Morgunblaðið - 13.03.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.03.1955, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók 42. árgangur 60. tbl. — Sunnudagur 13. marz 1955. PrentsmlSjn Morgunblabsin* Ljósm. Mbl. tók þessa mynd af Iðnskólanum nýja sem nú hefur verið tekinn í notkun. Um Iðnskót- »nn er rætt í Reykjavíkurbréfinu. ÞingsáiyktunartiSiaga þriggja Sjélfstœðismzanr.a u:n úrbœfur ÞRÍR þingmenn Sjálfstæðisflokksins þeir Gísli Jónsson, Sigurður Ágústsson og Sigurður Bjarnason hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um aukið öryggi í heilbrigðismálum. Til- lagan er á þessa leið: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta athuga í samráði við Iandlækni, Tryggingastofnun rikisins, Ljósmæðrafélag íslands og Hjúkrunarkvennafélag íslands á hvern hátt umdæmum og sjúkrahúsum verði bezt tryggðir starfskraftar til aukins öryggis um nauðsynlega aðstoð, einkum í sambandi viö barnsfæðingar, farsóttir og slys. Þetta verði gert m. a. með því að samræma meira en nú er heilsugæzlu, hjúkrunarstörf og ljósmóðurstörf um land allt, efíir því sem við yrði kcmið og að taka upp nána samvinnu um þessi mál öll á milli lilutaðeigandi aðilja. Jafnframt skal athuga kjör hjúkrunarkvenna og ljósmæðra og hvort ekki sé rétt, að þetta starfslið þjóðarinnar taki laun sín úr ríkissjóði. Þyki ríkisstjórninni að lokinni athugun ástæða til að gerðar verði breytingar á gildandi lögum um þessi mál, þá láti hún undirbúa þær lagabreytingar og leggi þær í frumvarpsformi fyrir næsta reglulegt Aiþingi. VANTAR HTUERUNARFÓLK í SJÚKRAIIÚS OG SKÝLI Næst er vikið að því í grein- argerðinni, hve miklum erfið- Framh. á bls. 4 Hnífurinn var lítill Nýja Delhi 12. marz. Einkaskeyti frá Reuter. NEHRU forsætisráðherra Indlands var sýnt banatilræði í dag, er liann kom í heimsókn til borgarinnar Nagpur í Mið-Indlandi. Ók hann hægt frá flugvelli borgarinnar í opnum vagni, þegar ungur maður tók sig út mannþrönginni, stökk upp á stigbretti bifreiðarinnar og reyndi að stinga Nehru með hníf. Nærstaddir lögreglumenn urðu þó fljótari til að gripa mann- inn og færa í bönd. Maðurinn missti hnífinn í vagninn og tók Nehru sjálfur upp. Sagði Nehru blaðamönnum seinna, að þetta hefði verið mjög lítill hnífur. „Ég hugsa, að maðurinn hafi verið geð- veikur“ bætti hinn rólegi forsætisráðherra við. Danska stjórnin œtlar að draga 1000 millj. krónur úf úr viðskipfalífinu Kaupmannahöfn 12. marz. Einkaskeyti frá Páli Jónssyni. TILVERA ríkisstjórnarinrtar undir forsæti Hansen hangir nú á bláþræði. Hefur stjórnin nú birt efnahagsmálaráðstafanir sem hún hyggst gera til að styrkja gjaldmiðilinn og gjaldeyrisaðstöðuna. Verður endanlega séð á morgun hvort hún heldur velli. Er mest undir því komið hvort smáflokkurinn einn „radikali flokkurinn ‘ fæst til að styðja hana áfram. Radikali flokkurinn er því þannig þrátt fyrir smæð sína voldugasti flokkur Danmerkur. Eramh. á bls. 2 Molotov krefst svars Mc Vínarborg 12. marz. Einkaskeyti frá Reuter. 'OLOTOF utanríkisráðherra Rússa kallaði sendiherra Austur- ríkis á sinn fund í dag og krafðist þess að stjórn Austurríkis svaraði þeim tillögum, er Molotov bar fram í ræðu sinni á flokks- þingi í Moskva. Það var megintillaga Molotovs að haldin yrði fjórveldaráðstefna um Austurríki, áður en Parísarsamningarnir væru endanlega sam- þykktir. kosi aftur kominn til V Vi Ida s!í¥o Moskvii -línu Fcsr aífcjr vöSd gsgnuíTS fi. íisambanei trá Moskvu Vildi bœfa kjör aSmcnnings. Úthrépaður svikari ORYGGISLEYSI FOLKS I AFSKEKKTUM SVEITUM í greinargerð sem fylgir tillög- unni er það rakið hvernig flótt- inn úr sveitunum veldur því að víða sitja hjón ein eftir með barnahóp, eða jafnvel aðeins ann- að hjónanna, sem árum saman leitar árangurslaust að meðhjálp í hinni erfiðu baráttu. Öryggi þessa fólks, ef veik- indi eða slvs ber að höndum er svo lítið, að það er óverjandi að hefiast ekki handa um að bæta úr því eítir fremsta megni, því að ofan á alla aðra erfiðleika þess bæt.ist kvíðinn fyrir fullkomnu varnarleysi, ef veikindi ber að höndum og kraftarnir þverra. MARGT HEFUR VERIÐ GOTT GERT Þess er getið í greinargerðinni, sem Alþingi hefur gott gert. Það hefur oft sýnt fullan skilning á þessum vanda og gert ýmislegt til að tryggja öryggi fólksins í dreifbýlinu, svo sem með lagn- ingu síma um sveitir landsins, fjölgun lækna, byggingu sjúkra- húsa og rjúkraskýla, stuðningi við sjúkraflug, slysavarnir o. fl. LJÓSMÆDRASKORTUR ALVARLEGUR Síðan er vikið að einni al- varlegustu hlið þessara mála. Mörg hinna afskekktustu hér- aða eiga nú mjög undir högg að sækja að geta tryggt sér ljósmæður, enda þóít það sé eitt þýðingarmesta frumskil- yrði að kona sem fæðir barn geti fengið Ijósmóðuraðstoð. Að hún geti fengið fræðslu og aðstcð, sem stuðli að því að lina þjáningar liennar og tryggja líf og heilsu hennar og fóstursins. Hér er um svo mikilsvert atriði að ræða, að hver van- ræksla á því sviði skapar sár, er menn bera um ævilöng ár. Kviðinn einn og umhugsun konunnar um öryggisleysið á meðgöngutímanum getur vald ið slíku tjóni, að hvorki móðir né barn fái borið sitt barr alla ævi. Mathias Rakosi Imre Nagy Vínarborg 12. marz. Einkaskfyti frá Reuter. if HINN gamli foringi ungverskra kommúnista Mathyas Rakosi if var hylltur gífurlega á flokksþingi í Budapest. Fer hagur hans if nú mjcg vankandi í Ungverjalandi, vegna þess að nýjar fyrir- if skipanir hafa komið frá Moskvu. EINS OG STUTT VÆRI . lítið borið á Rakosi. Vegna fyrir- Á HNAPP | skipana frá Moskvu, var hann Undanfarna mánuði hefur mjög látinn setja ofan um tíma, en Imre Nagay virtist valdamestur ungverskra kommúnista. — En. hann studdi þá stefnu að veita þjóðinni neyzluvörur og bæta kjör fólksins. Aftur hefur stefnan breytzt eftir flokksþingið í Moskvu, þar sem ákveðið var að leggja aftur megináherzluna á þunga iðnaðinn en draga úr neyzlu almennings. Þessi ákvörðun flokksþingsins í Moskvu gilti fyrst og fremst um Rússland, en nú þykir undarlega skjótt bera á því að leppríkin taki upp sömu stefnu, líkt og ýtt hefði verið á hnapp. NAGY ASAKAR Þetta þýðir að Imre Nagy hefur verið sviptur völdum, en gamli Rakosi, sem þekktastur var fyrir það, hveirnig hann svipti ungverska verkamenn verkfalls- rétti, hefst aftur til vegs og virð- ingar. í ræðu sinni á ungverska flokksþinginu fylgdi Rakosi ná- kvæmlega línunni sem gefin var á flokksþinginu í Moskva. Hann lagði áherzlu á þungaiðnaðinn, en sakaði Imre Nagy fyrir hægri- sinnaða stefnu sem væri svik bæði við flokkinn og þjóðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.