Morgunblaðið - 18.03.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.03.1955, Blaðsíða 16
VeðurútliS í dag: Hægviðri. — Léttskýjað. tmnnMiifrifc 64. tbl. — Föstudagur 18. marz 1955 Harðfiskur Sjá grein á bls. 9. Fyrirvaralaust afgreiðslubann utan Rvk og Hafnarfj. ólðgiegt Yfiriýsinpr ASÍ o§ vinnuveifenda. IKVÖLDÚTVARPINU í gær var lesin eftirfarandi tilkynning frá Alþýðusambandi íslands: Eftir að verkfall er hafið, eru félög í Alþýðusambandinu beðin að stöðva afgreiðslu skipa, sem annars hefðu átt að fá afgreiðslu í Reykjavík eða Hafnarfirði. Þetta gildir jafnt um flutningaskip «»g hverskonar fiskiskip. Vörum, sem merktar eru til verkfalls- hafna má hvergi skipa á land annarsstaðar. í tilefni þessarar tilkynningar gaf Vinnuveitendasamband ís- lands út eftirfarandi yfirlýsingu: Það skai tekið fram vegna tilkynningar A.S.Í í útvarpinu, að fyrirvaralaust afgreiðslubann á skip, bæði flutninga og fiskiskip í höfnum utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar er algjörlega ólög- legt, þrátt fyrir verkfallið. Ennfremur skal það tekið fram, að öllum ófélagsbundnum mönn- »ra er heimilt að vinna hvaða vinnu sem er, þrátt fyrir verk- fallið og þeir, sem eru félagsbundnir í félögum, sem ekki hafa eagt upp samningum mega að sjálfsögðu halda áfram vinnu. | Sá sem ritar beztu smásögu ársins 1955, fær ókeypis flugferð með Sólfaxa til Parísai' eða London. Smásagnasarr.keppni Stefnis: Flugferð Parísar með eða Sólfaxa til Lundúna Ahrífa verkiallsins gætir þegar Flugferðir leggjast niður og skipin stöðvast EF TIL verkfalls kemur í dag höfn tóm orðin að heita mátti. En falla allar flugferðir innanlands niður og einnig stöðvast flugvéi- ar Flugfélagsins og Loftleiða, er annast hafa utanlandsflugið. Ferðum Strætisvagna Reykjavík- ur verður fækkað að mun, en ekki eru enn fyrirhugaðar breyt- ingar á Hafnarfjarðarleiðinni. Óráðið er enn, hvernig verður með póst, sem kemur erlendis frá, eU skipin stöðvast jafnskjótt og þau koma í höfn. FLUGIÐ í fyrradag var mjög hagstætt flugveður um land allt, enda fóru flugvélar Flugfélags íslands þá á alla helztu viðkomustaðina um land allt. í gær var veðrið frem- Pí' óhagstætt, t. d. var ekki hægt að fljúga norður til Akureyrar íneð nær 30 farþega og eins varð að hætta við að senda flugvél fneð milli 10—20 manns tii Horna tfjarðar. í gærdag tilkynnti Flugfélag íslands, að yrði verkfall muni allt innanlandsflug stöðvast sam- stundis. Utanlandsflugið hjá Flug félaginu mun og stöðvast. Sól- faxi, sem fór í gærkvöld, kem- tir ekki aftur fyrr en á þriðju- •daginn. Innan fárra daga mun Gullfaxi verða tilbúinn að við- gerð og endurnýjun lokinni. Hef- ttr komið til tals að hann verði í leiguflugi þann tíma, sem verk- fallið kann að standa. Fór áhöfn með Sólfaxa utan í gærkvöldi til að taka við Gullfaxa. Sama er að segja um flugvél- ar Loftleiða, þær munu stöðvast. Fór önnur þeirra í gærkvöldi vestur um haf. Hjá flugfélögun- ■um eru það flugvélavirkjarnir, sem aðild eiga að hinu víðtæka verkfalli. STRÆTIS V AGNARNIR Strætisvagnarnir munu aka í dag á öllum leiðum, en að óbreytt um aðstæðum á morgun, verður dregið mikið úr ferðunum og þær skipulagðar með tilliti til ástands ins. Engar breytingar eru fyrir- hugaðar á leiðinni milli Hafnar- fj arðar og Reykjavíkur. HÖFNIN 1 gærkvöldi var Reykjavíkur- fyrsta skipið, sem stöðvast vegna verkfallsins, er Tröllafoss, sem kom frá New York í gærkvöldi. Á morgun er Guilfoss væntanleg- ur. Með síðustu skipum úr höfn í gærkvöldi var togarinn ísólfur, sem kom úr slipp milli kl. 10—11 og hélt á veiðar. Neptúnus fer ár- degis í dag. Olíuskipin „Smer- alda“, sem er ítalskt, mun losa í Hvalfirði og rússneska olíuskipið „Stalingrad“ mun losa allan farm sinn í Laugarnesi. PÓSTURINN Pósthúsið skýrði blaðinu svo frá í gær, að gerðar hefðu verið ráðstafanir til að ná pósti úr Gullfossi í land í Keflavík, en að öðru leyti væri óráðið, hvernig færi með væntanlegan póst með skipunum, ef verkfallið dregst eitthvað á langinn. Ævfnfýri á gönguför HVERAGERÐI, 17. marz: — Leik félag Hveragerðis hefir sýnt gam anleikinn Ævintýri á gönguför við mikla hrifningu og góða að- sókn. Hyggst það sýna leikinn suður með sjó um næstu helgi. Á laugardaginn í Grindavík, kl. 9 síðd. og í Keflavík á sunnudag á sama tíma. — Georg. Ágæfur fyrirlesiur dr. King á Anglia- fundi ANGLIA, félag enskumælandi manna hélt skemmtifund í gær- kvöldi. Hallgrímur F. Hallgríms- son, formaður félagsins, bauð gesti velkomna og þá sérstaklega dr. Horace King, þingmann frá Bretlandi, sem var fyrirlesari kvöldsins. En eins og áður hefur verið skýrt frá, hefur hann und- anfarið ferðazt um Bandaríkin og flutt fyrirlestra um brezka þing- ið og erfðavenjur þess. Áður en erindið hófst söng Kristinn Hallsson einsöng við undirleik Fritz Weisshappel. Var söng hans ágætlega tekið. Þá flutti dr. Horace King er- indi um brezka þingið. Lét hann í upphafi máls síns í ljós ánægju sína með það að hafa átt þess kost að heimsækja Alþingi íslend inga, sem væri elzta þing verald- arinnar. Þvínæst rakti hann sögu brezka þingsins, baráttu brezku þjóðarinnar fyrir sköpun þing- ræðisins og minntist á margar merkilegar erfðavenjur, sem enn þann dag í dag væru hafðar í heiðri þar. Fyrirlestri dr. Kings var frá- bærlega vel tekið, enda var hann bæði skemmtilegur og fróðlegur. Var það eitt út á fvrirlesturinn sett, að hann hefði verið of stuttur. Myndarlegt boð til ungra íslenzkra rithöfunda TÍMARITIÐ S T E F NI R hefur ákveðið að efna til verð- launasamkeppni um beztu smásögu ársins 1955. Eru verðlaunin, sem ritið býður hin myndarlegustu, flugferð með Sólfaxa, flugvél Flugfélags tslands, til Parísar eða London og kostnaðarlaus 10 daga dvöl í annarri hvorri þess« ara borga. Hefur það vakið sérstaka athygli manna, hve mikil verðlaunin eru og sýnir að tímaritið telur það sitt höfuðverkefni, að styðja unga og efnilega rithöfunda þjóð- arinnar til aukins þroska og frama. Verðlaunasamkeppni þessi var tilkynnt í hinu nýja hefti af Stefni, sem út kom í gær. EFTIRSÓKNARVERÐ ~ VERÐLAUN FYRIR UNGA MENN Verðlaunasamkeppnin er ætluð fyrir unga rithöfunda og geta júlí n. k. Ætti að mega vænta SÖGUR SENDIST FYRIR 15. JÚLÍ Sögur til samkeppninnar þurfa að hafa borizt Stefni fyrir 15. Kvenstúdentafélag ís- lands efnir til fjölbreytts skemmtifundar I KVÖLD efnir Kvenstúdentafél. íslands til fjölbreytts skemmti- fundar í Þjóðleikhúskjallaranum. Hefst hann kl. 8,30 með sameigin- legri kaffidrykkju og fara skemmtiatriðin fram undir borð- um. Formaður félagsins, Rannveig Þorsteinsdóttir, setur skemmtun- ina með ávarpi og síðan verða flutt erindi, ferðasaga, spurninga- þáttur o. fl. Auk þess verður al- mennur söngur undir borðum. Hinir fimm erlendu kvenstúd- entar, sem stunda nám hér við háskólann, sem og sendikennar- arnir tveir í sænsku og frönsku, eru boðnír á fundinn. — Hefir verið vandað til fundarins hið bezta í hvívetna og er enginn vafi á, að glatt verður á hjalla í Þjóð- leikhúskjallaranum í kvöld. allir tekið þátt í henni sem vilja, ef þeir eru 38 ára eða yngri. Verðlaunin eru ferð til Paris- ar eða London og eru þessar tvær borgir einkum valdar, vegna þess að þær eru höfuð- stöðvar tveggja glæsilegustu þjóðarbókmenntanna, hinna frönsku og engilsaxnesku. Getur sá ungi maður, sem verðlaunin hlýtur, valið á milli borganna, og ætti það að vera honum sérstak- lega eftirsóknarvert, að honum gefst kostur á að kynnast ungum rithöfundum og skáldum þessara landa. Hafís enn á siglinga- leiðum fyrir Vesf- fjörðum HAFÍSINN er enn úti fyrir Vestfjörðum, en hefir nú þok- ast nokkuð fjær landi. í gær- dag bárust Veðurstofunni tvö skeyti frá m.s. Litlafelli, þar sem segir af ísnum. Klukkan 16,10 kom fyrra skeytið og hljóðar þannig: ís- spöng 5—6 sjómílur NNV af Straumnesi eins langt norður eftir og séð verður. Klukkan 18,00 kom síðara skeytið: ísspöng 314 sjómílu vestur af Skálavík og samfelld breiða norður eftir, dýpkar á henni eftir því, sem norðar dregur. Mikið íshrafl innan við ísbreiðuna, sem getur verið hættulegt fyrir siglingar í myrkri. Hæg vestanátt var fyrir Vest- fjörðum í gær. þess, að ungt fólk vilji reyna rithöfundarhæfileika sína, því að saga einhvers þeirra mun sigra og færa höfundinum tækifæri til að kynnast umheiminum. STUÐNINGUR ALLS ALMENNINGS Til þess að geta staðið und- ir slíku boði til ungra rit- höfunda og til þess yfirleitt að geta stutt og hlúð að góð- um íslenzkum bókmenntum þarf tímaritið Stefnir að fá öruggan tílstyrk alls almenn- ings með áskriftum. Þannig getnr hver maður Iagt hönd að verki og styrkt menningar- starf tímaritsins. Menn geta auðveldlega orðið áskrifend- ur með þvi að hringja í sima 7104 eða með því að senda ósk um það í pósthólf 582. AUSTURBÆR ' ABCDEFGH ABCDEFGH VESTURBÆR 21. leikur Vesturbæjar: HelxHa8 21. leikur Austurbæjar: Rd7—f8 22. leikur Vesturbæjar: Bcl—a3 22. leikur Austurbæjar: Rc3—e4 Vesturbær gefur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.