Morgunblaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 6
22 MORGllNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. marz 1955 r AK U R eftir Vicgni liiiðmundsson AÐ undanförnu hefir frumvarp um Brunabótafélag íslands verið til umræðu á Alþingi. Hafa um það verið all harðar deilur ög hafa þingmenn skipt sér þann- ig í málinu, að Framsóknarmenn hafa einir staðið gegn öllum hin- um flokkunum. Blöðin hafa að sjálfsögðu haft málið mjög til umræðu. Einnig hér á Akureyri hafa blöðin tekið sína afstöðu í málinu. Við því er að sjálfsögðu ekkert að segja, ef allir ræddu málefnalega um frumvarpið, og skýrðu sín sjónarmið á þeim grundvelli. Hér hefir blaðið „Dagur“ þó kosið að fara aðrar leiðir. Hefir það byggt málflutn- ing sinn á árásum á alþingismann okkar Akureyringa, Jónas G. Rafnar, og rakalausum ósannind- um um málið. Svo ómerkilegur er allur málflutningur blaðsins, að ekki verður hjá komist að hrekja hann. HLUTUR JÓNASAR RAFNAR SEM ÞINGMANNS AKUREYRINGA Jónas G. Rafnar hefir, allt frá því hann var kosinn á þing fyrir þetta bæjarfélag, haldið á mál- efnum þess af festu og dugnaði. Hefir fyrirgreiðsla hans öll verið rómuð af öllum, er til hans hafa leitað, enda er hann bæði dugleg- ur og hjálpfús, og hefir ekki far- ið i pólitískt manngreinarálit. Ekkert sannar þetta betur en auk ið fylgi hans hér meðal kjósenda. Það gegnir því furðu að Akur- eyrarblað skuli hefja árásir á hann og nota helber ósannindi að vopni. Er ekki ofsögum sagt af minnimáttarkennd blaðsins fvrir því, sem það endalaust kallar „Reykjavíkurvald“, og hefir ver- ið einkennandi fyrir málflutning blaðsins í tíð núverandi ritstjóra. Vekur blaðið þessa grýlu upp sýknt og heilagt hvenær sem það kemst höndum undir, og hvort sem hún á sér nokkra stoð i veru- leikanum eða ekki. Og nú befir blaðið látið sér sæma að bera svo gott sem drottinssvik á þingmann okkar, þar sem það segir hann hafa forgöngu um að „kúga fólk- ið úti á landi til þess að búa við annan rétt og önnur lö« en Reykjavik“, og er þar átt við hið nýja frumvarp um Brunabóta- félagið, en Jónas G. Rafnar var formaður þeirrar nefndar á Al- þingi, sem um það fjallaði. Til þess nú að hrekja þennan þvætt- ing er rétt að athuga hvað frum- varpið hefir inni að halda og hverjar þær „kúganir" eru, sem fólkið úti á landi þarf að búa við, en það hefur „Dagur“ látið ógert. Sleggjudómar og málskrúðug rakaleysa hefur meiru ráðið en staðreyndir frumvarpsins sjálfs. BREYTTIR STJÓRNARH /FTTIR VALDIÐ HJÁ TRYGGJENDUM SJÁLFUM í frumvarpinu er lagt til að teknir verði upp nýir og breyttir stjórnarhættir hjá B. f. Til hessa hefir einn forstjóri ráðið málefn- um félagsins, undir umsjón ríkis- stjórnarinnar. Forstjórinn hefir m. a. ákveðið tryggingarkjör hinna einstöku sveitarfélaga og ráðstafað sjóðum félagsins, sem nú eru um 20 millj. króna. Frumvarpið gerir ráð fyrir því, að stofnað verði fulltrúaráð fvrir félagið, skipað einum manni frá hverju bæjar- og sýslufélavi, er hefir fasteignatryggingar híá fé- laginu. Er þessu fulltrúaráði ætl- að að koma reglulega saman fjórða hvert ár til þess að ræða um rekstur félagsins, afkomu og framtíðarhorfur og taka til at- hugunar hvað unnt er að gera til hagkvæmra brunatrygginga og brunavarna. Þá er fulltrúaráð- inu og ætlað að kjósa úr sínum eftir Vigni liuðmundss»n ' ' Arásir ,Dags' á þingmann Akureyringa — Frumhlaup hiaðsins og fáfrædi—Þannig eru Framsóknar-samvinnuhugsjónamenn hópi þriggja manna framkvæmd- arstjórn. fyrir félagið. Með þessu fyrirkomulagi eru það tryggjendur sjálfir, hin ein- stöku bæjar- og sveitarfélög, sem ráða mestu um stjórn og fram- kvæmdir félagsins — í stað þess að valdið hefir verið í höndum eins forstjóra og ráðherra, sem hefir í mörg önnur horn að líta. Gegn þessu fyrirkomulagi hafa Framsóknarmenn á Alþingi ham- ast, þar sem þeir vilja, að Alþingi, í stað tryggjenda sjálfra, kjósi þriggja manna stjórn til þess að ráða málefnum félagsins. SKÝRARI ÁKVÆÐI UM TILGANG FÉLAGSINS VÍBTÆKARI TRYGGINGAR- STARFSEMI Sett eru ný ákvæði um stuðn- ing félagsins við brunavarnir, út- vegun slökkvitækja, lánveitingar til vatnsveitna og eftirlit með brunavörnum. Þá er félaginu heimilað að tryggja verzlunarvör ur og nota fé varasjóða til stofn- unar nýrra tryggingagreina. Þess ar rýmkanir á starfssviði B. f. eru eðlilegar eftir að burt hefir verið felldur einkaréttur þess til að brunatryggja allar fasteignir utan Reykjavikur og önnur vátrygg- ! ingarfélög geta keppt við það í | þeim efnum. i SVEITARFELOGUM IIEIMILT AÐ TRYGGJA IIJÁ ÖÐRUM TRYGGINGARFÉLÖGUM j Alþingi samþykkti í fyrra frum varp tveggja Sjálfstæðismanna, þeirra Jóhanns Þ. Jósefssonar og Ingólfs Flygenrings, um að bæj- ar- og sveitarfélögum skvldi heimilt eftir 15. okt. 1955 að semja I við eitt tryggingarfélag eða fleiri um brunatryggingar á húseignum 1 sínum. í 20. gr. frumvarpsins um 1 Brunabótafélag íslands er þessari ; reglu fylgt, þar sem berum orð- um er tekið fram, að sveitarfé- lögin geti sagt sig úr B. í. með tilteknum fyrirvara — og þar af leiðandi tryggt fasteignir sínar hjá öðru tryggingarfélagi. Til þess að fyrirbyggja allan mis- skilning er rétt að taka það fram, að það er undir öllum kringum- stæðum skylt samkvæmt lögum 1 að brunatryggja allar fasteignir, nema gripahús og útihús í sveit- um, sem ekki eru áföst öðrum tryggingarskyldum húsum. Um rétt sveitarfélaga til þess að segja sig úr B. L segir orð- rétt í 20. gr. frv.: „Stjórn bæjar- eða sveitarfé- lags getur leitað til Brunabóta- félagsins og óskað eftir því að fá endurskoðaðar breytingar á ið- gjaldagreiðslum og öðrum kjör- um varðandi brunatryggingar fasteigna í bæjar- eða sveitarfé- laginu. Náist ekki samkomulag um samning innan tveggja mán- aða frá því að ósk kom fram um endurskoðun eða breytingar á tryggingarkjörum, er hlutaðeig- andi bæjar- eða sveitarfélagi heimilt að segja sig úr Bruna- bótafélaginu með sex mánaða fyrirvara miðað við 15. okt. ár hvert.“ Þarna eru tekin af öll tvímælL Sveitar- og bæjarfélögum er heim ilt að hætta viðskiptum við B. í. og leita viðskipta hjá öðrum tryggingarfélögum. Ummæli „Dags“ um ríkiseinokun bruna- trygginga utan Reykjavíkur eru því ekkert annað en þvættingur. SAMVINNUTRYGGINGAR HAFA GERT 5 ÁRA SAMNING VIÐ NOKKUR SVEITARFÉLÖG Til þess enn að árétta fleipur 1 „Dags“ um einokunaraðstöðu talar um að foringjar Sjálfstæðis- Brunabótafélags íslands er rétt að manna í Reykjavik óttist, að geta þess, að nokkur sveitarfél- lög hafa gert samning við Sam- tryggingarfélög „einkaframtaks- ins“ verði undir í samkeppninni við Samvinnutryggingar, hug- sjónatryggingarnar hans. Mætti benda honum á að 1. gr. laga um Brunabótafélag íslands hljóðar svo: „Brunabótafélag íslands er gagnkvæmt ábyrgðarfélag vá- fryggjenda, eftir því sem lög þessi ákveða.“ Það eru því vá- tryggjendurnir sjálfir, sem eigi raunverulega félagið Það hljóm- ar því dálítið kátlega hjá hug- sjónamanninum þegar hann tek- ur svo til orða um æðstu stjórn félagsins: „En til þess að slá ryki í augu manna, er sett upp „full- trúaráð“, sem á að koma saman fjórða hvert ár(!) og látið heita sem Brunabótafélagið verði eign sveitarfélaganna.“ Er það þá til þess að slá ryki í augu manna að kosnir eru fulltrúar á aðal- fund Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga, og þeir látnir fjalla um rekstur þess. Og er þá allt „lýðræðið“ í stjórn kaupfélagr anna og samvinnufélaganna til þess eins að „slá ryki í augu manna“? Nei hér hamast sam- vinnumaður gegn félagsskap, sem byggður er á samvinnugrund- velli, en það er bara ekki Fram- sóknar-samvinnugrundvöllur, og það gerir gæfumuninn og það framkallar stóryrði og persónu- legar árásir þessa Framsóknar- samvinnu- hugsj ónamanns og ann ara hans líka. Vignir. vinnutryggingar um brunatrygg- ingar á fasteignum. Eru þessir samningar gerðir til 5 ára og með 6 mánsða uppsagnarfresti. Hver er munurinn? Hvernig ber nú að skilja þessa feitletruðu grein í „Degi“ laugardaginn 26. febrúar s.l.: „Hii raunverulega merking frv. er því sú, að afturkalla frelsisfyrirheitið, sem gefið var í fyrra, og setja slíkar tálmanir á úrsagnir á hinu nýja einkasölu kerfi, að þær jafngilda því, að sveitarfélögin verði bundin að lögum um ófyrirsjáanlega fram- 1 tíð.“ i Eru þá þau sveitarfélög, sem tryggt hafa fasteignir s'nar hjá ; Samvinnutryggingum, bundin á klafa þeirra um ófyrirsjáanlega framtíð, sem samið hafa við þær með sama uppsagnarfresti og er hjá Brunabótafélaginu? AKUREYRI IIEFTR GE’,rr | SAMNING tit, FTMM ÁRA í þessu sambandi er rétt að minna á það að Aku ’evrarbær gerði fvrir 3 árum samnine við Brunabótafélagið til 5 ára. Voru iðgjöld þá lækkuð um leið og brunavarnir voru auknar í bæn- um og félaeið lánaði 2,5 milljónir króna til framkvæmda við vatns- veitu og fleira. Akureyrarbær petur svo þegar samningstíminn er runninn út, lcitað tilboða hjá I öðrum tryggingarfélögum. og þá j Samvinnutryggingum eins og öðrum, og sagt upo viðskiotum sinum við B. í. með 6 mánaða , fyrirvara frá 15. okt. að telja. etnkfnnileftjr HUGSUNARHÁTTUR S1M VINNUHUGSJÓNAR- MANNS Pitstíó-i „Dai?s“ h'',’i’' t;l bess ekki farið leynt með það að hann væri sam’ú.muhugsjónarmaður. rr?ýi. dálkar blaðs hans oft og einatt ve-’ð íullir af skrafi um ágæti þessarar þims'óna1" c* b 'ð oft að maklegu. Hinu hætti1' hon- um og öðrum nf.lp'pum Framsfl. stundum til að gleyma, að þeir e~u «*kbi einvaldi" yíi" bessari huysjón eða framkvæmd hennar. ( En ef hugsjómn er ekki fram- ; kvæmd af S.Í.S. þá á hún, sð þeirra dómi. enaan rétt. á sér. Þá | er hún „einokunarste*-*»■“ hmu.. ' in uop af SiáHstæðisflokknum til þess að ,.kúga“ fólkið iVi um l landsbyggðina. Vill nú ekki þes=i I hugsiónamaður leiða hu^ann að ' því hverskonar félag B. í. er og j hugleiða hverjir eru hinir raun- | verulegu eigendur þess. Hann Leið fyrir óreykjendur til aft styrkja skógræktina FYRIR nokkrum dögum — eða kannske hafa það verið vikur — las ég það í dagblöðunum hér að Tóbakseinkasala ríkisins væri bú- in að láta merkja með merki Landgræðslusjóðs: grænu birki- laufunum, eitthvað af sigarettum þeim, er hún selur hér. Yrðu sígarettur þessar seldar á 10 krónur pakkinn í stað 9,80 kr., er hann kostaði ómerktur. Fylgdi það með, að þessir á- lögðu 20 aurar ættu að renna til Skógræktarinnar sem styrkur frá sígarettu-reykingamönnun- um. Skyldist mér sem starfsmenn blaðanna fögnuðu þessari fram- kvæmd og hvettu reykingamenn- ina til þess að efla þennan styrk með því að kaupa framvegis 10 króna pakkana í stað 9,80 kr. pakkana. Ég fór að velta því fyrir mér hversu mikið hver einstaklingur legði með þessu af mörkum til landgræðslunnar, eða öllu heldur: hversu lítið hann legði fram; því mér finnst — satt að segja — risið ekki hátt hérna né höfð- ingsskapurinn mikill. Það má sjá með því að setja þetta um í töiur. Líklega eru 20 sígarettur í hverjum þessum pakka. Mikill fjöldi manna — að ég hygg — eyðir einum sígarettu- pakka á dag (sólarhring). Það verður með 9,80 kr. verði á pakka allt að 3528 krónur á ári (með því þó að telja aðeins 360 daga í árinu), auk eldfæra, sem gera drjúga upphæð, hver sem þau svo eru. — Þessir reykinga- berserkir styrkja þá Land- græðslusjóð, með því að kaupa 10 kr. pakkana, með allt að 72 kr. á ári, en áðurnefndri upp- hæð, 3528 krónum, „brenna þeir sér til bölvunar og börnum sín- um líka og öðrum“ jafnt eftir sem áður. En nú nota aðrir miklu minna. Mundi það samt svo langt frá sanni, að meðaltals-eyðsla þeirra, sem á annað borð reykja sígar- ettur, verði um % pakki á dag, þ. e. sígarettur fyrir 1764 krón- ur á ári, auk eldfæra. Og svo mundu þeir, sem velja „græna merkið“, leggja að auki fram 36 krónur til Landgræðsiusjóðs eða Skógræktarinnai'. STÓRGRÓÐI AÐ IIÆTTA VIö TÓBAKSNAUTN Nú er það svo, og munu það langflestir viðurkenna, hversu sem um þá er hvað nautnina ! snertir, að það er stórgróði hverj- ’ um manni að hætta við alla ! tóbaksnautn, og ekki hvað sízt | við sígarettureykingar, þvi bæði j verða þær lang fjárfrekastar og svo hefur margföld reynsla og | rannsóknir sannað, að þessi tó- baksnautn sé versta tóbaksnautn- j in og á allan hátt til bölvunar. i Og allir þeir, sem reynt hafa að ■ hætta við tóbaksnautn og hafa I staðizt þá raun segja (þó vafa- (lítið ekki allir með þessum orð- ( um), að „til þess þurfi ekki nema I vilja“. Sé nú jafnhliða að göfugu j auka-takmarki að keppa, ætti það að geta verið drjúgur stuðningur „veikum vilja.“ TILLAGA UM AÐ GEFA LANDGRÆÐSLUSJÓÐI SÖMU UPPHÆÐ Eru nú ekki til hér í Reykja- vík og nágrenni þeir reykinga- menn, sem vildu gefa Land- græðslusjóði eða Skógræktinni á einu ári sömu upphæð og þeir annars þyrftu til, með 20 aura * styrknum, 24V2 ár? | Og um leið gæfu þeir sjálfum t sér og sínum sömu upphæð, en j spöruðu þó að auki þessar 36 krónur og allt eldfæra-féð. 12 MANNA FÉLÖG Ef hér finnast minnst 12 menn (það er fornhelg tala) reykinga- menn, sem vilja leggja út í þessa tilraun: hætta að reykja — til að byrja með í eitt ár — en leggja í sjóð þá upphæð, sem við það að hætta að reykja, losnar úr eyðslu, þannig að annar helmingur upp- hæðarinnar gangi til Skógrækíar- innar, en hinn helminginn fái þeir sjálfir, með vöxtum, að 5 árum liðnum, skal ég leggja fulla einstaklingsupphæð á móti. Með þetta fyrir augum legg ég nafn mitt og heimilisfang inn til formanns Skógræktarfélags ís- lands, hr. Valtýs Stefánssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og bið þá, sem með vilja vera, að gera slíkt hið sama. Þegar hann svo hefur fengið í hendur minnst til- skilinn fjölda nafna boðar hann okkur saman á fund með sér og göngum við þar frá öllu þessu viðvíkjandi, bæði hver upphæð- in skuli vera, sem gengið er út frá, svo og um innborgun upp- hæða og geymslu fjárins. Til þess að enginn gangi grufl- andi að því, hvað hér fyrir mér vakir, skal ég nefna nokkrar töl- ur, sem þó eru ekki bindandi, bví vel getur orðið samkomulag um Frh. á bls. 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.