Morgunblaðið - 20.03.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.1955, Blaðsíða 2
a MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. marz 1955 ] I- Mjólkunamsölllfflli bárust Wíju lónleikar 36 millj,'kg mjólkur sl ár 20 miil]. Sítrar seldust aí neyzlumjólk r---------—------------------------ AÐALFUNDUR Mjólkursam- sölunnar var hadinn 17. j J>. m. og sátu hann fulltrúar frá jöllum mjólkurbúum verðjöfnun- j arsvæðisins ásamt stjórn og framkvæmdarstjóra fyrirtækis- : ins. • “ Framkvæmdarstjóri lagði fram j ársreikninga, skýrði þá og gaf leinnig ýmsar aðrar upplýsingar iim rekstur og sölu fyrirtækisins á liðnu ári. Formaður gaf yfir- lit um störf og framkvæmdir stjórnarinnar, svo og um ýmis atriði varðandi sölu og verðlag á árinu. Úr skýrslum þessum má með- al annars taka þetta fram: Innvegið mjólkurmagn á öllu ; verðjöfnunarsvæðinu var 36.020. í 885 kg. og er það aukning frá |f. á. um 3.252.571 kg. eða ! 9,928%. Af magni þessu seldist sem neyzlumjólk 20.544.804 % ltr., og er það 59,4% af heildarmagninu. Á mjólkurbúin skiptist mjólk- Urmagnið þannig: Mjólkurbú Flóamanna: 23.746.493 kg. og er það aukn- ing um 2.235.961 kg. eða 10,394%. Mjólkursamlag Borgfirðinga: 5.024.931 kg. og er það aukning um 369.139 kg. eða 7,928%. Mjólkurstöðin í Reykjavík: 6.520.534 kg. og er það aukning ; um 756.284 kg. eða 13,120%. Mjólkursamlag Suður-Borgf.: 728.927 kg. og er það rýrnun um 108.813 kg. eða 12,989%. Sala hinna ýmsu vörutegunda hjá Samsölunni var, sem hér segir: Rjómi 640.441,8 ltr., aukning frá f. á. 83.303,3 ltr. eða 14,95%. Skyr 920.503,25 kg., aukning frá f. á. 60.946Vz kg. eða 7,0%. Smjör 283.165,75 kg., aukning frá f. á. 87.022,75 kg. eða 44,36%. Ostasalan er að mestu í hönd- um búanna sjálfra. Reksturskostnaður varð alls 8,024% af umsetningu. Á árinu seldi Mjólkursamsal- an mjólk og mjólkurvörur í 90 útsölustöðum og starfsfólk var um síðustu áramót alls 304 manns. Á miðju árinu 1954 tók Mjólk- ursamsalan að sér að sjá um sölu mjólkur og mjólkurvöru í Vestmannaeyjum. Er verið að ] ljúka við að byggja þar mjólk- urbúð og kæligeymslur, og er t mjólkin flutt sjóleiðis frá Þor- lákshöfn til Eyja. Um síðastliðin áramót keypti Mjólkursamsalan mjólkurstöð á Akranesi, sem Kaupfélag Suður- Borgfirðinga hafði byggt þar.! Verður stöð þessi starfrækt sem neyzlumjólkurstöð fyrir Akra- nes. í Útjöfnun milli mjólkurbúanna fór fram samhliða reikningsskil- um, en hver endanleg greiðslu- f geta þeirra verður hvers um sig til bænda, ákveðst að allverulegu leyti af þeim sjálfum, og kemur j þar bæði til greina misjafnlega' hagstæður rekstur og flutningar,1 svo og misjöfn sjóðstillög o. fl. j Stjórnarkosning fór fram á' fundinum. Úr stjórn átti að ganga Sverrir Gíslason og var hann endurkosinn. Stjórnina skipa því auk hans þeir Egill Thorarensen, Sveinbjörn Högna- son, Einar Ólafsson og Ólafur Bjarnason. ; ""■ú'V': . Mikil atvínna é BÍLDUDAL, 19. marz. — Afli hefur verið ágætur þessa rúðast liðnu viku. Hafa bátarnir verið með allt að 12 lestum eftir hvern : róður. Fiskurinn er heldur ekki langt undan, og hafa bátarnir lialdið sig um 2—2V2 tíma und- an Kópnum RÆKJUVEIÐIN A® GLÆÐAST Þá virðist rækjuveiðin einnig vera að glæðast. Er einn bátur, sem stundar hana. Fékk hann í fyrradag 250 kg., en nokkuð minna í gær. Hrognkelsaveiði er «kki byrjuð ennþá, en menn eru famir að útbúa net sín, þar sem búast má við að rauðmaginn fari senn að ganga á grunninn. MIKIL VINNA Atvinna hefur verið mikil á Bíldudal undanfarið, bæði við frystihúsið og rækjuverksmiðj- una. Þá er einnig nokkur vinna við skreið Steinbíisafli hefur verið góður og hefur hann verið frystur og hertur. Hafa allir sem vettlingi geta vald.ið, verið í vinnu upp á síðkastið og hafa skólar gefið börnum og ungling- um frí seinni part daganna til þess að vmna í frystihúsunum. GÓÐ JÖRÐ Sæmileg beitijörð fyrir sauð- fé er nú v'ðast hvar í firðinum og beita menn almennt, annað livort á jörð eða í fjöru. — í Suðurfjörði’m hafa menn mikið getað notað fjörubeit í vetur, en minna ani.ars staðar. —Friðrik. Firmakeppnl Sfeíða— ráðs verður í dag FIRMAKEPPNI Skíðaráðs Reykjavíkur, sem fresta varð um s.l. helgi vegna óhagstæðs veðurs, er fyrirhuguð í dag kl. 2, við Skíðaskálann í Hveradölum. Ef veður verður gott, mun vafa laust verða gaman að fylgjast með keppr.i þessari, sem svo margir snjallir skíðamenn taka þátt í. Talsverður snjói mun vera við Skíðaskálann nú. Ferðir mótsstað verða frá af- greiðslu B S.R. í Lækjargötu kl. 9, 10 og 13 í dag. w ■" . , FRÚ Jórunn Viðar heldur píanó- tónleika annað kvöld og þriðju- dagskvöld í Austurbæjarbíói fyr- ir styrktarfélaga Tónlistarfélags- ins. Á efnisskránni eru verk eftir Skriabin, J. Brahms, Kreisleriana eftir Robert Schumann og verk eftir Chopin. Frú Jórunn er í hópi dugleg- ustu píanóleikara okkar og hefur oft haldið hér opinbera tónleika. En þetta er í fyrsta skipti, sem hún spilar á vegum Tónlistarfé- lagsins. Þetta eru þriðju tónleik- ar fyrir styrktarfélaga Tónlistar- félagsins á þessu ári. Víðtæk staðþekkmg nauð' gnaraát Pétur Ottesen varar við almáltugri landsnefnd. FTUR OTTESEN taldi í ræðu er hann flutti í Neðri deild Al« þingis á föstudaginn, að þingmenn yrðu að gjalda varhug vi3 frumvarpi því, sem fjármálaráðherra lagði nýlega fram um sam» ræmingu á mati fasteigna. Þykir honum það sérstaklega var« hugavert að í stað þess að menn með staðþekkingu semji fast- eignamat í hverju héraði eigi nú almáttugt ráð þriggja manna 1 Reykjavík að semja það fyrir allt landið. Einnig telur hann það nvjög varhugavert ákvæði að heimila landsnefndinni að hækka fasteignamat allt að 400%. , Veðurfclíða þðð sem af er mánuðlnum FLJÓTSDALSHÉRAÐI, 14. marz — Einmuna veðurblíða hefur verið það sem af er þessum mán- uði. í dag er hláka og sólskin. * Annars hata ekki oft verið reglu legar hlákur, en landátt og sól- I far mikið, svo viknað hefur jafn ’ vel hér ytra á daginn. Þunglegar fcorfur I Borprfirðl eystra BORGARFIRÐI eystra, 19. marz — Fremur þungur vetur hefur j verið hér eystra frarn að þessu. j Marz hefur verið stormasamur og' talsverð frost. Beitijörð hefur ekki verið góð en þó nokkur.' Hafa bændur lítið getað notfært sér fjárbeitina, þar sem mikil óhreysti hefur verið í fénu og I ekki hægt að halda því úti eins' mikið vegr.a þess. í byrjun síð- ustu viku virtist æt.la að fara að hlýna, en nú er komið frost aftur. Allmikið hefur gengið á hey hjá bændum, vegna mikillar inni stöðu. Mikil svellalög eru á jörðu og eru menn orðnir áhyggjufullir vegna kals á túnum, þegar fer að vora, sem allt útlit er fyrir nú sem stendur að verði seint. Ekki er bó ástæða til að ætla að heyskortur verði enn sem komið er, þrátt fyrir mikla gjöf. ■ Samgöngur mega teljast sæmi-] legar innan sveitar. Er bílfært um meginpart sveitarinnar. Einu sinni hefur verið reynt að róa til fiskjar, en þá tékkst ekki bein úr r;ó. Síðan hafa verið stöðugar ógæftir. —Ingvar. PEST f LÖMBUM Enn ein pestin óþekkt hér mun vera að halda innreið sína. Er það kölluð hnislasótt í lömbum, sem er leiðinlegur og vondur kvilli, sem eyðileggur allt fóður og drepur eitthvað af Jömbunum. Vonandi er. að okkar ágætu til- raunamönnum á Keldum, tak- ist að finna góð lyf við þessu og helzt lyf, sem gætu fyrirbyggt, að féð tæki plágu þessa. SAMKOMA EIÐASKÓLA Eiðaskóli hélt hina venjulegu, miðsvetrarsamkomu sína í fyrra- kvöld. Þetta er nú í seinna lagi, en mun stafa af ótta við mislinga og flenzu, sem verið hafa á næstu grösum. Eamkoman tókst að vanda vel. Leikþættir voru fluttir þjóðdansar sýndir, samkór nem-j enda söng, undir stjórn skóla- stjóra, og að síðustu stiginn dans. Veður var gott, og nú er fært smábílum um allar jarðir, svo samkoman var vel sótt. —G.H. I Fiimakeppni I bridge SIGLUFIRÐI, 18. marz: — Nýlega . er lokið firmakeppni í Bridge- i félagi Siglufjarðar, sem starfað hefir af miklu fjöri í vetur. Þrír hlutskörpustu aðilar keppn innar urðu: Aðalbúðin (Eyþór Hallsson) 313 stig, ísafold (Þrá- inn Sigurðsson) 296 stig og Þor- móður Eyjólfsson h.f. (Gísli Sig- urðsson) 292 stig. — Stefán. Faure lofur ból ó skattolögum if PARÍS, 19. marz: — 1 dag hófust í neðri deild franska þingsins, umræður um frumvarp stjórnarinnar til fjárlaga. Þrjár breytingartillögur stjórnarandstöð unnar voru felldar með 100 atkv. meirihluta. Breytingartillögur þessar gerðu ráð fyrir lækkun skattaálaga á smákaupmenn og af námi laga, er samþykkt voru s.l. ár, um þyngri refsingu fyrir skatt svik. -Á Faure, forsætisráðherra lýsti yfir því að afloknum umræð- um um breytingartillögurnar, að hann myndi segja af sér, ef þær yrðu samþykktar. Kvaðst hann mundu leggja fram tillögur um umbætur á skattalögum um 28. marz. Á Fréttaritari brezka útvarps- ins kveður Faure vilja forðast eftir föngum, örlagarík átök í franska þinginu, þar til Parísar- samningarnir hafa verið ræddir í efri deild þingsins í næstu viku. Segir hann, að krafa þingmann- anna um áðurnefnda lækkun skattaálagninga eigi rætur sínar að rekja til hreyfingar þeirra, er Pierre Poujade hefur komið af staðí Frakklandi. Poujade var lítt þekktur fyrir tveim árum síðan og rekur ritfangaverzlun í þorpi nokkru í Suð-vestur Frakklandi. ★ Er skattaeftirlitsmenn komu til þorpsins eitt sinn fyrir tveim árum síðan, safnaði Poujade borgarbúum til fylgis við sig- og hrakti eftirlitsmennina á braut. Nokkur önnur þorp í Suður-Frakk landi fylgdu fordæmi Poujades og síðan hefur hann stofnað til hreyf ingar, er krefst afnáms allra skatta. Rætt um breyting- ar Faxaverk- sntiðjuimar Á FUNDI bæjarráðs á föstudag- inn voru lagðar fram tillögur um breytingar á Faxaverksmiðjunni í hraðfrystihús fyrir togarafisk. Á þessum fundi mætti formaður og framkvæmdastjóri Faxa, Ric- hard Thors og Sveinn S. Einars- son og gerðu þeir nokkra nánari grein fyrir tillögunum. Á þessum fundi bæjarráðs var ekki tekin á- kvörðun í málinu. ^MÖRG GJÖLD MEBUÐ ■ VI® FASTEIGNAMAT Þetta er varhugavert, sagðl Pétur Ottesen, vegna þess a3 fjöldi afgjalda og greiðslna mið« ar við hæð fasteignagjalds. Þannig miðast Sýslusjóðsgjalci við fasteignamat, sýsluvegagjald og nú síðast heimtaugagjaldið. Margt fleira byggist á upphæð fasteignagjaldsins. Virtist Pétri því að mörgum bóndanum myndi þykja þröngt fyrir sínum dyrurni þegar almáttugt ráð færi a3 hækka fasteignamatið af handa- hófi, oftast með lítilli eða eng- inni staðþekkingu. I EF HEIMTAUGAGJALDIÐ 1 HÆKKAÐI M. a. taldi Pétur að þetta gæt| þyngt gönguna, fyrir þá sem erij að berjast við að fá rafmagn á bæi sína, ef heimtaugagjaldið hækkaði mikið vegna ákvörðun- ar landsnefndar fasteignamats. I STAÐÞEKKING > NAIJDSYNLEG Það er nauðsynlegt, taldi Pét- ur, að beir sem semja fasteigna- mötin hafi víðtæka staðþekkingij og kunnleika á raunverulegu verðgildi fasteignanna. Reynslarj hefur líka verið sú að nefnd, sera hefur haft það starf að samræmg fasteignamat hefur gert tiltölu- lega mjög litlar breytingar S verðákvörðunum héraðsnefnd- Listamaimaskáli við Tjarnargötu Á FUNDI bæjarráðs á föstudag- inn var tekin ákvörðun um hvar væntanlegur sýningarskáli Fél. ísl. myndlistarmanna og Nýja mynd- listarfélagsins, skuli rísa af grunni. Samþykkti bæjarráð að ætla skálanum lóð sunnan við j Hringbraut, austan framlengingu ; Tjarnargötu. i Heiraur fer minnkandi FYRIR 32 árum var flogið þvert yfir Bandaríkin 4000 km vega- lengd, í einum áfanga á 26 klst. og 50 mínútum. Nú fljúga farþega flugvélar þessa vegalengd á 7 klst. og 15 mínútum. — En í vik- unni sem leið flaug Thunder- streak flugvél úr ameríska flug- hernum vegalengdina á 3 klst. 46 mín. Flugvélin þurfti að taka benzín á lofti úr annarri flugvél á leiðinni og tafði það för hennar. Frestað forsætisráS- herrahmdi Araba- ríkja ★ KAÍRÓ og BAGDAD, 19. marz: — Utanríkisráðherraj Sýrlands hclt í dag heimleiðis frá Bagdad að afloknum viðræðurtí við forsætisráðherra íraks, Nurí el Said, um varnir Mið- og Vestur Asíu. Ræddu þeir varnarsamning þann, er Tyrkland og írak gerðu með sér nýlega, og stofnun nýa arahabandalags að tillögu Egypta. ★ í dag var tilkynnt í Kaíró, að fundi forsætisráðherraj Egyptalands, Sýrlands og Saudi- Arabíu hefði verið frestað. Fund- ur þessi átti að hefjast á morgun og hafði Egyptaland forgöngu urrj fund þennan til að ræða öryggis- bandalag Arabaríkjanna. j Rússar ífreka hctanir ★ PARÍS, 19. marz: — Ráðstjórrt arríkin hafa ítrekað í orðsend- ingu til frönsku stjórnarinnar, a3 fransk-rússneski vináttusamning urinn gangi úr gildi, ef franska þingið löggildi Parísarsamning- ana. Fyrri orðsendingin þessa efnis barst Frökkum í des. s.l. og neituðu þeir að taka þessa hótun til greina. Brezka stjórnin hefir einnig fengið aðvörun frá Ráð- stjórnarríkjunum um ógildingu ensk-rússneska vináttusamnings- ins og taldi sér heldur ekki fært að taka hana til greina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.