Morgunblaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 10
~26 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. marz 1955 Birfiðleikar sjávarútvegsins eru vegna þess að framleiðslukostnaðurinn er hærri hér, en hjá þeim þjóðum, s&m við keppum við á mörkuðum ’ OJÁVARÚTVEGURINN er eini atvinnuvegurinn í landinu, siem gæti starfað og séð þeim, •feém við hann vinna fyrir öllum rta'uðsynjum án stuðnings frá öðrum atvinnuvegum, þar sem heegt væri að kaupa fyrir gjald- eyristekjurnar allar þarfir hans og þeirra, sem við hann vinna, úg það jafnvel á mun lægra verði en þær eru nú fáanlegar frá hin- um atvinnuvegunum, þ. e. land- búnaði og neyzluvöruiðnaði. Það sama er ekki hægt að segja um aðra aðilja, sem greiða kaup í landinu, þeir þurfa allir að fá g-jaldeyri þann, sem útvegurinn aflar, til þess að geta haldið st,arfsemi og uppbyggingu gang- andi. Landbúnaðarframleiðslan þarf að flytja inn mjög mikið af rekstursvörum og þau ca 3—5% af útflutningnum, sem eru land- búnaðarafurðir duga skammt til að greiða þær þarfir. Innlendi neyzluvöruiðnaðurinn þarf að flýtja inn hráefni, vélar og bygg- iitéarefni í uppbyggingu sína, umbáðir og annað til starfsemi Sihnar, og þar sem þessi starf- Sémi selur ekki framleiðslu sína 6 erlendum mörkuðum, verður hún að fá gjaldejni til þessara greiðslna frá sjávarútveginum. Þá verða allir þeir, sem vinna við þessar „hliðargreinar at- vinnulífsins" eins og Helgi Bergs- son kallar þær í áramótagrem um verzlunarmál, svo og þeir, som annast verzlun, þjónustu og öll opinber störf, að fá gjaldeyr- isþarfir sínar frá sjávarútvegin- «m. íslendingar búa nú almennt við betri lífskjör en flestar aðrnr þjóðir. Aðalástæðan til þess, að okkur hefir verið kleift að afla okkur þessara lífskjara, eru þau, að við búum við einhver auðug- ustu fiskimið, sem þekkjast og gð okkur hefir tekizt að nýta þau í vaxandi mæli. Það munu ekki finnast víða atvinnuvegir, s.em gefa meira í fríðu fyrir þyerja vinnustund en fiskveið- jirnar og fiskiðnaðurinn hér hjá okkur. Svo til engin önnur starf- sémi hér í landinu gefur meira verðmæti í fríðu fyrir hveria yinnustund, en fæst hjá öðrum þjóðum fyrir samskonar störf. . Ég býst við, að mörgum finn- þsí einkennilegt, að þessi at- vinnuvegur, sem skapar grund- ýöliinn fyrir allan atvinnurekst- ur þjóðarinnar og þau góðu lífs- kjör, sem við búum við, þurfi stöðugt að búa við taprekstur, fjárhagserfiðleika og fólkseklu. En þannig er ástandið nú og hef- ír oftast verið hjá sjávarútveg- inum. Árið 1954 varð mjög hagstætt úm afurðasöluna, enda meira far- ið inn á þær viðskiptaaðferðir, að verzla við þær þjóðir, sem éru kaupendur afurða okkar, en oftast áður, og hefir það orðið til þess, að útflutningurinn og þar með verzlunarveltan öll, varð meiri en oftast áður. Þrátt fyrir þessa góðu og greiðu afurðasölu og aukið aflamagn á þorskvertíð- inni hjá vélbátunum, varð af- koma útvegsins mjög erfið á ár- j inu. Vegna aukins afla og hækk- j aðs fiskverðs til útvegsmanna og j sjómanna, varð afkoman viðun- andi á þorskveiðum vélbátanna.1 Síldveiðin fyrir Norðurlandi varð önnur sú lélegasta, sem komið hefir og varð því mikið rekstrar- tap á henni. Á reknetjaveiðum við Suð-Vesturland varð aflinn viðunandi, eftir því, sem búast má við, en vegna þess að hag- kvæman rekstursgrundvöll vant- ar algjörlega fyrir þær veiðar, varð mikið tap á þeim. j ,> Afkoma vélbátaútvegsins í, heild varð því mjög léleg á ár- ! inu og er ósennilegt, að yfir 15% Ræða Fmnhaga Guðmundssonar á Varð&r-fundi af vélbátunum hafi haft fyrir hæfilegum afskriftum og stór hluti vélbátanna orðið fyrir all- verulegum taprekstri. Togaraút- gerðin átti við mikla fjárhagslega öruðleika að etja og stöðvaðist að mestu, hluta úr árinu, en fékk síðan styrk, að upphæð kr. 2.000,00 á dag. En togaraeigendur telja styrk þennan ekki nægileg- an til þess, að afkoma togaranna sé viðunandi, með núverandi framleiðslukostnaði. Fólksekla var mikið á öllum fiskiskipum og er enn, og varð að fá stóran hóp fiskimanna fi\i Færeyjum í fyrra og í ár, til þess að hægt væri að halda togurun- um og vélbátunum starfandi. Hverjar eru ástæður til þess, að atvinnuvegur, sem gefur þjóð- inni þessi góðu lífskjör, býr stöð- ugt við mikla erfiðleika? Það er vegna þess, að framleiðslukostn- aðurinn er hærri hér en hjá öðr- um þjóðum, sem við verðum að keppa við á mörkuðunum. Kaup- gjald allt og verð á landbúnað- arvörum, innlendu neyzluvöru- framleiðslunni og öll þjónusta er miklu hærri hé en í flestum ná- lægum löndum. Ef t. d. kaup- gjald, verð á landbúnaðarvörun- um og innlendu neyzluvörunum og öll þjónusta fengizt á svip- uðu verði hér og hjá hinum Norðurlöndunum, myndi vera góð afkoma hjá útgerðinni og fiskiðnaðinum. Fiskveiðar og fiskiðnaður okkar geta auðveld- lega staðið undir svipuðum lífs- kjörum og uppbyggingu og er á hinum Norðurlöndunum og það jafnvel þótt síldveiðarnar fyrir Norðurlandi verði áfram lélegar. Þó eru lífskjör fólksins á Norð- urlöndunum talin með því bezta, sem þekkist í heiminum. En hér er krafizt hærra kaups. Landbúnaðurinn fær haftavernd til þess að selja afurðir sínar miklu hærra verði en samskonar vörur kosta í nágrannalöndum okkar. Auk þess fær landbúnað- urinn mikla beina styrki og þarf ekki að greiða neitt sem nemur til ríkisins. Þ. e. a. s. rekstrar- þarfir þeirra og afurðir eru lítið sem ekkert tollaðar. Neyzluvöruiðnaðurinn nýtur mikillar tollverndar og hafta- verndar. En hráefni, eða efni, sem neyzluvöruiðnaðurinn notar, er aftur á móti oftast leyft að kaupa fyrir harðasta gjaldeyrinn, sem tekinn er af útveginum á skráðu gengi, sem er oftast langt undir kostnaðarverði. Neyzlu- vöruiðnaðurinn greiðir tiltölulega lítið í ríkiskassann, þar sem efni- vörur og framleiðsluvörurnar eru oftast mjög lágt tollaðar. Til þess að hægt sé að selja þessar vörur á tiltölulega háu verði, miðað við vörugæði, eru þessir framleiðendur verndaðir með mjög háum tollum á samskonar aðfluttum vörum. Oft eru þessar vörur tollaðar allt að 100% og stundum meir, þótt efnivörur til framleiðslu samskonar vara, séu aðeins tollaðar /með 2—7 % eða mest 30% tolli. En þessi mikla tollvend hefir ekki nægt í flest- um tilfellum og hefir þá hafta- vernd komið til viðbótar 1 stöð- ugt vaxandi mæli. Þessi hafta- vernd hefir verið með margs- konar íyrirkomulagi. Sumar vör- ur er alls ekki leyft að flytja inn. Sumar vörur er aðeins leyft að flytja inn frá c'earing-lönd- um, og þá oft meira og minna takmarkað. Sumar vörur er að- eins leyft að flytja inn frá clcar- ing-löndum með B-leyfum. En efnivörurnar er oftast hægt að flytja inn frá USA eða E.P.U.- löndum eða hvaðan sem þær fást ódýrastar, fyrir harðasta gjald- eyri, sem til er. í mörgum til- fellum er svokölluðum iðnrek- endum leyft að flytja inn efni- vörur til framleiðslu sinnar frá harðagjaldeyrislöndunum, þótt kaupsýslumönnum leyfist aðeins að kaupa samskonar vörur frá clearinglöndum, ef þær eiga að seljast almenningi til heimilis- iðnaðar, t. d. ullargarn. En ótrú- lega oft hafa þessar vörutegundir komizt í búðir þótt þær hafi greinilega komið til landsins frá þeim löndum, sem iðnrekendum einum er leyft að kaupa þær frá. En þessi forréttindi iðnaðarins eru mjög veigamikil vegna þess, að flestar vörur eru miklum mun ódýrari frá harðagjaldeyrislönd- unum en clearing-löndunum, sér- staklega ef tekið er tillit til ' gæða. j Það er enginn vafi á því, að 1 fyrrnefndar tvær hliðargreinar atvinnulífsins, þ. e. landbúnað- urinn og neyzluvöruiðnaðurinn, draga verulega niður þau mjög góðu lífskjör, sem sjávarútveg- urinn getur veitt þjóðinni. Ef t. d. þeir, sem stunda sjávarút- veg og fiskiðnað, gætu búið sér, út af fyrir sig og keypt allar sínar þarfir af öðrum þjóðum fyrir gjaldeyristekjurnar af fram- leiðslu sinni, væru lífskjör þeirra miklum mun beti en nú er, og það þótt þeir yrðu að greiða til sameiginlegra þarfa þjóðfélagsins svipað og nú. | En hinsvegar myndu lífskjör hinna versna verulega, ef sjávar- ! útvegurinn- stöðvaðist, eða sam- ! skiptin við hann rofnuðu. Einnig myndu lífskjör þjóðarinnar vera j mun betri, ef meiri þátttaka væri í fiskveiðunum og fiskiðnaðinum en minni í öðrum atvinnuveg- um. j Það er veruleg fórn fyrir þessa kynslóð, að byggja landbúnað- inn upp eins og er verið að gera, en ég tel að úr því eigi samt ekki að draga. i En hinsvegar tel ég, að neyzlu- . vöruiðnaðurinn hafi allt of mikla vernd og er það áreiðanlega ein meginorsök efnahagsvandamála okkar nú. Það sem ég tel, að nú þurfi að gera, er að afnema alla haftavernd, þannig, að leyft sé að flytja inn unnar vörur frá sömu löndum og með sömu gjald- eyrisskráningu og efnivörur til framleiðslu samskonar vara. Toll- vernd verði yfirleitt ekki meiri en 10% og hvergi meirl en 30%, þ. e. að ef efnivaran er t. d. tolluð með 20% þá verði unna varan tolluð með 30%. Sá neyzlu- vöruiðnaður, sem ekki þrífst með þessari vernd, á ekki tilverurétt hér, meðan hægt er að auka fisk- veiðar okkar og fiskiðnað með svipuðum árangri og nú er. Enda hefir það sýnt sig, að ýmiskon- ar neyzluvöruiðnaður hefir þrif- izt hér, þótt hann njóti ekki verulegrar verndar, eins o.g t. d. ýmisleg veiðarfæraframleiðsla og muti svo fara um fleiri iðn- greinar. Við harðari samkeppni verður sumt endurbætt og stenzt samkeppnina og verður þjóðinni til aukinnar hagsældar, en hitt, sem óhagstæðara er, leggst nið- ur og fólkið, sem við það vinn- ur nú, kemur á fiskiskipin og í fiskiðnaðinn og annað, sem hag- stætt er að framleiða. Til dæmis um þann mikla mun á því verði er við verðum að kaupa iðnaðar- þjónustuna hér og því, sem ýms- ar aðrar þjóðir verða að greiða Frh. á bls. 30. ÞÝZKÁLANDSBRÉF ■Frh:'af hls. 25 um það bil tveimur árum, og er það enn mjög í minnum haft. Það var svona: Einn góðan veðurdag kom samgöngumálaráðherra Sam- bandslýðveldisins Vestur-Þýzka- lands, dr. Seebohm til Möllnar með fríðu föruneyti. Yfirvöld borgarinnar hugðust taka vel á móti honum og buðu honum með öllu fylgdarliðinu til veizlu í ráð- húsi borgarinnar. Þegar hinir virðulegu gestir gengu í salinn, blöstu við þeim hin dýrlegustu veizluborð, þakin alls konar kræsingum. En varla höfðu gest- irnir komið sér fyrir í sætunum, er Ugluspegill birtist í salnum, klæddur marglitum hirðfíflsbún- ingi með miðaldasniði, skóm með langri, uppvafinni trjónu og með fíflahettu með bjöllum í á höfði. Hann kvaddi sér máls og mælti á þá leið, að hér væri um hönd höfð eyðslusemi hin mesta og bruðl og næði það engri átt að fara þannig með fjármuni bæj- arins. Skipti þar engu máli, að í hlut ættu háir embættismenn frá ríkisstjórninni, Mölln hefði engin efni á að halda svona dýra veizlu. Því næst skipaði hann þjónustufólkinu að bera allt af borðunum, en síðan var sett baunasúpa í stórum skálum fyrir hina hátt settu gesti. Urðu þeir að gera sér hana að góðu og fengu ekkert annað. Sagt er, að þeir hafi látið sér þetta vel líka og brugðizt vel við glettni Uglu- spegils. Ef til vill hafa þeir líka fengið eitthvað annað og betra seinna, en það fylgdi ekki sög- unni. ÞAR HVÍLIR UGLUSPEGII.Ii „UPPRÉTTUR OG BEINN“ Það er ekki ástæðulaust, að Mölln kynnir sig sem Ugluspeg- ilsbæinn, því að þar andaðist sá erkiskálkur, eins og áður er sagt, árið 1350 og er þar grafinn „upp- réttur og beinn.“ Margt er í Mölln, sem minnir á hann. Þeg- ar komið er á járnbarutarstöð- ina, blasir við komumönnum mynd af honum með stóreflis spegil í annarri hendinni og uglu sitjandi á öxlinni. Á ráðhústorg- inu er höggmynd af honum, frá- bærlega vel gerð og við hliðina á henni á múrvegg lágmynd af Bernhard Shaw, sem mun vera heiðursborgari Möllnarborgar. Þar við torgið er og safnhús, sem hefir að geyma fjölda gripa frá tíð Ugluspegils, gömul skjöl og skilríki og ennfremur fjölda mynda og teikninga úr lífi har.s sem og gamlar útgáfur af sög- unum um hann. Merkasti gripur, sem þarna er geymdur, er samt kistan góða, sem hann fyllti af grjóti, áður en hann dó. Það var arfurinn, sem hann lét eftir sig, því að hann hætti ekki að gabba, þó að hann væri dauður. Dýrmætustu minjarnar um Ugluspegil er legsteinn, sem hon- um hafði verið ætlaður og er enn varðveittur, múraður inn í aust- urvegg dómkirkjunnar í Mölln. Á honum er áletrun á lágþýzku á þessa leið: „Árið 1350 var þessi steinn höggvinn. Till Eulenspie- gel liggur grafinn undir honum. Verið þess vel minnug, hvað ég var í lífinu. Megi þeir allir likj- ast mér, sem ganga hjá gröf minni“. Möllnarbúar eru, sem von er, mjög hreyknir af honum, enda er hann merkilegt scnriun- argagn. Ýmsar borgir og bæir deila nefnilega um heiðurinn að vera heimkynni Ugluspegils engu síður en borgir í Litlu-Asíu deildu um það fyrrum, hver væri fæðingarborg Hómers. En Möllnarbúum mun ekki ganga til eintóm ræktarsemi við minningu Ugluspegils, er þeir leggja sitt hvað á sig hans vegna, því að þeir nota hann óspart til þess að auglýsa Mölln sem ferða- mannabæ. T.d. voru haldnir sér- stakir Ugluspegilsleikir þar sum- arið 1950 á 600 ára ártíð hans, og var þá allmikið um dýrðir. Mölln stendur á tanga við sam- nefnt vatn, svo að á sumrin eru skilyrði til þess að iðka sund og siglingar hin ákjósanlegustu. — Skógar eru í nágrenninu, og hæna þeir að náttúruskoðara og veiðimenn á haustin. Það væri því alls ekki úr vegi fyrir þá, sem eiga leið um Norður-Þýzka- land, að koma við í Möln og heilsa upp á Ugluspegil. Hann bað mig annars að skila kærri kveðju til vina sinna á íslandi. BJÓRSTRÍB í BAYERN í höfuðborg Bayerns, hinni fögru Múnchen, er einn sá staður, sem allir ferðamenn verða að liafa komið á, en það er Hof- branhaus, sem bjórstofur í ýms- um borgum Þýzkalands eru nefnd ar eftir. Þetta er mikið og glæsi- legt gamalt hús, byggt í mörgum álmum þannig, að á milli þeirra myndast opið svæði, sem prýtt er með gosbrunni. í Hofbránhaus eru margar og stórar veitinga- stofur, og á sumrin er einnig veitt úti. Er þá komið fyrir sætum og borðum umhverfis gosbrunninn svo að þar verður pláss handa nokkrum hundruðum manna. — Þarna leika hljómsveitir leður- stuttbuxnaklæddra Bayara af miklu fjöri og söngvarar syngja og jóðla. Um beina ganga stúlk- ur og konur klæddar bayerskum þjóðbúningum og bera hinum þyrstu gestum ósvikinn bayersk- an bjór. Hann er veittur heldur ótæpilega, því að ekki eru til á þessum ágæta stað minni ílát en líterskollur. Ef beðið er um minna, er því svarað til, að mað- ur verði þá að bíða eftir því að verða nógu þyrstur til þess að drekka pott eða fara ella. Ég hafði alltaf haldið, að þetta væri þjóðsaga, þangað til ég reyndi það sjálfur, þegar ég kom til Múnchen sumarið 1952. En ég ætlaði að segja frá bjór- stríði, sem nú geysar suður í Bayern. Sem geta má nærri, er bjórgerð ekki lítill atvinnuvegur í öðru eins bjórdrykkjulandi og Þýzkaland er og þá sérstaklega Bayern, og gilda um hana ströng lög og reglur. í Bayern gildir t.d. svonefnd hreinleikatilskipun sem bannar að nota sykur í bjór, og hefur það bann verið í gildi síð- astliðin 400 ár. Samt hefur jafnan verið leyft að selja þar bjór með sykri frá brugghúsum annars staðar í landinu, án þess að við því væri amazt. Síðastliðið sum- ar birtist svo skyndilega í lög- birtingablaði Bayerns tilkynning innanlands- og fjármálaráðuneyt- isins þess efnis, að ráðuneytin litu svo á, að óleyfilegt væri eftir sem áður að brugga bjór með sykri í Bayern og sömuleiðis að selja aðfluttan bjór sams konar. Bæri því að höfða mál gegn bjór- kaupmönnum og refsa þeim fyrir lagabrot. Gegn þessu hafa brugg- arar utan Bayerns snúizt all- harkalega og talið, að með þessu væri gengið á rétt neytenda til að velja sjálfir neyzluvörur sín- ar, en Bayarar standa fast á móti og hafa þegar sektað ýmsa sykur- bjórsheildsala. Þeir hafa hins veg ar áfrýjað málunum, svo að ekki er séð fyrir endann á deilunni. Auðvitað gengur Baycrum það fyrst og fremst til að reyna að losa sig við samkeppni utanfrá. Idacn það, sem hér um ræðir, er 20 þús. hektólítar af bjór sam- kvæmt norður-þýzkum upplýs- ingum, en 40 þús. samkvæmt bayerskum. Það er tæplega einn af hundraði af ársframleiðslu Baverns, svo að varla virðist vera ástæða til að gera svona mikið veður út af þessu. En það má ekki gleyma því, að Bayern var lengi sjálfstætt konungsríki og að Bayarar vilja gjarnan minna á það stöku sinnum, að þeir kæra sig ekki um að láta ganga á rétt sinn eða skipa sér fyrir í einu né neinu og allra sízt, ef Prússar eru eða v-oru ann- ars vegar. 19. febrúar 1955.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.