Morgunblaðið - 13.03.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.03.1955, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 13. marz ’55 Bœjarráð úthlutar 16 íhúðum í Bústaðahverfi i& FUNDI bæjarráðs er haldinn I\ var á föstudaginn, tók það Úkvorðun um úthlutun og sölu Í6 íbúða í nýjum sambýlishúsum í Bústaðahverfinu. Varð fullkom- ið samkomulag bæj arráðsmanna Íim úthlutunina, en við han voru höfð þessi meginsjónarmið: Þeir einir koma til greina, serrí búa í lélegu húsnæði, of liílu, eða eru húsnæðislausir. Þeir sem búa í bæjarhúsnæði skulu þq ekki útiiokaðir. Þeix', sem eiga hús eða íbúð, koma ekki til greina nema um heilsuspillandi íbúð sé áð ræða. Að svo stöddu skulu ekki teknar til greina minni fjölskyld- ur en sex manna. Fjölskylda er í þessu sambandi aðeins talin íoi’eldrar og börn undir 21 árs aldri. ýrk Umsækjendur, sem búsettir voru í bænum fyrir 1. janúar Í945, ganga fyrir öðrum. ★★ Þeir sem eru í vanskilum við bæjarsjóð, koma ekki til greina. Eigendum hinna 16 íbúða mun verða tilkynnt bréflega í þessari viku. Fréttin um björgun 29 sjó- i manna vakti atiiy m ÓLAFI LÁRUSSYNI prófessor var haldið samsæti í fyrrakvöld fyrir forgöngu Lögmannafélags- ins og vina og var Lárus Jóhann- esson form. Lögmannafélagsixxs veizlustjóri. Var samsætið hald- ið í tilefni sjötugsafmælis Ólafs Lárussonar. Ræður fluttu Bjarni Benediktsson dómsmálaráðheri a, sem mælti fyrir minni heiðurs- gestsins, Þorkell Jóhannesson rakti störf Ólafs Lárussonar í þágu Háskólans og flutti honum þakkir fyrir þau, og Þórður Eyj- ólfsson forseti Hæstaréttar skýrði frá störfum Ólafs í þágu Hæsta- réttar og flutti honum þakkir fyrir þau. Meðal annarra ræðu- manna voru Bjarni Jónsson vígslubiskup, Júlíus Havsteen sýslumaður og Gísli Sveinsson fyrrv. sendihei'ra. Meðal veizlu- gesta voru forsetahjónin. Hörður Guðmundsson loítskeytumuður ' F. 10. nóv. 1923 D. 6. marz 1955. i, IN MEMORIAM f ! „Og skín ei Ijúfast ævi þeiri'i yfir, ! sem ung á morgni lífsins staðar nemur, ! og eilíflega, óháð því, sem kemur, 1 í æsku sinnar tignu fegurð lifir. * Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu á gullnu augnabliki." (LJUMIR eru svo gæfusamir að f3 skilja eftir birtu og gleði- ijóma um minningu sína. Og bjartast verður umhverfis þá, 'jiem hverfa í blóma ævinnar. Þá <*r líkt og sólin hafi gengið bak við dimmt ský. Maður biður þess aðeins að hún komi aftur pg brosi — brosi bjartar en fyrr. áafnvel skýið, skugginn sjálfur • ér hjúpaður birtu þess, sem var og þess, sem verður. Þannig er við burtför Harðar Guðmunds- uonar. Leiðir okkar lágu saman eitt í.umar. Hann dvaldi hjá okkur um tíma við nám austur á Eyr- arbakka. Þessi hægláti, prúði piltur var alltaf fáorður, fá- akiptinn og dulur, en yfír honum var alltaf einhver heiðríkja, augu Itans hlý eins og vorið, ennið hátt og hvelft eins og himinn ósk- anna. Það var auðfundið, hve gott T ppeldi hann hafði hlotið, smekk ur hans og fas fágað og ljúft, ástúð hans og lipurð svo yfir- lætislaus. En bak við hljóðláta £leði og ljúf bros virtist einhver atxgurblíða vakin af horfnum inissi, sofin við framtíðarvonir um ást og starf. Þessi angurblíða gat verkað cins og þunglyndi — dult og djúpt, en án skugga. Svo hvarf iiann, ásamt vini sínum, sem með T.ionum var við námið, hvarf af mínum leiðum. En þegar ég lít til baka sé ég ennþá sólskinsbleH um sætið þeirra í suðurherberg- jnu. Það sólglit mun að eilífu yerða yfir sporum hans og svip í minjasafni mínu. Hann lauk náipi sínu og náði Jieitu og höldnu því takmarki, sem hann keppti að í starfi. Loft- gli í Bretlandi í GÆR skýrði Mbl. frá því að brezka stórblaðið Daily Mail, sem á sínum tíma sakaði íslend- inga um að hafa átt sök á drukknun 40 bi'ezkra sjómanna hefði hinsvegar falið fréttina um bjöi’gun skipverja af King Sol í fyrirsagnarlausum fimm línum. Utanríkisráðuneytið hefur í leiðréttingnrskyni sent Mbl. all- margar úrklippur úr brezkum blöðum, sem sýna það hinsveg- ar að allmörg brezk blöð hafa sagt vel og ýtarlega frá björgun skipverjanna á King Sol. Þeirra á meðal hafa blöðin Evening Standard, Daily Telegraph og Times ger+ fregninni nokkur skil. Annars eru það helzt héraðs- blöðin, sem hafa greint ýtarlega frá björguninni, m. a. blöð í Sheffield. Nottingham, Newport, Belfast, Huddersfield og Birm- ingham, auk að sjálfsögðu Grims- by og Huil. Þetta sýnir að í augum Bret- ans hefur björgun 20 vaskra sjó- manna þeixra mikið fréttagildi og almenningur fagnar því af heilum hug, að svo vel tókst til. Þeim mun undarlegra virðist Mbl. það að hið brezka stórblað, helzta málgagn brezku stjórnar- innar, skuli eins og af ásettu ráði fela þessa góðu frétt og gera sem allra minnst úr henni. Þeg- ar þetta fylgir á eftir rótarleg- um skrifum u.m fyrri sjóslys, þá hlýtur þetta að vekja undrun. Það er ekki vitað til að íslend- ingar hafi á neinn hátt gert á hluta þessa enska stórblaðs. Hví ríkir þessi hugur þá í blaðstjórn þess? Lónk&tsmöl í Skagafirði ©g ilefkhólar á hafnarlög AL Þ I N G I hefur nú samþykkt endanlega að bæta Lónkotsmöl í Skagafirði og Reykhólum í Barðastrandarsýslu inn í lögin um hafnargerðir og lendingarbætur. LONKOTSMOL í SLETTUHLIS Áður hefur verið skýrt frá um- ræðum í Neðri deild um að gera lendingarbætur á Lónkotsmöl. Þar er gott til útræðis, stutt á mið, en engin bryggja hefur ver- ið þar. Var mjög vel tekið undir tillögu Jóns Sigurðssonar á Reynistað og Steingríms Stein- þórssonar um að setja þennan stað inn á hafnarlögin. 190 MANNA BYGGÐ ÁREYKHÓLUM í Efri deild gerði Gísli Jónsson þingmaður Barðstrendinga það að tiliögu sinni að Reykhólar yrðu einnig teknir inn í lögin. En á Reykhólum er nú komin tals- verð byggð. Búa þar um 100 manns. Þar er jarðhiti og hefur Hás skcmmdíst • JSs1 skeytamannsstarfið fórst honum vel, og hafið vaggaði vonum hans og þrám og söng sumum þeirra vögguljóð, öðrum líksöngsóma. Fundum okkar bar sjaldan sam- an. Samt sá ég hann nokkrurn sinnum aðeins í svip. Alltaf var f hann inndæll og prúður, en þunglyndisblærinn leitaði gegn- um brosið. Örlög mér ókunn mót- uðu enni og brár. Og nú er hann horfinn. Enn einu sinni er sár harmur lagður að hjarta ástvinum hans, ástríkri fósturmóður, systur og börnum hans, bræðrum og vinum. Og við, sem stöndum fjær, biðjum alvald kærleikans að leggja þeim líkn með þraut, gefa þeim þrek trúarinnar og gleði vonanna, sem hvísla eilífðarvonum að særðum og viðkvæmum huga. i Það eiga allir vetur vor og all- ar nætur morgun. Því er gott að geta sagt með skáldinu: „Þótt jarðnesk gæfa glatist öll ég glaður horfi á lífsins fjöll.“ Hin skjótu umskipti á eilífðat- braut Harðar vekja vinum hans söknuð í hjarta og hjartans þökk á varir, þeim finnst Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu á gullnu augnabliki — Rvík 12. marz 1955. Árelíus Nielsson. SKAGASTROND, 12. marz: — I dag skemmdist mikið af eldi hús ið Sævarland er eldur kom upp í þaki þess. Gerðist þetta um klukkan fjög- ur og var slökkviliðið kvatt á vettvang. Var vestan stormur og mikill eldur í húsþakinu. Veðurs vegna var erfitt að ráða niður- lögum eldsins, og var þakið ónýtt orðið er tekizt hafði að kæfa eld- inn. Húsið, sem er ein'yft, skemmd- ist mikið af vatni og einnig hús- munir Ólafs Guðlaugssonar, sem þar býr með fjölskyldu sína. Hús ið er óíbúðarhæft sem stendur. Ókunnugt er um eldsupptök. Framh. af bls. 1 BETRA EN INNFLUTNINGS- HÖFT Tillögur stjórnarinnar í efna- hagsmálunum voru birtar í dag. Aðalatriði þeirra er að leggja allmikinn söluskatt á vörur tii þess tað reyna að draga nokkuð úr kaupmætti þjóðarinnar. En það er ta’.in betri og affarasælli leið til að minnka innflutning og gjaldeyriseyðslu, heldur en að setja á innflutningshömiur með tilheyrandi skrifstofubákni. Ætlunin er að söluskatturinn færi ríkissjóði 440 milljónir króna árlega í tvö ár. Samtímis verða ríkisútgjöldin lækkuð um 50 milljón kr. á ári. Þannig mun kaupmáttur þjóðarinnar minnka um 1000 millj. kr. á tveimur ár- um. IIELZTU HÆKKANIR Söluskatturinn verður sam- kværnt tillögum stjórnarinnar nokkuð mismunandi á mismun- andi vörutegundum. Hann verð- ur 10% á tilbúnum fötum, 15% á álnavöru og 5—15% á íjölda annarra vörutegunda. Benzín- skatturinn hækkar um 15 aura á líter, kaffi og tetollur um eina krónu og skemmtanaskattur á bíómiðum um 25 aura FÉÐ GEYMT í 10 ÁR Þá vcru cg birtar tillögur stjórnarinnar um útgáfu ríkis- skuldabréfa til að bæta fyrir söluskattinn. Verður fjárhæð sú sem innheimtist með söluskattin- um lögo til hliðar á sérreikning í þjóðbankanum og verða skulda bréfin innleyst á 10 árum. komið til tals að setja þar upp þaraiðnað. Auk þess er ræktun garðávaxía mjög vaxandi. Af þessu leiðir vaxandi þörf á þunga vöruflutningi, hvort sem eru garð ávextir eða iðnaðarvörur. ÖÝRARI FLUTNINGAR LANDLEIBINA Eins og nú er háttað er hafn- laust á Reykhólum, sagði Gísli Jónsson, og þarf að flyíja vörur þaðan með vörubílum um klukku stundar akstur til Króksfjarðar- ness. Þegar vörubifreið hefur einu sinni verið fengin til þess, líta margir svo á, að þá sé fullt eins hentugt og lítið kostnaðar- samara að láta vörubifreiðarnar flytja varninginn þá landleið allt til Reykjavíkur. Er því síaukin þörf fyrir lendingarbætur eða hafnargerð á Reykhólum. Var tillaga Gisla samþvkkt einróma. Ký filhepsi á spili- kvöldum Sjé! SJALFSTÆBISFELÓGIN í Reykjavík efna til spilakvöhls i Sjálfstæðishúslnu n. k. mið ikii- dag. Verður þar að venju niluð félagsvist. Jónas G. Rafna • al- þingismaður flytur ávarp o g einnig verður kvikmyndasýn- ing. Þar sem aðsókn hefir verið’ svo mikil að spiíakvöldumiin að s;i™l- hafa orðið frá að hverfa, “ ’ rrá ia’.in Kpp ný tilh 'igun. LL.....1:- vxía nxita-happð rættis mið.ir gegn gjaldi í skrr ytofus Sjálfstæðisflokksins á j riðju- dag kl. 5—7 e. h. Miðar bessir tryggja mönnum ákveðin steíi og cru jafnframt happdrættismið- ar. Dregið verður á skemmtun- inni. Er líklegt að þetta mæí; d vel fyrir cg a:iki enn á vir ældir spilakvöldanna. Mönnum skal bent á að mæta stundvíslc-a ki» 8,30. ___________________ ip koni raeð 1.111 2 .00 Líla í gær NÚ í vikunni mun hinura nýju bílum enn fjölga allveru'ega á götum bæjarins. Síðdegis í gær kom Arnaríell frá Nev/ York, með fullfermi af nýjum bílum. Mun skipið hafa flutt um 100 bíla eða rúmlega það. Voru alLnargir bílar á þilfari. Það munu hafa verið kvennaskólameyjar sem innleiddu þann sið hér í Reykjavík, að hafa sérstakara peysufatadag. Fengu námsmeyjar þá lánaðan íslenzkan búning móður sinnar og mættu uppábúnar í skólann. Síðar hafa aðrir skólar tekið þcnnan sið upp eftir kvennaskólameyjum og klæðasí þá skólapiltar samkvæmisfötum föður síns. — I gærdag var peysufatadagur kvennaskólameyja og i útsynningnum varð hópur þeirra á vegi Ijósmyndara blaðsins fyrir utan Alþingishúsið og á tröppum þess er myndin tekin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.