Morgunblaðið - 13.03.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.03.1955, Blaðsíða 14
r 14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 13. marz ’55 EFTIRLEIT li- -3K.J - EFTSR EGON HOSTOVSKY -a-E sL Framhaldssagan 44 Sörnin ráku upp öskur. Annar Unglingurinn tók einnig til fót- ánna, en sá þriðji greip um byss- Una báðum höndum og rak upp eitthvert hljóð, sem nálgaðist ,ÍEe“! og því næst miðaði hann á brjóst Kapouns. Hann skaut fimm bkotum í allt. Því næst lagði hann emnig á flótta. FIMMTANDI KAFLI , I byrjun marzsmánaðar komst Hfic Brunner smátt og smátt yfir efasemdir sínar og fór nú að trúa því, að með kommúnistabylting- unni hefði runnið upp betri tímar. Smáatvik komu honum til að ti'úa, að hann hefði valið réttu Ipiðina, svo sem eins og þegar skósmiðurinn kom með skóna til hans einn góðan veðurdag. Ann- að atvik var það, að húsnæðis- skrifstofan tilkynnti honum, að Kann mundi fá nýja þriggja her- liergja íbúð innan þriggja vikna. Að lokum, og það var ekkert smá- atvik, voru það fréttirnar, sem 1^'rtust á forsiðum allra dagblað- inna, að Alois Kapoun hefði ver- if> drepinn og Oldrich Borek væri Sættulega særður. Eric var mjög ðestur og reiður, er hann las þess- ar tilkynningar, og hann sagði við sjálfan sig: „annað hvorí ertu með þessum morðingjum eða kommúnistunum." m 1 Hann hugsaði mikið um Borek þessa dagana. Hann mundi eftir fundum þeirra á*Sharpshooters Arms kránni, hvað þeir höfðu tal- að um Kral, hvernig Borek hefði sagt honum leýndarmál Kapouns og hvar hann væri í felum, jærnig hann sjálfur hafði kom- hjá að segia Matejka þessar f|éttir, þegar hann sagði honum útlt, sem máli skiptir um hinn raunverulega föður Joan, hvern- ig Gerard Morgan hafði getið sér til felustað Kapouns í Prag, {rernig Morgan hafði árangurs- ust reynt að fá hjá honnm felu- aðinn — og hann fann til feigin- iks, er hann vissi að þetta atvik var alls ekki honum að kenna, bótt hann vissi ef til vill meira |in þetta en nokkur annar. Hann j|ar svo gjörsamlega sannfærður Sm, að hann hefði á engan hátt uðlað að þessum örlögum Alois JCapouns og Oldrich Borek. Hann ^kvað að heimsækja Borek á gjúkrahúsið strax, þegar hann mætti. jý En Olga trúði ekki á betri fram #ð og fregnin um nýju ibúðina Bafði ekki þau áhrif, sem Erich jafði búist við. Hún hafði eyði- íkgt ánægju Erics, er hún sagði: SErtu viss um, að þetta sé ekki íbúð einhvers, sem hefur verið settur í fangelsi?“ En hún ræddi ékki um þetta við mánninn sinn pg hann var sannfærður um að hún mundi sjá hlutina í réttu Ijósi fyrr eða síðar. Hann var einnig sannfærður um, að gott samkomulag yrði milli ameríska sendiráðsins og utanríkisráðu- j neytisins fþví að Ameríkanarnir j voru raunsæismenn!), svo að j hann þyrfti ekki að hitta ungfrú Pollinger á leynifundum í hvert sinn er hann langaði til að finna fjóluilminn af henni og horfa í falslausu, hreinskilnu augun Jiennar. Dr. Matjeka hafði ekki kallað hann til sín, það var augljóst að atburðirnir í febrúar höfðu kom- ið í veg fyrir þetta starf, sem ' honum hafði verið ætlað. Og það , mátti hamingjan vita, hvað yrði um Kral. I Já, himinin var sannarlega heið ur og ekkert benti til þess, að stormur væri í aðsigi. Husner fór ekki úr. frakkanum og tók ekki af sér hattinn, er hann , kom á skrifstofu Erics snemma morguns. Hann lokaði hurðinni vandlega á eftif sér og settist jafnvel enn varlegar nið- ur mjög nálægt Eric Hann talaði i stuttum setningum, eins og hon- um væri eríitt um mál og hann ætti erfitt með að segja það. | „Eric, yfirgefðu allt og farðu héðan. Matejka hefur vitað nú í tvo daga, að þú hefur hitt Gerard Morgan. Hann er alveg sjóðandi vondur, og ef þetta hefði ekki komið fyrir Kapoun og Borek mundir þú vera kominn í fang- elsi. En Matejka hefur haft nóg að gera í sambandi við þessi morð. Ég veit ekki, hvað þú ætl- ar þér, ég veit heldur ekki, hvað þú hefur talað við þennan ameríska njósnara, þar sem Matejka varaði þig við honum. Ég er vinur þinn og segi þér sann leikann.“ Eric varð ekkert bilt við og hann var heldur ekki hræddur, aðeins hissa og forvitinn. Hann spurði kjánalega: „Hvernig komst Matejka að þessu?“ ,.Ég sagði honum það.“ Enn var hann ekki reiður eða sár, aðeins forvitinn: „Og hvernig vissir þú það?“ „Hlustaðu nú á mig, Eric, þú áttir að njósna um Kral og ég átti að njósna um þig. Matejka bjóst við, að ungfrú Pollinger mundi bjóða þér á Ensk-ameríska klúbb inn fyrr eða síðar. Yfirþjónninn, sem engan grunar, er njósnari fyrir innanríkisráðu.neytið, og ég hef verið í sambandi við hann. Það virðist sem engan gestanna gruni hann nema ungfrú Poll- inger. En Morgan er ekki eins varkár. Fyrir nokkrum dögum síðan minnti hann ungfrú Poll- inger á, þegar þið höfðuð verið á einhverjum næturklúbb og þú hefðir verið að tala um Matejka. Yfirþjónninn heyrði þetta og hringdi til mín, og ég varð að segja^Matejka það. Þetta er allt og sumt,, og það getur verið að það sé betra fyrir þig, að sofa ekki heima lengur.“ Nú varð Eric gagntekinn ótta í fyrsta sinn, en enn var hann líka forvitinn. „Hvers vegna ertu að vara mig við, úr því að þetta er allt þér að kenna?“ „Ég veit ekki hvernig á að svara þessu, Eric. Eg er hlýðinn meðlimur flokksins, og ef flokkn- um væri ógnað, mundi ég taka mér byssu í hönd og berjast fyrir honum. Ef til vill er auðveldara að deyja fyrir flokkinn en að framkvæma skipanir hans. Ég veit það ekki. Ef til vill eru til hlutir, sem við álítum enn ein- hvers virði, en flokkurinn gerir það ekki. Eg má ekki vera hérna lengur, það gæti vakið grunsemd- ir. Gangi þér vel! Verkamenn sameinist!" Eric svaraði hljómlaust: „Verka menn sameinist“. Því næst stóð hann á fætur og gekk að glugg- anum. Úti var glaða sólskin. Hann horfði í sólina og var undrandi á því, að hún skyldi ekki blinda hann. Því næst lokaði hann aug- unum en hann gat samt séð hana enn. Hann stakk tungunni út á milli þurra varanna. Hann tók frakkann sinn, trefil og hatt, gekk aftur að skrifborðinu til þess að taka til á því, lokaði skúffunum og gekk síðan út. Sólin skein á beru trén og gljá- andi þökin, og hann hugsaði, hve dásamlegt það væri að geta lagst niður á jörðina eða þreifað sig áfram eins og svefngengill í átt- ina til sólarinnar, burtu frá öllu, burtu frá þessum bróðurmorð- um, frá hinu illa í heiminum. Hann stanzaði ekki fyrr en hann var kominn að Kastalanum. Hann hallaði sér að rökum veggj- unum og horfði á Prag, hann horfði á Ijómandi hallirnar, á brýrnar á ánni, á kirkjurnar og turnspírurnar, á bogagöngin og á umferðina á götum borgarinn- ar. Hann fann ekki til neins sársauka, en augu hans voru full af tárum. „Góðan dag, Eric. Er Prag ekki yndisleg?" Hann þurrkaði sér um augun í flýti og sneri sér í áttina til raddarinnar. Frammi fyrir hon- um stóð Jan Masaryk. Þeir litu einkennilega og feimnislega hvor Alhliða uppþvotta-, ^votta- og hreinsunarduft allt / sama pakka í því er engin sápa eða lút- arsölt, þess vegna algjörlega óskaðlegt finustu efnum og hörundinu. HÚSMÆÐUR! Látið ,.REI“ létta heimilis- störfin! Notið „REI“ í upp- þvottinn,—uppþurkun spar- ast. Gerið hreint með því, — þurkun sparast. „REI“ eyðir íitu, óhreinindum, fisklykt og annarri matarlykt, einnig svitalykt. Þvoið ailan við- kvæman þvott úr „REI“, t. d. ullar , silki-, bómullar, nælon , perlon- og önnur gerfiefni, auk alls ungbarna- fatnaðar. „REI“ festir lykkj- ur. Hindrar lómyndun. Skýr- ir liti. lotið þvs heldur REI Sinfóníuhljómsveitin Ríkisútvarpið TONLEIKAR í Þjóðleikhúsinu, þriðjudaginn 15. marz kl. 9 síðd. Stjórnandi: OLAV KIELLAND Einleikari: ÁRNI KRISTJÁNSSON Verkefni: Beethoven: Píanókonsert nr. 5 í Es.-dúr op. 73 („Keisarakonsertinn") Brahms: Sinfónía nr. 1 í c-moll op. 68. Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu. SUPUH ^ftcA /ufebc {HkuJtMk ASPAS-, BAUNA-, GRÆN- METIS-, UXAHALA-, LYON- ESA-, KJÖTKREM, BLÓM- KÁLSSÚPA Magnús Kjaran umboðs- og helidverzlun TZÍ/d; V frá T O N I sem nýtur sívaxandi hylli alls staðar. HEKLA H. F. Hverfisgötu 103 — Sími 1275. I.4M *'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.