Morgunblaðið - 13.03.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.03.1955, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ * 1 dag er 72. dagur ársins. 13. marz. Árdegisfiæði kl. 8,00. Síðdegisfiæði kl. 20,20. Læknir er í læknavarðstofunni, BÍmi 5030 frá kl. 6 síðdegis til kl. 8|árdegis. Næturvörður er í Ingólfs-apó- Iteki, sími 1330. Enn fremur eru Holts-apótek og Apótek Austur- baejar opin daglega til kl. 8 nema é, laugardögum til kl. 4. Holts-apó- tek er opið á sunnudögum milli kl. 1 og 4. Hafnarfjarðar- og Keflavíkur- apótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga milli kl. 13 og 16,00. Helgidagslæknir verður Árni Guðmundsson, Barðavog 20. — Sími 3423. — £] MÍMIR 59553147 — 1 atkv. I. O. O. F. 3 = 1363148 = 0. • Afmæli • 50 ára verður í dag Petrína Nikulásdóttir, Fálkagötu 20. 80 ára verður á morgun, 14. marz, Valdís Jónsdóttir, Grettis- götu 55C. • Bruðkaup • Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Sigurborg Á. Guðmundsdótti r, Helgasonar — bónda á Hvítárnesi og Ingibjart- ur Helgason frá Kleifum í Ögur- sveit. — Nýlega voru gefin saman í hjónaband á Akranesi ungfrú Guð rún Bergsdóttir, hjúkrunarkona frá Akranesi og Gunnar Jónsson, húsasmiður frá Vestmannaeyjum. • Skipafréitir • Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss kom til Hamborgar 10. þ.m. frá Grimsby. Dettifoss fór væntanlega frá New York 12. þ.m. til Reykjavíkur. Fjailfoss fór frá Rotterdam 11. þ.m. til Ham- borgar og þaðan til Rotterdam, Hull og Reykjavíkur. Goðafoss kþm til New York 11. þ.m. frá Keflavík. Gulifoss fer frá Kaup- Tpannahöfn 15. þ.m. til Reykjavík- pr. Lagarfoss kom til Reykjavík- úþ 8. þ.m. frá Rotterdam. Reykja- foss fór frá Botterdam í gærmorg ú'n til Antwerpen, Hull og Rvíkur. ■Selfoss fór frá Rotterdam 5. þ.m. Væntanlegur til Skagastrandar í dag. Tröllafoss fór frá New York 7. þ.m. til Reykjavíkur. Tungufoss fór frá Helsingfors i gær til Rott- erdam og Reykjavíkur. Katlá kom til Alaborgar 11. þ.m. Fer þaðan tii Gautaborgar, Leith og Rvíkur. •Sivipaútgerð ríkisins: Hekla er væntanleg til Akureyr- ar í dag. Esja er á Vestfjörðum. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið fór frá Reykjavík í gærkveldi, vestur um lar.d til Akureyrar. Þyrill er á leið frá Manchester til Rvíkur. — Helgi Heígason fer frá Rvík á morgun til Vestmannaeyja. Skipadeild S. í. S.: Hvassafell fer væntanlega frá Stettin í dag áleiðis til Fáskrúðs- fjarðar. Arnarfell fór frá St. Vin- cent 7. þ.m., áleiðis til Islands. — Jökulfell er á ísafirði. Dísarfell fór frá Hamborg í gær, áleiðis til Islands. Litlafell er í olíuflutning- Sunnudagur 13. marz ’55l — Dagbók — HiB eira&a HANNES á horninu kemst að þeirri niðurstöðu í Alþýðublaðinu í gær, að baneitrað loft í salarkynnum útvarpsins valdi mestu um þau mistök, sem þar eigi sér stað. Þá loks við erum lausir við hin leiðu heilabrot um hvers vegna okkar útvarp komst svo algjörlega í þrot. Hannes minn á horninu gat hiklaust málið skýrt, — því þótt hann kannski ei kallist skáld, hann kveður stundum dýrt. Hann fann það eina aftanstund, er átti hann viðdvöl þar, að loftið, sem þá lék um hann allt lævi blandið var. í skjótri svipan skildi hann þá hin skelfiiegu rök: Hið baneitraða útvarpsloft var ógæfunnar sök. GOÐI. um í Faxaflóa. Helgafell er í Reykjavík. Smeralda er væntan- legt til Rvíkur 15. marz. Elfrida fór frá Torrevieja 7. þ.m. áleiðis til Akureyrar og Isafjarðar. Troja kom til Borgarness í dag. • Flugferðir • Loflleiðir h.f.: í Edda var væntanleg til Rvíkur kl. 7,00 í morgun frá New York. Áætlað var, að flugvélin færi kl. 08,30 til Oslóar, Gautaborgar og Hamborgar. — Hekla er væntan- leg til Reykjavíkur kl. 19,00, í dag . frá Hamborg, Gautaborg og Osló. Flugvélin fer kl. 21,00 áleiðis til New York. • Alþingi • Neðri deild: — 1. Læknaskipun- arlög, frv. Frh. 2. umr. (Atkvgr.). 2. Iðnskólar, frv. Frh. 3. umr. — 3. Atvinnuleysistryggingar, frv. 1. umr. — 4. Landkynning og ferðamál, frv. 1. umr. — 5. Lands höfn í Rifi, frv. 1. umr. Ef leyft verður. — U ngmennastúkan Hálogaland Fundur fellur niður á mánudags kvöldið, en þeir félagar, sem vilja, eru velkomnir á skemmtifund ungl- ingastúkunnar Unnar. Umboðsmaður. Happdrætti U. M. F. Leiknis á Fáskrúðsfirði 1 Upp komu eftirtaldir vinning- ar á þessi númer: Hoover-þvotta- vél, nr. 4381. Standlampi á nr. 2231. Hoover-ryksuga á nr. 1390. Viðtæki á nr. 3674. Skipsklukka á nr. 621. — Fáskrúðsfirði. — Magnús Þórarinsson. Séra L. Murdoch flytur erindi í Aðventkirkjunni, í dag 13. marz, kl. 5. — Efni: „Hvers vegna er kirkja krists svo margs'kipt"? — Efnið verður skýrt með litkvikmynd. Skálholtssöfnunin Vegna mistaka, sem urðu í birt- ingu söfnunarlista, í blaðinu í gær, þá skal hér endurtekið þetta: Frá Bolungarvík, N.-lsafjarðar- sýslu, afhent af séra Stefáni Lárus syni, er stóð fyrir söfnuninni, kr. 1365,00. Úr Innri-Akraneshreppi, Borgarfjarðars., hefur séra Jón M. Guðjónsson sent söfnunarfé að upphæð kr. 1140,00 og úr Skila- mannahreppi, sömu sýslu, kr. 700,00. Sýslunefnd N.-ísaf,iarðar- sýslu hefur enn að nýju lagt Skál- holti úr sýslusjóði kr. 500,00. Laugarneskirkja Biblíulestur annað kvöld, mánu- dag, kl. 8,30, í samkomusal kirkj- unnar. Séra Garðar Svavarsson. Pan American flug vél kemur til Iveflavíkur frá Hels- ingfors, Stokkhólmi, Osló og Prest- vík, í kvöld kl. 21,15, og heldur á- fram til New York. Páfagaukur í Aðalstræti Árdegis í gær komu tveir menn með lítinn páfagauk í skrifstofu Mbl., er þeir höfðu fundið í Aðal- stræti. — Var fuglinn kaldur orð- inn og hrakinn í byljóttu veðrinu, sem var hér í gær. — Það tókst að hafa upp á eiganda fuglsins, sem er lítill 5 ára drengur. Varð hann harla kátur, en fyrir mistök hafði fuglinn komizt út. Bað dreng urinn blaðið að færa mönnunum, þakkir sínar og fuglsins, sem jafn aði sig fljótlega eftir volkið. • IJtvarp • Sunnudagur 13. marz: 9,10 Veðurfregnir. 9,20 Morgun- tónleikar (plötur). (9,30 Fréttir). 11,00 Messa í Aðventkirkjunni: Óháði fríkirkjusöfnuðurinn i Rvík (Prestur: Séra Emil Björnsson. Síópavogur SELTJARNARNES, VOGAR Hjón, með 1 barn, vantar íbúð 1. apríl, 1 eða 2 herb. Einhver fyrirframgreiðsla Tilboð sendist Mbl., fyrir 1. apríl, mei’kt: „Rólegt—615“ Kaupi noluð í<Ienzk FRÍMERKI hæsta verði. S. ÞORiWAR Spítalastíg 7, sími 81761. j Organleikari: Þórarinn Jónsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13,15 Er- I indi: Á Island f ramtíð sem ferða- mannaland? (Gisli Guðmundsson). 15.15 Fréttaútvarp til Islendinga erlendis. 15,30 Miðdegistónleikar: Fiðlusnillingurinn Isaac Stern leikur; Alexander Zakin leikur undir á píanó (Hljóðritað á segul- band á tónleikum í Austurbæjar- bíói 5. jan. s.l.). 16,30 Veðurfregn- ir. 17,30 Barnatími (Þorsteinn Ö. Stephensen). 18,25 Veðurfreghir. 18,30 Tónleikar: a) Einleikur á píanó: Guðrún Þorsteinsdóttir leikur Prelúdíu, Sarabande og Tokkötu eftir Debussy. b) Sinfón- íuhljómsveitin leikur Sinfóníu í B-dúr eftir Schubert; — Ragnar Björnssort stjórnar. c) Kirkjukór- ar syngja (plötur). 19,45 Auglýs- ingar. 20,00 Fréttir. 20,20 Leikrit Þjóðleikhússins: „Þeir 'koma í haust“ eftir Agnar Þórðarson. — Leikstjóri: Haraldur Björnsson. 22,10 Fréttir og veðurfregnir. — 22.15 Danslög (plötur). 23,30 Dagskrárlok. Mánudagur 14. marz: 8,00 Morgunútvarp. 9,10 Veður- | Plötuspilararnir skipta blönd- i uðu 10” og 12” plötum. — ; 10—12 plötum. Þeim fylgir stautur fyrir 45 snún. plöturnar. Skiptir sjálf- virkt 12 plötum. Þessir glæsilegu plötuspilara' kosta aðeins kr. 1.285,00. Tilbúnir til notkunar. Höfum einnig fengið plötuspi! ara fyrir aíla hraða, sem skipta ekki. Vrerð kr. 650,00. — Æ Lj Ó DFÆRAYERZLUNI ÓJiaxjtiu?' Jóe/uíMÍC’ttijsc Lækjargötu 2. Sími 1815. fregnir. 12,00 Hádegisútvarp. —< 13,15 Búnaðarþáttur: Frá vett-i vangi starfsins; XII. (Grímur Jónsson ráðunautur, Ærlækjarseli í Norður-Þingeyjarsýslu). 15,30 Miðdegisútvarp. 16,30 Veðurfregn- ir. 18,00 Islenzkukennsla; II. fl. 18,25 Veðurfregnir. 18,30 Þýzku- kennsla; I. fl. 18,55 Skákþáttur (Guðmundur Arnlaugsson). 19,15 Þingfréttir. — Tónleikar. 19,40 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Útvarpshljómsveitin; Þóra inn Guðmundsson stjórnar. 20,50 Urn daginn og veginn (Davíð Áskels- son kennari, Neskaupstað). 21,10 Einsöngur: Sendiherrafrú Lisa- Britta Einarsdóttir Öhrvall syng- ur; Róbert Abraham Ottósson leik ur undir á píapó. 21,30 Útvai'ps- sagan: „Vorköld jörð“ eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson; XIX. (Helgi Hjörvar). 22,00 Fréttir og veður- fregnir. 22,10 Passíusálmur (27). 22,20 Islenzk málþróun: Mállýzk- ur (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.). 22,35 Létt lög: Revellers syngja og Hans Bund og hljóm- sveit hans leika (plötur). — 23,10 Dagskrárlok. Skákkeppni í Hafn- arfirði í dag HAFNARFIRÐI — í dag fer fram skákkeppni á milli 20 bifreiða- stjóra á Hreyfli í Reykjavík og jafnmargra manna úr Taflfélagi Hafnarfjarðar. Verður teflt í Al- þýðuhúsinu, og hefst keppnin kl. 2 e. h. — Þetta verður áreiðan- lega skemmtjleg og fjörug keppni því að margir góðir skákmenn eru í báðum liðunum. Nú hafa verið tefldar þrjár um- ferðir i skákmóti Hafnarfjarðar, og er Ólafur Sigurðsson með 3 vinninga, Jón Kristjánsson og Magnús Vilhjálmsson 2. — Teflt er í Alþýðuhúsinu á þriðjudög- um og föstudögum kl. 8 síðd. — G. E. - Alþingi Framh. af bls. 1 leikum það hefur valdið á sjúkra- húsunum um allt land hve erfití er að fá þangað æft hjúkrunar- lið. En eins og menn vita, er, hjúkrunin hálf lækning sjúkra. Þarf því að gera allt sem hægt er til þess að þessi stétt sé jafn- an skipuð nægilegum fjölda af góðum starfsmönnum, ekki að- eins við sjúkrahúsin, heldur engu síður við hin mörgu sjúkraskýlí víðsvegar um land. Kæmi þar m. a. til greina hvort ekki væri hægt að sameina hjúkrunarstarf og Ijósmóðurstarf. ATHUGA ÞARF LAUNAKJÖRIN Það er jaínan látið i veðri vaka, að erfiðleikar á því að fá fólk til þessara starfa, stafi af því hve kjör þess eru kröpp. Telja flutningsmennirnir að þá hlið málsins beri að athuga vandlega. Ber þá jnfnframt að athuga, hvort ekki er einmitt hægt acS bæta kjörin með þvi að auka þá starfið jafnhliða, þannig að ljós- mæður taki einnig að sér hjúkr- un o. s. frv. Þá ber og að athuga, segir £ greinargerðinni, hvort ekki ætti að launa þessa þjónustu af ríkis- fé eingöngu og losa héruðin þarmeð við þann kostnað, sem henni er nú samfara. Sýnist full sanngirni í því. Enskar tweedkápur, amerískir morgunkjólar, stór númer. — Alullarkápuefni, margar gerðir. Cretonne, margir litir. Frottéefni í morgunsloppa. Handklseði, margar gerðir. Khakiefni, 12 litir. Molskinnsbuxur drengja. W&fnaðarvöruverzlunsn Týsgata I Sendum í póstkröfu — sími 2335.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.