Morgunblaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 8
24 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. marz 1955 Milljón Arabar voru hraktir úr ísrael og eiga |SKÖMMU eftir lok síðustu jheimsstyrjaldar rættist loks sá draumur Gyðinga, að þeir stofn- uðu sitt eigið ríki í landinu helga. Á urdanförnum áratugum höfðu allmargir Gyðingar ílutt sig búferlum til Palestínu, en eft- ir að leiðir opnuðust frá Evropu að aflokiniii styrjöld var sem flóðgátt væri tekin úr. Hundruð þúsunda Gyðinga, sem höfðu lif- að af ógnir þýzkra yfirráða sögðu nú skilið fyrir fullt og allt við þá jörð Evrópu, þar sem þeir höfðu liðið hinar hræðilegustu þjáningar. ILLDEILL'R VID ARABA En ekki voru allir sem fögnuðu komu Gyðinga til landsins helga. í Palestínu bjuggu Jyrir Araba- þjóðir, sem litu á Gyðinga sem aðskotadýr og landræningja.. Síðan fyrstu Gyðingarnir sneru heim var jafnan grunnt á því góða milii Araba og Gyðinga. Fóru þær skærur stöðugt harðn- andi eftir bví sem innflytjend- unum fjölgaði, og þrengra varð í landinu. Þó keyrði að sjálfsögðu alveg um þverbak, þegar hinn mikli flóttamannastraumur frá Evrópu hófst. Arabarnir höfðu áður fengið fram kröfur sínar um það að tala Gyðinga-innflytjenda mætti ckki fara yfir visst tiltölulega lágt há- mark á hverju ári, en nú tóku Gyðingar að flytjast ólöglega til Palestínu. Þeir komu á smábát- um til Libanonstranda og í nátt- myrkrinu reyndu þeir að komast framhjá varðskipum og smygla sér í land. Jafnframt urðu kröfur Gyð- inga um stofnun sjálfstæðs ríkis æ háværar;. Og að lokum þegar þeir höfðu búið sig nægilega vopnum o» komið sér upp öflug- um herjum varð það úr að lokum að þeir lýstu yfir stofnun ísraels- ríkis. ARABAR HRAKTIR ÚR ÍSRAEL Nú var svo komið í Pales- tínu að íbúar af Gyðingaupp- runa o? Arabar bjuggu dreifð- ir um allt landið og í einum hrærigraut. Þegar styrjöldin í Palestínu hófst varð því fyrsta verk Gyðinga er þeir tryggðu sér ákveðið landsvæði tæpast íijdiparstnfH S.Þ. skapar þo'ia tsýja tiivera Á efri myndinni sjást tjaldbúðir flóttafólksins. Þeim var komið upp í skyndi, þegar neyðin kaliaði að, en tjöldin veita lítið skjól fyrir næðingum vetrarins. Á neðri myndinni sést nýtt hverfi fyrir flóttafólk, sem nú er að rísa í Gaza-héraðinu. Eru það steinhlaðin hús og hin vistlegustu. Margir efnilegir nemendur eru meðal flóttafólksins. Myndin er tekin í barnaskóla, sem flótta- mannastoínunin rekur. að reka Araba á þessu land- svæði upp frá búum sínum, smala heim öllum saman og hrekja úi úr landinu. Það má segja að þessar aðgerðir hafi verið íjarska harkalegar og tillitslausar, og virðist mönn- um það koma úr hörðustu átt þegar Gyðingar komu fram með þessu móti, þeir sem mest höfðu kvartað yfir ofsóknum annarra gegn sér. En e. t. v. er erfitt að dæma þetta leiða mál að svo búnu. Verður því ekki neitað að Gyðingar áttu líf sitt og tilveru að verja. Þeir lögðu á sig miklar byrðar til að hamla framsókn Araba- herjanna allt í kring og gátu ekki tekið á sig þá áhættu að hafa mikinn fjölda fjandsam- legra Araba bak við varnar- línu sína. Araba-flóttamenriirnir hafa ekki enn fengið að hverfa heim til sinna fyrri heimkynna. Gyð- inga-landnemar hafa nú tekið hús þeirra og akra fyrir sig og ólíklegt er að minnsta kosti cins og sakir standa að Gyðingar geti fallizt á að taka þá aftur heim. Þess vegna er þarna að íinna eitt alvarlegasta flóttamannavanda- mál heimsins. Að vísu er fjöldi flóttafólksins ekki eins mikill og í Vestur-Þýzkalandi, en munur- inn er sá að löndin cem tekið hafa á móti þessu flóttafólki eru fátæk og geta ekki með nokkru móti veitt flóttafólkinu atvinnu né tekið á sig þann þunga bagga sem fylgir uppihaldi þess og fæðiskostnaði. ÞTJNG BYRÐI NÁGRANNA- RÍKJANNA Araba-flóttamennirnir hafa búið við hina hörmulegustu neyð í nærri sjö'ár. Þeir hafa skipzt þannig niður á nágrannaríkin að í Jordan ,'þar á meðal nokkrum hluta af Palestínu) lifa um 500 þúsund, í Egyptalandi 250 þús., Lebanon 110 þús. og Sýrlandi um 100 þúsund. Auk þess hafa nokkr ir flóttamann verið fluttir til Arabíu og íraks. Til dæmis um það hvílík byrði flóttamennirnir hafa verið ná- grannaríkjunum má geta þess m. a. að í ríkinu Jordan er hin eðli- lega íbúatala 700 þús., en við það bætast 500 þús flóttamenn. Og á. hinu svonefnda Gaza-svæði, sem tilheyiir Egyptalandi nú var eðlileg íbúatala áður 80 þús., en ofan á það hafa nú komið 250 þús. flóttamenn. HÖFÐU EKKI BOLMAGN TIL AÐ TAKA VIÐ FLÓTTAFÓLKI Araba ríkin fyrir botni Mi3- jarðarhafs eru fátæk og frum stæð. f-au hafa hvorki fjár- magn né tæknilega getu til að búa flóttamönnunum sæmi- Ieg lífsskilyrði. Þess vegna er það nú ljóst að meðal alls þessa flóttafólks hefði komið upp alger bjargarskortur, hungursneyð og drepsóttir, ef ekki hefði verið komið ;\ ?ót sérstakri líknarstofnun S. Þ., sem helur á allan hátt reynt að bæta úr neyð flótíamann- anna. UM TVENNT AD VELJA Þessi hjálpar og líknarstofnun S. Þ. nefnist UNRWA, sem cr skammstöfun á enska heitinu United Na+ions Re'Iief and Works Agen^;'. Upphaf stofnunarinnar var ávarp Bernadotte greifa, sem þá var sáttasemjari í Palestinu- styrjöldinni. í þessu ávarpi beindi Bernadottí þessum orðum til Sameinuðu þjóðanna: — Það er um tvennt að velja, — annað- hvort að bjarga lífi þúsunda manna — eða að lofa þeim að deyja. 24 þjóði- buðust þegar til að leggja fre.m fjármagn, matvæli o. fl. Þegar stofnunin hóf rtarf- semi sína \ar það fyrsta verk hennar að útvega til bráðabirgða tjöld fyrir ílóttamennlna, en svo bjargarlausir voru ilestir þeirra að þeir lifðu án þaks yfir höfuð- ið, í hellum, holum og á ber- angri. MATARGJAFIR Það hefur verið mikið og kostn aðarsamt verk að sjá öllum þess- um mikla sæg flóttamanna :?yrir matvælum. í fyrstu lifði ::ólkið einvörðungu á matargjöfum :crá UNRWA, en á síðari árum hefir það tekið að rækta matjurta- garða í kringum flóttamanna- búðir, sem hafa létt mikið undir. Enn gætir stofnunin þess þó að flóttafólkið búi ekki við neyð og | er haft eftirlit með því að mat- arskammtur hvers og eins inni- haldi að minnsta kosti 1500 hita- einingar að sumri og 1600 hita- einingar að vetri. Eftir að það varð Ijóst að flóttafólkið fengi ekki að hverfa heim í bráo var starf- semi UNRWA víkkuð veru- lega, þannig að stofnunin gæt- ir nú velferðar flóttafólksins í heild. Upp úr því hef jast nýir þættir í starfinu. í stað tjald- búðanna, sem eru ömurlegar er nú unnið að því smámsam- an að byggja upp lítil stein- hlaðin og vistleg hús. Á sum- um svæðum er nú unnið að því að leggja tjöldin algerlega niður á þessu ári. Veðrátta á þessum slóðum er, andstætt því sent margir ímynda sér, stormasöm cg mjög köld að vetrarlagi. BETRI HEILSUGÆZLA EN ÞEKKST HEFUR ÁÐUR Það er e'kki nóg með að við heilbrigðisþiónustu. Stofnun- in rekur 30 sjúkrahús og lækn- ingastofur. Það er m. a. athyglis- vert að þarna hefur verið háð í fyrsta skipti allsherjarbarátta í Asíulöndam gegn hinum land- læga augnsjúkdómi Trachoma og allsherjarbólusetning hefur ver- ið framkvæmd gegn heiztu far- sóttum. AFÞREYIVG OG SKÓLAHALD Er fjóttamennirnir höfðu dval- izt um hríð í búðun,m greip mikið óyndi þá, sem stafaði af aðgerðarlevsinu. Afbrot urðu mjög tíð bæði meðal fuilorðinna og ekki síður meðal unglinga, sem vissu ekki hvað þeir áttu af sér að gera. Þessi vandamál hefur orðið að leysa á mjög breiðum grundvelli. UNRWA hefur fyrst og fremst komið upp barnaskólum. Munu nú Uni 100 þúsund börn vera við nám í barnaskólum, sem stofn- unin rekur sjálf á eigin ábyrgð. En auk þess stunda um 60 þúsund börn nám í skólum sem reknir eru af Aiöbum, cn á kostnað stofnunarinaar. Nýtur hvert ein- asta barn nú barnaskólakennslu. Þá hefur verið komið á fót nokkr um menntaskólum og eru sam- tals 7000 nemendur í þeim. Um 200 nemendur sem iokið hafa stúdentsprófi úr flóttamanna- skólum stunda nú háskólanám við háskóla hinna ýmsu nágranna ríkja. Með þeasum aðgerðum bregður svo við að börn flótta- fólksins njóta að mörgu leyti betri uppfræðslu en börnin i Arabaríkjunum sjálfum. Hafa starfsmenn stofnunarinnar lagt ríka áherzlu á að vanda til kesmslunnar. Konnaraskól- ar eru og starfandi á vegum UNRAVA og er mestur hluti kennaranna sjálfir flóttamenn. FLÓTTAFÓLKID VERDI SJÁLFU SÉR NÆGT Talsverour hluti flóttamann- anna hefur fengið störf á veg- um stofnunarinnar sjálfrar, eins og tíðkast í hverju landi, a𠦦 ,¦¦ : . " Flóttamennirn- ir læra að byggja sjálfir nýtt húsnæði. UNRWA nefur tekizt að koma í veg fyrir að drepsóttir gysu upp í flóttamanaabúðunum, heldur er þar rekin víðtæk heilbrigðis- þjónusta. Hjá stofnuninni eru fastráðnir nær 100 lækna'r, 12 tannlæknar 90 hjúkrunarkonur, 240 aðstoðsrhjúkrunarkonur,' en alls eru nær 3000 manns starfandi Þessi arabafjölskylda bjó í marga mánuði í afskekktum helli á barmi hungurdauðans, unz starfsmenn hjálparstofnunarinnar fundu hana og veittu henni inngöngu í flóttamannabúðir. fjöldi starfsmanna vinnur á veg- um ríkisin.',. Þarna eru embættis- menn ýmiskonar úr hópi flótta- manna, lögreglumenn, læknar, hjúkrunarlið, kennarar o. s. frv. En auk þess hefur stofnunin reynt að sjá flóttamönnunum al- mennt fyrir vinnu. Enginn skyldi trúa hve erfitt vandamál þetta hefur verið. Arabarikin geta ekki og vilja ekki taka flótta- fólkið upp í sína arma og veita þeim atvinnu. Atvinnulíf þeirra er hvergi fært um að taka við slíkri aukningu vinnuafls. — UNRWA hefur reynt að bæta úr þessu, þó að af veikum mætti hafi verið í þessu mikla og marg- brotna verkefni. Það var ekki fyrr en á s. I. ári að S. Þ. gátu heitið 200 milljón dollara framlagi til að hjálpa flóttamönnunum að verða sjálfum sér nógir. Með þessu íé hefur verið hafin stór felld áætlun, þar sem flótta- mönnunum er sköpuð atvinna, hráefni til iðnaðar eru fengin, vélar og tæki keypt, land- mæling?; eru framkvæmdar Frh. á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.