Morgunblaðið - 10.03.1955, Side 9

Morgunblaðið - 10.03.1955, Side 9
Fimmtudagur 10. marz 1955 MORGVISBLAÐIÐ 25 EaUzhir foznáHizson frá SFíBifa&li: m HI N N I óvæntu yíirlýsingu Rússa í ianúarlok um enda- lok ófriðarástandsins milli Rúss- lands og Þýzkalands alls var al- mennt tekið heldur fálega, jafnt af fylgjendum stjórnarinnar sem andstæðingum hennar. Bonn svaraði með því að krefjast frjálsra kosninga fyrir allt landið og friðarsamninga. Samt vakti þessi yfirlýsing þær vonir, að Rússar muni nú loksjns láta til skarar skríða um að öll- um þýzkum striðsföngum, sem enn er haldið austur þar, yrði sleppt, en fátt hefur gerzt, sem bendi til mikilla breytinga að svo stöddu. Að vísu skýrði Schárner marskálkur frá því, er hann kom til Múnchen fyrir skemmstu úr fangabúðum Rússa, að hann og Voss aðmíráll væru eins konar forvarðasveit og á eftir þeim væru væntanlegir allir stríðs- fangar, sem eftir væru. Kvaðst hann hafa þessar upplýsingar eftir Kusnezow ofursta, sem væri , ábyrgur fyrir málum stríðsfanga | í Rússlandi. Þessu hefur verið j tekið með mikilli tortryggni, því1 að Schárner er sakaður um að ^ hafa framið hin verstu glæpa- verk í lok styrjaldarinnar í maí 1945, skipað hersveitum sínum að berjast við ofurefli liðs á móti Rauða hernum í Tékkóslóvakíu, eftir að Þýzkaland hafði gefizt upp og látið taka menn af lífi fyrir litlar sakir. Hafa því verið Parisarcaffir/inqarr.ir eíst ú dagskrn — I Pálskirkjur.ni i Frankfurt — Frá Kielarháskóla og hlendingum i Kiel — Uglussiegill erm liáslifandi i Möíln — Bjórstriö i Bayern Hinn núverandi Ugluspegill • uppi háværar raddir um að draga hann fyrir lög og dóm, svo að vænta má langra réttarhald yfir honum. DEILAN UIVI PARÍSARSAMNINGANA Annars hefur deilan um Paris- arsamningana og endurvopnun Þýzkalands varpað skugga á óll önnur mál undanfarna mánuði. Víðs vegar um landið hafa verið haldnir mótmælafundir gegn hervæðingunni, og hafa stjórn- arflokkarnir efnt til funda til þess að hamla á móti og brýna fyrir þjóðinni nauðsyn þess, að Vestur-Þýzkaland tryggi sem bezt stöðu sína í fylkingum frjálsra þjóða og glata ekki því, sem á hefur unnizt. Andstæðingar stjórnarinnar réðust ákaft á hana fyrir að hafna tilboðum Malenkows, en Aden- auer svaraði því til, að lítt væri treystandi á slíkar orðsendingar og sambandslýðveldið Vestur- Þýzkaland hefði ekki efni á að hætta sér út í nein ævintýri. Það yrði að gæta þess að setjast ekki einu sinni enn á milii stólanna og sitja svo eftir eitt saman, óstutt og vinalaust. Kvað hann breytingarnar, sem nýlega urðu á rússnesku stjóminni, sýna, að ekki hefði legið á að gleypa við tilboðum þaðan, þar eð ekki væri líklegt, að 'mikið hefði mátt treysta á orð manns, sem var í' þann veginn að hrökklast frá völdunum. Hótarnir Rússa bæri ekki heldur að taka alvarlega um það, að sameining landsins væri útilokuð, ef Parísarsamn- ingarnir yrðu samþykktir. FUNDAKÖLD í PÁLSKIRK.TU í FRANKFURT Hápunkti sínum náði þessi deila á fundi, sem haldinn var í Pálskirkju í Frankfurt am Main þann 29. janúar til þess að mót- mæla utanríkispóiitík stjórnar- innar. Var margt stórmenni sam- an komið meðal hinna 700 gesta, þ. á. m. Ollenhauer, formaður sósíalistaflokksins; Max Nie- múller, kafbátsforingi og kenni- maður; próf. Carlo Schmidt, vara forseti sambandsþingsins og próf. Gallwitzer, höfundur bókarinnar .....und fúhren wohin du nicht willst“, sem talin er merkasta bók, sem birzt hefur í Þýzka- landi um líf stríðsfanga í Sové+- ríkjunum. Helmut Gollwitzer er prófesspr ’í guðfræði í Bonn. — Hann var lengi sem stríðsfangi í Rússlandi og er manna fróðastur um land og þjóð. Talið er og, að hann verði eitt aðalvitnið í vænt- anlegum réttarhöldum gegn Schörner marskáldi. — Fundin- um í Pálskirkju var útvarpað og vakti mikla athygli. Var og til þess ætlazt, að „Þýzka ávarpið", eins og fundur þessi er kallaður, yrði sem áhrifaríkast. Til þess að vega á móti héldu stjórnarflokkarnir fundi víða og nú síðast í Hamborg í Ernst- Merck-Kalle fyrir 9000 áheyr- endum. Dehler, formaður frjáls- lynda flokksins sagði þar, að engir mótmælafundir gætu leyst þingmenn frá því að taka ákvarð- anir og fundir eins og sá í Frank- furt yrðu aðeins til þess að kljúfa vesturþýzku þjóðina í tvennar fjandsamlegar herbúðir og stofn- uðu sameiningm landsins aðeins í enn meiri hættu en hún væri þegar í. Ollenhauer svaraði því til, að þó að líkurnar fyrir árangri af samningatilraunum við Rússa væru ekki nema 10 af hundraði, mætti engu tækifæri sleppa til þess að taka þá á orðinu, því nð búast mætti við, að þeir neituðu öllum viðræðum eftir samþykkt Parísarsamninganna. í raun og veru eru allir þessir fundir ekkert annað en þráskák, þar sem sífellt er endurtekið það sama. FRÁ KÍELAFFIÁSKÓLA O. FL. ÞEGAR ég kom til Kielar haustið 1951, fyrstur íslenzkra stúdenta eftir stríðið, tók ég mér far með strætisvagni frá aðaijárnbrautar- Framhlið Kielarháskóla stöðinni, keypti farmiða að há- skólanum og bað vagnvörðinn að segja mér til', hvar ég ætti að fara út. Brást hann vel við því, því að Þjóðverjar eru greiðviknir on hafa gaman af að rabba við ókunnuga, ekki s'zt, ef það eru útlendingar. Heldur brá mér samt í brún, þegar ég kom út úr vagn- inum og ætlaði að ganga í meniTí-a musteri Kielarborgar, því að við mér blöstu rústir einar. Upp úr þeim gnæfði að vísu voldugir miirveggir, sem á gat að líta álet^anir á lat'nu svo sem Philo- sophia, Theologia, Sapientia og eitthvað fleira, svo að ég þóttist í sjá, að ég væri þó á réttum stað. i Heldur þótti mér óálitlegt að eíga j að haldast við þarna, svo að ég vék mér að vegfaranda einum og tjáði honum vandræði m'n. „Die wallen natúrHch zur F.lac“ (þér ætlið auðvitað upp í Elas), savði hann undir eins. Ég skildi nátt- úrlega ekki, við hvað hann átti og hað um nánari skýringu. — Sagði hann mér þá, að háskólinn hefði verið laaður gersamlega í rústir í loftárás á styrjaldarár- unum, eins og ég gæti séð, en væri nú til húsa í byggingum raftækjaverksmiðju einngr í út- jaðri borgarinnar og væri í dag- legu taH nefndu’’ efti'- henni. því að Elac væri stvt.ting á nafninu Electro-Acuslit. Hefði verksmiðj- an verið rifin niður að mestu leyti að skipun hernámsveldanna, en háskólinn fengið húsin til um- ráða. SKAMMSTAFANIP. VERÐA NÝYRÐI Þarna kynntist ég þegar tveim- ur einkennum Þjóðverja, úrræða- snilli þeirra og dugnaði annars vegar, en hins vegar ástríðu þeirra að stytta og skammstafa öll möguleg orð og nöfn, bæði í ritmáli og talmáli, svo að útlend- ingar skilja oft hvorki upp né niður, þó að annars séu sæmi- lega færir í málinu. Til dæmis eru stjórnmálaflokkarnir helzt aldroi nefndir öðru vísi en með skamm- stöfunum: BHE = Bund Heimat- loser und Entrechteter (flótta- mannaflokkurinn), CÐU = Christlich Deutsche Union (kristi legi demókrataflokkurinn) o. s. frv. Stúdentar segja alltaf UB í stað Universitatsbibliotek, CAH fyrir Chris+ian-Albrecht-Haus, sem er alþjóðlegt stúdentaheim- ili. Ef maður svo spyr, hvað hin eða þessi skammstöfun þýði, er ekki óalgengt, að sá aðspurði ypti öxlum, þó að hann noti hana daglega og þekki þaö, sem hún á við. Þannig myndast ný orð í málinu, og oft er uppruninn gleymdur, áður en varir. Eða hver ætli sé að brjóta heilann um, að Agfa, sem er þekkt nafn víða um lönd, er stytting úr Aktiengesellschaft fúr Anilin- fabrikation og DIN úr Deutsche Industrie-Normen? Nýlega kom það fyrir í Braunschweig, að maður kom inn á opinbera skrif- stofu þar og spurði mann einn, hvort hann vissi, hvað skamm- stafanirnar LMG, VPOE og WSG þýddu. Þeim aðspurða vafðist tunga um tönn, svo að hinn dró uop hjá sér bréf frá skrifstof- unni, þar sem þessi furðuorð voru notuð, og heimtaði skýr- ingu á þeim og þrettán öðrum álíka, sem einnig voru notuð í bréfinu, þó að það væri ekki nema 19 vélritaðar línur. Sagt er, að í þetta sinn hafi það verið yfirmaður skrifstofunnar, sem fyrir svörum varð. — Til þess að koma í veg fyrir, að svona atvik endurtaki sig, hafa skrif- stofustjórar í Braunschweig gef- ið út smákver, sem ber nafnið AKV og hefur að geyma 1000 skammstafanir, sem notaðar erw í þýzku embættismáli. Nafn kversins, ef nafn skyldi kalla, er í fullu samræmi við innihaldið og þýðir Abkúrzungsvergeichnis, þ. e. skammstafanaskrá. Fróðlegt væri að athuga, hvérn. ig þetta er á íslandi, eða skyldu allir lesendur blaðsins vita, hvað t. d. Kron eða Kea þýðir, svo að ekki sé farið lengra? ÍSLENDINGAR VIÐ NÁM Þetta var nú útúrdúr. — Þegar ég svo loksins komst upp í há- skóla, reyndist hann vera í bezta gengi þarna í verksmiðjubygg- ingunum, en jafnframt var unnið kappsamlega að því að innrétta og lagfæra. Samt voru ýmsar deildir enn að nokkru leyti úti í börg á ýmsum stöðum og biðu þess að verða fluttar í nýju húsa- kynnin. Síðan 1951 hefir Rín flutt mikið vatn til sjávar, og á þeim tíma hefir margt breytzt. í Kiel, flest til batnaðar, svo að nú eru námskilyrði hér mjög góð í hinum nýuppbyggða og nýtízku- legu námsstofnunum í Christian- Albrechts-Univerzitat. í vetur eru hér ellefu íslend- ingar og átta þeirra við nám. Stunda þeir ýmsar greinar. Fjór- ir nema hagfræði, enda er hag- fræðistofnun Kielarháskóla, In- stitut fúr Weltwirtschaft, mjög þekkt stofnun. Tveir leggja ^ stund á náttúruvísindi, annui | fiskifræði, en hinn skordýra- fræði, einn nemur tannlækning- ar og einn germönsk mál. Landar hér stofnuðu félag með sér í vetur og hafa komið saman Myndin er tekin í hófi íslendingafélagsins þann 1. des. s.l. Aftari röð frá v.: Ólafur Helgason, Jón Margeirsson, Högni Böðvarsson, prófessor Hans Kuhn, Ólafur Hallgrímsson, Þorvarður Alfonsson, Baldur Ingólfsson, Jakob Magnússon og Guðmundur Garðarsson. Fremri röð: Ragnheiður Ásgeirsdóttir, Birgitta Barnhage (Svíþjóð), Vilhelmína Þór, Elsa Kuhn og Elisabeth Ingólfsson. Islendingaheim^ókn hjá Ugluspegli öðru hvoru. í lögum félagsins er svo ákveðið, að tilgangur þess sé m. a. að bjóðast til að láta í té upplýsingar um háskólann og annað, sem við kemur námi hér. því að það er algengt að íslenzkl námsfólk eigi í erfiðleikum að fá upplýsingar, sem það vantar er- lendis frá. Jafnframt væntum við, að aðrir íslenzkrir stúdenta hópar í Þýzkalandi fari að dæmi okkar um þetta. Utanáskrift félagsins er: Félag íslendinga í Kiel, form. Baldiu Ingólfsson. Kiel, Dúppelstrasse 11. — UGLUSPEGILL ER ENN Á LÍFI og vinnur á ferðaskrifstofu i bænum Mölln í hertogadæminu Lauenburg, skammt sunnan við Lúbeck. Að vísu er þetta ekki sá hinn sami gamli' bragðarefur og- hrekkjalómur og við lásum um, þegar við vorum börn, því að hann andaðist hér árið 1350. Sá, sem nú gengur ljósum log- um í Mölln er arftaki hans á tuttugustu öldinni og að sjálf- sögðu mesti prakkari, enda má hann ekki kafna undir nafni, því að það er atvinna hans meðfram að gera hinum og þessum mönn- um grikk öðru hvoru. Frægasta bellibragð sitt framdi hann fyrir Frh. á bls. 26

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.