Morgunblaðið - 20.03.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.03.1955, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók tJÍrlaM 42. árgangur 66. tbl. — Sunnudagur 20. marz 1955. PrentsmiSju Mergunblaðsina Sáttanefnd vinnudeilunnar að störfum Frásögn Edwards Crankshiav: VALDASTREITA ZUKOVS OG KRUSCHEVS Hin stjórnskipaoa sáttanefnd í vinnudeilunni að störfum í Alþingishúsinu í gær — Torfi Hjartar- son sáttasemjari ríkisins og formaður nefndarinnar fyrir miðju. Til vinstri á myndinni eru Hjálmar Vilhjálmsson skrifstofustjóri og Emil Jónsson alþingismaður. Til hægri Brynjólfur Bjarnason al- þingismaður og Jónatan Hallvarðsson hæstaréttardómari. Gunnlaug E. Briem skrifstofustjóra vantar á myndina. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Samningaumleitanir halda áfram: Engar upplýsingar lágu fyrir málamiol- unartillögu í gær KLUKKAN 2 e. h. í gær hófst fundur samninganefnda vinnuveitenda og verklýðsfélaganna í vinnudeilunni, ásamt hinni stjórnskipuðu sáttanefnd. Engar upplýsingar lágu fyrir um það í gærkveldi að nokkuð nýtt hefði komið fram. Hinsvegar hafa lausafregnir verið á sveimi um það, að nú um helgina kynnu málin að skýrast eitthvað. Gert var ráð fyrir því, að þessi fundur sáttanefndar og fulltrúa deiluaðila myndi standa langt fram á nótt. Heuss frestar undirrifun Parísarsamninganna Vati leikur á, að krafa jatnaðarmanna sé löglega til komin THEODOR HEUSS, forseti vestur-þýzka. sambandslýðveldisins, hefir ákveðið að fresta undirritun Parísarsamninganna, er v.-þýzka þingið löggilti í gær. Eins og kunnugt er hefir jafnaðar mannaflokkurinn krafizt þess, að stjórnlagadómstóllinn í Karlsruhe úrskurðaði, hvort samningarnir væru í samræmi við lóg lands- ins, og hyggst forsetinn nú yfirvega þær forsendur, er krafa þe^si byggist á, áður en hann undirritar samningana. Birting Yalta- gagna borín undir Rúðsfjórnina WASHINGTON, 19. marz: Tals- maSur bandaríska utanríkisráðu- neytisins hefur lýst yfir því, að Bandaríkjamenn hafi ráðfært sig við Ráðstjórnina um birtingu þriggja gagna frá Yalta-ráðstefn- unni. FjölluSu þessi gögn um sam komulag stórveldanna þriggja um, hvernig stjórna bæri Þýzkalandi að stríðinu loknu. Var leitað ráða RáSstjórnarinnar í þessu efni, þar scm hér var um að ræða opinber skjöl, undirrituð af stjórnarfull- trúum stórveldanna þriggja. Ráð- stjórnin Ict samþykki sitt fúslega í tc. Tass-fréttastofan í Moskvu skýrSi í gær frá birtingu skjal- anna. I frétt þessari er ekkert minnzt á efni skjalanna, en skír- skotaS til þeirra umniæla Chnrc- hills, að hcr sé um að ræða skýrsl ur er Bandaríkjamenn hafi gert, en ekki opinber skjöl. Skýrði frcttastofan einnig frá því, að brezk og frönsk blöð hefðu hall- mælt birtingu skjala þessara. Talsmaður brezku stjórnarinn ar skýrði svo frá í dag, að banda ríska utanrikisráðuneytið hefði Pratnh I hls 1» Jafnaðarmenn verða að fá einn þriðja hluta þingmanna í neðri deild v.-þýzka þingsins til að undirrita þessa kröfu, áður en hægt var að koma henni á framfæri við dómstól- inn, og urðu jafnaðarmenn í þessu efni að leita á náðir þingmanna V.-Berlínar til að fá fullan þriðja hluta undir-; skriftanna. En þingmenn V.- Berlínar hafa ekki atkvæðis- rétt innan v.-þýzka sambands þingsins. * FORSETINN ÞARF EKKI AÐ BÍÐA ÚRSKURÐAR DÓMSTÓLSINS Fyrsta verk stjórnlagadómstóls ins verður því að úrskurða, hvort krafa jafnaðarmanna sé löglega til komin, áður en mögulegt er að kveða upp nokkurn úrskurð um lögmæti kröfunnar sjálfrar. Talsmaður forsetans tjáði frétta mönnum, að forsetinn væri ekki skuldbundinn til að bíða úrskurð ar dómstólsins, og mundi hann sennilega ákveða innan fárra daga, hvort hann undirritaði samningana eður ei. Forsæfisráðherra Túnís áíiæ|5ur ¦k TÚNIS, 19. marz: — Forssetis- ráðherra Túnis, Tahar ben Amm- ar, hefir látið í ljós ánægju sína yfir þeim árangri, er náðst hefir af viðræðum í París um heima- stjórn fyrir Túnis. Forsætisráð- herrann er nú á förum til Genf í Svisslandi og mun ræða þar við leiðtoga þjóðernisflokks Túnis- búa, Salah ben Yussef. Þaðan fer foi-sætisráðherrann til Túnis. Býst hann við, að viðræður um heimastjórn Túnis til handa verði teknar upp innan 10 daga, London. HVAÐ er að gerast um Krus- chev? Fyrir mánuði lék hon- um allt í lyndi. Ekki aðeins, að hann væri í forsæti er Malenkov var látinn 'falla. Um nokkurt skeið höfðu persónuleg sjónar- mið hans verið birt almenningi í sívaxandi mæli. Og sem ein- staklingur hafði hann gengið milli bols og höfuðs á lyginni um „samábyrga forustu" og vai Sfassen ráðgjafs forsetans í aÍYopn- unarmálum • WASHINGTON, 19. marz: — Eisenhower forseti hefir skipað Harold Stassen, sér- stakan ráðgjafa sinn um al- þjóða afvopnun. Þessu nýja embætti Stassens fylgir ráð- herratitill. Stassen er nú yfir- maður efnahagsaðstoðar Bandaríkjanna við erlend ríki. Tekur hann þegar til við sinn nýja starfa. Starf hans verður fólgið í rannsóknum á afvopn- unarmálunum. Pravda: Tillaga Churchills um tvívelda- fund „yfirborðsleg" MOSKVU, 19. marz: — Pravda ræSir í dag í ritstjórnargrcin, til- boðið, er Churchill gerði Molotov, utanríkisráSherra Rússa, s.l. sum- ar um óformlegan viSræSufund þessara tveggja þjóSarleiðtoga. — Kveður blaðið tilgang Churchills meS boSi þessu hafa veriS aS auS- velda samningaumleitanir Breta viS Bandaríkjamenn. Engin alvara hafi legið að baki þessarar tippá- stungu og kveSur blaðið hana vera ,,í hæsta máta yfirborðslega". Churchill hefur sjálfur sagt, að ekkert hafi getaS orSiS úr fundin- um, þar sem RáSstjórnin hafi svaraS meS gagntilboSi um alls- herjar ráSstefnu Evrópu-þjóSa. — AS hans áliti var ekki hægt að halda ráðstefnur þessar báSar í Dómsmálaráðuneytið fyrirskipar rannsókn í Biöndalsmálinu SAMKVÆMT upplýsingum, sem Mbl. fékk í gær hjá dómsmálaráðuneytinu hefur ráðuneytið nú lagt fyrir sakadómarann í Reykjavík, samkvæmt ósk Hermanns Jón- assonar fyrrverandi forsætisráðherra, að hefja réttarrann- sókn út af ummælum Jónasar Jónssonar fyrrverandi dóms- málaráðherra um hann í bæklingnum „18 milljónir í Aust- urstræti", sem kom út fyrir skömmu. Ber sakadómara sam- kvæmt fyrirmælum ráðuneytisins að rannsaka öll þau atriði er máli skipta um sannleiksgildi þeirra sakargifta, er kært er yfir, svo og önnur þau atriði, er rannsóknin kann að gefa tilefni til. farinn að gera sjálfan sig, í anda Stalíns, að stríðshetju og vænt- anlegum leiðtoga lands síns. Nú er þetta allt að breytast. Þetta hefur þegar breytzt svo mjög, að nú er ekki leyfilegt að segja að hin margrómuðu per- sónulegu sjónarmið Kruschevs séu jafnframt hin nýju sjónar- mið sovétríkjanna. Kruschev ræður ekki lengur ferðinni, og svo virðist sem verið sé á ný að reyna samábyrga forystu, en í henni felst raunverulega ekki annað en það, að margir leið- togar reyna að skapa hræðslu- blandað jafnvægi sín á milli þar til einhverjum einum þeirra tekst að raska jafnvæginu sér í hag. Að þessu sinni er hin sam- ábyrga forusta þó öðruvísi en áður. Nú hefur dregizt inn í hana nýr maður, hinn nýi landvarna- málaráðherra, Zhukov marskálk- ur, sem er fyrsti fulltrúi hers- ins — og hér verður að greina á milli hersins og hinna pólitísku eftirlitsmanna hersins — sem nokkuru sínni hefur átt sæti í stjórn sovétríkjanna. Og Zhukov virðist ætla að nota tækifærið, sem honum hefur boðizt, til hins ítrasta. Ýmislegt hefur gerzt, sera dregið hefur úr áhrifum Krusc- hevs og aukið vald Zhukovs, frá því að Malenkov féll. ? FYRST skal bent á þá stað- reynd, að einmitt er • sigur Kruschevs virtist mestur, þá veitti Zhukov ameríska blaða- manninum William Randolph Hearst blaðaviðtal. Sú staðreynd, að Zhukov var leyft aðveita blaða viðtal, var út af fyrir sig mjög mikilvæg og sýndí að taka varð hann alvarlega sem einn af með- limunum í hinni nýju„samábyrgu forystu". í þessari nýju sam- Fratnh ö bU 1» Eden lúm við af (hurchill í apríl SIR WINSTON Churchill sagði á árinu sem leið, að eftirmaður sinn myndi fá sex mánuði til umráða til þess að móta sína eigin stefnuskrá áður en almenn- ar kosningar færu fram á Bret- landseyjum næst. Sex mánuðir — frá því ,í apríl og þar til í október. Sir Winston ætlar að fara í páskaleyfi t.il Sikileyjar — dvelja á hóteli skammt frá Palermó — og taka sér um leið hvíld að fullu og öllu frá störfum sem forsætis- ráðherra Stóra Bretlands, að því er Reutersfregn frá London hermdi í gær. Sir Anthony verður látinn taka við stjórnartaumunum af Churc hill og fær nú sex mánuði, eða þar til í október, til þess að gera þær breytingar á stjórninni, gem hann telur æskilegar og til þess að'móta kosningastefnuskrá sína. íhaldsmenn hafa trú á október sem góðum kosningamánuði. — í október 1924, fengu þeir 222 atkvæða meirihluta í þinginu, þjóðstjórnii hlaut yfirgnæfandi meirihluta í október 1931, íhalds menn unnu aftur sigur í óktóber^ 1935. Næst sigruðu þeir aftur í október 1951.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.