Morgunblaðið - 11.03.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.03.1955, Blaðsíða 14
' 14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 11. marz 1955 1 EFTIRLEIT EFTIR ECON HOSTOVSKY Framh'aldssagan 42 Hann reis á fætur og fór að skaka í eldstónni. Brátt sagði }t*ann: „Hefur forsetinn tekið lausnarbeiðni ráðherranna til g|-eina?“ En Borek svaraði áhugalaust og viakinn upp úr sínum eigin hugs- Tínum: „Við höfum jafnvel fengið nýja stjórn.“ „Það er heldur skjótt, þykir rnér. Vitið þér það, vinur minn, ið kaffið skemmist ekki, þótt ráaður hiti það oft upp, ef maður aSeins lætur það ekki sjóða. En Jiýað starfið þér?“ ■ „Ég hef verið blaðamaður þar %íj nú. Ég veit ekki um framtíð- jfia.“ „Gjörið þér svo vel, svona kaffi er ekki hægt að fá í allri Prag. Það er gjöf frá Paul Kral. Þegar >ignn kom frá Ameríku, færði liann mér alls konar góðgæti, svo s<im tóbak, te og kaffi.“ Borek gat ekki þoiað þessar :;amræður lengur. Hann vissi, að betta voru látalæti, en hann var djski viss um, hvað hann vildi að jfresturinn gerði. Hann var reið- Ur við hann og sjálfan sig. Hvers vegna spurði presturinn ekki, itvað hann vildi. Og hvers vegna spurði Borek prestinn ekki und- anbragðalaust: Sem prestur og vinur Kral hljótið þér að vita meira um hann en nokkur annar. i, Að lokum sagði hann upphátt: ,jPaðir, hver er Paul Kral í raun og veru?“ An þess að hika svaraði róleg rödd honum: „Kral er vinur okk- ar, góður vinur okkar.“ Borek titraði af reiði. Það var langt síðan að hann hafði haft sjýo lítið taumhald á skapi sínu í viðurvist þeirra, sem hann virti <jg dáði. ! „Herra prestur, ég er ekki katólskur, ég er af mótmælend- um kominn. Það'er ef til vill þess vegna, sem þér forðist spurningu mína. Ég er farinn að efast um 'vral. Ég er hræddur um, að hann sjé eigingjarn og leikari, og nú sé ég hve háður ég hef verið hon- itm og hve mér þótti vænt um liann. En hver er Paul Kral í raun <ig veru?“ í „Ég endurtek það: vinur okk- ár. Þegar á allt er litið hafið þér <;|rki komið til mín til að skrifta, ón ég sé enga ástæðu til þess að liiusta ekki á yður og svara beim í-þurningum, sem þér leggið fyrir ijig, hvort sem þér eru katólskur tfca ekki. Það er augljóst, að þér aíttuð ekki að efast um Kral, ef i|er væruð viss um sjálfan vður <fc ef yður þætti nógu vænt um iíunn. Hvað viljið þér vita? Hvort tenn sé syndari? Auðvitað er fyann það. Er hann eigingjarn? Ifissulega. Er hann veikgeðja? Hvernig gæti hann komist hjá ]|ví? Haldið þér að hann hafi iirlekkt yður eitthvað?" i- „Nei,' ég get ekki sagt það En iiann hefur einhvern veginn vald- ið mér vonbrigðum. Ég hef kom- ist í mestu vandræði hans vegna, éða öllu heldur — ekki vegna hans — en ég gerði honum greiða sjálfviijugur, en það var fyrir liann gert. Og svo lætur hann ekki sjá sig, þótt hann viti, að ég sé í mestu vandræðum. En nú skil ég auðvitað, þar sem þér liafið sagt mér frá Joan. Nei, faðir, ég get ekki sagt þannig frá þessu, allt og sumt sem ég þarfn- ast núna er að einhver, sem ég jreysti, geti fullvissað mig um að Kral hafi ekki sleppt hend- ijnni af mér.“ 1 „Hafið engar áhyggjur út af Paul Kral, vinur minn. Og þó að Íiánh\ftafi gert yður eítthvað og yður þætti enn vænt um hann, þá munið þér fyrirgefa honum. Vitið þér, hvernig við hittumst? Ég skal segja yður það — en bragðið fyrst á kaffinu, kaffi Krals.“ - „Ég veit það, þakka yður fyrir, faðir. Hann færði okkur líka kaffi frá Ameríku, en við erum löngu búin með það.“ | „Er yður ekki kalt? Mér finnst einhver dragsúgur hérna. Jæja, hvernig ég hitti Kral. Það var fyrir tuttugu árum síðan. Við mættumst á götu snemma morg- uns — ég var að flýta mér heim frá starfi, og hann var syfjaður og drukkinn, en hræddur við að fara heim. Hann stóð fyrir fram- an mig og sagði: Komdu og drekktu með mér, litli prestur, alls staðar eru syndarar og týnd- ir sauðir. Við skulum sjá, hvort þú ert eins hugaður og meðlimir í hjálpræðishernum, sem leita syndaranna í göturæsunum vegna Hans og snúa síðan drykkjumönn unum til betra lífernis." „Ég horfði í augu hans og sá þar ómælanlega hryggð. Ég hlust aði á rödd hans og heyrði angistar óp, og ég sagði án þess að hika: „Ég ætla ekki að fara að snúa þér til betri vegar, en ég skal koma með þér, af því að þú ert hræddur við að vera einn.“ Ég man eftir öllum þeim stöðum, sem við komum á og hve þeir voru hræðilegir, og ég man, hvernig þakklætistilfinningin kom yfir hann smátt og smátt. Ég fór með honum, af því að hann var einmana, ég opnaði ekki augu hans, því að það get ég ekki gert nema með guðs hjálp. En síðan þá höfum við alltaf verið hlið við hlið, þótt fjarlægðin hafi oft ver- ið mikil milli okkar. Ég er hvorki skriftafaðir hans eða samvizka, og ég veit varla, hvort hann er katólskur, en ég er óverðugur þjónn guðs og hann elskar fólk óeigingjarnt og þrátt fyrir allt, eins og barn. Við erum mann- legir, en ekki dýrðlingar eða engl ar. Ég veit ekkert um Kral og ég vil ekki vita það.“ Borek starði á borðið. Hann langaði til að presturinn gæti sannfært sig, en efinn var enn öllu yfirsterkari og hann sagði: „Og nú þegar Kral kom frá fæð- ingarbæ sínum, kom hann beint til yðar til að fá huggun og hug- hreystingu vegna Joan?“ „Nei, þegar hann kom heim í gærkvöldi fann hann bréf, sem ég hafði sett undir hurðina, þar sem ég bað hann að koma strax til mín, jafnvel þótt það væri að nóttu til. Það var sem sé ég sem þurfti á hjálp að halda, og hann kom strax til mín.“ Enn efaðist Borek. „Aðeins eina spurningu, faðir. Ég er viss um að Kral talar við yður um vini sína. Hafið þér nokkurn tíma heyrt hann tala um mig?“ Presturinn hló, eins og af ein- hverjum smámunum og Borek skammaðist sín fyrir að vita ekki hvers vegna. „Vinur minn, þér eruð afbrýðissamur og það er augsýnilega það, sem amar að yður.“ „Það er alveg ómögulegt Satt að segja er ég orðinn að athlægi vegna þess, að ég er það ekki.“ „Það er mögulegt, en samt sem áður eruð þér afbrýðissam- ur vegna Krals. Reynið að láta yður þykja vænt um hinn raun- verulega Kral. Hefur hann talað um yður? Án efa. En ég á svo bágt með að muna nöfn og andlit. Hann sagði mér einu sinni frá ungum vini hans, sem hungraði í réttlæti og hann hefði ómetan- legan styrk af honum. Hann sagði að vinur sinn væri að verða að mikilli, óþekktri og gáfaðri hetju meðal hins kúgaða fólks. Eftir sögu yðar gæti það verið þér, jafnvel þótt þér samræmist ekki mynd Pauls þessa stundina. Hon- um þykir vænt um yður og það þykir mér líka. Stundum vhrðum við að loka augunum til þess að geta séð skýrar." Þegar Borek kom út frá föður Dusan fór hann að hugsa um síður háfleyg málefni, sem sé, hvort hann ætti heldur að fara heim eða á krána, og hann sagði við sjálfan sig: Á ég, á ég ekki. Ileim eða krána? En hann fór upp Tannlæknar segja að Jóhann hiiBvdfastv ENSK SAGA 124 j Ég fann að karfan var tekin upp og borin áfram. Þá hugs- aði ég með mér: „Skyldi nokkur konungssveinn nokkurn tíma áður hafa falið sig í körfu með óhreinum léreftsþvotti í? Sumir mundu telja það voðalega óvirðingu fyrir her- mann að ferðast í svo skrítnu farartæki, en enginn getur neitað því, að tilgangurinn var góður og heiðarlegur. Ég heyrði hermenn skiptast á gamanyrðum við þvotta- konurnar og fann hreint loft streyma í gegnum körfuna þegar hún var borin yfir garðinn. Ég var ekki búinn að ráða það við mig hvað ég ætlaði að gera, því að ég hef lært það af reynslunni, að ákveðnar fyrirætlanir fara vanalega út um þúfur, og hverjum þeim, sem hefur eitthvert vit í kollinum að treysta á, er bezt að snúast við vandamálunum eins og þau koma fyrir á þeirri og þeirri stundinni. Ef ég aðeins væri borinn spölkorn frá kastalanum, treysti ég því, að mér mundi heppnast að komast undan. Þvottakonurnar mundu verða svo yfir sig hvumsa þegar ég kæmi allt í -einu upp úr körfunni, að það mundu líða nokkur augnablik áður en þær áttuðu sig og færu að æpa og gera aðvart. Á meðan gæti ég synt yfir ána að lítilli eyju, sem ég hafði oft athugað úr glugga konungsins, og svo þaðan yfir á hinn bakkann. j Þegar við vorum að fara út um hliðið og fram hjá varð-! húsinu, að ég hélt, missti önnur konan körfuna, mér til skapraunar, svo að hún skall niður á hliðina og ég fékk bylmingshögg á höfuðið, sem nú snéri niður..... HREINSUtVI TANNA MEÐ COLGATE TANN- KREMI STOÐVI BEZT TANN- SKEMMDIR! i ■ * < . _______________________________ Hin virka COLGATE-froða fer um allar tann- holur — hreinsar matarörður, gefin ferskt bragð í munninn og varnar tannskemmdum. HELDUIt TONNUNUM MJALLHVITUM GEIUR FERSKT MUNNBRAGÐ Blöndungar ER HANN OF DRYKKFELDUR? EF SVO ER, ÞÁ SETJIÐ NÝJAN ZENITH BLÖNDUNG í BIFREIÐINA ÞAÐ ER LÆKNINGIN Biívélaverkstæði Friðriks Berlelsen HAFNARHVOLI MINIJTIiMYNDIR í „Mínútumyndavélinni“ getið þér tekið mvnd af yður sjálf, og kemur myndin tilbúin í ramma, eftir aðeins 1 mínútu. Myndirnar má nota sem passamyndir. Komið og reynið Mínútumyndavélina Mínútumyndavélina í Músikbúðinni, Hafnarstræti 8. • ■« ■■■■■■ II ■ •;u ■ ■» UU 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.