Morgunblaðið - 19.03.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.1955, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 19. marz 1955 AtnygLisverhar veibitiLraunir með þorskanót við Vesmannaeyjar í þorsknólina 25 leslir - á línu 2-4 lonn, í gær. VESTMANNAEYJUM, 18. marz. TtTVEGSMENN og sjómenn hér í Eyjum fylgjast af athygli með U þeim veiðitilraunum, sem nú fara fram á einum bátanna héð- art með þorskanet af norskri gerð. í dag fékkst í nótina mjög góð- ur afli á sama tíma sem netja- og línubátar voru með miklu minni afla og jafnvel sáralítinn. Það er Fiskimálasjóður, sem hefir látið gera nótina, með samþykki atvinnumálaráðuneytisins, en fyrir- myndina útvegaði Fiskifélag íslands frá Noregi. ‘Unnið fram á nóft við að koma aflanum undan Grundarfjarðarbáiar afla allvel 40—50 LESTIR Báturinn, sem er með þorska . nótina er Vonin II, skipstjóri Guðmundur Vigfússon, og fór hann í gær í fyrsta róðurinn mcð hana. Var aflinn þá milli 40 og 50 lestir, sem fengust í tveimur köstum. f dag var afli Vonarinnar í nótina 25 tonn. Vestmannaeyjabátar sækja nú upp undir sandinn við suður- strond landsins, þar sem þorsk urinn er í torfum undir loðn- unni og stafalogn er. Hefir Vonin kastað nótinni, sem er 170 faðmar á lengd og 28 á dýpt, á loðnuflekkina, og hefir Guðmundur skipstjóri látið í ljós í samtölum við menn hér, að þorskanót þessi sé hið mcrkilegasta veiðarfæri. Út- vegsmenn og sjómenn hér binda líka miklar vonir við þessar tilraunir, því að þær , gætu haft í för með sér bylt- ingu við þorskveiðar. Ein- ' hverjir smávegis byrjunarerf- iðleikar hafa þó verið m. a. í sambandi við að háfa úr nót- inni. Eins mun loðnan hafa ánetjast og valdið töfum. Stærð möskvanna er þó það mikil, að slíkt á ekki að geta verið til trafala. LÍNUBÁTAR MEÐ 3—4 LESTIR Vonin fór í þriðja róður sinn með þorskanótina í kvöld. — Sem fyrr segir var afli Vonarinnar 25 lestir í dag, en afli netja- og línubáta héðan var ákaflega lítill. Voru línubátar með 3—4 lestir en netjabátar með 15—18 lestir. í kvöld tók einn bátanna héð- an, Kári, með sér Hvalfjarðarnót síua og bát, og kvaðst skipstjór- injn ætla að reyna að kasta á loðnutorfurnar eins og Vonin og vita hvort ekki sé hægt að veiða þorskinn í nótina. Loks er þess að geta, að trillubátarnir 10, sem gerðir eru út héðan, hafa verið með hlaðafla npp á hvern dag nú undanfarinn góðviðriskafla. Þess eru dæmi, að tveir menn á trillu hafi komið með 6 lest- um 4 þúsund krónur. Og nú í kvöld sá ég, að trillurnar voru að koma að landi drekkhlaðn- ar sem fyrri daginn. — Bj. Guðm. Bíllinn fundinn HAFNARFIRÐI — í fyrrinótt var brotizt inn á bílaverkstæði Vilhjálms Sveinssonar upp á Flatahrauni, og stolið þaðan nýrri sendiferðabifreið, Chevro- let 1955. Ekki hafðist upp á bíln- um fyrr en laust eftir hádegi í gær, en þá fannst hann óskemmd ur ofarlega á Flókagötunni í Reykjavík. Þessa sömu nótt var og brot- izt inn á Bílaverkstæði Hafnar- fjarðar og stolið þaðan milli eitt og tvö hundruð krónum í skipti- mynt. G. E. GRUNDARFIRÐI, 17. marz: — I gær var afli Grundarfjarðarbáta I mjög góður eða frá 1214 lest og j upp í I8V2 lest, sem vélbáturinn I Runólfur fékk. — í dag voru allir bátarnir komnir að landi og var aflinn mjög jafn og góður. Far- sæll var með mestan afla eða 25 lestir. Undanfarið hefir verið beitt með síld, en í kvöld átti að beita í fyrsta sinn með loðnu, og var búizt við góðum afla á morg- un. — Aflinn, sem á land berzt, er unninn hjá tveimur fyrirtækj- | um: Hraðfrystihúsi Grundarfjarð ar og verzlunarfélaginu Grund h.f. Er aflinn ýmist frystur, hert- ur eða saltaður. Mikil atvinna hefir verið í I Grundarfirði upp á síðkastið, og I verður að vinna langt fram á nótt til þess að koma aflanum undan. Kirkjuþing iyrir Pjó&kirkjuna támabært Fundi kirkjurúðs lokið KIRKJURÁÐ íslands kom saman í Reykjavík dagan 21. og 22. febr. s.l. Voru fundir þess haldnir á heimili biskups, en hann er for- seti ráðsins. Lögð var fram skýrsla um þá sjóði, sem eru á vegum kirkju- ráðs, en þeir nema nú samtais rúmlega 1 milljón króna. í því sambandi voru að venju sam- þykktar nokkrar styrkveitingar til kirkjulegra blaða og tímarita. Biskup skýrði ráðinu frá ýms- um frumvörpum varðandi kirkju mál, er lögð mundu verða fram á Alþingi, þar á meðal frumvarp um breytingu á lögum um heim- ild kirkjumálaráðherra til þess að taka hluta af prestssetursjörð- um leigunámi, frumvarp um ítök kfrkna og fleira. Einnig gat biskup um það, að stjórn Biblíufélagsins hefði ný- lega samið við Leiftur h.f. í Reykjavík um prentun á Nýja testamentinu. Mundi sú útgáfa verða með stóru letri og vandaðri en þær útgáfur, sem nú eru á bókamarkaði, en þó tiltölulega ódýr. Að lokum var rætt um kirkju- þing fyrir íslenzku þjóðkirkjuna og var ráðið sammála um, að tímabært væri að taka það mál að nýju til athugunar og undir- búa frumvarp þar um. í kirkjuráði eiga sæti, sem kunnugt er, prestarnir séra Jón ir úr róðri, að aflaverðmæti tilÞorvarðarson og séra Þorgrímur Sigurðsson, en úr hópi leikmanna Gissur Bergsveinsson hæstarétt- ardómari og Gísli Sveinsson f. sendiherra, sem er varaforseti ráðsins. Sandgerðisbátar hafa aflað 5506 lestir á vertíðinni SANGERÐI, 18. marz. ANDGERÐISBÁTAR eru nú alls búnir að landa rúmlega 5500 lestum af fiski frá því vertíð hófst nú í vetur. Hafa bátarnir komizt í alls 857 róðra. — Aflahæsti báturinn er með rúmlega 500 lestir. S Dagana 1.—15. marz voru gæftir héðan í meðallagi og fóru bátarnir almennt 8—10 róðra. Á þessum fyrrahelmingi mánaðar- , ins lönduðu bátarnir, sem eru 17, alls 1476 lestum. Mestur afli í róðri var rúmlega 25 lestir. Frá því vertíðin hófst og til lff. marz er sem fyrr segir búið að lsrnda hér alls um 5500 Iestum af figkí. Er hæsti báturinn Víðir með 505 Í£*tir í 59 róðrum, þá er Muninn II með 482 iestir í 58 róðrum og MiWimi með 478 lestir í jafnmörgum róðrum. GÓÐUR AFLI Undanfarna daga hefur verið mjög góður afli hjá flotanum. — Sem dæmi má nefna að Víðir hef- ur verið með rúmlega 20 lesta afla upp á hvern dag síðustu þrjá dagana. Allmargir bátar hafa verið með um 15 lestir, en svo hafa bátarnir stundum komizt niður í fimm lesta afla. Afiinn er frystur og saltaður og lítils- háttar hert. Bátarnir, sem sjá flotanum fyrir loðnu hafa aflað mjög vel. — A. Eldur í Vðlundi SÍÐDEGIS í gær var slökkviliðið kvatt að Timburverzluninni Völ- undi við Skúlagötu. Hafði kvikn- að þar í einu horni nýja verk- stæðisins í spónum og rusli. Log- aði þar allglatt, en slökkviliðinu tókst fljótlega að slökkva eldinn og urðu skemmdir mjög óveru- legar. Málverkasýning rns Kristinssonar í DAG kl. 5 opnar Sigurbjörn Kristinsson frá Hafnarfirði, mál- verkasýningu í Listamannaskál- anum. Sigurbjörn innritaðist í mynd- listadeild Handiðaskólans árið 1947 og var þar í tvö ár, hjá Kjartani Guðjónssyni og Kurt Zier. Eftir það fór hann til Kaup- mannahafnar og nam hjá Rostrup Boyesen á Ríkislistasafninu danska. Síðan dvaldi hann nokkra mánuði í París og fór námsferð til Ítalíu. Á þessari sýningu eru um 50 myndir, olíumyndir og Gouache, sem eru málaðar á síðustu fjór- um árum. Sýningin verður opin daglega frá kl, 13—22, til mánaðamóta. Fjölmenn Barna- skemmlun Mál- fundafél. Óðinn MÁLFUNDAFÉLAGIÐ Óðinn hafði skemmtun fyrir börn félags manna s.l. sunnudag í Trípólíbíó. Skemmtunin hófst með því að Meyvant Sigurðsson bauð börn- in velkomin f. h. stjórnar Óðins. Gísli Jónasson skólastjóri sagði börnunum ævintýri, síðan voru sýndar kvikmyndir við hæfi barn anna. Húsið var þéttskipað, og skemmtu börnin sér mjög vel. Stjórn Óðins hefur ákveðið að halda slíkar barnaskemmtanir einu sinni í mánuði í vetur og verður næsta barnaskemmtun í apríl. 3 bréf Jörundar hundadagakóngs á uppboði SÍÐDEGIS í gær hélt Sigurður Benediktsson listmunauppboð í Listamannaskálanum í Reykja- vík. Seldir voru 76 munir alls. Voru það málverk og myndir, bækur og ýmsir skrautmunir. Meðal annars voru á uppboðinu þrjú sendibréf rituð af Jörundi hundadagakonungiog seldust þau á samtals 3 þús. kr. Eitt málverk eftir Kjarval seldist fyrir röskar 9 þús. kr. Mannmargt var á upp- boðinu. í gærkvöldi kom vélbáturinn Grundfirðingur hingað, en hann hefir verið endurbyggður i Stykkishólmi og sett í hann ný aflvél. Fer báturinn í fyrsta róð ur í kvöld og verður skipstjóri á honum Hinrik Elbergsson, sem undanfarið hefir verið með vél- bátinn Geysi, en hann er afla- hæstur bátanna. Var hann á leigu hér á meðan viðgerð fór fram á Grundfirðingi. — Emil. Frá Skákbinghn BIÐSKÁKIR úr fyrstu og ann- ari umferð, hafa nú verið tefld- ar og urðu úrsiit sem hér segirj í 1. umferð: Arinbjörn Guð- mundsson vann Ól. Einarsson. Ingi R. Jóhannsson vann Eggert Gilfer. Jón Þorsteinsson vann Freystein Þorbergsson og jafn- tefli gerðu þeir Guðjón M. Sig- urðsson og Jón Pálscon. í ann- ari umferð voru tvær biðskákir! Ingi R. vann Arinbjörn og GilfeB vann Jón Þorsteinsson. Staðan ottir þessar tvær um- ferðir er því þessi: Ingi R. Jóh. með 2 vinninga, .Jón Pálsson 116] v., Guðjón M. Sig. IV2 v., Arin- björn 1, Gilfer 1. Jón Þorsteins- son 1, Freysteinn og Ólafur 0. Á sunnudaginn verður 3. um- ferð úrslitakeppninnar tefld 1 Þórskaffi og hefst keppnin kl. 2. Þá keppa: Guðjón M. — Ingi R. Freysteinn — Ól. Einarsson. Jón Þorstemsson — Jón Pálssoni — Arinbjötn — Gilfer. Þeir sem eru á undan, leika með hvítt. „Sauerbruch, Þýzk sférmynd gerð effir s]álfsævisögiannir sem gefin var úf hér fyrir $1 jðl PÁSKAMYND Trípolibíós að þessu sinni verður: „Sauerbruch, líknandi hönd.“ Er það ný þýzk stórmynd, byggð á sjálfs- ævisögu hins heimsfræga þýzka skurðlæknis. Bókin var gefin út á íslenzku rétt fyrir s. 1. jól í útgáfu Setbergs og nefndist „Líkn- andi hönd“. Svo sem fyrr segir verður þessi þýzka stórmynd um ævi Sauer- , bruchs, páskamynd Trípólíbíós. Fylgir myndin að langmestu leyti þræðinum í sjálfsævisögunni og er ákaflega fjölþætt. EINN BEZTI LÆKNIR ÞJÓÐVERJA ÍPrófessor Sauerbruch var fædd ur í Barmen árið 1875 en andað- , ist í Berlín 2. júlí 1951 einum degi fyrir 76. afmælisdag sinn. Var hann þá einn kunnasti læknir Þjóðverja. Hann gerði ýmsar læknisfræðilegar uppgötvanir og má þar m. a. nefna aðferðina til þess að gera uppskurði á brjóst- holi manna, sem er ein þeirra uppfinninga, er marka tímamót í sögu læknislistarinnar. AÐALHLUTVERK: EWALD BALSER Myndin lýsir vel þessum aðsópsmikla persónuleika, lækni ]og þeim mannvin, sem býr að baki allra aðgerða hans. Aðal- hlutverkið, Sauerbruch leikur Ewald Balser og er leikur hans sérlega góður og fyllilega í sam- ræmi við þá persónu, sem stend- ur fyrir hugarsjónum þeirra, sem lesið hafa bókina. AÐ LESA BÓKINA ÁÐUR Örn Clausen forstjóri Trípóli- bíós, en hann bauð fréttamönn- um að sjá kvikmyndina í gær, kvaðst kynna þessa mynd svö snemma, til þess að fólki ynnisí tími til — ef það vildi — að lesa bókina óður en það færi til að sjá myndina. f Próf. Ferdinand Sauerbruch Saga Sauerbruchs eins og húrí er túlkuð í myndinni er einkaí, hugstæð, lýsir á köflum á mjög áhrifaríkan hátt, baráttu læknis- ins við „manninn með ljáinn“, gleði og sorg yfir sigri eða ósigri og myndin er ekki einvörðungu dapurleg, heldur einnig létt og hressileg, þar skiptast gjarna á skin og skúrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.