Morgunblaðið - 18.03.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.03.1955, Blaðsíða 6
a MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 18. marz 1955 'nmm f | \ 9 B M B B Tvær leiðir í lestrarkennslu tnskt tr ló oq sönqkona í liöoh Á þessum vetri hófst nokkurt eftÍr íSi1. IVlattBlBifiS JÓSlcBSSOIl orðaskak i Vísi og Morgunblað- ' )lunu skeiranta þar næsta vikur • • 1 | • • lestrarkennslu. Er mér óskylt að rekja þá deilu hér. Lestrar- kennsluaðferðir eru geysimikil- vægt atriði. Foreldrum stendur alls ekki á sama, hvaða aðferð- um er beitt, eins og sjá má af því, að álitlegur hópur manna tekur til máls í blaðagreinum og ræðum gegn hvatvíslegri árás á hljóðaaðferðina. Deilunni lauk þannig, að málsvari orðaaðferðar innar krafðtst þess, að Kennara- skóli íslands tæki þá aðferð upp í æfingakennslu sína til jafns við hljóðaaðferðina (Mbl. 5. febr. 1955). Framkvæmd þessarar til- lögu hefir ýmsa erfiðleika í för með sér. í fyrsta lagi þyrfti, eins og höfundur hennar bendir á, að stórauka æfingakennsluna. í öðru lagi' þarf orðaaðferðin, ef henni er rétt beitt, sérstakar kennslubækur, sem ónothæfar eru við stöfunar og hljóðaað- ferð. í þriðja lagi yrðu miklir eríiðleikar á því fyrir börn, sem flytjast milli skóla eða kennnara, að breyta til frá orðaaðferð í hljóðaaðferð. Að lokum mætti tillögumanni koma í hug, að ó- víst er hvort „bandprjónn ömmu“ rataði alltaf í völundar- húsi orðaaðferðarinnar, því að þessi kennsluaðferð, sem vel hæf- ir kínversku myndletri, mun ís- lenzkum foreldrum lítt kunn. Nú hafa íslenzk rök fyrir kröfu þessari ekki virzt ýkja sannfærandi. Hins vegar segist höfundur hennar hafa á bak við sig erlenda reynzlu, en skv. henni ætti hljóðaaðferðin að vera fyllilega úrelt og að mestu horf- in, en allir dómbærir menn hefðu sannfærst um yfirburði orðaað- ferðarinnar (eða orðmynda- aðferðar), enda væri hinn sið- menntaði neimur allur horfinn að henni. Ég lít á skoðanamun um kennsluaðferðir sem algerlega ópersónulegt fræðiatriði. Mér sýn ist því rétt að upplýsa um út- breiðslu beggja aðferðanna og um reynzlu af orðaaðferðinni, þar sem hún hefir verið lengst í notkun. Um útbreiðslu aðferð- anna gefur að iesa í skýrslu frá XII. alþjóðaþingi í uppeldismál- um (útg. af UNESCO og I.B.E. 1952). Skýrsla þessi gerir grein fyrir lestrarkennsluaðferðum i 45 löndum, skv. skýrslummennta- málaráðuneyta ríkjanna. Nefnd- ar eru þrjár meginaðferðir við lestrarkennslu. Fyrst er talin tengiaðferðin (synthetic meth- ods), en svo nefnast þær aðferð- ir, sem kenna börnum að lesa orðin úr hljóðum og úr tákn- um hljóðanna, bókstöfunum. Þeim aðferðum er nú einvörð- ungu beitt hér á landi. Skýrslan telur að þær séu mestmegnis eða eingöngu notaðar við lestrar- kennslu í eftirtöldum löndum: Austurríki, Burma, Danmörku, Eqvador, Finnlandi, Honduras, Indlandi, Libanon, Luxemburg, Síam, Svíþjóð, Sviss (Vaud, Valais), Syríu, Suður-Afríku (Transvaal, Cape Province og Orange Free State) og Ungverja- landi. Það eru 15 ríki. í skýrsl- um ráðuncytanna eru stundum greindar ástæður fyrir notkun þessarar aðferðar. „T. d. leggur Indland áherzlu á það að kenna samtímis hJjóð og heiti tákn- anna, svo að barnið geti auð- veldlega lesið ný orð með því að mynda þau hljóð, sem táknin eiga að merkja.“ „Margir kennar- ar í Danmörku og Síam beita stöfunaraðferð, en annars er hljóðaaðfei ðin yfirgnæfandi (the phonetic method predominates) í þeim löndum, sem að ofan voru talin“ (bls. 25). Orða og setningaaðferðin (analytih-synthetic methods) er talin megiaaðferð í 15 ríkjum: „Ástralíu, Belgíu, Bolivíu, Kanada, Tékkóslóvakíu, Páfarík- inu, írlandi, Ítalíu, Póllandi, Sviss, Tyrklandi, Englandi (og Wales) og Bandaríkjunum. Henni vex auk þess fylgi í Hollandi og Luxemburg og hefir þegar ver- ið reynd í ákveðnum skólum í Afganistan, Columbíu (nýtízku skóli í Bogt-ta), Costa Rica, Dan- mörk, Eqvador, Frakklandi, Honduras, Svíþjóð og Syríu (nokkrir barnaskólar) Um einstök atriði þessa flokks gerir skýrslan nánari athuga- semdir. Komur þá í ljós, að hljóða- og stöfunaraðferðir eru geysimikið notaðar einnig í þess- um löndum. Á það jafnvel við í þeim löndum, þar sem orða- aðferðin er rótgróin og hefir náð mestri út.breiðslu. í mörgum fylkjum Kanada t. d. tekur hljóðaaðferðin við af orðaaðferð- inni: síðhri helming 1. skólaárs (Albertafyiki) eða henni er beitt 2., 3. og 4. skólaár (Columbía- fylki). í Frakklandi er orða- og setningaaðferðin aðeins notuð í byrjun til þess að örva löngun barnanna < as á kind of initial shock or stimulus). Síðan er beitt hljóða- og stöfunaraðferð. í í Englandi (og Wales) er hljóða- aðferðin taJin ein hinna þriggja höfuðaðferða, á írlandi ein af fjórum, í einstökum fylkjum Ástralíu er hljóðaaðferðin sú eina, sem allsstaðar er notuð, en breytilegt, hvaða aðferðum er , beitt jafnframt henni. Rúmið j leyfir ekki að rekja þessa sund- urgerð nánar. Af útdrætti þessum úr alþjóð- legri skýrslu má ráða, að ekki þarf neinn sérstakan hornstranda heimspeking til þess að halda því fram, að hljóðaaðferð sé víða beitt og að hún eigi miklu fylgi að fagna. Bygging og hljóða- forði hverrar tungu hlýtur jafn- an að ráða mestu um það, hvaða lestrarkennsluaðferðir reynast bezt. Útbreiðsla þeirra með fram andi þjóðum er ekki einhlítt sönnunargagn. II. Ætla mætti, að orðaaðferðin hefði sannað yfirburði sína óum- -deilanlega í þeim löndum, sem henni hefir lengst verið beitt, t. d. í Kanada. Ýmislegt bendir þó til þess, að hún valdi þar mikilli og vaxandi óánægju. Ég drep á eitt dæmi þess. Maður heitir Rudolf Flesch, doktor að nafnbót. Hann er á leið að gef-i út bók: „Hvers vegna Jóhann er ólæs“ (Why Johanny can't read kemur út á næstunni hjá Harper & Brothers, New York). Birtir hann útdrátt úr bók þessari í Maclean's Canadas National Magazine, 1. hefti jan. 1955 undir titlinum: Barnið þitt er ólæst! Er skemmst af því að segja, að dr. Flesch telur orða- aðferðina svo gersamlega óhæfa til lestrarkennslu, að ekki verð- ur til annars frekar jafnað en til dóma hr. Ólafs Gunnarssonar frá í Vík í Lóni um skaðsemi hljóða- aðferðarinnar. Greinin er alllöng, 11 smáletursdálkar í stóru broti tímaritsins. Rökstyður höfundur mál sitt með mörgum dæmum, þ. á. m. Jjósprentunum og end- urprentunum úr kennslubókum. Með þeim dæmum vill hann sanna, að tungunni sé misþyrmt hroðalega, orðin endurtekin í meiningarlausum þaula, því sé það í raun ekki enskt mál, sem börnin læri að lesa, heldur eins konar gervimál, tilbúið handa orðaaðferðinni. Verður rök- færsla hans ekki rakin hér, að- eins drepið á nokkur megin- atriði. 1. Börnunum er ekki kennt að lesa, þeim er aðeins kennt að þekkja orðin. Þess vegna geta þau enga bók lesið á 2.( og 3. skólaári, nema æfingahefti bekkjarins. Greinin hefst raun- ar á þessu atriði. Móðir spyr á foreldrafundi, hvernig standi á . því, að drengirnir hennar komi aldrei með bók heim úr skól- anum, sem þeir geti lesið eitt- hvað í. „Maðurinn minn og ég verðum að !esa þessar bækur fyr- ir þá“. Hún fær svar: Það eru engar bækur til, sem þeir ráða við. 2. Hljóðaaðferðin kennir barn- inu að lesa orðið. Lestrargeta þess er því ekki takmörkuð við orð, sem bað hefir margendur- tekið og ber kennsl á. Aðferðin hefir þann kost, að barnið get- ur lesið auðveldar barnabækur heima með foreldrum sínum og fyrir þau, þó að það hafi ekki lært á þær í skólanum. Dr. Raloh C. Preston frá Pitts- borgarháskóla segir frá för sinni til Vestur-Þýzkalands í apríl 1953. Hann heimsótti barnaskóla í Hamborg og Múnchen. Hann segir: „Eftir að hafa hlustað á þýzk börn lesa, fór ég að fallast á þá almennu skoðun um þýzka kennara, að næstum hvert barn í 2. bekk sé orðið læst á algengt prentað má1. hvað svo sem greind barnsins líður." Ástæðan til þessa mismunar er einfaldlega sú, seg- ir dr. Flesch, að aðferðin, sem Þjóðverjar beita, er heppileg, en sú, sem tíðkast hjá okkur, er það ekki (the method used there works, and the method used in our schools does not). Leyndar- dómurinn er þessi: Kenndu barn- inu að lesa úr þeim táknum, sem orðin eru r;+uð með, og það hefir eignazt lykil að öllu rituðu máli. 3. Orðaaðferð í lest.rarkennslu stendur bvi í vegi, að barnið auki eðlilega orðaforða sinn af bókum. Með því að barninu er ætlað að iæra að þekkja sjón- mynd orðsins, líkt og hljóðaað- ferðin kennir hljóð og stafi, eru sömu orðin síendurtekin í kennsl unni. Dr. Flesch nefnir nokkur átakanleg dæmi um orðfæð og endurtekningu í skólabókum N.- Ameríku. Hann hefir og orðtekið lestrarbækur 1., 2. og 3. bekkjar, útgefnar af tveimur stærstu út- gáfufyrirtækjum Bandaríkjanna. (Það er algengt í Kanada að nota kennslubækur, sem camdar eru og upphaflega útgefnar í Banda- ríkjunum). Lestrarbækur 1. og 2. árs innihalda 1280 orð, á 3. skólaári bætast við 498 orð, alls 1778 orð. Hið þekkta Macmillan Company, sem gefur út sæg kennslubóka hefir lækkað orða- fjöldann í nýjustu útgáfum sín- um af lestrarbókum niður í 1284 orð í öllu Jesmáli 1.—3. skólaárs. Sumir kennslubókahöfundar kom ast niður í 1147 orð fyrir 3 fyrstu skólaárin. Orðfæstu lestrarbæk- urnar seljast bezt. Ritstjóri Maclean’s Canadas National Magazine hefir sýnt nokkrum íorsvarsmönnum orða- aðferðarinnar grein dr. Flesch og birtir í sama hefti svargrein frá tveimur lestrarsérfræðingum. í henni fæst staðfesting á einni ótrúlegustu ásökun dr. Flesch í garð orðaaðferðarinnar. Hann segir skólabörn Kanadas eiga við svo geysilega lestrarörðugleika að stríða, að allur þorri þeirra þurfi að fá sérstaka aukakennslu, til þess að komast á rétt spor. í svargreininni er viðurkennt, að 85% — áttatíu og fimm af hundraði! — fái aukakennslu í lestri, til þess að þau verði fær um að fylgjast með námsskránni. En eru lestrarörðugleikarnir þá ekki orðnir almennir, en árekstra laust lestrarnám undantekning? Síendurtekin orð einkenna námsbækur orðaaðferðarinnar. Hér er eitt dæmi af mörgum, lítil saga, óstytt A Funny Ride. Father said, „I want something. I want to get samething. Some- Framh. á bls. 11 \ /"EITINGAHÚSIÐ Röðull hefur fengið til sín brezkt tríó ásamt söngkonu, sem munu syngja og leika á kvöldin í báðum söl- um veitingahússins. Ekki er enn fullráðið hve lengi skemmtikraft- ar þessir verða hjá Röðli, en það mun samt verða um nokkurra vikna skeið. Fréttamönnum var í gær boðið inn að Röðli til þess að hlusta á tríó og söngkonu, sem veitinga- húsið Röðull hefur fengið hingað til lands frá Englandi. Eru þetta hljómsveitarstjóri, sem jafnframt er píanóleikari og heitir Mark Ollington. Á trommur leikur Les Butcher og á bassa Don Walker. Söngkonan heitir Vicky Parr. Er þetta ágætis tríó, leikur létt og skemmtilega og söngkonan er ákaflega fjölhæf með prýðilega rödd og óvenju breitt raddsvið. Hljómsveitarstjórinn Mark Oll- ington, sem leikur á píanó, tengir klaviviaolin við píanóið og koma úr því hljómar líkir hljómum bíóorgels; einnig leikur Ollington á harmoniku. 3 ÁR í PAKISTAN Flokkur þessi kom nú beint frá Englandi, en þar valdi Haukur Morthens söngvari, hann fyrir veitingahúsið. Sagði Oliington að það mætti heita óvenjulegt að þau væru í Englandi, aðallega hefðu þau ver- ið í Pakistan, Indlandi og N-_ Afriku og Þýzkalandi, sem þau fóru á vegum bandaríska hersins. Þau voru í 3 ár í Pakistan. Oll- ington er Ástralíumaður og hefur starfað mikið þar að list sinni. Hann ritar mánaðarlega frétta- bréf til tónlistarrits í Ástralíu og hefur gert svo um langt skeið. ★ Héðan mun tríóið fara til Eng- lands og þaðan til Kairó á vegum brezka hersins og síðan til Singa- pore. Kvaðst, Ollington vera eftir- væntingarfullur að geta sent frá sér fyrsta fréttabréfið til tímarits- I ins „Band Vagon“ í Ástralíu, um | ísland op veru -sína bér, Hann er einnig mikill áhugamaður um ljós j myndun. — Er við því að búast að margir eigi eftir að njóta ánæejulegrar kvöldstundar í Röðli við að hlýða á skemmti- krafta þessa, sem munu koma fram tvisvar á hverju kvöldi í báðum sölum hússins. ,Cuðmundi Júní* fagnað á Flateyri FLATEYRI, 11. marz. — Kl. 6 í morgun lagðist b.v. „Guðmundur Júní“ að bryggju hér á Flateyri, í fyrsta sinn eftir að hann var keyptur. „Guðmundur Júní“ er einn af gömlu togurunum, smíðaður í Englandi árið 1925 og er hann 394 smálestir að stærð. Hét hann áður „Júpiter" og var um langt árabil gerður út frá Hafnarfirði. Fyrir 2—3 árum var hann keyptur til Þingeyrar og gerður þaðan út um skeið. Var áður sett i hann olíukynding og ýmislegt annað lagfært. Nú í vetur var hann keyptur til Flateyrar af ísfell h.f. og kom, sem fyrr segir, í morgun úr sinni fyrstu veiðiferð. AUKIN ATVINNA í dag bauð forstjóri ísfells h.f., Páll Þórðarson, fréttamönnum að skoða skipið. Kvaðst hann við það tækifæri óska þess að skipið ætti eftir að auka til muna at- vinnu í þorpinu, og með útgerð þess og b.v. „Gyllis“, mætti tak- ast að sporna við hinu árstíða- bundna atvinnuleysi, sem víða væri Þrándur í götu góðrar af- komu almennings. Skýrði hann og frá því, að áður en skipið hafi farið í þessa fyrstu veiðiför fyrir hina nýju eigendur, hafi farið fram á því gagngerar lagfæring- ar. Svo sem settur í það Atlas- dýptarmælir með viðbyggðri fisk sjá, hið vandaðasta og handhæg- asta tæki, sömuleiðis hefðu íbúðir verið mjög lagfærðar, og eru þær nú hinar vistlegustu. ■ Áhöfn togarans eru 29 menn, þar af 18 Færeyingar. Skipstjóri er Júlíus Sigurðsson, 1. stýrimað- ur Grettir Jósefsson og b. vél- stjóri Leifur Pálsson. Létu skip- verjar vel af skipinu, eins og það er með áður gerðum viðgerðum. Afli úr þessari veiðiferð mun vera um 100 smálestir. Útgerð tveggja togara auk ann- ars atvinnureksturs í þorpi, sem telur um 500 íbúa, bendir ótví- rætt til þess, ef vel gengur, að um góð vaxtarskilyrði þorpsins sé að ræða, ekki sízt sökum þess, að búskapur þ. á. m. mjólkur- framleiðsla, er talsverður í inn- sveitum fjarðarins. Mjólkurskort- ur mundi því ekki yfirvefandi þó íbúum kauptúnsins fjölgaði. — Mun því húsnæðisspursmálið verða það næsta, sem bæta þarf úr, svo greiðara yrði fyrir fólk að flytjast hingað. — B. S. • Mor GUNBLAÐIÐ • MEÐ • Morgun KAFFINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.