Morgunblaðið - 19.03.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.03.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dag: Hægviðri. Léttskýjað fHragttttMðM 65. tbl. — Laugardagur 19. marz 1955 Skógrækt S. Þingeyinga. Sjá grein á bls. 9. Við höfnina gælti verk- ! U i fallsáhrifanna mest ÞAÐ VAR helzt niður við Reykjavíkurhöfn og á athafnasvæðinu! við hana, sem verkfallsáhrifanna gætti í gær, á fyrsta j ■degi verkfallsins hér í bænum. En umferð öll var með svipuðum hætti. — í dag mun verða nokkur breyting á þessu, því að ferð- um strætisvagnanna verður fækkað um helming. Við höfnina, lífæð Reykjavík-« ur, var hljótt í gær. Aðeins eitt skip var í höfninni, Tröllafoss, sem kom frá New York í fyrra-, dag. — í kvöld mun verkfalið stöðva annað skip, Gullfoss, er hann kemur að utan, en áður en hann tekur höfn hér, kemur hann við í Vestmannaeyjum og Kefla-1 vík. Flugsamgöngurnar út á land munu alveg falla niður í dag. I gær fór flugvél til Akureyrar og önnur til Hornafjarðar og Egils- staða. f gærkvöldi tilkynntu Strætis- vagnar Reykjavíkur að ferðum á ölum leiðum yrði fækkað um1 helming í dag, og jafnframt á-. kveðið, að ferðir vagnanna hefj- | ist ekki fyrr en eftir hádegið á sunnudaginn og síðasta ferð kl.. 11. — I Hafís er enn á Bokmgarvík BOLUNGARVÍK, 17. marz: — Talsverður hafís er enn hér á höfninni og sérstaklega út með Stigahlíðinni. Hefur ísinn nokkuð i aukizt hér síðan í fyrradag. Bátar i héðan réru í gær, en urðu fyrir talsverðu veiðafæratjóni vegna íssins á miðunum. T. d. missti m.b. Einar Hálfdáns 6 lóðabala. Afli bátanna var ákaflega lítill. í morgun fóru svo bátarnir aftur í róður, en lögðu ekki öllum lóð- um sinum og einn báturinn snéri heim aftur vegna þess hversu mikill ís var fyrir á miðunum. Samsæfi til heiðyrs préf. Ölafi Lárussyni Þessi mynd var tekin í samsæti því, sem prófessor Ólafi Lárussyni dr. juris var haldið í tilefni af sjötugs afmæli hans. Hófið var haldið að Hótel Borg föstudagskvöldið 11. marz. Fyrir miðju há- borðinu sjást forsetahjónin en á milli þeirra heiðursgesturinn, prófessor Ólafur Lárusson og Lárus Jóhannesson formaður Lögmannafélagsins, sem var veizlustjóri. Aðalræðuna fyrir minni heiðursgestsins flutti Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra. (Ljósm. P. Thomsen). Ferðafélagið Utsýn býðwr ferð til London o* París o Nýtt félag, sem leggur áher'ílu á að fólk fái hvíld í sumarleyfisferðum. NÝTT ferðafélag „ÚTSÝN“ hefur verið stofnað til þess að gefa mönnum kost á ódýrum sumarleyfisferðum til annarra landa Félag þetta mun leggja áherzlu á að þátttakendur fái bæði skemmt- un og hvíld í ferðalögum. Hefur það nú tilkynnt fyrstu ferðina á komandi sumri, 5. júlí, til London og Parísar. Fjölsóttasti fundur, sem haldinn hef- ur verið í Kópavogi sendi áskorun til Alþingis um kaupstaðarréttindi BORGARAFUNDURINN, sem lýðræðisflokkarnir efndu til í»-------------------— Kópavogi í gærkveldi um kaupstaðaréttindamálið, var fjöl- sóttasti fundur, sem haldinn hefur verið í sögu hreppsins. Eftir uppiýsingum húsvarðar munu nær 500 manns hafa verið á honum. Finnbogi Rútur og hreppsnefndarmeirihlutinn þorðu ekki að mæta á fundinum, enda þótt þeim væri tryggður jafn ræðutími á við hvern hinna flokkanna og Finnboga sjálfum boðin aukaræðutími sem alþingismanni. Fáeinir kommúnistar mættu á fundinum og reyndu að trufla atkvæðagreiðslu í fundarlok, en samþykkt var með öllum þorra atkvæða áskorun til Alþingis um að gera Kópa- vog að sérstöku lögsagnarumdæmi og velta honum kaupstaða- réttindi. Það eru nokkrir áhugamenn, sem hafa hafizt handa um stofn- un þessa ferðafélags. Fram- kvæmdast’óri þess er Ingólfur Guðbrandsson, sem um nokk- urra ára skeið hefur starfað hjá Ferðaskrifstofu ríkisins. Aðrir í stjórn félagsins eru Páll Líndal, Stefán Ólafur Jónsson, Gunnar Guðmundsson og Ragnar Georgs- con. OFT ER FERÐAÁÆTLUN OFHLAÐIN Þeir áttu fund með blaðamönn' um í gær c«g gerðu nokkra grein fyrir fyrirætlunum sínum og þeim nýjungum, sem þeir ætla að efna til. Kveðast þeir hafa tekið eftir því, að í mörgum af þeim utanlandsferðum, sem efnt hefur ver ð til héðan, hefur íerðaáætlunin verið alltof of- hlaðin. Þeyst hefur verið með bílum og 'árnbrautum dag eftir dag, miklar vegalengdir svo að ferðafólkið er oft úrvinda af þreytu, kemst sjaldan á réttum tíma í náttstað né í máltíðar. Svo að oft er fólk jafnvel ofreynt eftir sumarfríið í stað þess að hvílast. FERÐ TIL LONDON OG PARÍS Þeir félagar vilja taka upp annan hátt Þeir bjóða nú fólki til þátttöku í hálfsmánaðarferða- lagi til Lundúna og Parísar, sem befst 5. júlí. Verður farið með flugvél til Lundúna, þar dvalizt í nokkra daga, síðan farið á bað- stað við Frmarsund, flogið til Parísar og höfðu vikudvöl þar. Verður m. a. farið í heimsóknir til Versala og Fontainebleu. — Verður í þessari dvöl í heims- borgunum reynt að veita mönn- inn fróðleik og skemmtun og lögð áherzla á, í.ð menn geti hvílt sig í rólegheitum. HÁLFSMÁNAÐAR FERÐ Félagið Útsýn segir, að þessi ferð muni taka hálfan mánuð, því að margt fólk hefur ekki lengra sumarfrí og mun þátttaka hvers manns kosta milli 5 og 6 þúsund krónur með öllu inni- földu, flugferðum, og öllu uppi- haldi. Félagið hefur enn ekki opnað skr’fstofu, en allar upp- lýsingar veitir Ingólfur Guð- brandsson í síma 2990 milli kl. 5 og 7 síðdegis. IGÆR fór fram hér í Reykja- vík aðalfundur Mjólkurfélags Reykjavíkur, en það mynda 13 félagsdeildir með 450 félagsmönn um í Gullbringu- og Kjósarsýslu og þrem hreppum Borgarfjarðar- sýslu, norðan Hvalfjarðar. Mjólkurfélagið rekur fóður- verzlun, einnig verzlun með bygg ingavörur og nýlenduvörur og auk ýmissa annarra nauðsynja til bænda. Á fundkium sem fór fram í Tjarnarkaffi, voru mættir 29 full trúar. Formaður félagsins, Ólaf- ur Bjarnason í Brautarholti, setti fundinn og stýrði honum, en fram kvæmdastjórinn, Oddur Jónsson, skýrði reikningana og gerði grein fyrir starfsemi félagsins á síð- asta ári. Stendur hagur þess með mjög miklum blóma, undir ör- uggri stjórn framkvæmdastjór- Á fundinn hafði verið boðið þingmanni Gullbringu- og Kjósar sýslu Ólafi Thors forsætisráð- herra, ennfremur félagsmálaráð- herra Steingrími Steinþórssyni og alþingismönnunum Kristni Gunnarssyni, sem nú situr á þingi í fjarveru Guðmundar í. Guð- mundssonar og Finnboga Rúti Valdimarssyni. Ráðherrarnir gátu l ekki mætt á fundinum vegna anna í sambandi við yfirstand- ans og færðu fundarmenn hon- um þakkir að verðleikum fyrir störf hans í þágu félagsins. Vöru- sala félagsins varð meiri en nokkru sinni áður í tæplega 40 ára sögu félagsins. Sameigna- og varasjóðir félagsins nema nú um 5 milljónum króna alls. Félagið er nú að koma sér upp stórhýsi inn við Laugaveg, rétt austan við Mjólkurstöðina, en þar hefur félagið fóðurmyllu og blöndunarvél fyrir fóður, vöru- geymslur og öll önnur starfsemi félagsins verður þar. í stjórn Mjólkurfélags Reykja- víkur eiga sæti Ólafur Bjarnason Brautarholti, formaður, Stefán Jónsson Eyvindarstöðum, Jónas Magnússon Stardal, Erlendur Einarsson Kálftjörn og Ellert Eggertsson Meðalfelli. — J. —L „J.--—jteaSE. andi vinnudeilur, en Magnús Jóns son alþingismaður bar Kópavogs- búum hinsvegar kveðjur og árn- aðaróskir forsætisráðherra. Enn- fremur mætti á fundinum Hall- grímur Dalberg fulltrúi í félags- málaráðuneytinu og svaraði fyr- irspurnum er til hans var beint varðandi kaupstaðaréttindamálin. FINMBOGI ÞORÐI EKKI AÐ MÆTA Eins og fyrr segir hafði Finn- boga Rút Valdimarssyni verið boðið á fundinn ásamt hrepps- nefndarmeirihjutanum, bæði sem oddvita og alþingismanni, en hann treystist ekki til þess að yerja málstað sinn í áheyrn kjós- énda og sendi í þess stað konu sína með þréf til fundarmanna og var það lesið upp. Hefur hon- um vafalanst verið rík í huga sú útreið er hann fékk á dögun- um, þegar hann hélt opinn hrepps nefndarfund um þetta mál. APEINS 33 Á MÓTI I lok fundarins var sambvkkt áskorun til Alþingis um að gera Kópavog að sérstöku lögsagnar- umdæmi með yfirgnæfandi mein hlýta atkvæða. 32 kommúnistar greiddu atkvæði á móti. Fundarstjóri var séra Gunnar Árnason, sem stvrði fundinum af röggsemi og réttsýni. J ár nbrau tarsamband Hong-Kong. — Fyrsta iárn- brautarlinan milli Rauðárdals og Kína hefiu verið opnuð, eftir miklar og gagngerðar viðgerðir á járnbrautarlínu, sem ekki hef ur verið notuð í 10 ár. Hörmnlegt slys ÞAÐ slys vildi til í gærmorg- un austur á Stokksnesi við Ilornafínrð að ungur maður, Einar Guðmundsson, Lauga- veg 86, stórslasaðist á höfði og varð að fá sjúkraflugvél Björns Pálssonar til þess að flytja hinn slasaða til Reykja- víkur. Var hann lagðuc inn á Landspitalann. Slysið vildi til með þeim hætti að Einar, sem er raf- virki, var að festa raflögn i vegg á einu höggsteypuhúsinu þar og notaði hann til þess mjög kraftmikla byssu, sem skýtur festingunni, eða nagl- anum inn í steinvegginn. Eru notuð til þessa kraftmikil skot, en þó af misjöfnum gerðum eftir því hvort skjóta á nagl- anum í, stein eða járn. Vildi þá svo slysalega til að einn naglinn kastaðist af veggnum og lenti djúpt í hvirfli Einars, sem mun hafa orðið að bogra við verk sitt. Var í skyndi náð í héraðs- læknirinn á Höfn, Kjartan Árnason og var hann hjá Ein- ari unz Bjöm Pálsson kom og sóttl hann. Var læknir með Birni I flugvélinni. Er Mbl. spurðist fyrir um l'.ðan Einars í gærkveldi var hún allþung. Á V R lokað í gær í GÆRMORGUN voru útsölur Áfengisverzlunar ríkisins við Skúlagötu og Snorrabraut ekki opnaðar til viðskipta. Stendur það í sambandi við verkföllin og munu yfirvöldin hafa lagt svo fyrir að áfengisútsölurnar hér í bænum skuli vera lokaðar unz verkföllunum er lokið. Vörusala Mjólkurfélags Rvíkur var aldrei meiri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.