Morgunblaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 10. marz 1955 MORGUNBLAÐIÐ 27 Alþýðuflokksmenn og kommúnist Svipmyndir úr sögu Reykjavíkur ar höfnuðu samstarfsleiðinni Á fundi í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar s. 1. þriðjudag var tekin til umræðu íundargjörð útgerð- arráðs, þar sem rætt var um rekstrarfyrirkomulag væntanlegs hraðfrystiirúss, en eins og fram kom í samciginlegri grein komm- únista og Alþýðuflokksins í Hafn arfirði, sem birtist í Þjóðviljan- um og Alþýðubl. fyrra sunnu- dag, þá vilj a samstjórnarflokk- arnir ekki hafa samstarf við aðra aðila um byggingu hrað- frystihúss í Hafnarfirði, af ótta við það, að arðgreiðslur af því hlutafé, sem Bæjarútgerðin legði fram yrðu iitlar, eða jafnvel eng- ar. SJÁLFSTÆBISMENN VILJA SAMSTARFSLEIÐINA Þegar mál þetta kom fram í bæjarstjórn. kvaddi Stefán Jóns- son sér hljóðs og lýsti afstöðu Sjálfstæðisrnanna til málsins bæði í baijarstjórn og útgerðar- ráði. Sagði hann, að nauðsyn- legt væri að koma upp frysti- húsi í bænum og að því myndu Sjálfstæðismenn vinna, hinsveg- ar væri no^.kur ágreiningur um, á hvaða grundvelli pað skyldi byggt upp. Kommúnistar og Al- þýðufíokksmenn vildu, að Bæj- arútgerðin væri þar ein að verki, en Sjálfstæðismenn vildu byggja það upp með sem viðtækustu samstarfi rogaraeigenda og fleiri, sem vildu stuðla að auknu at- hafnalífi á þessu sviði. Sagði Stefán, að það væri skoðun Sjálf- stæðisman.ia að með slíku sam- starfi væri miklu auðveldara að koma húsmu upp og tryggja ör- uggan rekstur þess, auk þess, sem bæjarstjórn bæri að líta á það, að komið hefði til orða að tog- araeigendui utanbæjar yrðu með í samstarfi því, sem Lýsi og Mjöl h. f. hefði beitt sér fyr'r og mundi það því hafa í för með sér líkur til þess, að fleiri togarar legðu hér upp af3a sinn til vinnslu, en ella. TILLAGA SJÁLFSTÆÐIS- MANNA Stefán lagði síðan fram eftir- farandi tillógu fyrir hönd bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Bæjarstjórn telur rétt, að athugaðij verði nánar mögu- leikar til samstarfs við Lýsi og Mjöl h. f. og togaraeigend- ur innan bæjar og utan um byggingu og starfrækslu hrað- frystihúss, svo sem stungið hefur tierið upp á í bréfi Lýsi og Mjöi h. f. til Bæjarútgerð- arinnar, þar sem slíkt sam- starf gæti skapað öruggastan grundvóli fyrir rekstur fyrir- tækisins. auk þess, sem bein aðild togaraeigenda utanbagj- ar mundi leiða til fjölgunar þcirra togara, sem hér legðu upp afla sinn til verkunar og mundu skapa með því stór- aukna aivinnu í bænum. Felur bæjarstjérn útgerð- arráði að frainkvæma athugun þessa hið alira fyrsta og leggja niðurstöður sínar fyrir bæj- arstjórn Verði sikvæðagreiðslu um fundargerð Bæjarutgerðarinn ar frestað, þar til niðurstöð- ur af athugunum þessum liggja fyrir“. RÖK EMILS Emil Jónsson reis upp til að gera grein fyrir afstöóu sinni cg kommúnista í máli þessu. Taldi hann að reynsla bæjsr og Bæj- arútgerðar væri ekki góð af slíku samstarfi í Lýsi og Mjöl h. f., því það fyrirtæki hefði engan arð greitt af hlutafé sinu, bannig fengi Bæjarútgerðin ekki einu sinni vexti Steíán Jónsson benti Emil á það, að Lýsi og Mjöl h. f. hefði ekki greitt arð af hlutafé til þess Ern móti somstnrli um Irysiihús- byggingn, sem leitt gæti til nnk- innn tognrnlnndann í Hnfnnriirði eftir prófessor Richard Beck FYRIR fjórum árum kom á prent fróðlegt og merkilegt rit eftir Árna Óla ritstjóra í Reykjavík, er hann nefndi „For- j tíð Reykjavíkur“, og hlaut það að verðleikum miklar vinsældir, eins og önnur rit hans um sögu- j leg og þjóðleg efni. að hægt væri að greiða sem mest fyrir hráefnið. Arðinum af rekstri fyrirtækisins væri þannig skipt upp til þeirra, sem legðu inn hráefnið og hann hefði ekki heyrt neian kvarta undan því fyrr en Emil Jónsson nú, fyrir hönd Bæjarútgerðannnar og bæjarsjóðs að sá háttur væri á hafður. Arðurinn af rekstri íyr- irtækisins kæmi bæjarbúum því að gagni á miklu víðtækari hátt heldur en að nota hann til arð- greiðslu af hlutafé. Væri þetta sama stefna og rætt hafi verið um, að Bæjarútgerðin hefði í rekstri hraðfrystihússins, þ. e. að þeir, sem legðu inn hráefnið fengju allt greitt, sem væri um- fram raunverulegan vinnslu- kostnað. SVARAFÁTT Emil Jórssyni varð svarafátt við þessum rökum og gat ekki annað en haldið sig við það eitt að fella tillögu Sjálfstæðismanna. Hugur hans var ekk* meiri en svo fyrir bví að auka atvinnu- lífið í bænum, að það mátti ekki einu sinni samþykkja að láta fara fram athugun á því, hvort hægt væri að koma á samstarfi um frystmússbygginguna, sem leiddi til fjólgunar þeirra togara, sem legðu upp afla sinn í bæn- um. Mun vera fátítt að jafn þröngur hugsunarháttur sé ríkj- andi hjá inðamönnum eins og fram kom í atkvæðagreiðslu Al- þýðuflokksmanna og kommún- ista urn tillögu þessa, en hún var felid með 5 atkv komma og krata gegn 4 atkv. Sjálfstæðis- manna. EKK» HÆGT AB TREYSTA FRÉTTUNUM Hvað snertir fyrrnefnda grein komma og krata í Þjóðviljanum og Alþýðublaðinu, þá er þar mjög haliað réttu máli. En svo vill oft vera um fréttir þessarra blaða, að minnsta kosti frá Hafn- arfirði. Er t. d. gott dæmi upp á fréttaflutning Þjóðviljans, þeg- ar hann sagði, að Sjálfstæðis- menn heíðu ekki rætt fjárhags- áætlun Hafnarfjarðar við af- greiðslu hennar. Sannleikurinn í því máli vái sá, að enginn bæj- arfulltrúj Alþýðuflokksins eða kommúnista stóð upp við af- greiðslu fjárhagsáætlunarinnar, hvorki við íyrri eða siðari um- ræðu. Þeir svöruðu ekki einu orði framsöguræðu Sjálfstæðis- manna. Hvaðan Þjóðviljinn hef- ur fengið bessar fréttir er ekki vitað en tveir forystumenn komm únista í Hafnarfirði voru á fund- inum. Dæmi i.'pn á sannleiksgildi frétta Alþvðublaðsins er það, að blaðið sagði :"rá því 13. febrúar s. 1. að ekki hefði verið hægt að landa ’’r B’arna riddara vegna manneklu i Hafnarfirði. S,ann- leikurinn er sá, að 3 fiskvinnslu- stöðvar i hfenum buðust til áð landa úr tcgaranum og kaupa allan aflann, þegar það kvisað- ist að skipið átti að landa utan- bæjar, þvr þær vantaði allar fisk. Þannig snúa blöð pessi stað- reyndum við, þegar þeim þykir henta og þannig reyndist það einnig í fréttum eða samhljóða grein, sem birtist í blöðum þess- um. LEIBIRNAR ERU TVÆR Afstaða Siálfstæðismanna hef- ur verið ein og sú sama í frysti- húsmálinu. Þeir eru heilhuga í því að koma upp frystihúsi í bænum. Þeir hafa unnið að því máli óhikað. En leiðirnar eru tvær. Leiðin að hafa samvinnu þeirra aðila, sem mesta þörf hafa fyrir að húsið komist upp og sem. mundi leiða til þess að fleiri togarar legðu upp hér í bænum en ella. Mundi það tryggja meiri atvinnu í bænum, meira hráefni fyrir frystihúsið, betri afkomu- möguleika, hærra verð fyrir afl- ann. Þessa ieið, samstarfsleiðina, völdu Sjálfstæðismenn sem númer eit» Hin leiðin er að Bæj- arútgerðin byggi frystihúsið ein, sem verður til þess að efla at- vinnulífið og auka fjölbreytni hennar í f.skverkun, en skapar minna atvinnuöryggi, hefur minni trvggingu fyrir fjölgun togara í hænum, en hin leiðin. Þetta er bungamiðjan i afstöðu Sjálfstæðismanna til þessa máls. En eins og bæjarráðsmaður Helei S. Guðmundsson lýsti yfir á síð- asta bæjarstjórnarfundi, þá munu Siálfstæðismerm hiklaust og ótrauðir únna að þessum mál- um eftir s'ðari leiðinni, þar sem þeir, sem ráðin hafa í bænum, hafa hafnað samstarfsleiðinni. Og munu Siálfstæðismenn ávallt j leggja það eitt til bessarra mála, J sem þeir álíta farsælast fyrir! lausn þeirra og verða til sem! mestrar havsbótar fyrir bæjar- félagið. Það er þeirra afstaða, hvað sem Þjóðvijlinn og Alþýðu- blaðið segja. Ókeypls skó!sv!it á norrænum EINS OG undanfarin ár mun ókeypis skólavist verða veitt á norrænum lýðháskólum næsta vetur, fyrir milligöngu Norræna félagsins. í Svíþjóð munu a.m.k. 8 fá skólavist á þennan hátt, í Danmörku og Noregi 2 í hvoru landi og 1 í Finnlandi. Umsækjendur skulu hafa lokið gagnfræðaprófi. í umsókn skal tilgreint nám og aldur. Afrit af prófskírteinum fvlgi ásamt með- mælum skólastjóra eða vinnu- veitenda. Umsóknir skulu sendar Nor- ræna féiaginu fyrir 1. maí n.k. (Frétt frá Norræna félaginu). Verzlunarstarf Unglingspiltur getur fengið atvinnu við sérverzlun. — Umsókn, sem tilgreini fyrri atvinu, sendist afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: „888—512“. Arni Ola Á nýliðnu sumri kom út eftir hann á vegum ísafoldarprent- smiðju framhaid fyrrnefndrar bókar undir heitinu „Gamla Reykjavík", og hittir nafnið vel í mark, því að í þessum sögu- köflum er brugðið upp glöggum svipmyndum úr sögu Reykjavík- ur, er um margt varpa einnig, beint og óbeint, birtu á sögu þjóðarinnar i heild sinni. Má það t. d. með serstökum sanni segja um upphafskafla þessarar nýju bókar, „Frönsk kynni á fyrri öld“, er fjallar um umsókn Frakka fyrir réttum 100 árum um leyfi til þess að stofna fiski- verkunarstöð, og í rauninni fiski- mannanýlendu á Dýrafirði; um hei.nsókn Napóleons prins (bróð- ursonar Napóleons mikla) til Reykjavíkur og um fleiri i sam- bandi við þessa málaleitun Frakka. Annars er tildrögum og megin- efni bókarinnar rétt lýst og vel í þessum orðum úr eftirmála höfundar: „Ég hef nú um 20 ára skeið gengið á fjörurnar í Reykjavik og reynt að draga á land ýmiss konar mor, sem ég tel Reykvík- ingum betra að geyma, heldur en láta sandverpast. Mörg héruð láta nú vinna að slíkum aðdráttum i ínan sinna vébanda og gefa út héraðssögur. Þykir það gott verk cg þarft. Þessi samtíningur er framlag mitt til ,.héraðssögu“ Reykjavíkur, og njóti sá, er nem- ur“. Margir samtíðarmenn höfund- ar, og þá ekki sizt slðari tíma menn, munu ^innig kunna hon- um miklar þakkir fyrir þetta fræðilega björgunarstarf hans; en íbúar Reykjavíkur, og þeir, er sögu hennar unna, standa í sérstakri þakkarskuld við hann fyrir bækur hans um sögu henn- ar og þróun. Eftirfarandi fyrirsagnir nokk- urra sögukaflanna gefa einnig ágætiega i skyn, hve víða er hér koirið við í sögu hins íslenzka höfuðstaðar: „Stofnun Fríkirkjusafnaðarins, „Vátrygging húsa í Revkjavík“, „Austurvöllur“, „Fyrsta kosn- ingahrlðin í Reykjavík“, „For- saga s’ökkviliðsins í Reykjavík“, „Barnaskólinn í Reykjavík“, — „Skilnaður Reykjavíkur og Sel- tjarnarneshrepps“, „Hólmskaup- staður“, og „Fyrsta iþróttafélagið í Reykjavík.“ Góður skerfur til verziunar- sögu íslands, eigi síður en til scgu Reykjavíkur, er kafiinn „Brautryðjandi íslenzkrar verzl- unc.r“, ur.i Glsla Slnrcnarsen (úr Málmey) kaupmann í Reykjavík, merkis- og ágætismann, er var prýði stéttar sinnar. í kaflanum um fyrsta síma- málið á íslandi er einnig að verð- ugu dregin athygli að merkilegri viðleitni, er snertir landið í heild sinni eigi síður en höfuð- staðinn. Má svipað segja um kaíl- ann um Hólavallarskólann, því að frásögnin um hann er jafrv framt þáttur í heildarsögu is- lenzkra fræðslumála, og er það enn eitt dæmi þess, hvernig saga höfuðstaðarins fléttast, eins og eðlilegt er, með mörgum hætti inn í þjóðarsöguna, og eykur það samtímis gildi þessara þátta lir sögu Reykjavíkur. Ýmsum hliðum á lífinu í Reykjavík á öldinni, sem leið, ér lýst í eftirfarandi köflum: „Föstu inngangur“, „Helgidagsbrot“, „Ulfaþytur út af spítalafiski* 1*, „Vinnukona heimtar rétt sinn“, „Draugsmál Sigurðar Breið- fjörðs" og „Opinber hýðing á Austurvelli". í þrem hinum síð- asttöldu birtist réttvísin og rétt'- arfarið í ýmsum myndum. Mörgum lesendum mun þó finnast, að ævintýralegasti sögu- kaflinn í bókinni sé sá, er fja,lj- ar um „Gull í Vatnsmýriniýý, enda er okkur, sem alin erum upp á íslandi til fullorðinsára @g nú orðin miðaldra, það enn j fersku minni, hvernig fréttin ipift þann gullsfund fór sem eldur j sinu um landið og hverju rótí hann kom á hug manna. — Lifði einnig lengi í þeim áhugaeldi, sem gullsvonin hafði kveikt, og vildu menn reyna til þrautar, áður en hætt væri leitinni. Nokkr ir menn tóku sig því saman árið 1924, stofnuðu námufélagíð „Málmleit“, og útveguðu sér hent ugan bor erlendis. Enginn varð þó árangurinn af þeirri viðleitni,h því að gullið fannst ekki; en jarð- bor sá, er þeir félagar höfðu keypt, kom þó að gagni með öðr- um hætti, í sambandi við notkun jarðhita til upphitunar í íbúðaé-i húsum í Reykjavík, og lýsir Árni því á þessa leið: „Og nú var tekinn jarðbor „Málmleitar“, fluttur inn að Laugum og byrjað að bora þar eftir heitu vatni hinn 26. júni 1928, en hitaveita þaðan til bæj- arins opnuð laust fyrir miðjan nóvember 1930. Þannig tengjast saman að nokkru lej’ti tvö af helztu fyrir- tækjum bæjarins, vatnsveitan og hitaveitan. Ef ekki hefði vcrj.T byrjað á því að bora eftir vatni suður hjá Öskjuhlíð, hefði ;,gull- málið“ ekki komið upp. En gulL inu var það að þakka, að „Málm- leit“ keypti hentugan jarðbor. Og einmitt vegna þess að þes/g jarðbor er hér á staðnum er farið, að bora eftir heita vatninu fyrp en ella mundi gert hafa verið.“ Þessi fjölþætta og fróðlega bók ber því ótvírætt vitni, hve víðá Árni Óla hefir leitað til fangæ þegar hann var að viða að ser, efninu í hana; eins og fyrri bæk- ur hans sýnir hún einnig ágæt-, lega, hve vel honum lætur að vinna úr heimildum sínum, svo að úr verði samfelld heildar- mynd. Eins og eldri bækur hans, er þessi nýja bók hans einnjg prýðisvel rituð. ljós og lipur að málfari, fræðandi og skemmtileg í senn. Ástin á laridi og þjóð er hér eins og áður heitur undir- straumur frásagnarinnar, sam- hliða innsæi og samúðarríkum skiiningi á kjörum manns og lífs- baráttu. Að prentun og ytri búningi er „Gamla Reykjavík" mjög vönduð bók, prýdd mörgum myndurn. en. það er mikill kostur á ritum sögu legs efnis. Heimskringla, 26. jan. 1955 * BEZT AÐ AVGLÝS4 J, 1 MORGVmLAÐim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.