Morgunblaðið - 11.03.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.03.1955, Blaðsíða 1
16 síður Verkfall bo&að eftir viku Ifm 7311 manns taka jrátt í því ¥ GÆR tilkynnín 13 verkalýðsfélög í Reykjavík og Hafn- ■1 arfirði að þau myndu hefja verkfall hinn 18. þ. m., ef samkomulag hefði þá ekki tekizt um nýja samninga. Meðal þessara félaga er Mjólkurfræðingafélag Islands. En af þátt- töku þess og fleiri aðilja í verkfallinu mun það Ieiða, að Reykjavík verður mjólkurlaus þegar er verkfallið hefst. Samtals munu um 7300 manns vera í þessum verkalýðs- félögum, sem boðað hafa verkfall. Sáttasemjari ríkisins, Torfi Hjartarson, hefur til þessa átt þrjá fundi með deiluaðiljum. En til aðgerða hans hefur aðeins verið vísað hinum almennu kröfum félaganna um afnám vísitöluskerðingar, grunnkaupshækkanir og orlofs- lengingu. Ekki er vitað að meðalganga hans hafi enn sem komið er borið neinn árangur. EKKERT ÁKVEÐIÐ UM NÆSTA SÁTTAFUND Sjálfir hafa deiluaðiljar rætt sérkröfur félaganna á all- mörgum fundum. í gærkvöldi var ekkert ákveðið um, hvenær sáttasemjari hefði næsta fund með fulltrúum deiluaðilja. E. t. v. verður hann haldinn í kvöld eða á morgun. Hér fer á eftir tilkynning sú, sem blaðinu barst í gær- kvöldi frá samninganefnd verkalýðsfélaganna um boðun verkfallsi.ns: TILKYNNING SAMNINGA- NEFNDARINNAR 22. febrúar s. 1. ákváðu verka- lýðsfélögin í F.eykjavík og Hafn- arfirði, sem sagt höfðu upp samn- ingum síniun frá 1. marz að telja, að láta ekki koma til verk- falls hinn 1. marz hcldur veita nokkuð rýmri tíma til samninga- viðræðna og sannreyna livort takast mætti að koma á samn- ingum að nýju án vinnustöðv- unar. Nii hafa samningaviðræð- ur staðið yfir í 15 daga, án þess að vinnustöðvun hafi verið boð- uð. Máiin hafa verið ítarlega rædd og liggja nú Ijóst fyrir öll- um aðilum. Atvinnurekendur hafa enn ekkert koraið til móts við kaupkröfur félaganna og telja þau því að frekari frestur muni ekki færa deiluaðila nær lausn málsins. Fulltrúanefnd allra verkalýðsfélaganna sam- þykkti þvi á fundi sínum 8. þ. m. að leggja til við trúnaðarmanna- ráð félagsins að þau samþykktu vinnustöðvun frá og með 18. þ. m., hafi ekki fyrir þann tíma tekist nýir samningar. í dag hafa svo eftirtalin verka- lýðsfélög tilkynnt samningsaðil- um sínum vinnustöðvun frá og með 18. marz 1955 verði þá ekki komnir á nýir samningar við þau: Verkamannafélagið Dagsbrún, Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, A. S. B., félag af- greiðslustúikna í brauða- og mjólkurbúðum, Félag járniðnað armanna, Félag bifvélavirkja, Félag bliltksmiða, Sveinafélag skipasmiða, Múrarafélag Reykja víkur, Málarafélag Reykjavíkur, Trésmiðafélag Reykjavíkur, Flug virkjafélag íslands, Mjólkur- fræðingafélag íslands, Verka- mannafélagið Hlíf, Hafnarfirði. Jafnframt hafa þessi félög til- kynnt samúðarvinnustöðvun frá sama tíma hvert með öðru, þar sem það er ætlun þeirra, að sam- ið verði við þau öll samtímis. í þeim verkalýðsfélögum, sem nú hafa tilkynnt vinnustöðvun eru um 7300 manns. Bandaríkin vilja sam- starf vii) V.-Evrópu- bandalag © PARÍS og WASHINGTON, 10. marz. — I dag sendi Eisen- I hower, forseti Bandarikjanna,' orðsendingu til forsætisráðherra I þeirra sjö landa, er undirrituðu Farisarsamningana. Samningar þessir gera ráð fyrir stofnun varnarbandalags V.-Evrópuríkja. Þau sjö lönd, er undirrituðu samningana voru: Bretland, Frakkland, V.-Þýzkaland, Belgía, Holland, Luxemburg og Ítalía. • í orðsendingu þessari á- réttar forsetinn, að Bandaríkja- stjórn muni standa við öll þau loforð, er gefin hafa verið varð- andi varnaraðstoð til handa V.- Evrópu og að bandarískar her- sveitir verði áfram staðsettar í Evrópu, m.a. í V.-Þýzkalandi, ef samþykkt Farísarsamninganna nær fram að ganga. Lýsti forset- inn Bandaríkin fús til náins sam- starfs við aðildaríki fyrirhugaðs varnarbandalags V.-Evrópu. O í dag voru Parísarsamning- arnir ræddir í utanríkismála- nefnd efri deildar franska þings- ins. Breytingartillaga þess efnis, að frestað yrði löggildingu París- arsamninganna, þar til Bretar og Bandaríkjamenn hefðu gert fulla grein fyrir afstöðu sinni til Saar- sáttmálans, var felld. Parísar- samningarnir verða ræddir í efri deildinni 22. marz n.k. Neðri Framh. ö bls 1> Blöð Ráðstjórnamkjanna láta gagnrýni á liolntnv afskiptalausa Izvestia og Pravda birtu gagnrýni Titós athugasemdalaust Moskvu, 10. marz. TVÖ aðalblöð Ráðstjórnarríkjanna, Izvestia, málgagn æðsta ráðs- ins, og Pravda, málgagn kommúnistaflokksins, birtu í dag í heilu lagi ræðu, er Tító marskálkur flutti s.l. mánudag í júgó- slavneska þinginu, en í ræðu þessari gagnrýndi Tító harðlega Molotov, utanríkisráðherra Ráðstjórnarríkjanna. Blöð þessi gera engar frekari athugasemdir við gagnrýni Títós. * GEFINN TIMI TIL VIÐEÍGANDI ATHUGASEMDA Fréttaritari brezka útvarpsins í Moskvu kveður það ekki óvana- legt, að rússnesk blöð láti ligg.ia í láginni að prenta mikilvægar Molotov — gagnrýni á utanríkis- ráðherrann látin afskiptalaus. fréttir af erlendum vettvangi, þar til opinberum yfirvöldum þar í landi hafi gefizt tími til að bæta við fréttirnar viðeigandi athuga- semdum. Er það því mjög óvenjulegt, að þessi tvö málgögn flokks- ins og stjórnarinnar , skuli birta erlenda gagnrýni á einn helzta áhrifamann Ráðstjórn- arríkjanna, án þess að sam- tímis sé gagnrýni þessi hrakin a. m. k. að einhverju leyti. Hefur það vakið talsverða furðu með vestrænum þjóð- um, að rússnesk yfirvöld skuli ekki snúast til varnar Mólo- tov. * ÓSAMÞYKKUR MOLOTOV í ræðu sinni s.l. mánudag varð Tító tíðrætt um „virka sam- tilveru" kommúniskra og lýð- ræðisríkja. Kvaðst hann engan veginn geta verið samþykkur ýmsum yfirlýsingum, er 'Molotov gerði í skýrslu sinni til æðsta ráðsins í s.l. mánuði. Tító sagði ennfremur, að Framh. á bls. 2 Efnt verði til skipulagðra feria sérfræðilækna um kndið Neytendur eiga að fá ríkisskuldabréf í uppbót VœnScmtegar tillögur dönsku stjórnar- innar einsdœmi í fjármálum Dana Kaupmannahöfn, 10. marz. — Frá fréttaritara Mbl. ITILLÖGUM þeim, er danska stjórnin hyggst leggja fyrir þingið n.k. Iaugardag, til úrlausnar gjaldeyrisvandræðum þeim, er nú steðja að Dönum, mun stjórnin ætla að grípa til úrræða, sem eru algjört einsdæmi í stefnu Dana í fjármálum. í frumvarpi til nýrra skattalaga um hækkun skatta á neyzluvör- um, mun stjórnin leggja til, að neytendur fái í uppbót á skatta- hækkunin arðbær ríkisskulda- bréf! Tillögur þessar verða lagð- ar fyrir þingið n.k. laugardag. Fær hver skáttgreiðandi árlega svo lengi sem skattaaukning þessi gildir ríkisskuldabréf, er leysa má út að liðnu árinu 1960. skattgreiðendur gjalda háa skatta. Uppbót neytendanna á hækkuðum sköttum verður reiknuð út eftir meðal neyzlu. Skattahækkun þessi er reiknuð með í útreikningi vísitölunnar, en verðmæti skuldabréfanna er dregið frá tekjum vísitölu fjöl- skyldunnar. Þessir auknu skattar hafa því ekki í för með sér hækkun vísitölunnar. Ingólfur Jónsson heilbrigðismálaráðherra ber fram frumvarp sem auðveldar mönnum ab leita hálslækna og tannlækna AL L I R þeir sem búa í dreifbýlinu þekkja það hve mikla fyrir- höfn það kostar, ef það þarf að leita til sérfræðinga í lækn- ingum, fara í langa og kostnaðarsama ferð, vegna þess að slíkir sérfræðingar eru aðeins í Reykjavík eða fáum kaupstöðum. í frumvarpi sem Ingólfur Jónsson heilbrigðismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi er reynt að bæta úr þessu á raunhæfan hátt með því að efna til skipulegra ferða háls-, nef- og eyrnalæknis og tannlæknis um landið, en sem kunnugt er hafa augnlækningaferðir lengi tíðkazt. * VERÐMÆTI SKULDABRÉFANNA 100—300 KR. Ríkisskuldabréfin hljóða upp á frá 100 til 300 danskra kr. og fara hækkandi eftir því, hve ★ VERKFALL LANDBÚNAD- ARVERKAMANNA YFIRVOFANDI Enn er engu hægt að spá um Framh. á bLs. 12 ÁRLEGAR LÆKNINGAFERÐIR Ingólfur Jónsson ýtti þessu frumvarpi úr vör í gær með ræðu í Efri deild Alþingis En í frum- varpinu segir, að ráðherra skuli semja við nægilega marga sér- fræðinga um árlegar lækninga- ferðir um landið og viðkomu og hæfilega langa dvöl á þeim stöð- um, þar sem ætla má, að þjón- ustu þeirra sé mest þörf og henn- ar verði auðveldast og almennast notið. FERÐIR AUGNLÆKNA REYNAST VEL Augnlækningaferðir um landið að opinberri tilhlutun hafa lengi tíðkazt og gefið góða raun. Eru nú veittar til þeirra á fjárlögum kr. 7200.00. En Ingólfur benti á, að engu síður virðist vera mikil þörf fyr- ir að skipulagðar verði á sama hátt lækningaferðir háls-, nef- og eyrnalækna, en enginn slíkur sér- fræðingur er nú búsettur utan Reykjavíkur. FERÐIR TANNLÆKNA Tannlæknum fjölgar nú að vísu ört, en þó á það enn langt í land, að tannlæknar dreifist um sveitir landsins, svo sem þörf væri á. Framh. á bls. 2 D-----------------------□ Þr íve Idaráðsfef tia rædd í brezka þing- inu á mánudag LONDON, 10. marz. — Neðri deild brezka þingsins mun n.k. mánudag taka til umræðu til- lögu stjórnarandstöðunnar, er fram kom á dögunum, um þrí- veldaráðstefnu. í tillögunni skor- ar stjórnarandstaðan á brezku stjórnina að gangast hið bráðasta fyrir ráðstefnu stjórnarleiðtog- anna þriggja, Eisenhowers Banda ríkjaforseta, Bulganin, forseta Ráðstjórnarríkjanna og Churc- hill, forsætisráðherra Breta. • I tillögunni er tekið svo til orða, að búast mætti við algjörri eyðileggingu siðmenningar vorra tíma, ef til styjaldar kæmi nú, á tímum vetnissprengjunnar, og sé því ærin ástæða til að stofna til þríveldaráðstefnu til að draga úr viðsjám „kalda stríðsins“ og koma til leiðar alþjóða afvopnuu á vegum SÞ. □-----------------------□

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.