Morgunblaðið - 18.03.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.03.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 18. marz 1955 Dr0imM&Mí& Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vifur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. ÚR DAGLEGA LÍFINU Þesr bera ábyrgðina ENGUM, sem fylgst hefur með þróun íslenzkra stjórnmála undanfarin ár getur dulist, að sósíalisminn er á undanhaldi í landinu. Sést það m. a. á því, að fyrir alþingiskosningarnar, sem fram fóru haustið 1949 höfðu Kommúnistaflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn samtals 19 þing- sæti á Alþingi. Eftir kosningarnar 1953 var hinsvegar svo komið, að þessir sömu flokkar höfðu aðeins 13 þingsæti. Nýr flokkur, Þjóðvarn- arflokkurinn ^hafði þá að vísu bætzt við. En hann hlaut aðeins 2 þingsæti. f bæjarstjórnarkosningunum, sem fram fóru í ársbyrjun 1954 hélt þróunin áfram í sömu átt. Hinir sósíalísku flokkar töpuðu fylgi verulega. Auðvitað hefur þessum flokkum ekki dulist það sjálf- um, hvert stefndi fyrir þeim. Sérstaklega hafa þeir orðið uggandi um hag sinn síðan Sjálfstæðisflokkurinn tókst á hendur forystu í núverandi ríkisstjórn. Var sú stjórn mynduð um stórhuga og frjálslynda stefnuskrá, sem allur almenningur í landinu byggði á miklar vonir. Er óhætt að fullyrða að fram- kvæmd hennar hafi til þessa tek- izt mjög giftusamlega. Athafna- frelsi hefur verið aukið, sérstök áherzla lögð á umbætur í hús- næðismálum, víðtæk fram- kvæmdaáætlun gerð um rafvæð- ingu landsins, skattar lækkaðir og atvinnuástand í landinu verið með allra bezta móti. Hefur af því leitt betri afkomu almenn- ing en nokkru sinni fyrr. Á það má ennfremur benda, að tekist hefur s.l. tvö ár að halda verðlagi í landinu nokkurnveg- inn stöðugu. Allar horfur voru því á, að núverandi ríkisstjórn myndi takast að standa við hin miklu fyrirheit sín um framfarir og uppbyggingu bjargræðisvega þjóðarinnar á yfirstandandi kjör- tímabili. Það er þetta, sem hinir sósialisku flokkar óttast ákaf- lega. Ef ríkisstjórninni tækist að afreka miklum fram- kvæmdum og stórbæta að- stöðu þjóðarinnar á marga lund þykjast stjórnarandstæð ingar sjá sína sæng upp reidda. Þeir óttast þá stórfellt fylgis- hrun sitt í næstu kosningum. Til þess að koma í veg fyrir þetta hafa kommúnistar framið þau fáheyrðu afglöp, að láta Al- þýðusamband fslands hafa frum- kvæði um tilmunir til myndunar vinstri stjórnar. En eins og bent hefur verið á hér í blaðinu, og jafnvel miðstiórn Alþýðuflokks- ins hefur tekíð undir, er Alþýðu- sambandið fyrst og fremst ópóli- tískt samband verkalýðsfélag- anna í Iandinu. Þau eru hinsveg- ar byggð upp af fólki úr öllum stjórnmálaflokkum. Það er því hin mesta fjarstæða, að nota slík samtök til þess að beita sér fyrir stjórnarmyndun ákveðinna stjórn málaflokka. Jafnframt hafa kommúnistar haft forgöngu um allt að rúm- lega 50% kauphækkunarkröfur á hendur atvinnuvegunum, sem þeir sjálfir viðurkenna þó að séu engan veginn aflögufærir. í þessu sambandi má á það benda, að samkvæmt útreikning- um hagfræðinga Alþýðusam- bandsins hefur kaupmáttur launa ekki rýrnað svo neinu nemi síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Hinsvegar hefur rúmlega 10% rýrnun hans orðið síðan ár- ið 1947. En sú rýrnun rekur fyrst og fremst rætur sínar til verð- j lagsskrúfu, sem skapaðist vegna kauphækkana, sem urðu árið 1947 og 1949, og atvinnutækin gátu ekki risið undir. Kommúnistar og banda- menn þeirra hafa þannig grip- ið til þess ráðs að nota völd 'sín í verkalýðssamtökunum, til þess að hindra áframhald- andi þróun og uppbyggingu í þjóðfélaginu undir forystu nú- verandi ríkisstjórnar. Þeir ótt ast vaxandi fylgi og áhrif Sjálfstæðisflokksins, ef honum tekst að halda áfram að fram- kvæma, í samvinnu við Fram- sóknarflokkinn, þær umbætur, sem stjórnin hefur á stefnu- skrá sinni. Þetta er kjarni málsins. Þetta er baksvið þeirra at- burða, sem nú eru að gerast, þeirra átaka, sem efnt hefur verið til um kaup og kjör í höfuðborg landsins. I raun og veru hafa kommún- 5star játað þetta sjálfir. Blað þeirra hefur lýst yfir því, að með verkföllunum sé fyrst og fremst verið að hefja „sókn gegn íhald- inu“ Þau ummæli eru einnig greinilega staðfest með beiðni Alþýðusambandsstjórnarinnar um myndun vinstri stjórnar. Þegar á allt þetta er litið get ur engum dulist, að verkfall það, sem nú er að hefjast er | fyrst og fremst pólitisks eðlis. I Því er beint gegn stjórn lands- j ins og umbótaviðleitni hennar j í þágu alþjóðar. Kommúnistar og banda- | menn þeirra bera því alla j ábyrgð á því tjóni og óhag- ræði, sem þetta framferði kann að baka þjóðinni. Fyrir það munu þeir á sínum tíma verða dregnir til ábyrgðar. SUMARNÓTT eina var maður að nafni Charles Chilling- worth að skemmta sér í Stórkost- legri veizlu í Texas. Um miðnætt- ið laumaði einhver svefnlyfi í glas hans, og þegar hann vaknaði um morguninn, varð hann þess var, að búúið var að tattoera hringaða höggorma á hvora kinn hans og fiðrildi á enni hans. Einnig fann hann við frekari athugun ýmsar aðrar dýrategundir og blóm tatto- eruð víða á líkama sinn. Chilling- worth breytti ósigri í sigur með iJattoeriu k f °2 onunlQiif' Myndin er tekin í Tokio 1925 og sýnir fjöda nakinna og tattoeraðra Japana. því að bæta miklu við tattoering- una eftir sínum eigin geðþótta, og nú vinnur hann fyrir sér með því að sýna fagurskreyttan líkama sinn í cirkusi í New York. FLEST fólk lætur samt tattoera sig með ráðnum hug af ótelj- andi ástæðum. Sumir gera það sér til gamans, að láta tattoera á sig fögur kvenmannsandlit, og aðrir nafn ástmeyjar sinnar o. s. frv. í það óendanlega. Nýlega kom ung og fögur dans- mær til Jack Julian, sem hefur þá atvinnu að tattoera fólk í Los An- geles. Stúlkan afklæddi sig og bað 1 ann að tattoera nafn hennar, Doris Sherell, á aðra mjöðmina, en á hina heimilisfangið. — Og ef Doris skyldi nú verða fyrir bif- leiðarslysi, þá yrði enginn vandi að komast að því, hvað hún heitir og hvar hún á heima. ÞAÐ getur þó komið viðkomandi aðila í koll, að hafa látið tattoera sig, um það vitnar sagan nm sjómanninn, sem fylgdi ungri og laglegri rauðhærðri stúlku heim. Daginn eftir varð hann þess var, að hann hafði glatað veskinu sínu me, allmiklum peningum í. Nú hafði hann gleymt heimilis- fangi stúlkunnar, en þóttist viss um, að hún hefði stolið veskinu. Nokkrum dögum síðar var hann á gangi á Broadway og sá þá stúlk- una. Hann kallaði strax á lög- regluþjón og lét taka hana fasta. Þegar á lögreglustöðina kom spurði vaktstjórinn sjómanninn, hvernig hann gæti sannað, að þetta væri stúlkan. Sjómaðurinn klóraði sér í höfðinu og svaraði eftir andartaks hik: — Mannsnafn er tattoerað fyr- ir ofan hné hægri fótar hennar. Við nánari athugun kom í ljós, að svo var. En sjómaðurinn var ekki spurður, hvernig hann hefði fengið vitneskju um þetta! FRANK RUSSEL, fyrrverandi kraftajötunn við sirkus, lét tattoera punktalínu rétt fyrir neðan barkakílið á sér og þar undir var letrað: — Skerið á '{/ef’jahanJi Jrifar: Úfþennslusfefna Rússa LEYNDARSKJÖL um Yaltaráð- stefnuna, . em var lokaráðstefna hinna þriggja stóru, Churchills, Roosevelts *og Stalins, í heims- styrjöldinni, hafa nú verið birt. i Það, sem einkum vekur at- hygli í skjölunum er sú stað- reynd ,að Stalin sett’ þar fram fyrir hönd Rússa, miklu meiri kröfur hins rússneska valds, en framgengt varð Virðist sem Roose velt hafi verið deigur að and- mæla kröfum Stalins, en Churc- hill hafi bjargað miklu með ein- urð sinni. Stalin krrfðist yfirráða í Tyrk landi og Persíu. Hann vildi af- nema sjálfstæði Póllands, þurrka það út sem sjálfstætt ríki og hann vildi skipta Þýzka- [ landi í firnm leppríki. Albaníu vildi hann eklii viðurkenna sem jafnréttháa öðrum þjóðum. Frakka lít. Isvirti hann. Hann heimtaði Port Arthur í Kína, en vildi að Englendingar yfirgæfu | Hongkong. Þannig vildi hann skipta rei:anum. Eftirvænting og óhugur. REYKVIKINGAR biðu í gær með eftirvæntingu og óhug j þess, sem verða vildi í verkfalls- málinu. Myndu ósköpin dynja yfir um miðnættið? Mikill léttir var þó almenningi af því að heyra að mjólkursalan yrði ekki stöðv- uð, sérstaklega mæðrunum, sem marga barnamunna hafa til að seðja. — Hvað myndu þær gera, ef ekki væri mjólk að fá dögum og vikum saman? — En svo er það þetta með kaffið. Einhverra hluta vegna virðist bærinn alveg kaffilaus nú þegar. Ekki er ó- sennilegt, að hér sé um að ræða afleiðingar af matsveinaverkfall- inu, sem stöðvaði kaupskipaflot- ann svo hastarlega fyrir skemmstu og olli margsháttar töfum og hindrunum á vöruflutn- ingum til landsins. En það gerir nú minna til með kaffið, ef bless- uð mjólkin verður ekki tekin af okkur, þó er ekki víst að allir líti þeim augum á málið. Kaffi- sopinn er mörgum svo ómissandi þáttur í hipu daglega viðurværi, að þeim finnst ólifandi án hans. Þegar svo er komið er kaffi- drykkjan vitanlega orðin að hreinni nautn, sem fólk má vara sig á að verða ekki of undirgefið. í I Tunnu- og brúsabrask. EN það þurfti að hugsa fyrir fleiru en kaffinu. Strætis- | vagnaferðir myndu allar leggjast niður, ef verkfallið skylli á og ekkert bensín yrði afgreitt. — Hreint ekkert björgulegt útlit fyrir þá, sem búa í úthverfum bæjarins og þurfa oft á dag að fara niður í Miðbæ til vinnu sinnar! Margur legðist göngu- móður til hvílu, ef benzínbannið stæði lengi, eftir að benzínforði bifreiðaeigenda væri til þurðar genginn. — En þá var að reyna að hamstra benzíni til að forða þeim vandræðum. í gærdag og undanfarna daga hafa bifreiðaeigendur staðið í stöðugu pukri með tunnur og brúsa, sem fylla varð af benzíni með einhverjum ráðum, til að standa ekki alveg þurrir uppi á fyrstu dögum ógnartímabilsins, sem yfir vofði. Já, hvílík vand- ræða fyrirtæki þessi verkföll! Bogarnir komnir á kreik. HJÚKRUNARKONA skrifar: „Kæri Velvakandi! í dag var ég áhorfandi að leik barna með boga og örvar. Mér er spurn: er slíkt leyfilegt? Leik- föng þessi eru hin hættulegustu og er þess skemmzt að minnast, að lítill drengur, 4—5 ára gamall, missti sjón á öðru auga vegna voðaskots af ör félaga hans, sem lenti í auganu. Þessi leikur virðist nú vera að koma í tízku meðal barna hér í bænum og er full ástæða til að vekja athygli foreldra á, hvílík hætta stafar af honum. — Hjúkr- unarkona". Hættuleg leikföng. I' LÖGREGLUSAMÞYKKT Rvk. 6. gr. segir: „Eigi má skjóta af byssum, skammbyssum, lykla- byssum, örvabogum eða öðrum skatvopnum á eða yfir almanna- færi“. Sennilega mun hér ekki átt við örvaboga sem barnaleik- föng, en engu að síður er það rétt athugað hjá bréfritara mínum, að slík leikföng í óvitahöndum og ef til vill í fjölmennum barna- hóp geta reynzt stórskaðleg, eins og reynslan hefur þegar sýnt og ættu foreldrar að leitast við að fá börn sín til að láta af þessum leik. Merkið, sem klæðir landið. Altattoeraður Evrópumaður. punktalínuna! — Bob Ripley lét tattoera allan íkama sinn frá hvirfli til ilja með frumstæðum táknum og myndum. 1 andliti var hann eins og stríðsmálaður villi- maður á Suðurhafseyju. Og þegar hann var spurður, hvers vegna hann hefði látið tattoera sig svona mikið, svaraði hann einfaldlega: — Mér líður mikið betur svona! Margar konunglegar persónur hafa látið tattoera sig. Á meðal þeirra eru Georg V. og Edward VII. Englandskonungar, Nikulás II. Rúússakeisari og Franz Josef Austuríkiskeisari. Fjöldi háttsetts fólks í heiminum í dag hefur látið tattoera sig, og Charlie Wagner, en hann fann upp hina sársauka- lausu rafmagns-tattoeringu, hefur meira en nóg að gera við að tatto- era háttsett fólk. — Nýlega kom það fyrir, að kona, sem gifzt hafði kunnum milljónamæringi í Banda- ríkjunum, skildi við hann eftir fjögura daga hjónaband á þeirri forsendu, að hann væri tattoerað- ur frá hvirfli til ilja! DR. HENRY C. DRAKE frá Portlandi í Oregon fann ný- lega upp sérstaka tegund bleks til að tattoera með. Blek þetta er gætt þeim eignileikum, að það sést ekki við venjulega birtu, heldur aðeins við kvartsljós. En spurningunni um það, hvaða ánægju fólk hefur af tattoeringu með bleki, sem ekki sést nema við sérstakt ljós og sem ekki er alltaf við hendina, er ó- svarað! r Oanægffir með inn- liulning á yfirbyggð- utn AÐALFUNDUR Félags bifreiða- smiða var haldinn föstudag 25. febr. og var hann mjög fjölmenn- ur. Fráfarandi formaður félagsins gaf skýrslu um störf félagsins á síðasta ári. Á fundinum ríkti megn óánægja yfir innflutningi á yfirbyggðum bifreiðum. Formaður var kosinn Sigurður Karlsson og 4 meðstjórnendur þeir Gísli Guðmundsson, Hjálm- ar Hafliðason, Magnús Gíslason, Gunnar Björnsson og til vara Eyjólfur Jónsson og Eysteinn Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.