Morgunblaðið - 20.03.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.03.1955, Blaðsíða 8
8 MORGXJTS BLAÐIÐ Sunnudagur 20. marz 1955 ttusMnkMfe útg H.f. Árvakur, Reykjavík. rramkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vlgur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garöar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. Howard C. Blake: // Betrun h.eim.sins hefst með bættu hugarfari einstaklinganna..." ur Ábyrgðarkas órás kommúnista á líiskjör almennings NDANFARNA viku efir dval- ið hér á landi Bandaríkjamað | ur Howard C. Blake frá Fíla- delfíu. Blacke er fæddur í St. t Louis, stundaði nám við Prince- I’ SLENZKA þjóðin hefur undan- farið unnið kappsamlega að uppbyggingu þjóðfélags síns. Henni hefur orðið þar mikið ágengt, svo mikið að um það verður ekki deilt með rökum, að lífskjör almennings eru hér betri og jafnari en í flestum öðr- um löndum. Þrátt fyrir það eru stór verk- efni hér ennþá óleyst. Atvinnu- líf landsmanna er ennþá alltof fábreytt til þess að geta skapað atvinnuöryggi og traustan grund- völl efnahagslegs jafnvægis. En að því að skapa hann er unnið ef festu og stórhug. Síðan formaður Sjálfstæðis- flokksins, Ólafur Thors, myndaði nýsköpunarstjórnina á morgni lýðveldisins hefur markvísar ver- ið unnið að þessu mikla verkefni en nokkru sinni fyrr. Hefur nú- verandi ríkisstjórn ekki sízt tek- ið á raunhæfan hátt á lausn þess. Hinn sanni framfara- maður. Sjálfstæðisflokkurinn hefur markað stefnu sína í þessum málum af raunsæi og framsýni. Það er grundvallarskoðun hans, að framtíðar lífskjör almennings í landinu byggist fyrst og fremst á því, að honum takist að skapa sér þróttmikið og heilbrigt at- vinnulíf. Þessvegna hefur hann alltaf lagt á það megináherzlu, að ekki væri nóg að afla góðra og fullkominna framleiðslutækja. Það yrði jafnframt að tryggja rekstur þeirra, þannig að þau gætu verið í gangi sem mestan hluta árs hvers. Framleiðslutæki, sem ekki væru rekin gætu enga farsæld skapað. Framhjá þessari staðreynd er ekki hægt að komast. Sú fram- farabarátta, sem ekki tekur tillit til hennar er fánýt og gagnslaus. Sannur framfaramaður er því sá einn, sem ekki hugsar aðeins um það, hvernig hann geti aflað þjóð sinni bættra tækja til þess að bjarga sér með, heldur gerir sér jafn- hliða fulla grein fyrir því, hvernig hún geti notað þau með sem beztum árangri til þess að draga björg í bú, bæta hag sinn og byggja upp fyrir framtíðina. Sjálfstæðisflokkurinn byggir baráttu sína fyrir bættum lífs- kjörum almennings í landinu á þessum skilningi. Þessvegna hik- ar hann ekki við, að benda þjóð- inni á nauðs'm þess að tryggja heilbrigðan rekstur tækja sinna. Það er vissulega ömurlegt, að heilir stjómmálaflokkar skuli vera til í landinu, sem leggja á það ofurkapp, að telja fólki trú um, að engu máli skipti fyr- ir hagsmuni þess, að heilbrigður og hallalaus rekstur atvinnu- tækjanna sé tryggður. Bæði Al- þýðuflokkurinn og kommúnistar hafa viðurkennt, að útflutnings- framleiðsla okkar eigi um þessar mundir við mikla rekstrarerfið- leika að stríða. Þessir flokkar hafa meira að segja snúizt hart gegn því, að gjaldeyrisfríðindi vélbátaútvegsins yrðu í nokkru skert. Þeir hafa talið að rekstur hans stæði svo höllum fæti, að hann mætti einskis í missa af þessum fríðindum. Nú koma leiðtogar þessara sömu flokka og halda því blá- kalt fram, að vélbátaútgerð- in og togaraútgerðin, sem rík- ið verður að styrkja með stórfelldum fjárframlögum geti auðveldlega tekið á sig 50% kauphækkanir. Þannig er samræmið í orð- um og athöfnum þessara manna. Sannleikurinn er sá, að við- leitni hinna sósíalísku flokka til þess að sökkva útflutn- ingsframleiðslunni í botnlaus- an hallarekstur er ábyrgðar- lausasta árásin, sem gerð hef- ur verið á lífskjör þjóðarinn- ar og framtíðarmöguleika hennar. Það getur engum dul- izt, sem gerir sér einhverja grein fyrir ástandinu í cfna- hagsmálum landsmanna í dag. Hámark ósvífninnar Það er hámark ósvífninnar og hræsninnar þegar leiðtogar þessara flokka koma fram og lýsa yfir því, að ríkisstjórnin, sem vinnur kappsamlega að margháttuðum umbótum og upp- byggingu til hagsbóta fyrir verka lýðinn og alla landsmenn, eigi sök á því öngþveiti, sem komm- únistar og bandamenn þeirra eru að leiða yfir þjóðina um há- bjargræðistíma hennar. Það er engin tilviljun, að almenningur hefur horft fram á það verkfall, sem nú er hafið með meiri kvíða og ugg en nokkru sinni hefur orðið vart gagnvart nokkru verkfalli. Fólk- ið finnur að rökin brestur fyrir slíkri ráðabreytni. Það vill að sjálfsögðu bæta kjör sín. En það ton-háskólann og nam þar grísku og latínu. Kenndi hann þau fræði um eins árs bil, og „lærði senni- lega mun meira en nemendurnir“, segir hann glett.nislega. Þó að námið hafi vafalaust verið Blake mikill fengur, var það samt ann- að, er á vegi hans varð í Prince- ton, sem mótaði ævistarf hans — þar kynntist hann þeirri hug- sjónastefnu, er vinnur að siðferðis vakningu meðal manna (Moral Rearmament). Blake er á leið frá Bandaríkj- unum til Svíþjóðar. Hann hefir ferðazt víða og m. a. dvalið um 6 ára skeið á Norðurlöndum á ár- unum 1934—1940, eitt ár í Nor- egi, þrjú ár í Kaupmannahöfn og tvö ár í Svíþjóð. Hann hefir einn- ig farið í stutta heimsókn til Finn lands og þótti því hlýða að sækja heim hið fimmta Norðurlandanna við fyrsta tækifæri og lagði leið sína hingað. ,En hœgara er að kenna heilræðin en halda þau..." ★ SEX VIKl'K URÐU AÐ SEX ÁRUM Hann fór upphaflega til Nor- egs í för með dr. Frank Buchman, sem er upphafsmaður þessarar Blake Veiuah andi óhrifar: i Vill meiri togarafregnir. BRÉFI frá áskrifanda segir: „Lengi hef ég undrað mig yfir því undarlega fáskipti, sem ríkir í dagblöðum bæjarins, hvað snertir upplýsingar allar og frétt- ir af togaraflota okkar Maður skyldi vart ætla, að togararnir væru lengur okkar afkastamestu atvinnutæki. Löngum voru þó áður birtar afla- og söluskýrslur á nokkurra mánaða fresti, sem gáfu gott yfirlit, en það virðist nú allt forbí. Að vísu sjást stund- um greinargóðar skýrslur um aflabrögð báta úr ýmsum ver- stöðvum og er það ágætt út af sér fram á, að hér hefur verið; fyrir sig; en það er ekki nóg oft teflt of ógætilega. Það óttast að verið sé að eyðjleggja krónuna í höndum þess og stefna atvinnu þess í fullkomna tvísýnu. Þetta eru ástæður þess, að allur al- menningur telur það verkfall, sem nú er hafið, stórhættulegt hagsmunum sínum. Pólitískt verkfall. Við þetta bætist svo það, sem liggur í augum uppi, að kommún- istar hafa gert verkalýðssamtök- in að pólitisku baráttutæki, sem fyrst og fremst er beitt gegn stærsta stjórnmálaflokki þjóðar- innar, sem haft hefur gifturíka forystu um bætt lífskjör hennar. Það tiltæki er svo ósvífið og sam- vizkulaust, að þúsundir manna innan verkalýðssamtakanna víta það harðlega og telja það frek- lega móðgun við samtök sín. Sjálfstæðismenn verða ekki uppnæmir við hinu einstæða frumhlaupi kommúnista og bandamanna þeirra í stjórn Alþýðusambandsins, og vinstri stjórnarbrölti þeirra. Sjálf- stæðisflokkurinn mun halda má sjá smáklausur hingað og þangað í blöðunum um landanir og annað en eftirtektarvert er, hve slíkar fréttir eru iðulega ó- áreiðanlegar og villandi. Eiga öll dagblöð bæjarins hér hlut að máli. 01 „Piltarnir okkar“ FT hefir sézt í blöðunum tal- að um „piltana okkar“ — iþróttagarpana, en ég leyfi mér að minna á, að við eigum líka sjógarpa, sem vinna erfið og hættuleg störf og „að á þeim vett- vangi eru unnin afrek sízt ómerki legri, og sem menn þiggja engin heiðursverðlaun fyrir. Maður skyldi ætla, að ekki væri siður ástæða til að kynna fyrir þjóð- \inni afrek þessara manna en íþróttagarpanna, með allri virð- ingu fyrir þeim síðarnefndu, þeg- ar þess er gætt, hve ýmsu ómerki legu efni er veitt ríflegt rúm í hiklaust áfram baráttu sinni . dagblöðunum skyldi eigi ætla það fyrir raunhæfum kjarabótum of mikla fyrirhöfn eða tilætlun- launþega og annara lands-1 arsemi að höfð væri ein síða 1— manna. Hann mun gera það 2svar í mánuði þar sem birt væri framvegis sem hingað til með ^ yfiriit um gæftir, aflabrögð, veiði forystu sinni um uppbyggingu svæði 0. s. {rv^ birtar myndir af bjargræðisvega þjóðarinnar. siíipUm 0g skipshöfnum og hvað I skjóli þeirrar uppbyggingar 1 • - • • • ..----* mun verða unnt að greiða, Eg vil nú, Velvakandi minn, biðja þig að hlutast til um að Morgunblaðið taki upp slíka fréttasíðu sem fyrst, og hyggst ég hér mæla fyrir munn margra. kaupgjald, sem tryggi öllum góða afkomu og öryggi. Um þessa kjarabaráttu verða öll þjóðholl öfl að sam- einast. É‘ Ekki áhugaleysi um að kenna. J get fullvissað bréfritara minn um það, að það er ekki af fáskipti eða áhugaleysi blaðs- ins, að fregnir af togurunum okk- ar birtast svó tiltölulega sjaldan og þá af skornum skammti, held- ur af hinu, að fréttaritarar þess eiga löngum í hinum mestu erfið- leikum að afla eins reglulegra og fjölbreyttra frétta á þessu sviði og þeir teldu æskilegt vera. Kemur þar margt til. Bréf „áskrif anda“ mun engu að síður verða tekið til vinsamlegrar athugunar. Tvö góð leikrit. ATTICUS hefir orðið: „Mér finnst Þjóðleikhúsinu vel hafa tekizt í vali sínu á leik- ritunum tveimur, „Antigóna“ og „Ætlar konan að deyja?“, sem það hefir til sýnis um þessar mundir. Svo vel, að ég tel ástæðu til að vekja á þeim sérstaka at- hygli. Leikritin eru hvert öðru ólíkt annað gamanleikur hitt sorg þrunginn harmleikur, en báðum er þó sameiginlegt, að þau eru hvert fyrir sig skrifuð af nútíma mönnum, sem sækja yrkisefni sín aftur í hinn löngu horfna heim ævagamalla goðsagna. Þó verður Antigóna okkur minnis- stæðari, bæði vegna þess, að hún er lengra og veígameira verk og svo hins að við þekkjum efnið áður í grísku goðsögninni og hinu sígilda og síunga leikriti Sófókles- ar. Ósjálfrátt verður áhorfandan- um á að gera samanburð á leik- ritunum tveimur — því gamla og nýja. Að mínu áliti er efni leikrits ins gerð frábær skil af leikstjóra og leikendum Þjóðleikhússins og opnunaratriði leiksins er eitt af þvi sérstæðasta og áhrifamesta, sem sézt hefir á sviði Þjóðleik- hússins. Það er líka unun að hlýða á íslenzku þýðinguna á leikriti Frys, „Ætlar konan að deyja?“. — Ég er ekki einn um þetta álit mitt — og ánægju, Atticus“. R>D«5NJ Merkið, sem klæðir landið hugsjónastefnu, er kom fyrst fram á árinu 1933. Hugðist hann dvelja á Norðurlöndum í sex vik- ur — en varð um kyrrt í sex ár ásamt konu sinni, og synir þeirra tveir eru fæddir þar, annar í Kaupmannahöfn en hinn i Stokk- hólmi. Blake hefir starfað með Buchman í 27 ár samfellt. Grundvallarkenning þessarar stefnu, sem miðar að bættu hug- arfari alþjóðar, er sú, að ein- staklingar og betrun þeirra sé það, sem mestu máli skiptir. „Mér hefði verið mjög kært að eyða minni stuttu dvöl hér í að ferð- ast um landið, en ég met það meira að kynnast sem flestu fólki og hefi eytt tíma mínum í að hitta menn — af sem flestum stéttum....“ og Blake er lika einstaklega viðfeldinn maður, er mun eiga auðvelt með að laða hið góða’fram hjá þeim, er hon- um kynnast. ★ „PERSÓNULEG UPPHEFÐ SKIPTIR EKKI MESTU MÁLI —“ „Persónuleg upphefði er ekki það, sem eftirsóknarverðast er heldur ættu einstaklingarnir að vera nógu langsýnir til að vinna fyrst og fremst að einlægni og samhug alþjóðar. En það er hæg- ara að kenna heilræðin en halda þau“, segir Blake af þeim mann- úðlega skilningi, er gerir þennan hugsjónamann svo aðlaðandi. Honum þykir það áberandi ein kenni meðal íslendinga, að þeir séu fúsari til að berjast fyrir hug sjónum sínum en almennt gerist þjóða í meðal. Kenningar fylgismanna þessar- ar stefnu miðast að því, að hver einstaklingur meti það mest alls að tileinka sér þær lífsskoðanir, siðferðilega og trúarlega, er leiði hann inn á braut bætts hugar- fars — og ekki nægir að tileinka sér þessar skoðanir heldur verð- ur hver maður að gera þær kröf- ur til sjálfs sín, að hann lifi fylli- lega samkvæmt hugsjónum sið- ferðisvakningarinnar — og gefi gott fordæmi. ★ HEIÐARLEIKI OG HREINLYNDI Hugarfarsbreyting sú, er Blake og skoðanabræður hans vilja koma til leiðar manna á meðal, miðar frá sjónarmiði ein- staklingsins séð, að heiðarleik og hreinlyndi gagnvart sjálfum sér og sínum nánustu. í alþjóða- málum beinist viðleitnin að ein- ingu milli stétta, þjóða og kyn- flokka alls heimsins. Betrun heimsins hefst með einstaklingum og bættrl breytni hans innan vébanda fjölskyldu sinnar, við störf hans og meðal vina hans. Okk ur hættir við að sitja aðgerðar laus — gera okkur ánægð með status quo — og hugsa um smæð okkar sem einstaklinga, en hver einstaklingur í lýð- ræðisríki hefir raunverulega mikil áhrif, ef hann fýsir að beita þeim — og honum ber að hefjast handa um betrun heimsins þar, sem hann hefir full yfirráð, þ. e. á því að bæta sjálfan sig og næsta umhverfi sitt. Hugmyndin virðist einföld og auðveld í framkvæmd, en fram- erfið —' „það veit ég af eigin raun. ....“ kvæmdin er samt óendanlega Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.