Morgunblaðið - 18.03.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.03.1955, Blaðsíða 1
16 síður 42. árgangur 64. tbl. — Föstudagur 18. marz 1955 PrentsmlBj* MergunblaSsina Verkfall liafið Leggur sáttanefnd frem midlunartiliögu siæstu daga? ÞE G A R blaðið hafði síðast fregnir af verkfallsmálunum í gærkvöldi bentu allar líkur til þess að samkomulag myndi trauðla takast í nótt. Hið boðaða verkfall kemur því væntanlega til framkvæmda í dag í Reykjavík og Hafnar- firði. — Af því leiðir, að öll almenn verkamannavinna mun falla niður. Ennfremur mun vinna stöðvast í verksmiðjum, hrað- frystihúsum og fiskiðjuverum, í vélsmiðjum, bifreiðaverk- stæðum og skipasmíðastöðvum. Öll byggingarvinna fellur og niður. SAMNINGAUMLEITUNUM HALDIÐ ÁFRAM í fyrrinótt stóðu sáttaumleit- anir milli deiluaðiija fram til kl. 2, en lauk þá án árangurs. I gærdag hófust fundir að nýju kl. 4 e. h. Stóðu þeir enn yfir er blaðið fór í prentun. Þegar blaðið spurði Torfa Hjartarson, sáttasemjara ríkisins, sem er for- maður nefndar þeirrar, er ríkis- stjórnin skipaði til að vinna að lausn vinnudeilunnar, að því, hvort von væri á málamiðlunar- tillögu frá nefndinni í dag eða á morgun, þá taldi hann ekki tímabært að gefa um það nein- ar upplýsingar. Ekki var talið víst í gærkvöldi, hvort sáttanefndin og deiluaðil- ar myndu halda fund með sér í dag. Aðeins einn þeirra er á lífi Bevan: Lamandi áhrif verkfalls HELSINGFORS, 17, marz: — All ar járnbrautir eru stöðvaðar, bréf liggja óafgreidd á póstafgreiðsl- um og 71 skip liggja óafgreidd í höfnum vegna verkfalls 24 þús. opinberra starfsmanna. í fanga- húsum og öðrum opinberum stofn unum er aðeins unnið það, sem pauðsynlegast er. „Der Tng“ í Þýzkalandi BONN, 17. marz: — Dr. Konrad Adenauer, ríkiskanslari Þýzka- lands sat í dag fund með utan- rikismálanefnd efri deildar <Bundesrat) þýzka þingsins. Einn nefndarmanna sagði að fundinum loknum að það væri fyrirfram Víst, að efri deildin myndi stað- festa Parísarsamningana og Saar- samkomulagið á fundi sínum á morgun (föstudag). Nokkur töf geíur orðið á því að ákvæði Parísarsamninganna komi til framkvæmda vegna þess að stjórnarandstæðingar hafa skotið því til úrskurðar stjórn- lagadómstólsins þýzka í Karls- ruhe, hvort Saarsamningurinn sé samrýmanlegur stjórnarskrá V- Þýzkalands. * PARÍS: — Utanríkismálanefnd efri deildar franska þingsins hef- ir fallist á að mæla með staðfest- ingu Parísarsamninganna og Saar samninganna með 20 atkv. gegn 6. Efri deildin greiðir atkvæði um samningana á miðvikudaginn í næstu viku. annar London, 17. marz: — STUÐNINGSMENN Bevans í 28 manna miðstjórn brezka verkamannaflokksins eru aðeins fimm. Einn þeirra sagði í dag að a. m. k. einhver þessara fimm myndu segja sig úr flokknum ef miðstjórnin tekur þá ákvörðun á fundi sínum n.k. miðvikudag, að gera Bevan flokksrækan. Og öll líkindi eru til þess að sú ákvörð- un verði tekin. Atkvæðagreiðslan í þingflokkn um í gær sýnir hvergi nærri styrkleikahlutföllin í flokknum; margir þeirra sem greiddu atkv. gegn brottrekstrinum eru and- stæðingar Bevans, en töldu ó- heppilegt að ganga svo langt að reka hann. Blað Bevans „Tribune“, segir í dag að brottreksturinn hafi ver- ið eitthvert heimskulegasta og ábyrgðarlausasta athæfi, sem stjórnmálaflokkur hafi nokkru sinni gerzt sekur um. Blaðið seg- ir að flokksforustan sé að breyta verkamannaflokknum í varfær- inn umbótaflokk. LONDON: — Einn af aðalleiðtog- um verkamannfl. Gaitskill sagði í ræðu fyrir nokkrum dögum um atburðina sem gerðust er land- várnamálin voru rædd í neðri málstofu brezka þingsins 2. marz síðastl.: „Við höfum lagt fram opinber- lega af hálfu stjórnarandstæð- inga tillögu um vantraust á Churchill-stjórnina. Tillaga þessi hafði verið samþykkt af yfirgnæf andi meirihluta flokksins á lok- uðum fundi, sem haldinn var áð- ur. En í þinginu varð Attlee að þola að lagðar væru fyrir hann fjandsamlegar spurningar (af Bevan) þannig orðaðar, að likara var því að þær kæmu frá leiðtoga annars flokks, heldur en frá ein- um af hans eigin tryggu stuðn- ingsmönnum. Spurningunum fylgdi jafnvel hótun um að leita yrði annarrar forustu ef svörin yrðu ekki fullnægjandi." „Og þetta er ekki í fyrsta skifti sem sýnd hefir verið þesskonar framkoma"..........Ef þetta verð ur ekki stöðvað og fyrr en það hefir verið stöðvað getum við ekki haldið áfram hinu raunveru lega hlutverki okkar, að afla okk- ur fylgis og trausts kjósenda." Churchill, Roosevelt og Stalin á ráðstefnunni í Yalta árið 1945, er ákvörðanir voru teknar um, hvað gert skyldi við Þýzkaland og Pólland eftir striðið og um þátttöku Rússa í stríðinu við Japani. Ðufles reiðist aðspurður um: „Hversvegna?" Skýrslan röng, segir Churchill WASHINGTON, 17. marz. BIRTING minnisblaða Bandaríkjamanna um ráðstefnuna í Yalta hefir vakið ókyrrð og taugaóstyrk, bæði heima fyrir í Bandaríkjunum og einnig í Bretlandi. Engin skýring hefir verið gefin á því opinberlega, hversvegna þessi minn- isblöð eru birt einmitt nú. | John Foster Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna brást við hinn reiðasti í dag, er hann var spurður að því hvers- vegna skjölin hefði verið birt. „Ég stend ekki hér til þess að svara slíkum spurningum,“ svaraði ráðherrann. ^ Atburður þessi gerðist á flugvellinum í Washington, en Dulles var að leggja af stað í ferðalag til Kanada, í heimsókn til lands- stjórans þar. ) Fréttastofufregnir herma, að Dulles hafi tekið ákvörðunina um að birta skjölin, er nokkrir öldungadeildarmenn républikana- flokksins skýrðu honum frá því í gærkvöldi, að stórblaðið „New York Times“ hefði komizt yfir minnisblöðin. — „New York Times“ varði í dag 32 blaðsíðum undir frásögnina af Yaltaráðstefnunni. Annað stórblað „New York Herald Tribune" skýrði frá því í dag, að það hefði verið búið að fá minnisblöðin í hendur áður en utan- ríkismálaráðuneytið hafði ákveðið að birta þau. Talsmaður Eisenhowers forseta sagði í dag að forsetinn hefði enga vitneskju haft um það fyrir fram að minnisblöðin myndu verða birt. Útgáfa þeirra væri algerlega á ábyrgð utanríkismála ráðuneytisins. ÁRÓÐUR HEIMA FYRIR Ýmislegt bendir til þess, að minnisblöðin hafi verið birt sam- kvæmt kröfu þingmanna republ- íkanaflokksins, sem vilja nota þau í áróðri sínum fyrir forseta- kjörið næsta ár. Bæði Knowland, leiðtogi republikana í öldungadeildinni og McCarthy hafa látið til sín heyra í dag. Tilgangur þeirra virðist vera sá að revna að leiða Banda- ríkjaþjóðinni fyrir sjónir að for- seti demokrata, Roosevelt, hafi laet sig fram um að láta í öllu að vilja Stalins. Knowland hefir einnig bent á að Bretar haldi enn Hong Kong nýlendunni fyrir Pekingmönnum þótt þeir krefjist þess, að Chiang Kai Shek láti af eyna Quevnoy. hendi við þá YFIRLYSING CHURCHILLS Nokkur hætta þykir á því, að birting minnisblaðanna hafi slæm áhrif á sambúð Breta og Banda- ríkjamanna. Fyrirspurn var gerð í brezka þinginu í dag um þetta mál og svaraði Churchill því til að amerísku minnisblöðin væru í ýmsum atriðum villandi og röng. Churchill var spurður að því, hvort brezka stjórnin hefði sam- þykkt fyrir sitt leyti að Yalta- skjölin yrðu birt. Hann svaraði að sín skoðun væri sú, að ekki væri æskilegt, að frásagnir í öll- um smáatriðum væru birtar af alþjóðaráðstefnum, er jafn stutt- ur tími væri um liðinn frá þvi að þær voru haldnar. Hér er að sjálfsögðu um að ræða Bandaríkjaútgáfu af því, sem gerðist, sagði Churchill, en engan veginn um opinbera fund- Framh. á bla. 12 Ráðobrugg „þriggja stórra“ í Yalta Washington, 17. marz — Reuter Samkvæmt skjölunum, sem birt hafa verið í Bandaríkjunum snerust umræðurnar á Yalta um eítirfarandi mál: ÞÝSKALAND Hinir þrír stóru voru í aðal- atriðum sammála um að búta Þýzkaland í sundur í sex eða sjö ríki. Churchill lét svo um mælt, að úr því að Bandamenn væru búnir að murka lífið úr sex eða sjö milljónum Þjóðverja, þá myndi vera nægilegt landrými í Þýzkalandi, þótt Austur-Prúss- land og Schlesia yrðu látin af hendi við Pólverja. Churchill var upphaflega andvígur tillögum Morgenthaus, fjármálaráðherra Roosevelts um það, að flytja all- ar iðnaðarvélar frá Þýzkalandi og gera Þjóðverja að landbúnað- arþjóð. Síðar féllst hann á til- lögurnar vegna þess að Bretar myndu á þann hátt geta lagt und- ir sig markaði Þjóðverja í stál og járnvörum. Stalin krafðist þess að Þjóð- verjar yrðu látnir greiða stríðs- skaðabætur til sovétríkjanna, sam tals 20 milljarða dollara. Churc- hill snerist gegn þessu og sagði að svo gæti farið að Bretar og Bandaríkjamenn yrðu að annast innflutning til Þýzkalands, án þess að Þjóðverjar gætu innt af hendi neinar greiðslur og þá yrðu það þau, sem greiddu skaðabæt- urnar. Roosevelt studdi þá tillögu Stalins, að 50 þús. liðsforingjar í þýzka hernum skyldu teknir af lífi, en Ciiurchill reiddist mjög þessu tali. FRAKKLAND: Stalin spurði Roosevelt, hvort Frakkar ættu að fá hernámssvæði í Þýzkalandi. Roosevelt svaraði því til, að þetta væri ekki vitlaus hugmynd, en að hinir þrír stóru ættu að láta Frakka fá svæðið af góðmennsku sinni. Churchill sagði tvívegis, að hann væri þeirrar skoðunar að ekki bæri að taka Frakka með í sérfélag stórveldanna, en aðgangseyrir í þetta félag ætti að vera 5 millj. hermanna eða eitthvað samsvar- andi. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR: Hinir þrír stóru urðu sammála um að stórveldin ættu að hafa neitunarvald í öryggisráðinu. Churchill studdi kröf u Stalins um neitunarvaldið vegna þess að samstaða stórveldanna væri mjög mikilvæg. Eden var á annari skoð un og sagði að neitunarvaldið myndi ekki gera það eftirsóknar- vert fyrir smáríkin að gerast að- ilar að hinni nýju alþjóðastofnun. KOREA OG INDO KÍNA: Roosevelt stakk upp á því við Stalin að Korea yrði sett undir gæzlu sovétríkjanna, Kínverja og Bandaríkjamanna í næstu 20—30 ár, en án þátttöku Breta. Stalin andmælti og sagði að Bretar Framh. á bla. 12 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.