Morgunblaðið - 15.03.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.03.1955, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 15. marz 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 7-4- AKUREYRAR „SPRINGI sá, sem fyllstur er“, sagði niðursetningurinn, sem ekki hafði fengið of mikið að borða á sprengikvöld og svaraði með því húsfreyju sinni, sem sagt hafði að máltíð lokinni: „Södd er ég, og saddir eru allir mínir“. í kvöld er sem sagt sprengi- kvöld, og í tilefni dagsins borða menn feitt saltkjöt og baunir. Ekkert skal fullyrt um hvort þetta er almennur siður, en víða mun það þó tíðkast, að gera nokkuð betur við sig í mat í dag, en venjulega. Ef hér rikti kaþólskur siður enn, svo sem var fyrrum, þá bæri okkur að fella niður alla gleði um lágnætti í nótt, en frá þeim tíma áttu menn að „sitja í föst- unni“, sem ýmist var nefnd langa fasta eða sjö vikna fasta. SIÐIRNIR ÚR KAÞÓLSKRI TRÚ Þessir dagar, sem kallaðir voru og kallaðir eru enn af þeim, sem fornlegir þykja í tali, föstuinn- gangur, bera nokkur merki þess- ara gömlu siða, sem þá voru trú- arsiðir, en sem í dag eru hafðir fólki til skemmtunar. Til gamans væri ekki úr vegi að líta í Þjóð- hættina hans séra Jónasar frá Hrafnagili og vita hvað hann seg- ir um siðina til forna og bera þá svo saman við það hvernig þeir tíðkast í dag. Hann segir: „í kaþólskri tíð var fastan haldin með miklum strangleik, eins og sjá má af sögunum, og föstuvíti urðu oft biskupum og klerkum að drjúgum tekjum, enda segja sögurnar, að þeir hafi ekki látið undir höfuð leggjast að hafa gát á slíkum brotum. En það er algengt í kaþólskum lönd- um, að gera sér glaða tvo fyrstu dagana af föstunni, eða þrjá með sunnudeginum, en fella svo niður alla gleði um lágnætti á miðviku- dagsnóttina. Ekki er mér kunn- ugt að hátíðahöld þessi, eða hvað ég á að kalla það, hafi átt sér stað til muna hér á íslandi, sízt á mánudaginn, en á þriðjudaginn hafa menn fyrrum gert sér glað- an dag, því að þá átti nú að kveðja ketið að fullu og smakka það ekki fyrr en á páskadaginn. Er víða siður enn í dag að breyta til með mat þennan dag. Áður var venjan að riðja í fólkið svo miklu keti og floti, sem það gat í sig látið, og helzt meira en því var auðið að torga. Mun þá marg- ur hafa borðáð betur en hann hafði gott af, og eru til um það ýmsar skritnar sögur. En leifarn- ar voru teknar og hengdar upp í baðstoíumæni, hvers leifar upp yfir hans rúm, og mátti ekki við þeim snerta fyrr en á páskadags- nótt, hvað mikið sem mann lang- aði í þær. En líklega hafa þær ekki verið orðnar lystugar þá._ Síðan heitir kvöldið sprengi- eftir Vigni Guðmundsson Bolludagur, sprengikvöld og öskudagur — Breyttir siðir — Dagur barnanna — Draumurinn um hrað- frystihús á Akureyri að verða að veruleika kvöld, því að þá éta menn sig í spreng. HIRTU MATINN MARGRÉT . . . Ef einhver hélt ekki föstuna hafði hann þau víti að missa leif- arnar í föstulokin, og páskaketið í tilbót, og þóttu það þungar skriftir, sem von var. Svo fannst þeim Guðrúnu, konu Sveins á Þremi, og hjákonu hans, Mar- gréti (á síðari hluta 18. aldar). Þær voru svangar á föstunni og fóru að ná sér í bita ofan úr ræfrinu, meðan karl var í hús- unum. En í því kom karl inn og varð þeim þá svo bilt, að þær misstu ketið ofan á gólfið. Þá varð karli að orði: „Hirtu mat- inn, Margrét, en komdu, Guðrún, og taktu út á líkamanum það, sem þú hefur til unnið“ — og hýddi kerlingu rækilega". Jónas segir frá því að sumir hafi haldið föstuna svo rækilega að þeir hafi hvorki nefnt ket eða flot, köllyðu ketið klauflax, en flotið afrás. Á miðvikudaginn er svo öskU- dagurinn. „I kaþólskri tíð séttust menn í sekk og jósu ösku yfir höfuð sér sem iðrunarmerki. En eftir siðaskiptin var því snúið upp í glens og gaman. Stúlkurnar settu og setja enn í dag ösku- poka á piltana, en piltarnir launa þeirn með því að setja á þær steina“. Og enn segir Jónas: ,Áleð öskudeginum rann langa- fastan upp í raun og veru. Fyrir almenning var hún helgasti tími ársins. Engar skemmtanir mátti um hönd hafa, menn máttu ekki giftast og fátt annað gera en vinna og sækja kirkju. — í kaþólskri tíð var hjónum bannað að sænga saman, en ekki mun það hafa lengi elt eftir“. nú er þetta að mestu niður lagt. i LÍKUR TIL AÐ BYGGING Nú heitir dagurinn bara bollu- dagur og er fyrir matmenn og börn. í stað þess, að áður var flengt með því sem hendi var næst, eru nú notaðir skrautlegir vendir, sem keyptir eru fyrir ærið fé í búðum. Og nú er full- orðna fólkið orðið svo fullorðið, að það hefur ekki lengur gaman af þessum leik. Rúmletingjarnir eru að vísu stundum flengdir enn, en þeir láta þó meira flengja sig, til þess að þægjast börnunum. Og allir fá bollur eins og þeir geta í sig troðið, hvort sem þeir hafa náð í að flengja nokkurn eða ekki, Það er því ekki lengur til neins að vinna með flengingunni. Og nú stendur bolludagurinn HRAÐFRYSTIHUSSINS HEFJIST í YOR Svo sem kunnugt er hefur að undanförnu verið unnið að því að hér á Akureyri mætti koma upp fullkomnu hraðfrystihúsi. — Hefur unddrbúningur gengið fremur treglega fram til þessa og hefur strandað á því að peningar fengjust til framkvæmda. Hrað- frystihúsmálið hefur þó notið alls þess stuðnings er ráðamenn og stjórnarvöld hafa mátt láta í té. LÁN FRÁ VESTUR- ÞÝZKALANDI OG FRAMKVÆMDABANKANUM Seint á s.l. ári bauðst banki í Vestur-Þýzkalandi til þess að jafnan í 3 daga. Það er byrjað lána til frystihússins allt að 6 að borða bollur með síðdegis- ! millj. króna gegn því að kevptar kaffinu á sunnudaginn og þær' yrðu vélar til hússins af fyrir- BREYTTIR TÍMAR Nú eru þessar siðvenjur horfn- ar að inestu, eða þeim hefur verið snúið upp í glens og gaman. — Mánudagurinn er nefndur bollu- dagur, eða flengingardagur, og mun hið síðara eldra. Á -fleng- ingard.ag var það siður að leita uppi rúmletingja að morgni og komast að þeim og flengja þá, áður en þeir komust úr bælinu. Sá er flengdi, varð sjálfur að vera fullklæddur. Fékk hann síð- an gjarna bollu að launum frá hinum flengda. Gjarna tóku allir þátt í þessum græskulausa leik, jafn fullorðnir sem börn. Var að þessu gaman í fábreytninni. En Börnin stýfa bollur úr hnefa á bolludaginn og veifa flengingai- vöndum sínum. eru líka á borðum á þriðjudag- inn. Já, þeir eru „bissnessmenn“ bollubakararnir. Formaður stjórnar Útgerðarfélags Akureyringa h.f., Helgi Pálsson (t. v.) og framkvæmdastjóri félagsins Guðmundur Guðmundsson (t. h.) við skrifborð framkvæmdastjórans. — Á herðum þessara tveggja manna hvílir nú mest ábyrgðin og þunginn af framkvæmd- um þessa stórfyrirtækis, sem útgerðarfélagið er nú orðið. (Ljósm. Sig. Jónasson). AÐ SLA KOTTINN ÚR TUNNUNNI Og siðan kemur svo öskudag- urinn. Ég held að menn iðrist nú ekkert frekar á öskudaginn, en aðra daga. Annars er þessi dagur sérkennilegur ftér á Akur- eyri og hefur verið um fjölda ára. Börnin hópa sig þá saman í flokka cg slá köttinn úr tunn- unni. Eru þau skrautklædd mjög, telpurnar ýmist fagrar dísir eða ferlegar nornir, en drengirnir riddarar úr æfintýrabókum, eða púkar og Ijótir karlar og allt þar á milli. Eru mörg gerfanna hin skemmtilegustu. Eldsnemma að morgni er farið af stað og kött- urinn sleginn úr tunnunni ein- hversstaðar að húsabaki. Verður þá einhver kattarkóngur og ann- ar tunnukóngur. Eru þeir hetjur dagsins, Síðan er sungið og glaðst allan daginn. Áður fyrr var farið heim til einhvers úr flokknum og var þar þegið súkkulaði og rjómi : og pönnukökur og var þar hin dýrlegasta hátíð, síðan var haldið til þess næsta og enn setzt að I krásum og svo áfram þar sem svo háttaði að hægt var að hýsa allan þennan her. Nú tíðkast aftur á móti sá háttur að flokkarnir ganga í búðir og syngja sér fvrir sælgæti eða aurum, sem síðan er varið annað hvort til þess að kaupa sælgæti eða fara í bílferð. Oskudagurinn er hér á Akureyri sérstakur hátíðisdagur barnanna og í raun og veru hafa allir gam- an af honum, því hvernig er hægt að láta sér leiðast innan um glöð börn? — Ljósm. V. Guðm. tækjum, sem bankinn er eigandi að. Var Gísli Sigurbjörnsson milligöngumaður um tilboð þetta. I s.l. viku fóru þeir Guðmund- ur Guðmundsson, forstjóri Út- gerðarfélags Akureyringa h.f., og Helgi Pálsson, stjórnarfoi'maður félagsins, til Reykjavíkur og áttu þar viðræður við ýmsa aðila í þessu sambandi ásamt þingmanni bæjarins, Jónasi G. Rafnar. ■— Hafði stjórn hins þýzka banka óskað eftir því að fá út mann til frekari viðræðna um málið. S. 1. föstudag barst svo bréf frá stjórn Framkvæmdabankans þar sem hún kvaðst reiðubúin til þess að lána til hraðfrystihússbygging arinnar hér 3,5 millj. til 13 ára, er greiddist út á árunum 1957— 69 og gengju til greiðslu upp í þýzka lánið, ef fengist, og stjórn. Framkvæmdabankans gæti fellt >sig við lánskjörin. Er nú ákveðið að Gísli Sigurbjörnsson fari til Vestur-Þýzkalands til þess að semja um lántökuna þar. TEIKNINGUM LOKIÐ OG UNDIRBÚNINGI AÐ FRAMKVÆMDUM AÐ MESTU Gisli Hermannsson, verkfræðt ingur Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, hefur annast um teikn- ingar hússins. Munu þær verða tilbúnar innan fárra daga, en þær taka sífelldum breytingum til samræmis við nýungar í útbún- aði frystihúsa, sem eru all tíðar. Eru því allar líkur ti) að hægt verði að hefja byggingu hússins í vor. Húsinu hefur verið ákveðinn staður framan við fiskverkunar- stöð Ú.A. á Oddeyrartanga. Verð- ur það 20x70 m að flatarmáli, tví- lyft. Getur það unnið 24 tonn af flökum á 12 tímum og er þá hægt að vinna úr einum togarafarmi á 2 sólarhringum, ef unnið er i vöktum. Geymsla verður í hús- inu fyrir 1200 tonn af flökum og 260 tonn af ís, en möguleikar eru fyrir stækkun ísgeymslunnar síðar. GÓÐAR VIDTÖKUR RÁÐAMANNA Fjárfestingarleyfi hefur þegar verið veitt og innflutnings- og gjaldeyrisleyfum verið heitið. — Við allar þessar lánaumleitanir og leyfisumsóknir hefur alþingis- maður okkar Akureyringa, Jónas G. Rafnar, unnið með stjórn og framkvæmdastjóra Ú.A. Hefur öll samvinna um þetta verið hin ákjósanlegasta enda hafa undir- tektir viðskiptamálaráðherra og fjármálaráðherra og annara þeirra ráðamanna, sem til hefur þurft að leita, verið hinar beztu. Er ánægjulegt til bess að vita h''e’ ríkur skilningur er iynr fv,- tæki þessu, og þvi asiæða ul þess að vona að vel meei ru< -;,t með að koma því upp, jaín slór- felld nauðsvn, sem það er at- vinnulífi okkar Akureyringa. Vignir. Qryggismál dreifbýlisins I NÓV. s. 1. kom út prentað „Nefndarálit milliþinganefnd-!, ar í heilbrigðismálum“. Sú nefnd j var skipuð s. 1. vor, skömmu áð- ur en þingi lauk. Nefndin lagði fram álit sitt og tillögur, og er! ljóst við lesturinn, að hún hef- ur lagt mikla alúð við starf sitc, J svo sem vænta mátti af þeim mönnum, sem þar áttu hlut að, máli. Hafi þing og nefnd þjóðar- þökk. í nefndarálitinu segir, að „nefndin leit svo á, að sér bæri fyrst og fremst að gera tillögur viðvíkjandi spítölum landsins ‘,1 enda er nefndarálitið — fyrri hluti þess — að langmestu leyti! um það, svo og um læknaskip- un í landinu. Þetta er hið þarf- asta verk, því hvort tveggja þarf I umbóta. Síðari kafli nefndarálitsins er um heilsuvernd o. fl., og er hann miklu styttri, en þar eru einnig gefin góð ráð og viturlegar til- lögur, svo sem að auka þurfi | „eftirlit með barnshafandi kon um, ungbarnavernd og skóla barnaeftirlit“, um auknar slysa varnir og alþýðufræðslu urn heilsuvernd. Einn er sá þáttur þessara mála, sem vér teljum nauðsyn að minna á og ræða, það er vernd og öryggi sængurkonunnar oða fæðandi kvenna. Fúslega skal það játað, að með greiðari samgöngum hefur þetta stórum batnað seinustu ár, að minnsta kosti skilyrðin til þess að ná til læknis. En hér þarf meira. Ef konan á heima í kaupstað eða þorpi, eða þar sem auðvelt er að ná til læknis, ætti ekki áð þurfa að gera þetta. að umtals- efni (þó mun oft furðu lengi dregið að leita læknis); en sf hún á heima á ann-nesjum eða annars staðar, þar sem samgöng- ur eru erfíðar, gegnir öðru máli; þá mun sjaldnast leitað lækn- is, nema í nauðsyn. En þá kann það að vera um seinan. Þess vegna er það svo, að hvar sem konan er þarf um þetta „uppörfun og aukið aðhald“, eða einhver almenn og föst fyrir- mæli. i Framh. á bla. i2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.