Morgunblaðið - 19.03.1955, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.03.1955, Qupperneq 1
16 síður 42. árgangux 65. tbl. — Laugardagur 19. marz 1955 Prentsmlðjs. MergunblaSsiiu Olíuskipið Aruba Finnska olíuflutningaskipið Aruba er nú á sigiingu frá Rúmeníu tii Kína með benzín fyrir þrýsti- loftsflugvélar. För skipsins vekur mikla athygli, þvi að með slíkum benzínflutningum fer hættan af flugher kínverskra kommúnista vaxandi. Floti kínverskra þjóðernissinna hefur hótað að taka skipið herfangi eða sökkva því og ýmsar þjóðir Austur Asíu og aðrir, sem hagsmuna hafa að gæta eru síður en svo hrifnar af þessum benzinflutningum. Er hugsanlegt að Bretar geri tilraun til að stöðva skipið með því að veita því ekki afgreiðslu í Singapore. Með stofnun ferðnmdlnráðs og afnémi einoknnar þarf að taka ferðamál okkar föslum tökum Það liefur stórfellda þýðingu að auka ferðamannastrauminn Framsögurœða Cunnars Thoroddsens á þingi í gœr ¥-»AÐ ER tilgangurinn með frumvarpi fjögurra þingmanna ^ m Sjálfstæðisflokksins um landkynningu og ferðamál, að láta umbætur á aðbúð ferðamanna haldast í hendur við aukna landkynningu. w í þessum tilgangi er lagt til að stofnað verði Ferðamálaráð, ^ sem sé hálfopinber stofnun er hafi yfirstjórn allrar land- kynningar og ferðamála og framlög í þessu skyni verði aukin um leið og stofnaður verður ferðamálasjóður. vj Það er og tilgangur frumvarpsins að afnema þann einkarétt ^ sem Ferðaskrifstofa ríkisins hefur haft til móttöku erlendra ferðamanna, en Ferðaskrifstofan starfi þó áfram óbreytt að öðru leyti. — vi Þannig mælti Gunnar Thoroddsen er hann flutti framsögu ^ fyrir hinu merkilega ferðamálafrumvarpi í Neðri deild Al- þingis í gær. En ræðumaður taldi engan efa á því að með bætt- um vinnubrögðum væri hægt að auka ferðamannastrauminn til landsins mjög og gætu íslendingar haft mikinn hagnað af því á margan hátt. MENN SKILJA ALMENNT ÞÝÐINGU FERÐAMÁLANNA Gunnar Thoroddsen gerði ýtar lega grein fyrir frumvarpinu í framsöguræðu sinni. Hann minnt- ist nokkuð á það að stundum hefðu verið uppi raddir um að það væri hættulegt íslenzku þjóð erni að stofna til ferða erlendra manna hingað, jafnvel talað um að það væri á móti íslendings- eðlinu að vera að þjóna erlend- um ferðamönnum. Nú væru menn þó farnir að skilja að þjóðernið biði ekkert tjón af heimsóknum útlendinga og menn viðurkenndu almennt nauðsyn þess að auka ferðamanna strauminn. Ræðumaður gat þess að fyrir 50 árum hefðu samskon- ar raddir verið uppi í Noregi um að ferðir útlendinga til landsins væru hættulegar þjóðerninu. Nú hefði öllum slíkum bábiljum verið á bug vísað og allir skildu hve stórkostlega þýðingu við- skiptalega og menningarlega þær heimsóknir hafa. AUKIN LANDKYNNING OG BÆTT AÐBÚÐ HALDIST I HENDUR Gunnar minntist á það að sumir kæmu fram með þá mót Gunnar Thoroddsen báru fyrir aukinni landkynn- ingu, hvort hún væri tímabær, meðan ekki væri aðstaða til að taka betur á móti ferðamönn- um en raun ber vitni nú og á það aðallega við um gistihúsa- skortinn. Hann kvað það vissu Framh 6 bla l í Báðar þingdeildir Bonn þingsins hafa samþykkt Parísar-samningana BONN 18. marz. — Einkaskeyti frá Reuter. BÁÐAR deildir þýzka sambandsþingsins í Bonn hafa nú samþykkt Parísarsamningana. Efri deildin samþykkti samningana í morgun með 21 atkv. gegn 17. Jafnaðarmenn kafa nú ákveðið að kæra Saar-samninginn til stjórnlaga- dómstólsins í Karsruhe og hefur Theodor Heuss, forseti Þýzkalands, því ákveðið að fresta undirritun samþykktar- innar. RÆTTIST BETUR ÚR EN Á HORFÐIST Það var búizt við harðri mót- spyrnu við Parísarsamningana í efri deild þýzka þingsins, eink- um þó við Saar-samkomulagið. Þótti jafnvel tvísýnt hvort það myndi ná meirihluta þingdeild- arinnar. En sú varð þó raunin á, einkum fyrir þá sök að fulltrúar Frjálslynda flokksins vei'ttu samn ingunum ekki eins mikla mót- spyrnu og sumir höfðu ætlað. Var felld tillaga Jafnaðarmanna um að fresta málinu og var þar með sýnt að hverju stefndi með úrslit málsins í efri deildinni. KÆRA TIL STJÓRNLAGA- DÓMSTÓLS Skömmu eftir atkvæðagreiðsl una tilkynnti miðstjórn þýzka Jafnaðarmannaflokksins að hún hefði ákveðið að kæra Saar-samn ingana til stjórnlagadómstólsins Framh A hl» 11 Piccioni kærður fyrir morð RÓMABORG, 18. marz. HINN opinberi ákærandi hefur nú lagt fram kæruskjal á hendur Piero Piccioni fyrir morð á stúlkunni Wilmu Montesi. 20 aðrir hafa verið sakaðir um hlutdeild í morð- inu, fyrir að hilma yfir málið og þiggja mútur. Þykir allt benda til þess að fullkomnar sannanir séu fundnar fyrir því að Wilma Montesi var myrt. • 13 þús tonn af þrýstilofts- benzíni á leið til Kína Aruba fœr fyrirmœli um að halda áfram til Kína án viðkomu COLOMBO OG LONDON, 18. marz. FINNSKA olíuflutningaskipið Aruba, sem er á Indlandshafi með 13 þúsund smálestir af benzíni fyrir þrýstiloftsflugvélar, fékk i dag skipanir um að halda ferðinni áfram beint til Kína án við- komu í nokkurri höfn. Það er blaðið Ceylon Observer, sem skýrði frá þessu í dag, en radíóáhugamaður heyrði loftskeytasendingu þess efnis í gær. SKEYTIÐ FRÁ HELSINGFORS Loftskeytið var sent frá um- boðsmönnum skipsins í Helsing- fors til Henry Björksteds, skip- stjóra Aruba. í skeytinu voru einnig fyrirmæli um það að Aruba skyldi halda sér á alþjóð- legum siglingaleiðum og bíða eft- Framh. á bla. 1? Samnin gsn eín daíun dur boðaður kl. 2 í dag FULLTRÚAR verkalýðsfélaganna og atvinnuveitenda höfðu engan fund í gær. Hinsvegar hélt hin stjórn- skipaða sáttanefnd stuttan fund um miðjan daginn. Gert er ráð fyrir að sáttanefndin og fulltrúar deiluaðila hefji fundi kl. 2 í dag. Engar upplýsingar lágu um það í gær hvort nokkuð hefði dregið saman í samningaumleitunum eða hvort væntanleg væri miðlunartiilaga frá sáttanefndinni nú um helgina. Verkfallið hófst eins og gert hafði verið ráð fyrir á mið- nætti aðfaranótt föstudags. Potsdam skjölin ★ LONDON, 18. marz: — Full- trúi brezka utanrikisráðuneyt- isins skýrði frá því að banda- ríska stjórnin hefði sent Bret- um tilkynningu um að hún hefði nú í hyggju að birta skjöl frá Potsdam-ráðstefn- unni með sama hætti og Yalta- 4r.skjölin hafa nú verið birt. Þessi ráðstefna var haldin að heimsstyrjöldinni lokinni og sátu hana Stalin, Truman og 4r Churchill í upphafi en Attlee eftir kosningasigur Verka- mannaflokksins. Þar voru teknar mikilvægar ákvarð- ★ anir um framtíð Þýzkalands o. fl. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.