Morgunblaðið - 20.03.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.03.1955, Blaðsíða 12
12 MORCUISBLAÐIÐ Sunnudagur 20. marz 1955 LEKFEIA6 REYKJ/fifÍKCIÍ F« on I gamanleikurinn góðkunni ■ í s s s s s s s s s s s i s s s s s s s s s 78. sýning í kvöid kl. 8,00. Aðgöngumiðar seldir eftir S kl. 2. — Sími 3191. | Ha» ea llréla #8 Hauðhetta Sýning í dag kl. 3 í Iðnó. Baldur Georgs sýnir töfrabrögð í (jléinu. — Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11 í dag. — Sími 3191. — SíSasta sinn. |ROÐULL I dag: % DANSAÐ kl. 3—5. * Tríó MARK OLLINGTON skemmtir. VICKY PARR syngur. | Tríó ÓLAFS GAUKS leikur I kvöld: DANSLEBKUR Skemmtiatriði til kl. 1 e.m. Tríó MARK OLLINGTON Söngvari: VICKY PARR — Ókeypis aðgangur — Framh af bls. 1 ■ ábyrgð er reynt að leita jafn- vægis milli flokksforystunnar (Bulganin, hinn nýi forsætisráð- herra og hópur pólitískra hers- höfðingja, ennfremur Kruschev leiðtogi flokksins með flokks- skrifstofur sínar) og hins eina valds annars, sem eftir er í land- { inu, eftir að leynilögreglan missti áhrif sín, en það er herinn. —! Spurningin er aðeins sú, hvort1 Zhukov, sem er lítt gefið um pólitísku hershöfðingjana hefir komist til áhrifa fyrir til- stuðlan einhverrar valdamikillar hershöfðingjaklíku, eða hvort hinir gömlu flokkssamstarfsmenn Kruschevs hafi krafizt þess að Zhukov væri hækkaður í tign til þess að vega upp á móti vaxandi tilburðum Kruschevs til þess að sölsa undir sig hin æðstu völd. Hvort sem er réttara, þá er þetta í fyrsta skiptið, sem bar- *áttan um hin æðstu völd fer ekki fram innan sjálfs flokksins, held- ur á breiðara grundvelli, þar sem nýr aðili, óháður flokknum, kem- ur til sögunnar. Raunverul. leið- ir af þessu að flokkurinn hefur misst hin fyrri sterku tök sín. | o ISAMTALINU við Hearst gat Zhukov í fyrsta skipti eignað sjálfum sér heiðurinn af sigrum ( sovétríkjanna i síðustu heims- j styrjöld. Þetta er þeim mun eftirtektarverðara, sem Kruschev hafði áður látið umskrifa ver- i aldarsöguna til þess að undir- strika sinn eigin þátt í þessu máli — á kostnað Malenkovs og sannleikans. Kruschev hefur haldið þessu áfram. Og á afmælisdegi Rauða hersins í lok febrúar, gekk Kon- iev, yfirhershöfðingi sovéthers- ins í lið með Kruschev og Bulganin og hrósaði Kruschev á hvert reipi. En alveg um sama j leyti birtist í blaði sovéthersins í Þýzkalandi (en þar hefur her- inn mikið að segja) „Tagliche Rundschau“ endurprentun á grein úr Pravda, þar sem haldið i var á lofti minningunni um or- ustuna við Stalíngrad tólf árum fyrr, en í endurprentuninni var sleppt hrókaræðum um Kruschev sem mjög hafði borið á í upp- haflegu greininni. | Síðan kom fregnin um að 11 herforingjar í Rauða hernum hefðu verið gerðir að marskálk- um. Þeir eru ekki allir menn Zhukovs (eða hafa ekki verið það fram til þessa) — en flestir þeirra eru það, og þó fyrst og fremst herforingjarnir úr stríð- inu Bagramyan og Yeremenko og marskálkar flughersins Novi- kov og Sudets. Novikov var sendur í fagnabúðir eftir stríðið * á meðan Zhukov var sjálfur i ónáð hjá Stalín og var ekki lát - inn laus fyrr en á síðastliðnu | ári. V7MISLEGT fleira bendir til A þess að áhrif Kruschevs fari minnkandi. En það eitt er víst að unnið er markvisst gegn því að valdadraumar hans rætist og sá maðurinn sem einkum hefur hagnazt af þessu um sinn er Zhukov. Hann er önnum kafinn við að bæta aðstöðu hersins í stjórnmálaátökunum og í þessarx viðleitni sinni hefur hann gert strangan greinarmun á herfor- ingjum, sem vilja að áhrif hers- ins sem slíks vaxi í stjórnmálun- um (þ. e. sínum mönnum) og herforingjunum, sem nota vilja herinn sem tæki til þess að láta sína eigin valdadrauma rætast, þ. e. Koniev í bandalagi við Bulganin og Kruschev. Þetta ástand er mjög eftirtekt- arvert. Það er meira en það. — Þetta er í fyrsta skiptið, frá því að Stalín treysti völd sín með því að beygja herinn algerlega undir vilja sinn, sem skapazt hefur viðhorf, sem felur í sér brodd af byltingarmöguleikum. (OFNS — Copyright) Góð skepnuhðld ÓLAFSVÍK, Í9. marz: — Bændur á utanverðu Snæfellsnesi, eru yfirleitt vel heybirgir. Sauðfé hefur lítið verið beitt svo sem venja er til, þar sem beitilönd eru þar fremur lítil um þetta leyti árs. Er fénu rétt rennt í vatn, en er á fullri gjöf, mestan hluta vetrarins. Skepnuhöld hafa ver- ið góð. Veðrátta hefur verið góð undanfarið. en í dag er kaldara, 2—3 stiga frost. Má segja að tíð hafi verið hér góð til sjós og lands í vetur. —Einar. Gylfaginnlng og Skáldskapanná! áensku NÝLEGA er út komin ný ensk þýðing á Gylfaginningu og Skáld- skaparmálum Snorra Sturluson- ar undir nafninu „The Prose Edda of Snorri Sturluson. Tales from Norse Mythology". Það er ungfrú Jean I. Young, dósent við háskólann í Reading, sem annazt hefir hina nýju þýð- ingu og úrvalið úr Eddu. í bók- inni er Gylfaginning öll ásamt formála og tilvitnunum í bundnu máli og frásöguþætti úr Skáld- skaparmálum. Inngangsorð að bókinni hefur Sigurður Nordal skrifað og gerir þar grein fyrir áhrifum Snorra á íslenzkar bók- menntir og skáldskap. Þessi nýja þýðing er mjög vel af hendi leyst og útgáfan öll hin vandaðasta. Útgefandi er forlag- ið Bowes & Bowes í Cambridge. Eldri þýðingar Eddu, eftir DRaseut (1842) og Brodeur (1916), eru nú löngu upp uppseld- ar, og má því ætla, að þessi bók verði kærkomin þeim, sem áhuga hafa á íslenzkum fræðum í Bret- landi og víðar. (Frá utanríkisráðuneytinu). -------- M A B K t' S Umboðsmenn í Reykjavík: Bókabúð N'orSra. Bókabúð Kron. Bókav. M. F. A. Hafnarfirði: Verzlun Vaitlimar Long. myndatakan hafi algerlega mis- tekizt. 2) Ég ætla eftir nokkra daga að hringja til Jóns Bogasonar framkvæmdastjóra sjónvarps- stöðvarinnar og spyrja hann 1) — Jæja, Freydís mín, þú þekkir inn á þetta og veizt bezt sjálf hvernig til hefur tekizt hjá Markúsi. — Ég er hrædd um að kvik- ÞÓRÐUR G^HALLDÖRSSON BVl: h a 1 d s - & endurskoðunarskrifstofa IngóllJitræti 9 B Sfmi 82540 Bændur ?ið ísafjarðardjóp vel fóðurbirgir ÞÚFUM, 19. marz: — Góuveðr- áttan hefui verið fremur um- hleypingasöm. Hefur skipst á með storma og úrkomu. Hagar hafa verið sæmilegir fyrir sauð- fé. Fóðurskoðun stendur nú yfir og virðast fóðurbirgðir góðar hjá bændum og fénaður vel fóðrað- ur. Sums staðar í héraðinu ganga hestar úti í góðum búnaði. — Páll. - Yaffa Framh. af bls. 1 leitað álits brezku stjórnarinnar um birtingu skjala frá Potsdam- ráðstefnunni um leið og leitað var álits þeirra um birtingu gagna Yalta-ráðstefnunnar. Lét brczka stjórnin í ljós það álit, að óráðlegt væri að birta skjölin að svo stöddu. Formælandi bandarísku stjórn arinnar skýrði svo frá í dag, að í undirbúningi sé birting skjala, er fjalla um skipti Banda ríkjastjórnar við Kína á stríðs- árunum. Bandaríkjastjórn hyggst einnig birta gögn frá ráðstefnum, er kenndar eru við Teheran og Casablanca. GuðríSur Gísladótlir ■ ■ Orfá kveðjuorð NÝLEGA er látin Guðríður Gísladóttir, Klapparstíg 20, eftir erfiðan sjúkdóm, oft sárþjáð, en hún bar sjúkdóm sinn með þol- inmæði unz yfir lauk. Guðríður var fædd 6. septem- ber 1900 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Ólafsdótt- ir og Gísli Þórðarson, systkinin voru fjögur og var Dúdda yngst, en svo var hún venjulega köll- uð. Gift var Guðríður Marteini Steindórssyni, skrifstofumanni, en hann lézt 1952 eftir þungbær veikindi. Þau eignuðust fjögur börn, öll hin mannvænlegustu. Þau eru öll gift nema yngsti sonurinn, sem nú stundar nám við Verzlunarskólann. Syrgja þau nú öll mjög mikið elskulega móður, en guð mun veita þeim styi-k í sorgum þeirra. Ég, sem þessar línur rita, kom stöku sinn- um á heimili þeirra hjóna, og þótti mér ávallt gott og skemmti- legt þar að vera, því bæði voru þau alúðleg og gestrisin. Guð- ríður var góð kona, trúuð og heimilisrækin, mér virtist að heimilið væri henni fyrir öllu. Þegar litið er yfir farinn veg, er margs að minnast. Að endingu bið ég guð að styðja og styrkja ástvini hennar, því þó að söknuðurinn sé sár, birtir upp um síðir. Blessuð sé minning hennar. J. C. Ó. ^9n^ó(fócafd J)ncfó(fcafd GömSu og nyju dansarnir í Ingólfscafé í kvöld klukkan 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8. Sími 2820. Gömlu dansarnir í kvöld klukkan 9. HLJÓMSVEIT SVAVARS GESTS. Aðgöngumiðasala frá klukkan 8. KVINTETT GUNNARS ORMSLEV leikur frá klukkan 3,30—5. Þórscafé DANSLEIKUR að Þorscafé í kvöld klukkan 9. K. K. sextettinn Ieikur. Aðgöiigumiðar seldir frá kl. ð—1. MR. JOHN BOYCE, OF MELLO, JOMM, THI5 IS FRANK FINSER.. ’ WHATS THE REACTiON TO THE TPML SHOW 5 _ I HATE TO TELL YOU, FRANK/ w j W1LDLIFE UNUMITED, !S ON e h THE PHONE, MR. FINGER... Eftir Ed Dodd ----------- hvernig undirtektirnar séu. I hvernig undirtektirnar hafa ver- 3) Viku seinna. I ið undir kvikmyndina hana — Landssíminn hringir. Jón Markúsar. Bogason er í símanum. 4) — Sæll, vertu Jón. Þetta er Friðrik. Geturðu ' sagt mér, Það er ekki gaman að þvl, Friðrik .... en ....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.