Morgunblaðið - 12.03.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.03.1955, Blaðsíða 16
Veðurúiiif í dag: SV-kaldi. Smáskúrir eða él bjart á tnilli. 59. tbl. — Laugardagur 12. marz 1955. Khafnarbréf Sjá bls. 9. forsetahjónin í opinbera heimsókn til loregs 25. maí FRÉTTATILKYNNING FRÁ SKRIFSTOFU FORSETA ÍSLANDS: IN S og kunnugt er ætluðu forseti íslands og frá hans að 1 heimsækja Noreg,, ásamt hinum Norðurlöndunum, á síðast- )>ðnu ári, en sökum hins sviplega fráfalls Márthu krónprinsessu, varð ekki af hinni opinberu heimsókn þá. Hefur nú verið ákveðið, að forsetahjónin komi í opinbera heim- *ókn til Noregskonungs hinn 25. maí næstkomandi. Ráðgert er, að m/s. Gullfoss flytji forseta og frú hans til OsJó, en að lokinni hinni opinberu heimsókn þar 27. maí, munu forseta- hjónin ferðast um Noreg í boði norsku ríkisstjórnarinnar. ðnskólinn tekur til sfarfa í nýja skólanum á mánudag Gamli skólinn kvaddur í fyrrakvöld ENN hefur blað verið brotið í sögu Iðnskólans í Reykjavík. — í fyrrakvöld lauk síðustu kennslustund iðnnema í gamla Iðn- skólanum, og var hann kvaddur af kennurum og nemendum við Játlausa en þó eftirminnilega viðhöfn. Þar hafði skólinn starfað í wm hálfrar aldar skeið. Eftir helgina verður tekið til starfa af fullum krafti í hinu nýja veglega skólahúsi á Skólavörðuholtimi. KLUKKAN 9,30 ^ Þegar skólastjórinn, Þór Sand- liolt, lét hætta kennslu í skólan- um, kl. 9,30, söfnuðust saman í tvær kennslustofur á neðri hæð gamla skólans, kennarar allir og þeir nemendur, sem enn voru við nám. SKÓLINN KVADDUR Þar var gamli skólinn kvadd- ur. Finnur Thorlacíus, kennari, flutti kveðjuræðuna. Gat þess, að hann hefði sem trésmíðanemi unnið að smíði skólans og minnt- ist þess, er hann var að vinnu tippi í turnherberginu og gat séð, er skipin sigldu inn i höfnina. — Einnig fluttu ræður Þorsteinn Sigurðsson, trésmíðameistari, skólanefndarmaður, og Friðgeir Grímsson, kennari. Og að lokum sagði skólastjórinn, Þór Sand- holt, nokkur orð. Allan daginn hafði verið að því Krinið að flytja úr gamla skólan- um upp í nýja skólann og var unnið við flutningana fram á nótt. — í gær var verið að koma kennsluáhöldum fyrir í nýja skól anum. Það er mikið verk að flytja þennan gamla skóla og féll kennsla niður í gær og í dag af þeim sökum. Á MÁNUDAGINN Kennarar skólans hafa unnið Við þetta og kvaðst skólastjórinn, Þór Sandholt, vonast til að búið verði að koma öllu fyrir á mánu- daginn og þá á kennslan að hefj- ast í öllum bekkjum skólans. — Hann hefur nú til umráða 14 kennslustofur til bóklegs náms. Skólastjórinn kvað þessa stund vera sannarlega gleðistund í sögu Iðnskólans, sem nú væri kominn í hið veglega framtíðar- húsnæði sitt. Tvö radarfækl TJNDANFARIÐ hefur verið að því unnið um borð í varðskip- inu Ægir, að koma fyrir radar- tæki, og er varðskipið þá búið tveim tækjum, mjög öflugum. Fyrr í vetur var sett tæki til viðbótar því sem var í varðskip- inu Þór. Það mun vera hugmynd forstjóra strandgæzlunnar að búa varðskipin öll tveim radar- tækjum, til þess að gera þau hæfari til að stunda gæzlu- og björgunarstörf við landið. 5 jiús. kr. gjöf fil HINN 10. þ. m. barst Krabba- meinsfélagi Islands 5 þús. kr. gjöf til minningar um þau Hjalta Einarsson frá Hvítanesi í ísa- fjarðardjúpi og konu hans Sigur- borgu Þórðardóttur. Gjöfina gáfu börn þeirra: Þórður, Sigríður, Kristín, Sigurbergur, Karítas og Hildur. Góð málalok RÓMABORG, 11. marz. — Efri deild ítalska þingsins samþykkti í kvöld staðfestingu Parísarsamn inganna með 139 atkv. gegn 83. Skýrslum saíuað um a|»ang erlendra logara ÍSAFIRÐI, 11. marz — Sam- kvæmt beiðni dómsmálaráðu- neytisins hafa sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu, Jóhann Gunnar Ólafsson og lögreglustjórinn í Bolungarvík, Friðrik Sigurbjörns son, unnið að því undanfarið að taka skýrslur af skipstjórum vél- bátanna, vegna yíirgangs er- lendra togara á miðum bátanna. Hafa þcssir embættismenn einnig safnað skýrslum um hve mikið veiðarfæratjón bátanna er orðið á þessari vertíð, af völdum hinna erlendu veiðiskipa. Þessum skýrslusöfnunum er nú að verða lokið og verða þær sendar dómsmálaráðuneytinu, sem væntanlega mun athuga hvað hægt verður að gera í málinu. —IP. Meðan fárviðrið geisaði j leituðu mennimir skjóls í hellisskúfa í Brangey ,j Sauðárkróki, 11. marz. SÍÐASTLIÐINN fimmtudag leitaði Slysavarnadeild Sauðárkróks aðstoðar Slysavarnafélags íslands í Reykjavík, um leit að m.b. Sævaldi 3ja lesta, opnum trillubát, er fór í róður frá Sauðár- króki fimmtudagsmorguninn, en var ókominn að landi kl. 3 þann dag. Fór togarinn Sléttbakur frá Akureyri á vettvang, en varð ekki bátsins var. Um hádegi í dag, kom Sævaldur hingað til Sauðárkróks og skipshöfnin, sem var þrír menn, heil á húfi, en þeir höfðu lent í talsverðum hrakningum. Biskapsvicetazia að Lágafelli REYKJUM, Mosfellssveit — A morgun, sunnudag, mun biskup landsins dr. Ásmurdur Guð- mundsson, vicetera Lágafells- kirkju og hefst biskupsvicetazia í kirkjunm kl. 2 síðd. Biskupinn mun stíga í stólinn, en sóknar- presturínn séra Bjarni Sigurðs- son, þjóna fyrir altari. j Liðin eru nú rúmlega 30 ár frá því biskupsvicetazia hefur farið fram í Lágafellskirkju. í biskups- tíð Sigurgeirs Sigurðssonar biskups, fyrirfórst vicetazian tvívegis vegna veikinda. Nú eru liðin 66 ár frá því að kirkjan var flutt að Lágafelli, en áður stóð hún að Mosfelli. Þegar guðsþjónustunni lýkur í Lágafellskirkju, býður kvenfélag ið hér biskupi og kirkjugestum öllum til kaffidrykkju að Hlé- garði. Atta tefla um Reyhja- víkurmeistaratitilinn NÚ er ákveðið að úrslitakeppnin í meistaraflokki á Skákþingi Reykjavíkur 1955 sknli hefjast á sunnudaginn kemur. Sem kunnugt er, hefur þetta skákþing verið hið fjölmennasta, sem haldið hefur verið hér á landi og þykir það benda til sí- vaxandi áhuga almennings fyrir skákíþróttinni. — Meðal annars tóku þátt í byrjendaflokki 27 áhugasamir skákmenn. BÚIZT VID HARÐRI KEPPNI Þegar nú keppt verður til úr- slita í meistaraflokki er búizt við mjög harðri keppni. Eru þátttakendur 8, sem efstir urðu í undankeppninni, sem lauk í febrúarlok. KEPPENDUR Þessir skákmenn eru allir kunnir úr fréttum af skákþing- inu, en þeir eru: Núverandi Reykjavíkurmeistari Ingi R. Jó- hannsson, sem tók þátt í Hol- landsförinni frægu, Guðjón M. Sigurðsson, sem er landsþekktur skákmaður. Eggert Gilfer, sem allir íslenzkir skákunnendur þekkja. Jón Pálsson, sem tefldi í sveit Reykvíkinga í Morgunblaðs skákinni á móti Akureyringum og nú á móti Austurbæingum. Jón Þorsteinsson frá Akureyri, Arinbjörn Guðmundsson, sem teflir fyrir Austurbæ í Mbl.- skákinni. Freysteinn Þorbergsson og Ólafur Einarsson, en báðir eru þeir þaulæfðir skákmenn. í fyrstu umferð, sem tefld verður á sunnudaginn í Þórskaffi kl. 2, tefla: Ingi R. — Gilfer Arinbjörn — Ólafur Guðjón M. — Jón Pálsson Freysteinn — Jón Þorsteinss. Þeir, sem á undan eru taldir, leika hvítu. Ekki er að efa, að skákunn- endur munu fylgjast með úrslita- keppni þessari af miklum áhuga og má búast við fjölmenni í Þórs- kaffi á sunnudaginn. ÚRSLITAKEPPNI í I. FLOKKI í fyrsta flokki á Skákþinginu er keppni nú lokið, og urðu þrír menn jafnir í efsta sæti: Eiríkur Marelsson, Jón Guðmundsson og Bragi Þorbergsson. •— Þeir munu keppa til úrslita um leið og meistaraflokksmennirnir tefla. Sá þeirra, sem hlýtur sigur, öðlast rétt til keppni I meistaraflokki. Skákstjóri verður Birgir Sig- urðsson. Þegar hrakningsmenn höfðu hvílzt eftir hina ströngu útivist, síðdegis í dag, átti ég tal við for- manninn á bátnum. Honum sagð- ist m.a. svo frá: VEÐURSPÁIN VAR GOLA EÐA KAI.DI Sævaldur fór í róður frá Sauð- árkróki um kl. 10 á fimmtudags- morguninn, eftir að formaðurinn hafði hlýtt á veðurfregnirnar þá um morguninn, en spáin var gola eða kaldi. Áhöfn bátsins er sem hér segir: Agnar Sveinsson, for- maður, Alexander Jónsson og Edvald Gunnlaugsson, allt ungir menn. Héldu þeir norður á móti Drangey vestanverðri. Var róð- urinn aðallega farinn til þess að sækja 20 stokka af lóð, er legið höfðu í sjó frá deginum áður, en þá hafði Sævaldur orðið að hverfa frá vegna veðurs. Voru meðferðis 8 stokkar af lóð til við- bótar og var ætlunin að láta þau liggja á meðan hin væru dregin. SKÁRU Á LÓÐINA Um kl. 11.30 um morguninn voru þeir félagar búnir að leggja og byrjaðir að draga gömlu lóð- ina. — Er þeir höfðu dregið 6 stokka, brast skyndilega á sunn- an rok og var þeim ekki vært við lóðadráttinn. Gripu þeir þá til þess að skera á lóðina og leita sér vars við Drangey í svonefndri Heiðnuvík. Voru þeir lagstir þar í var eftir á að gizka hálftíma frá því þeir skáru á lóðina; vind- stig voru þá um 12 stig. GRJÓTI ÚR BERGINU RIGNDI YFIR ÞÁ Er þeir voru þarna komnir var skollinn á aftaka stormur. Lögð- ust þeir þar fyrir ankeri. En ekki höfðu þeir verið um kyrrt nema örskamma stund, er grjóthrun mikið kom úr bjarginu allt í kring um þá og á bátinn. 20 KLUKKUSTUNDIR t HELLISSKÚTA Þegar grjótfluginu úr bjarginu linnti ekki, tóku þeir félagar það ráð, að hleypa á Iand, en kvika var mikil í vikinni. Lentu þeir bátnum og leituðu skjóls í helli, Óvenjugóð rækju- veiði i isafjarðar- djúpi ÍSAFIRÐI, 11. marz. — Agætur rækjuafli hefur verið þessa viku hjá rækjuveiðabátunum, sem stunda veiðar fyrir Rækjuverk- smiðjuna hér á ísafirði, en það eru þrír bátar. Hefur afli þeiria verið þetta 2—3 lestir á dag. —• Hafa þeir aðallega verið að veið- um hér út af Skutulsfirðinum, rétt utan til við Arnarnesið. — Hefur því verið mjög mikil vinna í Rækjuverksmiðjunni og hefur orðið að gefa einum bekk í Gagn fræðaskólanum leyfi á hverjum degi til þess að aðstoða við skel- flettinguna, til þess að hægt væri að koma hráefninu undan. — Rækjan er nú öll soðin niður fyrir Evrópumarkað. — Jón. sem er í fjörunni fyrir miðri Heiðnuvík; höfðu fangalínu i land og bátinn frammi. Höfðust þeir þarna við í hellinum í 20 klukkustundir. Sagði formaður- inn að þeim hefði liðið þar all- sæmilega og nesti höfðu þeir nóg með sér. ALLT GEKK VEL Á HEIMLEIÐINNI Kl. 9 í gærmorgun var dregið það mikið úr rokinu, að þeir fé- lagar töldu hættulaust að halda heimleiðis. Gekk heimferðin vel og komu þeir hingað til Sauðár- króks um hádegisbilið í dag. SÁU TIL TOGARANS Eins og áður er frá sagt, fór togarinn Sléttbakur á vettvang að leita hátsins, en Slysavarna- deild Sauðárkróks leitaði aðstoð- ar um leit að bátnum þegar kl. 3 á fimmtudaginn, en þá var sá tími liðinn *er báturinn átti að vera kominn að landi. Var fyrst beðið um aðstoð frá Siglufirði, en þar var enginn bátur eða skip tilkippilegt til þess að leita. Var þá talað við S.V.F.Í. í Reykjavík, og fór Sléttbakur þá þegar á vettvang. Var hann kominn á þann stað, er reiknað var með Sævaldi á kl. 2 um nóttina. Lýsti Sléttbakur upp svæðið og hélt sig þar fram í birtingu. Sagði formaðurinn á Sævaldi, að þeir félagar hefðu séð til ferða tog- arans, og kveikt á sterkri vasa- lugt, en það nægði ekki til þess að togarinn yrði var við þá. — Guðjón, Slæraar horfiir í Vietnam PARÍS, 11. marz. — Frönsk þing- mannanefnd hefur birt skýrslu um Indó-Kína og kemst að þeirri niðurstöðu, að stjórn Diem í Suður-Vietnam standi mjög höllum fæti. Telur þingmanna- nefndin engan möguleika til þess að stjórn þessi geti leitt Suður- Vietnam til sigurs í kosningum, sem eiga að fara fram í báðum landshlutum Vietnams’ í júlí árið 1956. Nefndin viðurkennir að hern- aðaraðstaða Frakka hafi verið orðin svo léleg í sept. síðastliðn- um, að friður hefði verið lífs- spursmál um það leyti sem samn- ingarnir voru gerðir í Genf. ABCDEFGH j ÁUSTUKBÆR ABCDEFGH | VESTURBÆR 18. leikur Austurbæjar; 1 Dd8—h4 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.