Morgunblaðið - 16.03.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.03.1955, Blaðsíða 1
16 síður MðM 42. árgangur 62. tbl. — Miðvikudagur 16. marz 1955 PrcntsmiBj* Morgunblaosin* Hafís fyrir Veslfjörðnm. Ljósm. MbL, Ól Katalínaflugbát fellda ísbreiða, is og hrafl, sem K. Magnússon, tók myndina sem birtist hér að ofan í gærdag, er hann flaug í Flugfél. íslands skammt út af Súgandafirði. Á myndinni sést greinilega hin sam- sem lá um það bil 1 sjóm. undan landi. Fyrir innan ísbreiðuna var talsverður rek var sumsstaðar landfast. Hermann Jónasson krefst opinberrar rannsóknar vegna aðdróttana Jónasar 'iMMl lour i ifi-si FORMAÐUR Framsóknarflokksins, Hermann Jónasson, hefur beðið dómsmáiaraðuneytið að láta fara fram opinbera rann- sókn vegna aðdróttana Jónasar Jónssonar, fyrrverandi ráðherra, í sinn garð í bæklingi, sem kom út fyrir nokkru og nefndist „Átján milljónir í Austurstræti". í bæklingi þessum er Hermann sakaður um fjárglæfra, og einkum fyrir það að vera mjög flæktur í fjárþrot verzlunar Ragnars Blöndals. YFIRLYSING HERMANNS I tilefni þessa var birt yfir- lýsing frá Hermanni Jónassyni í Tímanum í gær. Yfirlýsing for- manns Framsóknarflokksins var á þessa leið: — Jónas Jónsson, fyrrverandi ráðherra, Hávallagötu 24, Reykja vík, hefur síðari ár ævinnar gert sér það til dundurs að semja margskonar sögur um menn og málefni, — og birta sumar á prenti. — Ég mun vera aðalpersónan í þessari nýju tegund sagnagerð- ar. Mest af því sem um mig er ritað í sögum þessum mun vera vægast sagt fremur niðrandi — flest persónulegur óhróður, eða þá ýmiskonar tilbúningur um ímyndaða meðeign mína í ýmsum fyrirtækjum o. s. frv. — Þessa söguritun um mig persónulega hefi ég auðvitað látið afskiptalausa, enda fæst af þess- um skrifum lesið. En í flugriti, sem fyrrnefndur Jónas Jónsson gaf út í síðustu viku, er — auk hins venjulega óhróðurs um mig persónulega — sagt, að ég hafi misnotað aðstöðu mína, sem stjórnskipaður formaður banka- ráðs Búnaðarbanka íslands. Það er mál, sem varðar almenning og þessvegna hef ég í dag ritað dóms málaráðuneytinu eftirfarandi bréf: HETfMANN KREFST OPINBERRAR RANNSÓKNAR „í flugriti, sem Jónas Jónsson, fj'rrverandi ráðherra, Háválla- götu 24, Reykjavík hefur gefið út og ber fyrirsögnina „Átján millj- ónir í Austurstræti", er því hald- ið fram, — að ég hafi verið með- eigandi í verzlunarfyrirtækinu Ragnar Blöndal h. f., ¦— að ég hafi verið lögfræðingur þess fyr- irtækis og tekið greiðslur fyrir, — að ég hafi misnotað aðstöðu mína sem stjórnskipaður formað- ur bankaráðs Búnaðarbanka ís- lands til þess að hafa áhrif í þá átt að útvega fyrrnefndu verzl- unarfyrirtæki lán úi bankanum. Ég óska eftir, að dómsmálaráðu neytið láti fara fram réttarrann- sókn út af þessum aðdróttunum. Sendi ég hérmeð eitt eintak af framangreindu flugriti. Óska ég þess, að ráðuneytið hlutist til um opinbera málshöfðun gegn Jónasi Jónssyni eins og lög standa til, að lokinni rannsókninni. Vænti ég að máli þessu verði hraðað. Þannig hljóðar greinargerð Her manns Jónassonar um þetta mál í Tímanum í gær. „18 MILLJÓNIR í AUSTURSTRÆTI" Bæklingur Jónasar Jónssonar Kramh. á bls. 2 Okignanlegar og víðtæk* ar njósnir í Svíþjóð Upplýsingar um liergagnaverksmiðpr og varnarvirki send úr landi STOKKHÓLMUR, 15. marz. — Einkaskeyti frá Reuter. SÆNSKA lögreglan lyftir nú blæjunni af einhverjum Víðtæk- ustu njósnum, sem framkvæmdar hafa verið á Norðurlönd- um. Hermálafulltrúar við sendiráð tveggja járntjaldslanda hafa leitað eftir upplýsingum um vopnaverksmiðjur og varnarvirki í Svíþjóð. Þessum upplýsingum hefur verið komið áleiðis til njósn- ara í öðrum löndum. Virðist hér komið upp um all víðtæk njósna- samtök og sýna skjöl, sem sænska logreglan hefur komizt yfir, að njósnahringur þessi spennir greipar sínar bæði til Noregs og Dánmerkur. OHUGNANLEGAR AÐGERÍHR Þessar upplýsingar hafa vakið mikinn óhugnað í Svíþjóð, því að augljóst er að stórveldi eitt standi á bak við þessi myrkra- verk og þykir slíkt ekki benda til friðsamlegrar sambúðar, þeg- ar slik ifbrot eru framin hjá frjálsum smáþjóðum. 11 HANDTEKNIR Sænska logreglan hefur hand- tekið ellefu manns. Eru fimm þeirra sænskir en sex af öðru þjóðerni. Þá hefur sænska stjórnin krafizt þess, að tveir sendiráðsfulltrúar Tékka og einn rúrnenskur fari þegar í stað úr landi. Einn þeirra Frantisek Nemec er þegar far- inn, en hann var cinn helzti njósnafulltrúinn. Hefur upp- lýstst að hann var mjög mikið á ferli í kringum ýmsar þýð- ingarmiklar verksmiðjur Svía og einnif í nágrenni við varn- arvirki. Var hann oft dulbúinn á þessu flakki sínu, t. d. í verkamannafötum. Urslitastund í dag Allt bendir til að Bevnn verði rekinn LONDON, 15. marz. — Einkaskeyti frá Reuter. ÞINGFLOKKUR brezka Verkamannaflokksins mun koma sam- an á morgun (miðvikudag) til að ræða það hvort Aneurin Bevan, uppreisnarseggur flokksins, skuli útilokaður frá flokks- fundum í þinginu. En slíkt myndi þýða nær því hið sama og brott- vikning Bevans úr Verkamannaflokknum. Frazer Wighton, fréttaritari Reuters ritar, að mikil ólga sé í Verkamannaflokknum vegna þessa. Standi nú yfir stöðug fundahöld milli hinna ólíkustu hópa flokksins. Vinstri-sinnaðir menn hafa beðið flokksforustuna árilítill meirihluti nske stjórnarinnar Ef nahagstillcgur hennar samþykktar í gær. Kauprnannahöfn 15. marz. Einskeyti frá Páli Jónssyni. DANSKA þjóðþingið samþykkti efnahagsmálatillögur dönsku stjórnarinnar í dag með 89 atkv. gegn 86. Með tillögum stjórnar- innar greiddu atkvæði þingmenn Jafnaðarrnannaflokksins og Radi- kalaflokksins og auk þess Torkil Kristensen úr Vinstra-flokknum, en hann var áður fjármálaráð- herra í samsteypustjórn íhalds- flokksins og Vinstri-flokksins. Það kom mönnum nokkuð á ó- vart að Torkil Kristensen skyldi greiða atkyæði með stjórninni, þvíi að flokkur hans hafði sam- þykkt andstöðu við tillögurnar. Þrátt fyrir það er ekki búizt við að flokkur hans efni til neinna refsiaðgerða né heldur að þetta tákni úrgöngu Kristensen úr flokknum. Vikulegir fundir um vandamál Indó-Kina. París. — Ákveðið hefur verið, að fulltrúar ríkisstjórna Frakka og Bandaríkjanna hefji vikulegar viðræður sín á milli um ýmiss vandamál Indó Kína. Væntan- lega munu fulltrúar frá ríkis- stjórn Vietnam taka þátt í þess- um fundur\ um að sýna vægð, en getur verið að ella hóti þeir sjálfir hörðu. GILÐIR LÍKT OG BROTTREKSTUR Það er aðeins miðstjórnarfund- ur Verkamannaflokksins, sem getur vísað Bevan úr flokknum, en hinsvegar ræður einfaldur meirihluti þingmanna flokksins hvort honum skuli bannað að sitja á fundum þingflokksins. En slíkt er talið gilda líkt og brott- rekstur úr sjálfum flokknum. RAUF EININGU FLOKKSINS Forustumenn Verkamanna- flokksins, Attlee og fleiri, munu tæpast vikja frá kröfu sinni um brottrekstur eins og nú er komið. Hafa þeir áður sett honum skilyrði, en hann óðar brotið þau. Hann hefur snúizt gegn fjölda af flokks- samþykktum og rofið einingu fiokksins um hin mikilvæg- ustu mál. "140:70? Það er talið að um 140 þing- menn muni greiða atkvæði með brottrekstri Bevans en 70 styðji Bevan. Trúlegt er því að aðrir 70 þingmenn greiði ekki atkvæði. Fylgismenn Bevans Iáta þó í veðri vaka, að ef Attlee knýi fram brott- vikningu muni fleiri styðja Bevan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.