Morgunblaðið - 12.03.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.03.1955, Blaðsíða 1
16 síður 42. árgangur 59. tbl. — Laugardagur 12. marz 1955. PrentsmiSj* Morgunblaosins Sýnt hvað brezkir tog iramenn ætluðu með löndunarbanninu Mei einoknn þeirrn hefur fiskverð stórhækknð Félas brezkra fiskiðnaðar- manna krefst ramisóknar FISKVEIÐIMÁLARÁEHERRA Breta, Mr. Heathcoat Amory hef- ur ákvedið að láta fram fara sérstaka rannsókn á því hvers vegna fiskverð hefur hækkað verulega í Bretlandi síðustu þrjú ár. Ástæðan til þessa er sú að félag fiskiðnaðarmanna hefur kært það fyxir ráðherranum, að samtímis því sem afli sem á land berst fer stöðugt r-innkandi, fer verðlagið mjög hækkandi. Þykir fiskiðn- aðarmönnum að togaraeigendur efni ekki loforð sín, er þeir gáfu þegar bann var sett við löndun íslenzks fisks í Bretlandi. En þá lofuðu brezkir togaramenn bæði að sjá um nægar fisklandanir og að halda fiskverðinu niðri. Á árunum 1951—1954 hafa landanir og meðalfiskverð í Bret- landi verið sem hér segir: Landanir Meðalverð í kits á stone 1951 4.764.951 15 sh 8 d 1952 4.719.135 15 — 10 - 1953 4.535.919 15 — 11 - 1954 4.123.708 17 — 8 - Tölur þessar sýna að landanir eru 13% minni s.l. ár en árið 1951 og meðalfiskverðið hefur hækkað um 2 shillinga eða um 11%. AÐGERÐIR TIL AÐ HALDA ^ UPPI FISKVERÐI í bréfi fiskiðnaðarmanna til fiskimálaráðherra er sérstaklega kvartað yfir því, að brezkir tog- aramenn hafi með sérstökum samningum sín á milli ákveðið takmarkanir á veiði og löndun- um og einnig gert saminga um lágmarksverð. Á sama tíma hafa þeir sett á bann við löndunum á fiski úr íslenzkum togurum, sem var góður fiskur, seldur á frjálsu markaðsverði. VILLANDI SKÝRSLUR Þá kvarta fiskiðnaðarmenn yf- ir því að gefnar hafi verið út ný- lega skýrslur um fiskverð. Muni þær hafa verið samdar af togara- eigendum og séu mjög villandi. Því að til þess að gefa þá mynd, að fiskverðið sé lágt, er talinn með fiskur, sem er seldur fyrir mjög lágt verð í fiskimjölsvinnslu og fæst meðalverðið þannig nið- ur. HÆRRA FISKVERÐ EN NOKKRU SINNI Fiskiðnaðarmennirnir kvarta míög yfir því hve fiskverðir hef- ur hækkað skyndilega, eftir að brezkir togaraeigendur hafa feng ið einokun á markaðnum. Telja þeir það mikil ódæmi að meðal- verðið á stone af þorski skuli vera komið upp í 17 sh. 8 d., en þó tók út yíir allan þjófabálk þegar verðið var mikinn hluta árs 1954 18 sh. 3 d. í sambandi við þetta minna fiskiðnaðarmenn á það, að þegar verðlagseftirliti var létt af fiski var því heitið að þorskverð lækk- aði, vegna þess að með verði hans hefði að undanförnu verið greitt niður verð á flatfiski. Þetta hef- ur farið þveröfugt og telja fisk- iðnaðarmenn ástæðuna fyrir þorskverðshækkuninni eingöngu að togaraeigendur hafa beitt sér- stökum brögðum til að halda fiskverðinu uppi. EINOKUNARSAMTÖK TOGARAEIGENDA Að lokum var þeim tilmælum Framh. á bla. 2 □- -□ Kosningar r Breflandi í maí? London 11. marz. SVIFTINGAR halda áfram í brezka verkamannaflokknum og fari svo að meirihluti flokks- stjórnarinnar taki þá ákvörðun að reka Bevan úr fiokknum í næstu viku, er talið sennilegt að brezka ríkisstjórnin noti tæki- færið og Játi fara fram nýjar kosningar í Bretlandi seint í aprilmánuði eða í byrjun maí næstkomandi. Bevan gaf út tilkynningu í gærkvöldi. þar sem hann harm- ar það að hafa ekki sökum veik- inda getað leiðrétt misskilning, sem gætt hafi í umræðunum í brezkum biöðum um samskifti þeirra Attlees. Segir Bevan að ádeilur hans á flokksleiðtogann Attlee hafi eingöngu verið stjórn- málalegs eðlis, en alls ekki persónulegs eðlis. Á mánudaginn hefst í neðri málstofu brezka þingsins um- ræða um tillögu stjórnarandstæð inga um vantraust á stjórn Churchills fyrir að hafa vanrækt að efna til fundar með æðstu mönnum Sovétrikjanna og Banda ríkjanna til þess að afstýra vetnissprengjustyrjöld. — Attlee hefir framsögu fyrir stjórnar- andstæðinga. Churchill ætlar sjálfur að tala fyrir breytingartill, sem gengur í þá átt, að brezku stjórninni er þakkað að dregið hefir úr við- sjám í heiminum. í breytingar- tillögunni er lagt til að þrívelda- ráðstefna verði haldin þegar bú- ið er að staðfesta Parísarsamn- ingana. □—-------------------------□ ÞAU TRÚLOFAST TRÚLOFUN Margrétar prins- essu og Peters Townsend ofursta, verður sennilega kunn gerð í lok þessa mánaðar, að því er áreiðanlegar fregnir frá brezku hirðinni herma (segir í NTB-fregn frá London). Mar- grét prinsessa er staðráðin í því að giftast Peter Townsend. BRÚÐKAUP þeirra getur ekki farið frám í brezku þjóðkirkj- unni, vegna þess að Townsend hefur verið kvæntur áður. — (Skilnaðurinn frá fyrri kon- unni fór fram árið 1951 vegna hjúskaparbrots konunnar, sem giftist fljótlega aftur). — Hins vegar er erkibiskupinn af Kantaraborg sagður vera bú- inn að sætta sig við að Mar- grét prinsessa fái vilja sínum framgengt. ORSÖKIN til þess að opinberun trúlofunarinnar hefur dregizt á langinn er sögð sú, að brezka konungsfjölskyldan hafi viljað undirbúa þetta óvenjulega hjúskaparmál heima fyrir áð- ur en það verður kunngert um- heiminum. LUNDÚNABLAÐIÐ „Daily Mirr- or“ segir að Margrét prinsessa hafi oft talað við Peter Towns- end í síma á þeim tveimur ár- um, sem ofurstinn hefur verið í útlegð í Brússel. Selið m bústað Townsends BRÚSSEL. — Sá orðrómur geng- ur hér, að þeir hafi ræðst við fyrir nokkrum dögum, hertoginn Margrét prinsessa. af Edinborg, maður Bretadrottn- ingar og Peter Townsend, flug- málaráðunautur við brezka sendiráðið hér og líklegt manns- efni Margrétar Bretaprinsessu. Blaðamenn hafa setið- um íbúð Frh. á bls. 12. Ferðamálaráð og ferðamálasjóður vinni að auknum straumi ferðamanna hingað og bættri þjónustu við |iá Ferðskrifstofurekstur verði gefirm frjáls Maðurinn sem fann penicillinið látinn LONDON, 11. marz — Sir Alexander Fleming varð bráð- kvaddur í dag hér í borg, 73 ára að aldri. Sir Alexander upp- götyaði penicillinið árið 1929 og skrifaði þá ritgerð um það. Tíu ( árum síðar tókst tveim vísinda- . mönnum í Oxford að framleiða samþjappað penicillin til lækn- I inga. Sir Alexander var aðlaður árið 1944 og síðar hlaut hann Merkileg nýmœli í frumvarpi fjögurra Sjálfstœðismann® T NÝJU og skilmerkilegu frumvarpi, sem útbýtt var T á Alþingi í gær er stefnt að því að koma nýju og bættu skipulagi á landkynningu og ferðamál hér á landi. Meginefni frumvarpsins er: 1) Að stofna Ferðamálaráð íslands, sem hafi með höndum stjórn landkynningar og ferðamála. 2) Að afnema þá einokun, sem Ferðaskrifstofa ríkis- ins hefur um móttökur erlendra ferðamanna. 3) Starfsemi ferðaskrifstofa verði frjáls, en sækja þarf um leyfi til ráðherra. 4) Stofna skal ferðamálasjóð, er veiti lán til bygg- ingar gistihúsa og greiði kostnað af landkynningu, 5) Ríkissjóður leggi árlega hálfa milljón kr. í ferða- málasjóð. Ennfremur skal reynt að fá aðra aðilja, sem hagsmuni liafa af auknum ferðamannastraumi til að greiða árleg frjáls framlög í sjóðinn. Frumvarpið er borið'fram af fjórum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins: Gunnari Thoroddsen, Magnúsi Jónssyni, Sigurði Bjarnasyni og Jóhanni Hafstein. FERÐAMALARAÐ í frumvarpinu er fyrst ákvæði um stofnun Ferðamálaráðs ís- Nobelsverðlaun í læknavísind- lands. Skal það skipað 7 mönnum. um. Sir Alexander starfaði umTveir eru kosnir af Alþingi, en 50 ára skeið til dauðadags viðfimm tilnefndir af þessum að- St. Mary sjúkrahúsið í London.iljum: Eimskipafélagi íslands, Félagi sérleyfishafa, Ferðafélagi íslands, Ferðamálafélagi Reykja- víkur, Flugfélagi íslands, Loft- leiðum og Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda. Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.