Morgunblaðið - 22.03.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.1955, Blaðsíða 2
MORGVTSBLAÐIB Þriðjudagur 22. marz 1955 X sem grundvallast á fasteigna- matinu. gjalda, heldur réffs skipfingu ; Ó!!i Jörundar lalínn ásfæðulaus KLAR umræður urðu í Neðri deild Alþingis i gær vegna frumvarps fjármálaráðherra um samræmingu á fasteigna- mati, Jörundur Brynjólfsson réðist harkalega á frumvarpið. Tald; liánn bæði að hætt yrði við að landsnefnd í Reykjavík væri illa faér um að endurskoða fasteignamat um allt land vegna ókunnug- leika og svo hitt að hætta væri á, þegar fasteignamat væri hækkað að ýmis g.iöld sem grundvallast á fasteignamatinu myndu hækka. Pjármálaráðherra og Jón Pálmason þingmaður Húnvetninga svör- rðu og töldu að ýmislegt sem Jörundur sagði væri á nokkrum irusskilningi byggt. í ræðu sinni minntist Jörund- ur á það að skv. frumvarpinu væri að vísu ekki ætlazt til að allsherjarfasteignamat færi fram, heldur ætti viðfangsefnið að vera að, meta hinar nýrri umbætur og bæta matsverði þeirra við. Þegar slíkt ætti að meta taldi hann þó að alveg eins þyrfti við staðþekkingar og persónulegrar könnáttu. Landsnefndin hefði hana ekki. Að vísu væri í frum- varpinu ákvæði um að nefndin mætti leita upplýsinga hjá Bún- aðarfélaginu um ræktunarfrkv. o. fl., en jafnvel þetta taldi Jör- undur að væri ekki nóg, því að ekki þýddi að vita kostnaðar- verð, heídur hið raunverulega vérðgildi og gagn af jarðabótun- nm, Engri átt næði að taka með í matið ýmsar jarðræktarfram- kvæmdír eins og framræslu, sem gætu ekki farið að gefa arð fyrr en eftir þrjú ár. HÆKKUN ÝMISSA GJALDA :Þá réðist, Jörundur harkalega að þeim ákvæðum þar sem talað er um, hve mikið fasteignamats- verð megi hækka, eða allt að 400%. Sagði hann að hætt væri við að fasteignamatið yrði al- mennt hækkað svo mikið, og ef svo yrði, þá myndi mörgum þykja þröngt fyrir sínum dyr- um. Því að fjöldi gjalda grund- vallást á fasteignamatinu, t. d. heimtaugagjald, rýsluvegagjald, sem er í sumum héruðum mörg hundruð þúsund krónur, sýslu- sjóðsgjald sem er t. d. í Árnes- sýslu hálf milljón, gjald til fjall- skila og einnig hefur fasteigna- rriatið áhrif á útsvör. Ef þetta allt hækkaði í sambandi við hækkun fasteignamats, þá yrði erfitt að lifa, sagði Jörundur. SÝSLUNEFNDIR ÁKVEÐA GJÖLDIN Eysteinn Jónsson, f jármálaráð- herra taldi að ótti Jörundar væri ástæðulítill. Því að sjálfsögðu myndu þessi gjöld sem nefnd voru ekki hækka í sama hlutfalli ¦og hækkun fasteignamats. Að sjálfsögðu yrðu gerðar ráðstaf- anir til að þessi gjöld yrðu áfram sem líkust því sem þau hafa ver- ið. Sýslunefndirnar ákveða sum þessara gjalda, þær gætu hækk- að þau án þess að fasteignamat- ið sé hækkað, en væntanlega myndu þær taka til greina þá breytingu sem verður við þetta millimat. SAMRÆMING — RÉTTLÁT SKIPTING Jón Pálmason sagði að með f rumvarpi þessu væri aðeins ver- ið að samræma fasteignamatið. í lögum er ákveðið að millimat fari fram, en því hefur ekki ver- ið framfylgt alls staðar. Slíkt ósamræmi hefur valdið ranglátri skiptingu t. d. á greiðslu heim- taugargjalds, þar sem millimat hefur farið fram í sumum hrepp- um og sumum sýslum. Þótt þessi samræming fari fram á fasteigna mati um allt land, þá þýðir það ekki að heimtaugagjaldið hækki aTmermt um allt land sem því nemur. Eina breytingin er að skipjfingin' verður réttlát, þegar fasteignama'tið alls staðar er byggt á sömtí forsendum. Sama gilti-væntanlega um önnur gjöld Enginsi póstur SKIPSPÓSTUR verður ekki af- greiddur meðan á vei'kfallinu stendur, og tvö skip liggja nú Kér í höfninni irieð pós't, sem ekki fæst afgreiddur til póststjói'narinnar. Það er erlendur póstur með Gull- fossi um hálft áttunda tonn og svo innanlandspóstur með Herðu- breið. I dagf mun pósthúsið geta af- greitt póst til Norðurlandsins, þar eð Norðurleiðir mun senda vagn til Akureyrar. Póstur, sem bílar taka hefur vevið hægt að afgreiða, því honum skila bílstjórarnir sjálfir. — ZONTAKLÚBBURINN Á AKUREYRI HELÐUR „NONNASKEMMTUN" Churchill — nosavðMr F'f.mh. af bls. 1 scm þcssi fjöltli er yfirgnæf- andi meirihluti atkvaeðisbasrra íbúa hreppsins, og þar með fullnægt skilyrðum þeim, sem sett voru fram í samþykkt sýslunefndar Kjósarsýslu um þetta mál þann 7. þ. m., þá ályktar hreppsnefnd að vísa frá framkominni tillögu odd- vita o. fl., um frekari at- kvæðagreiðsíu, þar sem það yrði aðeins til þess að tefja málið og gengi í berhögg við vilja meirihluta kjósenda, sem óska að breytingin sé gerð á yfirstandandi Alþingi. Mælir hreppsnefnd nú, með tilliti til vilja meirihluta at- kvæðisbaerra íbúa í hreppn- um, með því að Kópavogur verði gerður að sérstöku lög- sagnarumdæmi með kaupstað- arréttindum". VIRÐA AÐ VETTUGI VILJA ÍBÚANNA Eins og þessi tillaga minni- hluta hreppsnefndar ber með sér I hefur meirihluti atkvæðisbœrra íbúa hreppsins unrtrrriíað áskor- unina. 750 af 1400 kjósendum. En kommúnistar virtu það ekki við- lits, heldur samþykktu þeir frest- unartillögu sína. Þannig ganga þeir algerlega í berhögg við yfir- lýstan vilja íbúanna í hreppn- j um. Inímm siaraði S.L. SUNNUDAG fór fram við Skíðaskálann í Hveradölum Firmakeppni, sem Skíðaráð Reykjavíkur stóð fyrir. Hófst keppnin kl. 2 e. h. og var keppt í svigi. Sólskin var en gekk á með mjög hvössum vindsveipum j og gerði það keppendum og | starfsmönnum erfitt fyrir. Frost' var 10 stig. Keppt var í brekkunní fyrír ofan hverina skammt frá Skíða- skálanum og var skíðafærið hart og grófst því brautin lítið. Var i brautin um 300 m löng með 38 hliðum og 90 m fallhæð. Braut- arstjóri var Þórir Jónsson. 35 fyrirtæki tóku þátt í keppninni. Hátalari var notaður til þess að lýsa keppninni, sem fór vel fram og var spennandi. Úrslit í keppninni urðu þau að Eysteinn Þórðarson, Í.R. sigraði og fékk 74.0 stig, en hann keppti fyrir Klæðaverzl- un Braga Brynjólfssonar. — Annar var Stefán Kristjáns- son, Á., 76.5 stig, fyrir Skó- verzl. Stefáns Gunnarssonar og- þriðji Ásgeir Eyjólfsson, Á. 76.7 stig fyrir ísafoldarprent- smiðju. Að lokinni keppni var kepp- endum, starfsmönnum og full- trúum þeirra fyrirtækja, sem þátt tóku í keppninni, boðið til sameiginlegrar kaffidrykkju í Skíðaskálanum. Þar flutti ræðu formaður Skíðaráðs Reykjavíkur Jóh. Óskar Guðmundsson. Af- henti hann sigurvegurum 1., 2. og 3. verðlaun, sem voru þrír fagrir silfurbikarar (farandbik- arar) og að auki var þeim Ey- steini, Stefáni og Ásgeiri afhent- ir til eignar litlir silfurbikarar. Að lokum hélt Stefán Björnsson skrifst'ofustj. ræðu. Öll úrslitin verða birt síðar hér í blaðinu. Akureyri 21. marz. IGÆR efndi Zontaklúbburinn hér í bæ til skemmtunar í ágóða- skyni fyrri minjasafn er hann hyggst koma upp til minningar um pater Jón Sveinsson (Nonna). Samkoman hófst með því að*~ norski fiðluleikarinn Ivan Knut- sen lék einleik á íiðlu með að- stoð Jakobs Tryggvasonar skóla- stjóra. Þá flutti frú Svava Jóns- dóttir leikkona ávarp. Ræddi hún tilgang skemmtunaarinnar og gat þess að félagskonur Zontaklúbbs- ins vonuðust til þess að geta gert Nonnahúsið við Aðalstræti 54 B, hér í bæ, að safni til minningar um þennan víðfræga íslending. í húsi þessu er Nonni fæddur og uppalinn til 12 ára aldurs. Var það gefið klúbbnum af þeím hjónum frú Sigríði Davíðsdóttur og Zophoníasi Árnasyni yfirtoll- verði árið 1952. Frú Svava kvað þetta menn- ingarmál snerta alla Akureyringa og væri framgangur þess undir velvild og skilningi þeirra kom- ið. Klúbburinn þyrfti f.iármagn til þess að endurbæta húsið og safna í það bókum Nonna, í sem flestum útgáfum og þeim tungu- málum sem þær hafa verið þýdd- ar á. Ennfremur myndum, er skýrðu sögu þessa merka manns. Auk þess er fyrirhugað að safna í húsið heimilismunum og hús- gögnum frá miðbiki 18. aldar, sem gætu gefið sem gleggsta hug- mynd um útlit heimilis Sveins Þórðarsonar föður Nonna. • Gísli Jónsson menntaskóla- kennari flutti fróðlegt og skemmtilegt erindi um Jón Sveinsson, en Árni Kristjánsson menntaskólakennari las upp úr dagbókarblöðum Sveins Þórar- inssonar hallærislýsingu frá ár- inu 1869, en þá var Nonni 11 ára. Ennfremur las hann upp úr bók- inni „Nonni". Happdrætti var á skemmtun- inni og var þar margt góðra muna. Smárakvartettinn söng undir stjórn Jakobs Tryggvason- ar. Félagskonur gera sér vonir um að geta verið búnar að koma Nonnasafni upp fyrir árið 1957, en þá er aldarafmæli hans. — Vignir. Framh. af bls. 1 á möguleikana á að halda fjór- veldaráðstefnu áður en samning- arnir væru endanlega samþykkt- ir. — r EKKI EINS OG Á STENDUR Churchill svaraði m. a á þessa leið: — Ég hef um tíma verið þess fýsandi að binda beint og persónulegt samband við hina nýju valdhafa Sovétríkjanna, sem myndi leiða til fjórveldaráð- stefnu og ég er enn þeirrar skoð- unar, að ýmislegt myndi vinnast við slíka ráðstefnu. En eins og nú stendur get ég þó ekki séð að hún yrði til neins gagns. Eg og samráðherrar mínir er- um ákveðið þeirrar skoðunar að ekki sé rétt að halda fjórvelda- ráðstefnu fyrr en samningarnir um landvarnarsamtök Vestur- Evrópu hafa verið samþykktir af öllum aðildarríkj um. — Stjórn Bandaríkjanna er sammála okk- ur um þetta. Það er engin von til að við fáumst til að breyta afstöðu í þessu máli. I FFAKKAR UTAN GÁTTA? Ég er jafnvel hræddur um, sagði Churchill, að ef mál þetta verður tafið með enda- lausum þrætum og frestum, þá neyðumst við til að grípa til annarra ráðstafana, sem aj-n«"j h-iFi i>að að Frakkland yrði ekki áfram samstarfsað- ili um landvarnir. Myndi þetta hafa í för með sér stórvægi- legar breytingar bæði st.jórn málaleear og hernaðarlegar. Að lokum sagrði ChurchillS — Eg ber ást oe umhyggjtt fyrir frönsku þjóðinni. ÞaW myndi þess vegna valda mér miklum harmi ef samstarf við hana ætíi að rofna oar hún ætti að standa einaneruð og missa áhrif sín meðal frjálsra þjóða. Sigurvegarar í Firmakeppninni: Stefán, Eysteinn, Ásgeir. HÓTEL BORG Almennur dansleikur í kvöld til klukkan 1. — Ókeypis aðgangur. — Rhumba-sveit Plasidos skemmtir. Hljómsveit Þorvaldar Steingrímssonar leikur. Boðsmiðar afhentir við aðaldyr kl. 8,30. Borð aðeins tekin frá fyrir matargesti. Húnvetningafélagið heldur danskemmfun í Tjarnarcafé, niðri, föstudaginn 25. þ. m. klukkan 9 e.h. Félagar, fjölmennið. Skemmtinefndin. JBH Z /l r Skíðabrekkan í Hveradölum. (Ljósm. Har. Teits.) 5 Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunar heldur bazar í Góð- • templarahúsinu í dag, 22. marz, og hefst hann kl. 2 e. h. : Á bazarnum verður fjöldi gagnlegra og góðra muna, j bæði fyrir börn og fullorðna, auk ýmislegra annarra ; muna. Allt verður selt við mjög lágu verði. : Nefndin. ,..........<...............¦¦••¦¦•••¦¦»¦•¦¦¦¦¦¦«........•....,¦•» • *>S»w_

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.