Morgunblaðið - 15.03.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflit í dag: Allhvass NV. Éljaveður 61. tbl. — Þriðjudagur 15. marz 1955 Kaupmáffur launa Sjá grein prófessors Ólafs Björns l sonar á bls. 9. Hafís nálgast Vestfirði IGÆR bárust fregnir af Vestfjörðum norð-vestanverðum að hafís væri þar á siglingaleiðum, og tilkynnti Veðurstofan það í gærkvöldi. Frá fréttaritara Morgunblaðsins á Flateyri bárust •einnig fréttir um ís. *■ ' 'áá HAFÍS ÚT AF ÖNUNDARFIRÐI Fréttaritarinn segir frá því, að hann hafi átt tal við Guðmund Ágústsson bónda að Sæbóli á Ingjaldssandi. Tjáði hann honum að talsverður ís væri sjáanlegur á siglingaleið úti fyrir Önundar- íirði og norður með ströndinni. Á LEIÐ TIL LANDS? Frá Ingjaldssandi sást fyrst til hafíssins kl. 5 í gærdag, en þetta samtal við Guðmund á Sæbóli fór fram kl. 7 í gærkvöldi. Taldi hann að ef vindur héldist af sömu átt, mundi ísinn brátt ber- ast að landi. MIKIL ÍSSPÖNG Mbl. átti tal við Veðurstofuna í gærkveldi. Skýrði hún svo frá, að þær fregnir hefðu borizt frá Skálavík, kl. 4,30 í gærdag, að sjá mætti þaðan mikla ísspöng 2—3 sjómílur frá Deild. SAMFELLD ÍSBREIÐA Frá Galtarvita fyrir utan Bol- ungavík, bárust Veðurstofunni einnig þær fregnir, kl. 5 í gær- dag, að samfelld ísbreiða sæist 15—20 km. frá norðri til vestur frá vitanum. REKÍS Síðustu hafísfregnir, sem Veð- urstofunni höfðu borizt kl. rúml. 9 í gærkveldi, voru frá m.s. Reklu, um að rekís væri 10 sjó- mílur suð-austur af Horni, og ísspöng frá Straumnesi og suður fyrir Barða á reki að landi við ísafjarðardjúp. Ljósmyndari blaðsins tók þessa mynd suður á Reykjavíkurflugvelli í gær, en þar kviknaði í við- gerðarverkstæði Olíufélagsins, og urðu allmiklar skemmdir á bifreiðum þar. Þessi bíll skemmdist allmikið, t. d. brunnu ailar rafleiðslur og flcira. Virðuleg útför FriÖ- IMorræna félagið lýsir yfir stuðningi við starf- semi IMorðurlandaráðsins NORRNA félagið hélt umræðu- og skemtifund í þjóðleikhús kjallaranum síðastliðið sunnu- dagskvöld. Formaður félagsins, Gunnar Thoroddser, borgarstjóri, setti fundinn og bauð félagsmenn og gesti velkomna. Gat hann þess í upphafi máls síns, að stjórn Norræna félagsins hefði ráðið Magnús Gíslason, námsstjóra, sem framkvæmdastjóra félags- ins, og bauð formaður hann vel- kominn til starfs í þágu félags- ins. Umræðucfni fundarins var: Norðurlandaráðið. í ávarpsorð- um sínum í upphafi fundarins, minntist formaður þess, hve giftudrjúgt líf og starf Hans Hed- tofts, fyrrv. forsætisráðherra Dana, hefð' verið í þágu norræns samstarfs og þó sérstaklega í sam bandi við Norðurlandaráðið, en hann var frumkvöðull að stofnun þess. Risu fundarmenn úr sæt- um í virðingarskyni við minn- ingu hins Játna merkismanns. Sigurður Bjarnason, alþingis- maður, hélt mjög fróðlega ræðu um Norðurlandaráðið, stofnun þess og störf, en Sigurður hefur irá upphafi verið formaður ís- landsdeildar ráðsins og einn af forsetum þess. Hann minntist á ýmiss sameiginleg hagsmuna- og menningarmál allra Norður- landaþjóðanna, er rædd hafa verið á þrem fundum, sem þeg- ar hafa verið haldnir. Einnig minntist hann á nokkur mál, sem snerta hag íslenzku þjóðarinnar sérstaklega. Að erindi Sigurðar loknu, kom fram svohljóðandi tillaga frá stjórn félagsins og var hún sam- þykkt einróma: „Norræna félagið í Reykjavík telur stofnun Norðurlandaráðsins eitt hið drýgsta framlag til efl- ingar norrænni samvinnu og lýsir yfir eindregnum stuðningi við starfsemi þess“. Magnús Gíslason söng nokkur norræn lög við hinar beztu und- irtektir. Undirleik annaðist dr. Páll ísólfsson. Að lokum var stiginn dans til klukkan eitt. I FRIÐFINNUR Guðjónsson, hinn alkunni, vinsæli leikari, sem í ára tugi hefur verið eftirlætisleik- ari Reykvíkinga, var jarðsunginn í gær með mikilli viðhöfn. Séra Emil Björnsson flutti húskveðjuna á heimili hans, en hann var jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni. Er líkfylgdin kom þangað hafði merki Hins íslenzka prentarafélags verið reist í kór- dyrum. Sr. Jakob Jónsson flutti líkræðuna. Jarðsungin var í Foss , vokskirkjugarði. Leikarar báru kistu til grafar, en félagar og stjórn Leikfélags Reykjavíkur báru hana síðasta spölinn. Við kirkjuathöfnina lék Þórarinn Guðmundsson einleik á fiðlu. Þrír bílar og bílaAara- libitir skemmast i eldi Kviknar í bílaverkstæSi ESSO OTÓRTJÓN varð hér í Reykjavík í gærdag, er eldur kom upp k-' í bílaverkstæði olíufélagsins í bækistöð þess suður við Reykja- víkurflugvöll. Meðal þess, sem stórskemmdist eða eyðilagðist, voru þrír bílar og miklar birgðir varahluta. Viðgerðarverkstæðið var í skála frá hernámsárunum og ' stóð hann í skálaþyrpingu. Mun hann vera um 10—12 m langur ABCDEFGH AUSTURBÆR Hreyfilsroenn unnu HAFNARFIRÐI — Á sunnudag- inn fór fram skákkeppni hér í Alþýðuhúsinu á milli 20 bifreiða stjóra frá Hreyfli og manna úr Taflfélagi Hafnarfjarðar. Hreyf- ilsmenn unnu, hlutu 11 vinninga en Hafnfirðingar 9. Keppnin stóð til klukkan átta og var hún skemmtileg og fjörug og báðum aðilum til mikillar ánægju. — G. F. og í öðrum enda hans var þilj- að af fyrir varahlutageymsluna. Menn voru að vinnu inni á verkstæðinu er eldur gaus skyndilega upp og magnaðist skjótt. Er slökkviliðið kom á vettvang var mikill eldur í verk- stæðinu. Þar inni stóðu þrír bíl- ar og var ekki viðlit að ná nein- um þeirra út. Sá bílanna, sem næstur var dyrunum var hjóla- laus að framan. KIPPURI REYKJAVIfí LAUST fyrir kluAkan tóíf í nótt varð allsnarpur jarð- skjálftakippur hér í Reykja- vík. Fannst kippurinn víða i bænum og hús hristust. VESTURBÆR 19. leikur Austurbæjar: Rb6—a4 Valur íslandsmeistari í handknaftleik karla TJRSLITALEIKUR ísiandsmóts- ins í handknattleik karla, fór fram að Hálogalandi s.l. sunnu- dagskvöld. Áttust þar við Valur og Ármann. Bar Valur sigur úr býtum með 26:23 eftir jafnan og drengilegan leik. Yfirburðir Vals komu einkum fram í síðari hálf- leik, en þá var meiri festa og öryggi í leik þeirra. Valur er nú einnig Reykjavíkurmeistari í handknattleik karla. Nokkur ár eru síðan það hefur komið fyrir, að sama félagið sé bæði íslands- og Reykjavíkurmeistari. I. B-riðli vann Afturelding FH með 28:26 og færist upp í A-riðil. íslandsmeistarar Vals eru: Sól- mundur .Tónsson, markmaður, Valur Benediktsson, fyrirliði, Geir Hjartarson, Ásgeir Magnús- son, Sigurhans Hjartarson, Hreinn Hjartarson, Hilmar Magn ússon, Halldór Lárusson og Pétur Antonsson. í III. flokki vann Valur Þrótt með 16:8. Mótið heldur áfram með keppni í öðrum flokkum n.k. miðviku- dag. Fóik vaknar v;5 snarpaii jarðskjálftakipp í Laugardal Uppfök skammt frá Lauprvatni. MILLI klukkan eitt og tvö að- faranótt sunnudagsins fundust austur í Laugardal tveir snarpir jarðskjálftakippir. Var sá fyrri mjög snarpur, að því er skóla- meistarinn á Laugarvatni dr. Sveinn Þórðarson, tjáði Mbl. Kom fyrri kippurinn klukkan 1,12 um nóttina og mun hann hafa staðið yfir samfleytt í 15—20 sek. Fólk vaknaði af föstum svefni og sló óhug á það. Þó hús öll nötruðu og skulfu urðu ekki á þeim skemmdir svo kunn- ugt sé. — Fjórir eða fimm kippir miklu vægari fylgdu í kjölfar þessa mikla kipps. Klukkan 1,55 kom aftur allsnarpur kippur. Eysteinn Tryggvason, sem stjórnar jarðskjálftamælingum Veðurstofunnar, sagði, að jarð- hræringa þessara hefði einnig orðið vart hér í Reykjavík, en kippirnir hafi verið mjög vægir. Hann kvað upptök þeirra vera í fjallendinu fyrir norðan Laugar- vatn í um 5 km. fjarlægð þaðan. Ekki hafi fólk á Þingvöllum orð- ið þessara jarðhræringa vart, en Eysteinn taldi mjög sennilegt að þeirra hefði orðið vart um ofan- vert suðurlandsundirlendið. Krisfinn 6onnarsson iekur sæii á þmoi GUÐMUNDUR f Guðmundsson, landkjörinn þingmaður Alþýðu- flokksins tilkynnti forseta Al- þingis, að vegna brottfarar úr landi og dvalar erlendis í að minnsta kosti hálfan mánuð ósk- aði hann eftir því að varamaður hans tæki sæti á þingi. Varamaður hans, fyrsti vara- maður á landlista Alþýðuflokks- ins, Kristinn ílunnarsson hagfræð ingur, tók skv. þessu sæti á þingi á föstudaginn. Var hann fram- bjóðandi Aliþýðuflokksins í Norð ur-ísafjarðarsýslu við síðustu kosningar. ÓTTUÐUST SPRENGINGU Góða stund börðust slökkvi- liðsmenn við eldinn og beittu t. d. þykkri froðu með góðura árangri. Menn voru smeykir um að sprenging kynni að verða í bíln- um næst verkstæðisdyrunum, en það var 5 tonna benzínflutninga- bíll. Var lögð áherzla á að reyna að ná honum sem fyrst út úr eldinum og strax og slökkviliðs- menn komu því við, var slegið á hann kaðli og hann dreginn út úr logandi verkstæðinu og log- aði þá í bílnum. -» ; NEISTI FRÁ LOGSUÐUTÆKI Eldurinn í verkstæðinu hafði komið upp með þeim hætti, að neisti frá logsuðutæki, sem verið var að nota, hefur hrokk- ið kippkom frá bílnum en þar var óvarið benzín. Skipti engum togum að eldur blossaði upp og allt verkstæðið virtist jafn- skjótt alelda. Fjórir menn, sem höfðu, verið að vinna við bíl- ana komust naumlega út ó- skaddaðir. MIKIB TJÓN Hálftíma síðar hafði tekizt að ráða niðurlögum eldsins. Skál- inn sjálfur var þá allmikið brunninn orðinn. En bílarnir tveir, sem brunnu þar inni stóðu svartir og sviðnir og stór- skemmdir. Var annar þeirra jeppi, en hinn lítill vörubíll frá hernámsárunum. — í varahluta- geymslunni höfðu einnig orðið talsverðar skemmdir og átti strax að byrja að bjarga því öllu, sem nýtilegt væri, þurrka það upp og hreinsa. Hý lilhögun á spila- kvöldumSjállstæöis- félaganna SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN Reykjavík efna til spilakvölds i Sjálfstæðishúsinu annað kvöld. Verður þar að venju spiluð fé- lagsvist. Jónas G. Rafnar alþing- ismaður flytur ávarp og einnig verður kvikmyndasýning. Þar sem aðsókn hefur verið svo mikil að spiiakvöldunum að margir hafa orðið frá að hverfa, verður nú tekin upp ný tilhögun. Afhentir verða sæta-happdrætti3 miðar gegn gjaldi í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í dag kl. 5—7 e. h. Miðar þessir tryggja mönnum ákveðin sæti og eru jafnframt happdrætismiðar. — Dregið verður á skemmtuninnl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.