Morgunblaðið - 20.03.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.03.1955, Blaðsíða 11
Sunnudagur 20. marz 1955 MORGUNBLAÐIÐ 11 Pífugardínu- efni kappar og bönd Tilbúnar Eldhúsgardínur Eldhúsgardínu- efni Pífur, í mörgum litum Ódýr Gluggatjalda- efni í mörgum litum og gerðum. Damask Velour Flauel Vírleggingar Dúkar Kappakögur Snúrur Storeskögur (Jrval af Dúkum Einnig Plasfikdúkar Laugavegi 18. (Inng. um verzl. Áhöld). r SATT ílytur i marzhefti 6 SANNAR frásagnir. Hér birtist sýnishorn úr einni: Hver er hin grátna, sem gengur um hjarn? Um það spyr enginn. Veður allra átta ólmast í lörfum göngukonunnar, prjónaklútum hennar og sortulitaðri mussu slitinni. Snjór er kominn í fjöll, en hamrarnir, sem enn eru auðir, hafa tekið á sig hinn helbláa íslenzka kuldalit. Og nú kyngir snjó niður í byggð. Snjótitlingahópar spretta upp úr lautum, þegar marrar í freðfönninni undan fótum konunnar, og fljúga undan veðrinu snöggum, hvikum vængjatökum. Þrír hrafnar fljúga í humátt á eftir henni. Það er sultur í krimki þeirra. Þungbúin ský, hlaðin köldu éli, grúfast yfir hjarnið, eins og þau ætli að gleypa þessa konu, sem gengur þungfær í vetr- arauðn Svalbarðsstrándarinnar. Konan er mjög framsett; stundum nemur hún staðar og heldur höndum um kvið sér, eins og hún vilji verja þunga sinn fyrir höfuðskepnum ís- lands. Konan er ung, en um munn hennar og augu eru gamlir raunadrættir þeirrar kynslóðar íslands, er uppi var á öld Móðuharðindanna. Hún þekkti höfuðskepnur íslands, þessar harðlyndu drottningar, sem stjórnað höfðu þjóðinni í þúsund ár með fullu einveldi. Konan vissi, að engum voru þær verri viðskiptis en íslenzkum lömbum og íslenzkum börnum. En þrátt fyrir allan felli höfðu íslenzkar ær og íslenzkar mæður haldið áfram að ala afkvæmi sín, í góð- um árum og hörðum, í kviði þeirra rann lífsrásin fram án afláts og braut af sér alla hlekki kuldans og dauðans. Á Hallandi á Svalbarðsströnd hefur ljós verið kveikt á kolu. Stormurinn lemur utan vallgróna þekjuna, það brakar í gömlum viðum. — Ekki eiga þeir gott, sem eru úti í þessu veðri, segir fólkið og hlustar áhyggjufullt á veðrahaminn. Það ríkir notaleg búmannsværð í baðstofunni, öryggi hins sadda og heita. Allt fé er komið á gjöf, í íjósi jórtra kýrnar og stynja af hita og vellíðan. Á Hallandi hafa menn og mál- leysingar búizt um og boðið norðlenzka vetrinum birginn. Þannig hafa íslendingar lifað af 'þorra og góur þúsund ára á mörkum hins byggilega heims. SATT fæst í öllum En það er kulsælt á hjarninu íslenzka, þegar hlýju bæj- arhúsanna sleppir. Ekki sízt illa búnum einstæðing, sem þarf að halda á sér hita handa tveimur. Göngukonan grillir bæjarhúsin í myrkrinu. Einhversstaðar bregður fyrir skímu. Konan er komin að niðurfalli, en þegar hún sér ljósið, færist í hana nokkurt lífsfjör. Á þessari ljósasnauðu öld hefur hver sá íslendingur þegar hóstað goiunni, ef hann hjarnar ekki við bjarma af koltýru. Konan guðar á gluggann loppnum" höndum. Vinnumaður kemur út á hlaðið, hún situr eins og ólöguleg þúst upp við bæjarvegginn. Hann kastar á hana kveðju, en hún tekur ekki undir hana, bara hljóðar eans og dýr. Vinnumaður er kannske ekki í meira en meðallagi gáfaður, en hann kannast við þessi hljóð: svo hljóðar aðeins kona í barnsnauð. Hann kallar inn í bæjargöngin og biður fólk að hjálpa sér. Konan er borin inn i bæ og fötin dregin af henni. Það mátti ekki seinna vera, þessi gestkona utan úr myrkrinu og hríð- inni tekur léttasóttina og elur barn svo að segja á baðstoíu- gólfinu á Hallandi. Það var sveinbarn mikið, þótt ekki gæti það talizt frítt, en einstaklega var það rómmikið, er það heilsaði hinum nýja heimi með hrinum, sem virtust ætla að sprengja rjáfrið í lágkollóttum bænum. Hin óskráðu lög gestrisninnar voru betur haldin á íslandi en bæði Jónsbók og allar konunglegar tilskipanir og for- ordningar. Það þótti níðingsbragð að úthýsa göngulúnu fólki, jafnvel þótt förumenn væru. En þessi gestkona hafði ekki komið ein. Hún hafði lagt frá sér nýjan gest á baðstofugólfið. Þessi litli gestur varð einn stórbrotnasti snillingur íslenzku þjóðarinnar. Hver var hann? Lesið þessa frásögn til enda x SATT. bóka- og blaðsölustöðum og kostar kr. 10.00. I FRAiHTÍBARATVINItA Ungur, reglusamur og áhugasamur maður með reynslu í verzlunar- og bókhaldsstörfum óskast til starfa, hjá stóru, vaxandi fyrirtæki, helzt nú þegar eða 1. júlí n. k. Umsóknir með upplýsingum og menntun og reynslu, á- samt mynd, sem verður endursend, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 31. þ. m. merkt: „Framtíð — 677“. B E R U BIFREIÐAKERTIN þýzku, fást 1 bifreiða- og vélaverzlunum. Heildsölubirgðir: RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS H.F. REYKJAVÍK Hraðrifari m Stórt verzlunarfyrirtæki óskar að ráða hraðritara sem j fyrst. — Hraðritun á ensku og íslenzku nauðsynleg og ■ á þýzku æskileg. — Uppl. er greini menntun og fyrri störf ; I ■ 1 sendist afgr. Mbl. merkt: Hraðritari —705. I Tilbob óskast ! ■ ■ ÚTGERÐARMENN Getum útvegað stálfiskibáta frá Noregi, Danmörku og Þýzkalandi eftir teikningum herra Hjálmars R. Bárðar- sonar skipaverkfræðings. Bátar til afhendingar á þessu ári sé samið strax og er val véla frjálst. Nánari upplýsingar gefa Guðmundur Kolka og Magnús Magnússon, Símar 82227 og 5948 f ■■ ■ í nokkrar góðar bifreiðar, sem verða til sýnis á j bifreiðaverkstæði Sveins Egilssonar h. f. frá kl. ■ 1—5 á sunnudag. — Tilboðum sé skilað á staðn- : ■ um. — Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði ! ■ sem er eða hafna öllum. Góð íbúð 2—3 herbergi og eldhús óskast til leigu frá 14. maí n.k. fyrir þrjár einhleypar systur. Helga Teitsdóttir Símar 3647 — 7144.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.