Morgunblaðið - 22.03.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.03.1955, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. marz 1955 Sigurður á Stafafelii sjölugur SIGURÐUR Jónsson að Stafafelli í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu er fæddur 22. marz 1885 og fyllir því í dag siöunda tug aldurs síns. Sér þó lítt á honum áratalan, eins og mynd sú af honum, er fylgir þessum línum og nýlega var tek- in, ber vott um. — Sigurður er borinn að Bjarnanesi í Nesjum (Hornafirði) og voru foreldrar hans séra Jón prófastur hinn fróði Jónsson, bónda að Melum í Hrútafirði, Jónssonar sýslu- manns og kammerráðs — og er það kunn ætt og fjölmenn —, og kona hans Margrét Sigurðardótt- ir prófasts að Hallormsstað Gunnarssonar, en kona séra Sig- urðar var Bergljót Guttorms- dóttir prests í Vallanesi Pálsson- ar. Að ýmsu leyti hefur Sigurði Bvipað til þessara merku ætt- menna sinna. Sigurður Jónsson vildi í æsku ekki yfirgefa jörð og bú, þótt hann, eins og reyndar gefur að skilja, ætti kost á embættisnámi, en í þess stað fór hann í Gagn- fræðaskólann í Flensborg, eins og margir gegnir menn gerðu í þá daga. Það var svo sem sjálf- sagt, eins og á stóð, að hann yrði í fyrstu bústjóri hjá föður sínum, enda einkasonur, og ekki á kot vísað, þar sem Stafafells- jöðin var, og við búsforráðum tók Sigurður þar að fullu 1917. Þar hefur hann og búið síðan við góðan orðstír og gerðist brátt umsvifamikill við búskaparfram' kvæmdir og eins voru honum fljótlega falin opinbar trúnaðar- störf, svo sem hreppsnefndar- og önnur félagsstörf í sveit og hér-, aði, formeanska í skólanefnd, ( formennska í búnaðarfélagi hreppsins. kjörinn í fatseigna- matsnefnd, í sýslunefnd um hríð, ár mæna trén yfir bæjarhúsin, sem menn töldu þó vel myndar- leg. Fyrir trjárækt og túnrækt hefir Sigurður hlotið verðlaun úr heiðursverðlaunasjóðum. Bú- peningur Sigurðar hefur verið talinn með því bezta þess kyns í sýslunni, enda sauðfjárkyn breiðst þaðan út um héraðið. Því má skjóta hér inn í, að réttar- stjóri við Stafafellsrétt hefir hann verið í nær 30 ár, en þang- að kemur fé á hverju hausti úr þrem sýslum og raunar margt lamba ómarkað á síðkastið, svo að þörf hefur verið hinnar mestu aðgæzlu, enda telja kunningjarn- ir, að Sigurður hafi þar hlotið æfingu í talsverðu ráðríki! Sigurður í Stafafelli hefur haft úthaldsgóða heilsu, án þess að vera sérstakt hraustmenn, aldrei hlíft sér, kappsamur við öll störf og víst aldrei látið eftir sér að „liggja rumfastur“ heima. Hann hefir í öllum önnunum haft ánægju af ferðalögum, eins um fjöll og firnindi, fylgt mörgum Alhugasemdir frá Magnúsi B Kristins- syni og Þórði Þorsteins- syni hreppstjóra V E G N A ummæla í dagblaðinu Tímanum, sunnudaginn 20. marz, vil ég taka fram eftirfarandi. Það sem okkur Þórði Þor- steinssyni hreppstjóra fór á milli, var sem hér segir: — Ég gekk til fundarstjóra séra Gunnars Árnasonar og ætlaði að leita mér upplýsinga um það, hvar ég ætti að vera, þar sem ég ætlaði að vera hlutlaus í máli því, sem hér var atkvæðagreiðsla um. En í þeim svifum vindur Þórð- ur sér að mér og segir að ég skuli fara út. Ég sagðist ekki fara út, því þá væri ég ekki hlut- laus. Þórður segir þá: „Þá ertu bara bölvaður kommúnisti.“ Vind ég mér þá að honum og segi: „Hverlags aðdróttanir eru þetta“. um leið og ég segi þetta slæ ég út hendinni, sem í var logandi sígaretta og lendir sígarettan á hálsi Þórðar með þeim leiðinlegu afleiðingum að brunablettur kom á háls honum. Að stundu liðinni tókum við tal saman og tók Þórður þá aftur orð sín og við sættumst heilum sáttum. Þetta mál er því algjörlega óviðkomandi þeim ólátum, sem á fundinum urðu. 21/3 1955 Magnús B. Kristinsson. Ég hefi lesið athugasemdir Magnúsar Bærings Kristinssonar og eru þær í aðalatriðum réttar, og þar sem ég var þarna sem löggæzlumaður, þá vísaði ég hon- um frá fundarstjóra og mun hafa kallað hann kommúnista, vegna þess að það voru þarna þrír menn, sem ég taldi hættulega, þarna inni, og vildi ég ekki eiga búnaðarþingsmaður, oddviti yfir kjÖrstjórnar enn í dag o. fl. — Árið 1917 kvæntist Sigurður frændkonu sinni Ragnhildi, dótt- ur Guðmundar bónda Ólafsson- ar á Lundum í Borgarfirði, og hafa þau eignast þrjú börn, sem nú eru vel upp komin, tvo syni og eina dóttur.------ Stafafellsbúið var eitt af stór- búum þessa lands á sinni* tíð. Þegar Sigurður byrjaði sjálf- stæðan búskap þar, eins og áður var sagt (1917), kveðst hann hafa átt 300 sauðfjár og var mikill hluti af því á leigum beggja vegna Lónsheiðar. Heimilisfólkið var lengi vel um 20 manns og átti allt vinnandi fólk kindur á kaupi, eins og alsiða var, vinnu- menn þetta 50 ær og þar yfir,! svo að hjörðin var álitleg á heim- ilinu, er allt kom saman, um 700 fjár yfir veturinn, þegar flest var. Af þessum hópi voru einatt um 250 sauðir við beitarhús og gengu að mestu úti í góðum vetr- um. Annar gripafjöldi var og ærinn. Eins og kunnugir fara nærri um, var þörf mikilla vinnu bragða á þessari jörð, eins og hagaði til, enda húsbændurnir Stjórnsamir Hlunnindin voru all- mikil og voru nýtt tií hins ýtr- ásta, æðarvarp og selveiði í eynni Vigur, er liggur bar fyrir lándi, rekafjörur happasælar og silungsveiði í Jökulsá, er ílóir þar meðfram jörðinni, reyndar sveitinni að öðru leyti til óþurft- ar, en er nú brúuð fyrir tveim árum, skammt frá Stafafelli. Nýting allra jarðargæða hélzt hjá Sigurð! með fullum krafti, mátti segja, til 1930, er breyta varð til eftir atvinnuháttum. Bát- ur var gerður út á sjóinn á hverri vetrarvertíð og fiskaðist oft vel. Tún I Stafafelli var áður mjög þýft, eins og víða þar um sveitir, en sléttað varð það að fullu að lokum 1930. með þaksléttuað- ferðinni, en eftir það fært út með nýrri aðferðum og telst nú um 16 ha, en engjaheyskapur hefur ávali tverið þar langsóttur. Kálgarða þá, er heima voru við bæinn, gerðu þau hjónin að trjá- gróðrarstöð í fyrstu með reyni- hrislum, en nú eftir nálægt 40 yfir foraðsvatn (Jökulsá) og kann því vel skil á vötnum, sem fleiri í þeim sýslum fram að þessu. Ferðast hefur hann um ævina um flest héruð landsins (að undanteknum vesturkjálk- anum) og er þekking hans örugg á ýmsu fólki og staðháttum víðs- vegar, enda fróður og minnugur svo sem hann á kyn til, þjóð- legur og trygglyndur. — Á ýms- an veg mun verða dæmt um at- hafnir Sigurðar sem annara fram kvæmdamanna, er eigi haft látið sitt eftir liggja, og er það mann- legt. Hann er mjög sjálfstæður í hugsun og afskiptum af al- mennum málum, þótt .heitið liafi hann „flokksbundinn", eins og nú tíðkast. Meðal þeirra viðurkenninga, sem sýslungar Sigurðar í Stafa- felli hafa sýnt honum, þótt komn ir séu úr héraðinu, má telja, að hann er heiðursfélagi í Skaftfell- ingafélaginu í Reykjavík, og sem stendur sitja þeir nú tveir að þessum sóma í austursýslunni, hann og Þorleifur í Hólum. „Þrenningin í Lóni“, sem einu sinni var talað um, er fyrir- manna var getið þar um slóðir, gerist nú að vísu aldurhnigin, en ber þó enn sitt barr, — þeir Jón í Volaseli, Stefán í Hlíð og Sigurður í Stafafelli, sem er þeirra yngstur. Er að vonum, að þeir óski nu orðið að njóta nokk- urrar hvíldar eftir erilsamt ævi- starf. Sigurður í Stafafelli hefir nú, reyndar fyrir alllöngu, ákvarðað eftir hálfrar aldar búsýslu að láta hér staðar nema í því umstangi. Taka þá aðrir við. — Vinir hans og kunningjar senda honum í dag, á þessum merku timamótum í ævi hans, góðar kveðjur og þakkir fyrir samfylgdina, og árna hon- um og hans fólki heilla og gengis. G. Sv. Sandstormur á Súez-eiðinu. KAÍRÓ — Mikill sandstormur geisaði s. 1. þriðjudag á Súez- eiðinu. Dimmdi svo vegna sand- stormsins, að þrjú olíuskip rák- ust á nálægt borginni Súez og stöðvaðist umferð um skurðinn um stundarsakir. - á hættu að fleiri bættust í hóp- inn. Þess vegna bið ég alla, sem hlut eiga að þessu máli, að líta það réttu auga. Það má segja að ég hafi ekki síður átt upptökin en Ma.gnús. Tel ég svo þetta út- rætt mál. Þórður Þorsteinsson. H árgreiðsl ustofa Rúmgott húsnæði fyrir hár- greiðslustofu eða annað hlið stætt til leigu. Hentugt fyr ir stúlku, sem þarf að búa • » á - vinnustað; Uppl. í síma 3534. — 1—2 herbergi sem nota mætti fyrir skrif- stofur, óskast. Upplýsingar í síma 7296, fyrir kl. 6. — UtiS hfóisög og krókar í herðatré til sölu, Bergstaðastræti 42 — eftir kl. 6, daglega. Einbýlishús 4 herb. og eldhús með íbúð- arhæfu risi, til sölu eða í skiptum fyrir íbúð í Vestur bænum. Tilb. sendist afgr. Mbl., fyrir föstudagskvöld, merkt: „716“. 1—3 herbergi og eldhús óskast til leigu. Upplýsingar í síma 81053. 2 herbergi til leigu fyrir reglusaman karlmann. Herbergin eru leigð með ljósi, hita, ræstingu, að- gangi að síma og baði. — Stærð herbergjanna er ca. 7 og 12 ferm. Þeir, sem hafa hug á þessu, leggi nöfn sín og heimilisfang inn á afgr. Mbl., fyrir n.k. fimmtudags- .kvöld, merkt: „Nýtt hús — 715“. — Höfum fengið aftur hið marg eftirspurða, þýzka fatahreinsunarefni NOVO- LIN. — Novolin þarf ekki að hæla. Það svíkur engan. Novolin er ódýrt. Hyggin húsmóðir hreinsar allan fatnað heima og sparar peninga. — Verzlunin SKEIFAN Snorrabraut. Mótakrossviður! Óskum eftir kaupum á móta krossvið, nýjum eða not- uðum. Tilb., er greini magn og verð, sendist Mbl., fyrir 23. þ.m., merkt: „Mótakross viður — 720“. Pússningasandur Fyrsta flokks pússninga- sandur til sölu. Heimkeyrt kr. 10,00 tunnan. — Fljót og góð afgreiðsla. Uppl. í síma 81034 og 10B, Vogum. Einbýiishús Vil kaupa einbýlishús, í bæn um eða nágrenni, fokhelt hús eða grunn. Töluverð útborgun. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 24. þ. m., merkt: „Einbýlishús — 719“. —- Handavinnu- námskeið byrja um næstu mánaðamót Stutt vornámskeið í alls konar útsaum, hekl, orker- ingu, kúnststopp o. fl. Verk efni fyrirliggjandi. Allar uppl. milli 2 og 7 e. h. ÓLÍNA JÓNSDÓTTIR handavinnukennari. Bjarnarstíg 7, sími 3196. HERBERGI til leigu, með húsgögnum, fyrir reglusaman karlmann. Upplýsingar Bárugötu 34. eldhúsinnréttingar og inn- byggða klæðaskápa. — Sími 9755. — ¥tra byrði yfir gæruúlpur, nýkomið. Marteinn Einarsson & Co. Laugavegi 31. ÍBÚf* Mæðgur utan af landi óska eftir einu herbergi og eld- uhiarplássi. Einhver hús- hjálp getur komið til greina Tilb. sendist Mbl., merkt: „Góð umgengni — 718“. Bátur til sölu 5 tonna' trillubátur til sölu. Til sýnis og allar uppl. Dal við Múlaveg. — Barnlaus hjón óska eftir ÍBIJÐ strax. Upplýsingar í síma 9846 kl. 2—4 í dag. Óskum eftir geymsluherbergi 15—20 ferm., helzt í Aust- urbænum. Uppl. í síma 5299 milli 5 og 7. STLLKIJ vantar strax í vefnaðar- vöruverzlun. Aðeins ábyggi leg stúlka kemur til greina. Upplýsingar í síma 7534. Ibúð óskast 3 rólegar, miðaldra stúlkur, í fastri atvinnu, óska eftir 3ja herb. íbúð til leigu, helzt í Austurbænum. Upplýsing ar í síma 9787.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.