Morgunblaðið - 12.03.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.03.1955, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. marz 1955 Ungiingastúkan Unnur 50 ára UN GLIN G ASTÚKAN Unnur jnr. 38 varð 50 ára 1. marz B. 1.1 Það þykir nú ekki í frásögu færandi, þó þarnafélag verði 50 ára, en það var í frásögn fær- andi, þegar Unglingastúkan Unnur var stofnuð 1. marz 1905 af stúkunum Víkingur og Skjald- breið. Þá varu ekki mörg barna- félög hér í bæ. Það má teljast heppni fyrir Unnur, að fyrsti gæzlumaður hennar var hinn þekkti skólamaður, Ásgrímur Magnússon, skólastjóri unglinga- Bkólans Bergstaðastræti 3. Hann Var gæzlumaður stúkunnar í 2 ár og bjó hún lengi að starfi hans. Það má líka telja heppni fyrir Unnur, hvað lengi hún hef- ur búið að sömu gæzlumönn- Um. Skipti hafa ekki verið ör, Eem sjá má á því, að stúkan hefur þessi 50 ár aðeins haft 4 aðalgæzlumenn. Af Ásgrími tók frú Jónína Jónatansdóttir, Sem kunn var af störfum sínum fyrir verkalýðsmálin og starfaði í stúkunni í 8 ár, af henni tók Magnús V. Jóhannesson, er starf- aði í 32 ár, en þá tók við nú- verandi gæzlumaður, Ágúst Jó- hannesson, kaupmaður og hefur haft starfið með höndum í s. 1. 8 ár. Félagsskap barna er þörf á þvi, að hafa nokkuð marga eldri menn og konur til aðstoðar, en það er mjög athyglisvert, hvað fáir finna hvöt hjá sér, til þess að vinna með og fyrir börnin, þó hefur Unnur átt það marga starfsfúsa menn, að aldrei hafa komið eyður í starfssemi hennar þessi 50 ár, enda hefur stúkan átt á öllum tímum mjög starfs- sama og starfshæfa félaga, sem einir hafa haldið uppi félags- starfsemi undir leiðsögn gæzlu- manna sinna. BÖRNIN SJÁLF ANNAST ALLA FUNDARSTJÓRN Fundir stúkunnar hafa alltaf verið á sunnudögum frá kl. 10 —12 árdegis. Börnin annast sjálf alla fundarstjórn, einnig oft fræðslu og skemmtanir, annað- hvort sjálf eða fá einhverja til þess. Allt, sem fram fer á fund- unum er miðað við að þroska félagana til starfa í þjóðfélag- inu, glæða ábyrgðartilfinningu þeirra og ást á mönnum og mál- leysingjum. Stúkustarfsemi er byggð upp sem tengiliður milli heimila og skóla. Fræðslugrund- völlurinn er: „Elskaðu föðrr þinn og móður“, „Drekktu ekki, svíktu ekki, skrökvaðu ekki né sver, elskaðu guð og meðbræð- ur þína, elskaðu dyggðina og vertu hamingjusamur“. Dvöl og störf í unglingastúkunni Unnur veit ég, að mörgum hefur veríð gott vegarnesti til fullorðins ár- anna og fjöldi þeirra, sem þar hafa verið sem börn, minnast ávallt góðra stunda í starfi með góðum félögum. Unglingareglan byggist á félögum á aldrinum 5—14 ára, auk leiðsögumanna, svo ekki eru stórar framkvæmd- ir né mikil störf, sem ætlast má til af börnum á þessu aldurs- skeiði, þó má geta þess, að Unn- ur hélt úti í mörg ár innanfé- lagsblaðinu Geisla. Það var hand- skrifað af ritstjórunum og kom út reglulega á hálfsmánaðar fresti, með þýtt og frumsarmð efni, mjög vel úr garði gert mið- að við aðstæður. Ritstjórarnir og margir, sem í blað þetta skrif- uðu eru nú mjög liðtækir í ýms- um félögum og opinberum störf- um hér í bæ og víðar. JÓLASPARISJÓÐUR Árið 1924 stofnaði stúkan jóla- sparisjóð. Einhver, sem hafði les- ið bók Nonna þar sem hann skýrði frá því, að hann seldi vinnumanni föður síns hluta af mat sínum og fór svo um haust- ið í kaupstaðaferð og keypti bolla handa mömmu sinni, sem á stóð gyltum stöfum „Til Mor“, og annan eins, sem á stóð „Til Far“, skrifaði um þetta í Geisla og benti á, að gaman væri að stofna sjóð, leggja þar í aurí og kaupa svo eitthvað til að gefa' mömmu og pabba í jólagjöf. Sjóðurinn var stofnaður og þátt- . takan mikil, en stórar upphæð- ir var ekki um að ræða, þvi1 i börn höfðu þá lítil auraráð og litla möguleika til að afla þeirra. Nokkrir aurar voru lagðir inn, ! mjög sjaldan stærri peningar en I 1—2 krónur. Þátttakan var milt- I il, um 100 börn lögðu fé í sjóð- inn árlega og allir fengu þann | 14. des. það sem þeir höfðu lagt inn á árinu, því þá hófust jóla- , innkaupin almennt. Kom þá í ljós, að sá sem minnzt hafði lagt inn átti tæpar 2 krónur, en sá, sem mest safnaði átti innan við 100 krónur, fjöldinn var með 7— 35 krónur. Það var gleðilegt að fylgjast með hvernig börnm vörðu peningunum sínum, því miður starfaði sjóður þessi ekki nema í 3 ár. Hann lagðist nið- ur, vegna þess, að þó upphæð- ir væru ekki stórar, sem inn voru lagðar, krafðist þetta mik- ils starfs, því fært var inn í höf- uðbók og hver viðskiptamaður hafði sína bók, þar sem fært var inn í innlegg hans, en í starf þetta vantaði að lokum mann til að sinna því og þessvegna lagð- ist sjóðurinn niður. ARNAÐ HEILLA Margs er að minnast við þessi tímamót, en hvað sem öllu líður er það innra starfið, sem hefur gildi, leiðsögn til góðra verka og göfugmannlegrar framkomu. Það er víst, að þeir foreldrar, sem beina börnum sínum í ungl- ingastúkurnar vilja vel. Unglingastúkan Unnur lýtur verndar stúkunnar Víkingur nr. 104, sem lagt hefur henni til góða yfirstjórn. Á þessum tímamótum sendi ég stúkunni Unnur mínar beztu óskir og vænti þess, að hún megi alltaf eiga góðum og starfsfús- um félögum á að skipa, þá verð- ur gagn af starfi stúkunnar hér eftir, sem hingað til. Reykjavík, 10. marz 1955 Magnús V. Jóhannesson. Kristnðboðarnir í Konsó hafa mikið að starfa — Vilja fleiri ilgl n IBJARMA, blaði Sambands' íslenzkra kristniboðsfélaga, sem nýlega er komið út, er birt bréf frá Felix Ólafssyni kristni- boða í Konsóríki í Eþíópíu. Felix { kristniboði og kona hans, Krist- jana Guðleifsdóttir eiga þar við | ýmsa byrjunarörðugleika að stríða, og bréfin bera með sér, að neyðin er rnikil á þessum slóðum og þörfin á skjótri hjálp brýn. í því sambandi talar Felix um að æskilegf. væri að fá fleiri til 1 starfa hjá stöðinni, t. d. lærða i hjúkrunarkonu. Fólkið býst við, að með komu trúboðanna þá í hljóti hjúkrunar- og líknarstarf- i ið að aukast, sem stöðin lætur i í té, en áður höfðu norskir trú- j boðar farið í hjúkrunarleiðangra þangað. „SKOLINN" Um húsakost og skólann, sem Felix hefur komið upp, segir hann m. a. svo: „Við búam eiginlega 1 kvik- myndahúsi. Það er að segja, þar eð engin gluggi er á herberginu, sem við búum í (aðeins smá hleri) verðum við að hafa dyrn- ar opnar allan daginn. Og það nota hinir þorpsbúarnir sér óspart. Við höfum tekið á leigu svo lítið herbergi, þar sem við rek um skólann á daginn og höldum : samkomur á sunnudögum. • Ekki | má sjá fyrir sér sólríkar og fagr- ' ar skólastofur . Melaskólans eða 1 annarra íslenzkra skóla. Einnig þar er gluggalaust. Það stendur því alltaf töluvert af fólki fyrir ins í heimsófcn utan og fylgist með kennslunni. Inni sitja nemendur á plönkum, er við höfum sett á nokkra steina. Litla töflu fékk ég lánaða. Túlk- urinn minn kennir amharísku, reikning, biblíusögur og söng, en ég ætla að reyna að kenna eldri drengjunum ensku. Á því æfist ég í amharísku." IIÖFÐINGI ÞJÓÐFLOKKSINS í HEIMSÓKN Þá segir Felix frá því, að hann hafi fengið mjög virðulega heim- sókn, er æðsti höfðingi allra Konsómanna, balabatinn í Kon- só, kom. Var höfðingi þjóðflokks- ins áhugasamur um hvaða kennslugreinar væru kenndar í skólanum. Hann fullvissaði Felix að lokum um, að ekki mundi skorta nemendur, er kristniboðs- stöðin væri komin undir þak. ÚTVEGGIR REISTIR Lýkur svo bréfinu með því, að Felix segir frá því, að hann geri sér vonir um að búið verði að reisa útveggi kristniboðsstöðvar- innar fyrir jólin. Er til húsagerð- arinnar notaður svonefndur kikkasteinn. Hann verður að laga í 35 km fjarlægð við vatnsból sem þar er, því að í námunda við stöðina er ekkert vatn að hafa. Hvert bílhlass af steini þessum krefst því 70 km akst- urs. Segir Felix að fjárhagshlið- in á framkvæmdum þessum, hvíli sem mara á sér. Páii Haildórsson HANN andaðist í hárri elli í sjúkrahúsi hinn 7. þ.m., eftir stutta sjúkdómslegu, og verður borinn til moldar í dag. Páll fæddist að Ósi í Bolungar- vík, hinn 14. nóvember 1870. For- eldrar hans voru Halldór Hall- dórsson, Guðmundssonar frá Hrauni í Skálavík, og fyrri kona hans Elín Pálsdóttir frá Ósi. Eru þetta alkunnar útvegsbændaætt- ir vestur þar. Á uppvaxtarárum Páls náðist verulegur árangur í baráttu þjóð- arinnar fyrir auknu sjálfsforræði, þar sem var stjórnarskráin frá 1874, og frelsis- og framkvæmda- hugur landsmanna fékk nú byr undir vængi. Þilskipaöldin gekk í garð og ungir menn hópuðust á skipin til að reyna kraftana og vinna fé og frama. Þörfin fyrir siglingafróða menn varð æ brýnni og ýtti undir stofnun stýrimanna- skólans í Reykjavík, sem tók til starfa haustið 1891 undir stjórn Markúsar F. Bjarnasonar, hins mikilhæfasta manns. Nemendur skólans þennan fyrsta vetur voru 15, og var Páll Halldórsson meðal þeirra. Ekki sat hann þó í skólanum nema þann vetur, en sigldi til Dan- merkur og fór í siglingar á dönsk- um skipum. Að tveim árum liðn- um lauk hann stýrimannsprófi við danskan skóla, kom heim nokkru síðar og hóf skipstjórn á fiskiskipum. En árið 1897 réðist hann aukakennari við stýrimanna skólann í Reykjavík, og hóf þar með 40 ára starfsferil sinn við þá stofnun. Brautryðjandans, Markúsar Bjarnasonar naut ekki lengi við, því að hann andaðist árið 1900, og tók Páll þá við stjórn skól- ans, tæplega þrítugur að aldri. Árið eftir sigldi hann enn til Danmerkur, að þessu sinni til framhaldsnáms í siglingafræði, og var skipaður skólastjóri hinn 10. janúar 1902. Nærri má geta, að ekki hafi það verið mörgum jafnungum mönn- um ætlandi að setjast í sæti Markúsar heitins svo vel færi. En Páll hafði einmitt til að bera þá höfuðkosti, sem kennara varð- ar mestp að eiga og yfir höfuð alla þá, sem yfir öðrum eiga að bjóða. Hann var ágætlega gefinn og menntaður í sinni fræðigrein, gæddur miklu jafnlyndi, ráðdeild og prúðmannlegri framkomu, sem skapaði virðingu fyrir stöðunni 1 og létti á allan hátt samveruna og samstarfið við nemendur og samverkamenn. Reglusemi hans og iðjusemi var við brugðið, hann gat aldrei óvinnandi verið, með- an heilsa og kraftar leyfðu, og þessir eiginleikar gerðu honum fært að gegna umfangsmiklu og lýjandi starfi í 40 ár, halda virð- ingu sinni óskertri og heilsu og starfsþreki fram á elliár. Á þessum 40 árum urðu stór- ' stígari framfarir í siglingum og sjávarútvegi hér á landi en dæmi 1 (voru til áður, og maður með menntun og áhuga Páls Halldórs- sonar hlaut því að eiga virkan J þátt í þeim framförum á fleiri sviðum en einu. Yrði það of langt I mál upp að telja, en yfirleitt mun • hann hafa verið við riðinn flest- | ar þær breytingar, sem snertu sjávarútveginn á þessu tímabili. Sem dæmi má nefna, að hann var skipaður umsjónarmaður landsvitanna við Faxaflóa á ár- unum 1901—1909, í stjórn Sam- ábyrgðar íslands á fiskiskipum frá byrjun árið 1910 til ársins 1040, hafði lengst af á hendi skipamælingar og umsjón með þeim, leiðréttingar áttavita í skipum og margt fleira. Aðalstarf hans var þó að sjálf- sögðu innan veggja stýrimanna- skólans, og þegar hann árið 1937 lét af stjórn skólans, gat hahn litið með ánægju yfir mikið starf og gott, því að svo mátti heita, að þá hafi hver stýrimaður og skip- stjóri á verzlunarskipum vorum og hinum stærri fiskiskipum, auk fjölda annarra, verið lærisveinar Páls og útskrifazt frá skólanum í hans skólastjóratíð. Árið 1920 kom út á íslenzku kennslubók í siglingafræði eftir Pál Halldórsson, en fram að þeim tíma höfðu einkum verið notaðar danskar bækur við kennsluna, til mikils óhagræðis fyrir allan þorra skólapiltanna, sem kom lítt undirbúinn í skólann. Bók þessi, sem er milli 40 og 50 arkir í stóru broti, bætti því úr brýnni þörf, og var notuð sem aðalkennslubók við skólann í meir en aldarfjórð- ung. Einnig samdi Páll kennslu- bók í stærðfræði fyrir skólann ásamt öðrum ritum smærri, ætl- uðum til notkunar í skólanum og við sjómannafræðsluna úti um land. Páll gerðist meðlimur skip- stjórafélagsins Öldunnar á fyrstu árum félagsins, sat þar allmörg ár í stjórn og vann að margs konar áhugamálum þess. T. d. mun hann á vegum félagsins hafa samið að mestu levti frumvarp að hinum fyrstu lögum um at- vinnu við siglingar, og jafnail mun hann hafa verið með í ráðum við samningu laga og reglugerða um þau mál, sem sjávarútveg varða. Páll var heiðursfélagi Öld- unnar hin síðari ár. Páll giftist eftirlifandi konu sinni, Þuríði Nielsdóttur, Eyjólfs- sonar frá Grímsstöðum á Mýrum hinn 9. marz 1895, og lifðu þau í farsælu hjónabandi í 60 ár. Varð þeim 7 barna auðið og lifa af þeim 5 synir, allt kunnir athafna- og fræðimenn. Með Páli Halldórssyni er til moldar genginn merkur embætt- ismaður og mikilsvirtur leiðbein- andi og fulltrúi íslenzkrar sjó- mannastéttar um hálfrar aldar skeið. Blessuð sé minning hans. Friðrik V. Ólafsson. ÞEGAR Páll Halldórsson lét af skólastjórn var það í hófi til verðugs heiðurs þeim hjónum, að ég flutti þeim nokkur þakkar- orð í nafni frænda og vina. Þannig er mál með vexti, að fjölmennur hópur ættingja og vina utan Reykjavíkur átti um langt árabil sitt annað heimili hjá þeim skólastjórahjónum, Þuriði Nielsdóttur og Páli Hall- dórssyni. Faðir minn átti t. d. samastað hjá þeim á ferðum sín- um til Reykjavíkur. Hafði hann oft orð á því, að sér fyndist þetta heimili systur sinnar sem sitt annað. Alla tíð var góð vinátta með þeim Páli Halldórssyni og föður mínum, foreldrum mínum og þeim skólastjórahjónunum. Móðir mín þakkar nú tryggum vinum margar ánægjustundir, uppörfun og holl ráð. Við syst- kinin eigum góðar endurminn- ingar um Pál Halldórsson. Hann dvaldist á stundum á heimili for- eldra okkar. Ávallt fylgdi hon- um hressandi blær. í rauninni var Páll Halldórsson eldheitur hugsjónamaður. Aðeins fáa menn hef ég þekkt, er svo fljótir voru að átta sig á breyttum aðstæð- Framh. á bla. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.