkjum — undanþegin eru: íbúðarhús og peningshús til sveita og endur- bygging húsa eftir bruna, stríðs- tjón eða skemmdir af náttúrunn- ar völdum, en ekki byggingar ríkis, fylkja eða sveitafélaga. — Ennfremur skal lagt gjald á öll ný skip, sem eru yfir 2500 smá- lestir og sömuleiðis á allar bíf- reiðar og dráttarvélar. — Þessi veltuskattur og gjald nemur 10 af hundraði, og skulu peningarn- ir lagðir á sérstakan reikning í Noregsbanka og ákveður Stór- þingið síðar til hvers þeir verða notaðir. Með þessu ákvæði er það und- irstrykað, að skattarnir séu ekki settir í fjáröflunarskyni, heldur oingöngu til þess að draga úr fjárfestingum til skipakaupa og hýrra mannvirkja, og kaupa á ^ Noregshrét frá Skúla Skúlasyni bifreiðum og dráttarvélum. Til- gangurinn er auðvitað fyrst og fremst sá að draga úr eftirspurn- inni á erlendum fjárfestingar- vörum, án þess að leggja blátt bann við innflutningi, en það mundi koma í bága við verzlun- arsamninga þjóðarinnar við aðrar þjóðir. Stjórnin getur ekki heldur afnumið frílista þá, sem þegar eru í gildi varðandi innflutning, en mun hins vegar halda inn- flutningnum innan þeirra tak- marka, sem „kvóta-samningar“ ákveða, og ekki veita innflutn- ingsleyfi umfram það. 550 MILLJÓNR EKKI NÓG Brofoss þjóðbankastjóri, sá maður sem mest hefur verið viðriðinn fjárhagsmál og áætlun- arbúskap Norðmanna eftir stríð, hélt ræðu á fulltrúafundi Noregs- banka nokkrum dögum eftir að Mons Lid hélt fjármálaræðu sína. Á Brofoss mun hvíla, öðr- um fremur, að koma í fram- kvæmd ýmsum þeim ráðstöfun- um, sem stjórnin ætlar að gera til að rétta við fjárhaginn. Bro- foss sagði að fjárfestingarnar væru ekki í samræmi við fjár- málaþróunina í Vestur-Evrópu og yrði fyrst og fremst að draga úr þeim. Samkvæmt þjóðarbúskap- aráætluninni ætti að rýra þær um 180 milljónir, og þar væri gert ráð fyrir 550 milljóna við- skiptahalla á næsta fjárhagsár/. En 180 milljón króna samdráttur væri hvergi nærri nógur, heldur þyrftu fjárfestingar að minnka um meira en 550 milljónir. Jafn- fram hinum nýja skatti stjórn- arinnar mundi verða lagt fyrir ríkisbankana, og leifað samkomu- lags við einkabankana, um að draga að mun úr útlánastarfsemi sinni til nýrra fjárfestinga. Það mun einnig verða Brofoss, sem leggur á ráðin um, hvernig efla skuli sparnaðinn í landinu. í því sambandi taldi hann rétt að afnema skattinn á sparifé, sem lagt væri inn með úttökufresti, og ennfremur að gefa út innláns- skírteini til langs tima, með hærri vöxtum en sparisjóðsvöxt- um. Eitt nýmæli bar hann fram, sem líklega sætir mótmælum: að hækka verð á rafmagni, þannig að orkuverin sjálf geti staðið undir kostnaði við þær nývirkj- anir, sem óhjákvæmilega verða gerðar. Gunnar Jahn, fyrrverandi þjóðbankastjóri ,hefur látið til sín heyra um vaxtahækkunina. Hann sagði nýlega í erindi, sem hann hélt í Þrándheimi: „Öld ódýru peninganna er liðin hjá. Við höfum ekið hemlalaust í tíu ár, og þess vegna er óhjákvæmi- legt að við finnum til óþæginda þegar hemlarnir koma allt í einu á hjólin. — Noregur hefur teygt sig lengra en skinnfeldurinn náði,“ sagði hann. Það væri fyrst og fremst hin mikla eftirspurn, sem hefði valdið verðhækkun- inni, og eftirspurnin hefði stafað af peningaflóðinu. — Yfirleitt telja andstæðingarnir nýmæli stjórnarinnar spor í rétta átt, en eru sammála um, að hún hafi hafizt handa að minnsta kosti tveimur árum of seint. ELDHÚSDAGS- UMRÆÐURNAR fóru fram dagana 21.—23. febrú- ar. Þær urðu ekki eins heitar og búizt hafði verið við. Andstöðu- flokkarnir lögðu meiri áherzlu á að lýsa stefnuskrá sinni en að deila á stjórnina, enda er núver- andi ríkisstjórn svo ný, að varla verður deilt á hana. Hægrimenn boðuðu veigamestu breytingatil- lögurnar við fjárlagafrumvarpið. Meðal þeirra var ein sú, að leggja 393 milljón krónur á sérstakan reikning, og skuli féð notað til að vinna á móti verðbólgu. — Hækkun útgjalda til ellitrygg- inga 35 milljónir og til barna- trygginga 20 milljónir. Hægri menn hafa og lagt til að 4 mill- jónir til Indlandshjálparinnar séu felldar burt, að 90 milljón króna styrkur til íbúðarhúsabygginga sé felldur niður, en í staðinn fái þeir sem byggja betri lánskjör, sem styrknum svarar, að niður- greiðslur séu lækkaðar um 130 milljónir og að járnbræðslunni í Mo i Rana sé veitt ríkisábyrgð í stað 20 milljóna í hlutafé. — Sparnaðartillögurnar nema alls 269 milljónum, en tillögur um aukin útgjöld samtals 110 mill- jónum. Meðal útgjaldaauka eru 40 milljónir til vega, járnbrauta og annarra samgöngutækja. En aðal tillaga hægrimanna er um lækkun á tekjuskatti, þannig að skattaprósenta tekna innan við 2.000 krónur fari ekki yfir 10 af hundraði. ÚTVARPSVERKFALL Á miðnætti, aðfaranótt 22. febrúar gerðist sú nýlunda, að starfsmenn dagskrár hjá útvarp- inu í Osló gerðu verkfall, 72 að tölu. Kaupkröfur höfðu verið bornar fram í haust en stjórnin ekki sinnt þeim fyrr en nú alveg nýlega, að stjórnin gerði tilboð, sem hlutaðeigendur felldu með 69 atkv. gegn tveimur. Var þess farið á leit, að verkfallinu yrði frestað um tíma til þess að þing- ið gæti tekið afstöðu til málsins, en útvarpsmenn höfðu verið dregnir á langinn áður, og neit- uðu að gefa lengri frest. Tækm- deild útvarpsins hefur ekki gert verkfall, og er því hægt að senda, ef nokkur er til að flytja efni. En á skrifstofum útvarpsins eru nú ekki aðrir en útvarpsstjórinn, Kaare Fostervoll og Thorstein Diesen dagskrárs'tjóri, sem er elzti starfsmaður útvarpsins. — Hann situr nú við hljóðnemann frá morgni til kvölds og kynnir það sem nærtækt er af grammo- fónplötum og segulbandsupptök- um, en annað efni kemur ekki í útvarpinu þessa dagana nema veðurfréttir, aflafréttir, morgun- guðsorð og svo áríðandi tilkynn- ingar. Er því mikið lagt á Diesen, en ástæðan til þess að hann gerði ekki verkfall er sú að hann var í hærra launaflokki en allir verk- fallsmenn. Þingnefnd hefur verið að fjalla um þetta vandamál undanfarna daga, en hefur ekki komizt að niðurstöðu ennþá. Hefur verið talið líklegt, að skyldugerðar- dómur verði látinn skera úr deil- unni, en þó haldið fram af sum- um, að það væri stjórnarskrár- brot. HÁTÍÐAHÖLD í VÆNDUM Þrjú merk afmæli eru í Nor- egi á þessu ári, og hefur nefnd, með Bergersen menntamálaráð- herra sem formanni, verið skip- uð til að undirbúa hátíðahöldin. Hinn 8. maí eru liðin tíu ár síðan Norðmenn endurheimtu frelsi sitt eftir hersetu Þjóðverja, 7. júní eru 50 ár síðan þeir slitu sam- bandinu við Svíþjóð og 25. nóv- ember 1905 tók Hákon konungur ríki. í útvarpinu hefur Bjarne Gran blaðamaður haldið erindi um starfsferil konungsins, síðan í janúar og halda þau áfram allt árið, en lengri erindi halda sænsku prófessorarnir Folke Lindberg og Wáhlstrand og Jac. Worm-Múller prófessor. Stórþingið gengst fyrir hátíða- höldunum 7. júní með veizlu og samkomu. Tveir af þeim, sem sátu á þingi 1905 eru enn lifandi. Frh. á bis 30 Frh. af bls. 20 hugtakið verður skilið nema með ótal skýringum og dæmum. Samt sem áður hefur O. E. E. C. „löggilt" eina skýrgreiningu- AFKÖST FRAMLEIÐNI = ------------- TÍMI Ýmsir erfiðleikar eru á því að koma óyggjandi máli á framleiðni tiltekinnar starfsemi, þótt það sé tiltölulega auðvelt, sé um einstak- an þátt hennar að ræða. Hins vegar verður heildaraukning framleiðni auðveldlega greind í hvaða starfsemi, sem er. HVERS VEGNA ER FRAM- LEIDNIHUGSJÓNIN SAMRÝMANLEG HAGSMUNUM ALLRA STF.TTA ÞJÓÐFÉLAGSINS? Frá því er skipulögð fram- leiðsla hófst eða frá tímum Iðn- byltingarinnar (1770), hefur hin- um margvíslegustu aðferðum verið beitt til þess að auka afköst í iðnaði. Fram á síðustu áratugi hafa m. a. verið notaðar aðferðir, sem á einn eða annan hátt vöktu ótta vinnuþiggjanda, t. d. mis- kunnarlaus brottrekstur, jafnvel líkamlegar hirtingar, harðstjórn, dólgsleg fi’amkoma o. s. frv., sem allar höfðu það sameiginlegt að halda fólki að vinnu með góðu eða illu. Lengi hefur verið vitað, að allar slíkar aðferðir skapa mótþróa, sem með tímanum verð- ur svo vel skipulagður, að harð- ýgi hættir að auka vinnuafköst eða dregur jafnvel úr þeim. Mild- ari aðferðir til þess að auka af- köst fólust í „speeding-up“, ströngum aga o. s. frv. Aldahvörf verða í allri viðleitni til aukningar afkasta með til- komu kenninga F. W. Taylors og samtíðarmanna hans (1880— 1910). Taylor sýndi fram á, að verkfærin þyrftu að vera í sam- ræmi við likamlega getu verka- mannsins, nákvæma kennslu þyrfti til þess að „bezta aðferðin" væri notuð og með þessu tvennu væri unnt að tryggja lágmarks- afköst um óákveðinn tíma. Til þess að veita hinum iðna og dug- lega verkamanni hæfilega umbun fyrir aukin afköst og betri vinnu, taldi Taylor, að hann ætti að fá hærri laun, sem yrðu honum vinnuhvöt (incentive). Upp úr þessu skapaðist sú vísindagrein, sem nefnd hefur verið vísindaleg stjórnun iðnaðar (Scientific Management of Industry), og nú á síðustu tímum iðnaðarsálfræði o. s. frv. * Verkalýðsfélög hafa alla tíð goldið varhug við allri viðleitni til aukinna afkasta, en þörfin á hámarksafköstum á tímum styrj- alda, sérstaklega í fyrri og síðari heimsstyrjöld, hefur ávallt komið af stað skriðu, sem varð ekki stöðvuð. Helztu rök verkalýðs- félaganna á friðartímum hafa verið þau, að við aukin afköst misstu svo og svo margir atvinnu og öll slík viðleitni gæti skapað meiri glundroða en efnahagsleg- ' ar umbætur. Ennfremur hafa þau haldið því fram, að meginið af hinum aukna ágóða, sem skapað- ist við aukin afköst, rynni að mestu í vasa framleiðanda, en aðeins lítill hluti hans færi til vinnuþiggj anda. Af þessum og svipuðum ástæð- um hefur baráttan fyrir auknum afköstum nær alltaf verið háð af vinnuveitendum, en ekki vinnu- þiggjendum. Afstaða verkalýðs- samtakanna gagnvart þessu vandamáli hefur því fyrst og fremst mótazt af því, hvernig þau gætu tryggt verkamanninum líf- vænleg laun og verndað hags- muni hans gegn hvers konar hættum. Af þessum stuttu skýringum ætti að vera Ijóst, að tilraunir framleiðanda annars vegar til að auka afköst og tilraunir vinnu- þiggjanda hins vegar til að • tryggja sér viðunandi lífskjör hafa stangazt á með þeim hætti, að skapazt hafa tvö andstæð öfl, sem eytt hafa hvort öðru að nokkru leyti. Heildarniðurstað- an hlýtur því að verða hægari þróun. Mannúð. frelsi, öryggi, jafn- rétti og aukin vellíðan allra stétta eru allt hyrningarsteinar mann-! réttindahugsjóna vestrænha þjóða. Hin hagnýta leið til þess að gera þessar hugsjónir að verú- leika og færa oss nær markinu er fraraleiðniaukning. Gagnstætt því ástandi, sem að mestu rikir milli vinnvtveitenda og vinnuþiggjenda í dag og laus- lega hefur nú verið drepið á, gerir framleiðnihugsjónin ráð fyrir því, að ríkisvald, vinnuveit- endur, vinnuþiggjendur og allur almenningur, þ. e. þjóðarheildin, leggist á eitt um að auka afköstin með mannúðlegum og vísindaleg- um aðferðum til hagsbóta öllum stéttum, þ. e. bæta lífskjör allrár þjóðarinnar og skapa henni um leið heilbrigt og sterkt efnahags- kerfi. Til þess að búa framleiðnihug- sjóninni varanlegan sess með öllum stéttum þjóðfélagsins þarf aukna tæknilega menntun og verkmenningu, einlægt samstarf vinnuveitenda og vinnuþiggj- enda, sérfræðinga og kennslu- stofnana, neytenda og alls al- mennings í landinu. TILGANGUR OG EÐI.I IÐNAÐARMÁLASTOFNANA 1. Iðnaðarmálastofnanir Evrópu landa eru vettvangur, sem stjórn arvöldin leggja öllum fyrrgreind- um aðilum til, svo að þeir geti þar á sem hyggilegastan hátt leyst hin tæknilegu vandamál sín og komið á framfæri hugðarefn- um sínum hver við annan. 2. Löggjafinn felur ríkisstjórn- inni að hafa hönd í bagga með öllu því, sem fram fer, og við- halda jafnvægi milli hinna ýmsu aðila. 3. Ríkisvaldið leggur til nær allt fjármagn, sem til starfsem- innar þarf, og ræður því miklu um, hvernig því er varið. 4. Vegna hinna alþjóðlegu sam- skipta og samvinnu, sem slíkri stofnun er nauðsynlegt að halda uppi, verður framkvæmdastjóri hennar að hafa náið samband við ráðuneyti það, sem hún heyrir undir. 5. Öll starfsemi iðnaðarmála- stofnana Evrópulanda er reist á hinni svokölluðu dreifingarreglu (principle of decentralisation), sem er í því fólgin að hvetja og styðja aðrar stofnanir, félög og einstaklinga til þess að leysa hin ýmsu vandamál, en ekki í því að keppa við þessa aðila og efla sjáifar sig á þeirra kostnað. — Stúdentafundur Frh. af bls. 18 náttúruauðæfa frá upphafi vera íslenzk eign“. Að loknum framsöguræðum tóku til má’s þeir Haukur Helga- son, bankafulltrúi og Einar Magnússon, menntaskólakennari. Var ræða Hauks fremur ósmekk- leg, þar sem hann gat ekki látið vera að slengja fram persónu- legum ádeilum í stað þess að, ræða málið á fræðilegum grund- velli. Einar Magnússon flutti stutta en ágæta ræðu. Gat hann þess, að hann væri mótfallin virkjun Þjórsár í anda þessa tröllslega hugmyndaflugs, sem marga gríp- ur, þegar þeir ræða um hag- nýtingu þessa mikla vatnsfalls. Vildi hann láta Sunnlendinga eiga sína Þjórsá í friði í náinnx framtíð. Umræður voru frekar daufar um málið. Fundarstjóri var Haf- steinn Baldvinsson, lögfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.