Morgunblaðið - 22.03.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.03.1955, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. marz 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. J"r*mkv.stj.: Sigíúa Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vl*ur, Lesbók: Árni óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanria, í lausasölu 1 krönu eintakið. ilnga fólkiH og byggingarmálin SENNILEGA hefur aldrei jafn margt ungt fólk undirbúið íbúðabyggingar víðsvegar um land og einmitt nú. Hið aukna byggingarfrelsi, sem núverandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir á ríkan þátt í þeirri hreyfingu, sem nú er í byggingarmálunum. Ennfremur hefur mikil og góð atvinna ýtt mjög undir það, að margt ungt fólk hefur byrjað að safna sér nokkrum sjóðum til þess að eignast þak yfir höfuðið. Loks hafa fyrirheit ríkisstjórnar- innar um aukna fyrirgreiðslu í lánamálum stuðlað að byggingar- áformum almennings. Til þess að miklum byggingar- framkvæmdum verði haldið uppi á næstu árum er fyrst og fremst tvennt nauðsynlegt. í fyrsta lagi, að verðgildi peninganna rýrni ekki, þannig að byggingarefni hækki stórlega. í öðru lagi, að það fólk sem hyggur á bygging- arframkvæmdir njóti framvegis nægrar og tryggrar atvinnu. Þegar á þetta hefur verið litið verður það auðsætt, hví- lík ógnun felst í því við bygg- ingaráform unga fólksins, að kaupgjald verði stórhækkað, peningarnir verðfelldir og at- vinnuleysi skapað í landinu. Þegar slíkt ástand hefði skap- azt væri grundvellinum bók- staflega kippt undan hinum ráðgerðu umbótum í húsnæð- ismálum. Unga fólkið, sem safnað hefði sér nokkrum sjóðum til þess að geta ráðizt í íbúðarbyggingar stæði allt í einu uppi með þá stórskerta. Ekki nóg með það. Sjálft byggingarefnið væri orðið miklu dýrara en það er nú. I Þegar svo væri komið væru það aðeins efnamenn sem ráð- izt gætu í byggingarfram- kvæmdir. Þessa hlið málanna verður vissulega að athuga í sambandi við þau átök, sem nú eiga sér stað um hæð tímakaupsins. Hús- næðið er ríkur þáttur í lífskjör- um fólksins. Hver einasti maður vill eiga þess kost að eignast góða og heilsusamlega íbúð fyrir sig Og sína. Þær ráðstafanir sem tor- velda honum viðleitnina til þess, fela því í sér mikla skerðingu á lífskjörum hans. i Það er því vissulega ekki ofmælt að kommúnistar hafa gerzt sekír um freklega árás á lífskjör almennings með þeim kröfum sem þeir hafa haft forystu um, um yfir 50% kauphækkanir. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur að kommúnistar vita vel, hvei- afleiðing yrði af slíkum ráðstö'unum. Þeir hafa sjálfir lýst því yfir, að bæði tog- araútgerðin oe vélbátaútgerðin sé nú þanniff á vegi stödd, að hún þoli ekki aukinn tilkostnað. i Engu að síður hafa þeir ekki hik- að við, að hafa forgöngu um fyrr- greindar kröfur. Fyrir þeim vak- ir beinlínis, að koma í veg fyrir, að þróunin í byggingarmálunum haldi áfram. Þeir vilja alls ekki að ungt fólk, sem undirbýr nú íbúðabyggingar og treystir m. a. á aukna lánastarfsemi komi áformum sínum fram. Kommún- istar vilja hreinlega viðhalda stórfelldum húsnæðisskorti og öngþveiti í þessum málum. Auð- vitað kenna þeir svo ríkisstjórn- inni og flokkum hennar um vandxæði fólksins!! Það væri sannarlega hörmu- lega farið ef móguleikar þess mikla fjölda fólks, sem nú und- irbýr íbúðarbyggingar, yrðu ó- nýttir. Þjóðfélagið á mikilla hags muna að gæta í því, að einstak- lingsframtakið verði hagnýtt sern bezt á sviði byggingarmálanna. Það hefur lyft Grettistökum á undanförnum árum. Síðan Sjálf- stæðismenn höfðu forgöngu utn það á Alþingi árið 1947 að auka- vinna efnalítilla einstaklinga við byggingu eigin íbúða var ger3 skattfrjáls hafa þúsundir einstak- linga lagt fram óhemju vinnu við íbúðahúsabyggingar í land- inu. Þúsundir fjölskyldna hafa eignazt gott og varanlegt hús- næði vegna afnáms hins rang- láta lagaákvæðis. Og eins og getið var um í upphafi undirbýr nú mikill fjöldi ungra manna íbúð- arhúsabyggingar. Þau áform má ekki trufla, við verðum að geta haldið áfram umbótunum í húsnæð- ismálunum. Nýjar, bjartar og vistlegar íbúðir þurfa að rísa til sjávar og sveita, bæði yfir það fólk, sem býr nú við þröngt og léleet húsnæði og hitt, sem er að stofna fjöl- skyldur og heimili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á þessu fullkominn skilning. Þess vegna er aukinn stuðn- ingur við íbúðarhúsabygging- ar eitt af höfuðmálum núver- andi ríkisstjórnar. En einmitt af þeirri ástæðu svífast komm únistar einkis í baráttunni gegn húsnæðisumbótunum. Churchil! að kveðja NÚ er talað um það sem vissu í Bretlandi að Winston Churchill muni draga sig í hlé í næsta mán- uði og láta af embætti forsætis- ráðherra. Er það fyrir elli sakir en Churchiil varð áttræður 30. nóvember s.l. Orðrómurinn segir að Churc- hill taki þetta spor hikandi og með eftirsjá. Stafar það fyrst og fremst af því, að hann muni girn- ast það mjög, að geta áður en hann lætur af störfum, komið á fjórveldaráðstefnu. Myndi hann telja það verðugan lokaþátt langr ar ævi, ef honum tækist með fjórveldaráðstefnu, að koma á samkomulagi milli austurs og vesturs og tryggja mannkyninu frið um ókorhnar aldir. En slík ráðstefna verður ekki haldin fyrr en samningarnir um landvarnir Vestur-Evrópu eru gengnir i gildi. Verður það því væntanlega verkefni eftirmanns hans, Ant- hony Edens, að koma á f jórvelda- ráðstefnunni. Því mun Churchill fyrst og fremst draga sig í hlé að þing- kosningar í Bretlandi eru í vænd- um og þó gamli maðurinn sé enn furðanlega ern, þá mun hann ekki treysta sér til að heyja slíka rimmu. íhaldsflokkurinn, sem hefur meirihluta þingsins, að vísu tæpan, getur nokkurn veginn ráð ið því hvenær kosningar fari fram og hefur útlitið sjaldan ver- ið svo vænlegt sem einmitt nú, þegar verkamannaflokkurinn er klofinn. Því getur hugsazt að kosningar verði í sumar og aldrei seinna en næsta haust. Fimmtugur: Þorsfeinn Guðmunds son á Finnboga- slöðum FIMMTUGUR varð í gær, Þor- steinn Guðmundsson, bóndi og stöðvarstjóri að Finnbogastöðum á Ströndum. Hefur Þorsteinn unn ið mikið og ómetanlegt líknar- starf í sinni sveit hvað snertir skepnuhjálp. Þorsteinn er ekki lærður dýralæknir, en hefur margri kýr og kind hjálpað til að fæða, og mörg dæmi eru þess að hann hafi limað kálfa frá kúm, án þess að nokkuð yrði að. Myndi margur bóndinn í hreppnum hafa orðið fyrir þungum búsifjum ef hans hefði ekki notið við Auk þess er Þorsteinn mjög fjölhæfur maður, og má segja að öll verk leiki í höndum hans. Á afmælisdaginn var mann- margt á heimili Þorsteins því að margir vildu árna honum heilla á þessum merku tímamótum. — Ekki gat h%nn þó sinnt gestum sínum svo sem hann hefði viljað, vegna þess að hans var vitjað til þess að hjálpa kú frá kálfi um miðjan daginn, lét hann það sitja í fyrirrúmi fyrir gestunum. Hef- ur hann aldrei neitað um slíka hjálp ef til hans hefur verið leit- að, enda hefur hann almennings- orð á sér fyrir greiðvikni og hjálpsemi í hvívetna. — Regína. Lagt til að 57 .manns fái ísL ríkisborgararétt Skilyrði setf að þau taki upp íslenzk nöfn ALLSHERJARNEFND Neðri deildar Alþingis hefur lagt fram álit sitt og breytingartillögur um það hverjum skuli veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni. Gerir nefndin tillögur um 57 manns sem fái ríkisborgararétt. Af þeim eru 11 af dönskum ættum, 10 af þýzkum, 9 af hollenzkum (allt Karmel-nunnur), 8 af fær- eyskum, 7 af norskum. Þær reglur sem nefndin hefur aðallega farið eftir eru þessar: að umsækjandi hafi gott orð um alla hegðun og framkomu. Einhleypir menn hafi átt hér lögheimili í 5—-10 ár og fari um árafjöldann nokkuð eftir þjóðerni, o. fl. Nefndin leggur til að eftirtaldir menn fái ríkisborgararétt, að- eins fyrsta nafn tekið: Anton Árge, verkamaður í Reykja vík, færeyskur. Anges Bakker, nunna, hollenzk. Anna Ballering, nunna, hollenzk. Erich G. H. Benske, verzlunarmað ur í Reykjavík, þýzkur og kona hans Sesselja Guðmundsdóttir. Hans J. H. Beth, húsgagnasmiður í Borgarfirði, þýzkur. Hans P. Christoffersen, bygginga verkamaður, Akureyri, danskur. Elisabeth Clausen, húsmóðir, — Reykjavík, norsk. Giinther W. H. Doretz, vinnupilt- ur, Miðfelli, Hrunamannahreppi þýzkur. Einar G. V. Einarsson, járnsmið- ur, Akranesi, kanadískur. Maria A. H. M. A. van Fulpen, nunna, Hafnarfirði, hollenzk. George F. Gazely, verzlunarmað- ur, Reykjavík, enskur. Guðrún Ólafsdóttir, Reykjavík, fædd á íslandi. Ueib vakandi ák, rifar: Kaldur sunnudagur. SÍÐASTI sunnudagur kom flatt upp á marga með sólbjart- an hörkugadd og norðannæðing. Dagarnir fyrir helgina höfðu verið mildir og vorlegir og fólk- ið var komið í hálfgert vorskap, krakkarnir búnir að kasta af sér vettlingum og treflum og smá- stelpurnar farnar að hoppa í höfum við líka heyrt öðru hvoru að undanförnu fregnir um hafís við strendur landsins og hann hefir ekki hingað til verið ís- lands börnum neinn vorboði. R! Parísarleiknum um allar götur, rjóðar og ánægðar með lífið. Það er annars ástæða til að benda ykkur á, telpur mínar, að það er hættulegur leikur að leika sér í París úti á akbrautunum þar sem bifreiða umferð er, enda er slíkt algerlega bannað. Ekki vert að vera of bjartsýnn. JÁ, ÞAD var mörgum kalt á sunnudaginn, fólk sást hlaup andi í sprettinum um götur bæj- arins, sérstaklega í úthverfunum, þar sem vegalengdirnar eru meiri en í miðbænum. Og það var ekki aðeins vindurinn og frostið, sem það var að flýja undan, sem fæt- ur toguðu, heldur líka mold- og steinrykið, sem þyrlaðist í stór- um skýjum eftir vegunum, það var ekkert gaman að fá þann ófögnuð inn á sig — til viðbótar frostinu. En nú hefir hlýnað í veðrinu aftur, þótt e'kki sé hann reyndar hlýr á vangann enn — en við erum heldur ekki nema í marzmánuði ennþá og það er engin nýbóla, að hann sé svalur og kuldalegur. Það borgar sig aldrei að vera mjög bjartsýnn um veðurfarið á þessum tíma érsins, hér á norðurslóðum og svo Verkfallið í fullri hörku. EYKVÍKINGUR skrifar: Verkfallið stendur yfir af fullri hörku og litlar líkur þykia fyrir því, að bráðlega muni úf því rætast, þrátt fyrir langa fundi deiluaðilja og sáttanefndar. Það er dauði yfir athafnalífi höfuð- borgarinnar, enda þótt allur þorri verkafólksins, sem stendur að verkfallinu brenni í skinninu eftir að vinna pg uni þessu á- standi hið versta. — Verkfalls- verðir standa vörð um, að boði verkfallsins sé hlýtt í hvívetna og ganga oft harðar eftir en þeir hafa nokkurn lagalegan rétt til. Það er ekki annað en alltaf skeð- ur, þegar til verkfalls kemur hér. E' Hversvegna er það látið líðast? N MÉR er spurn, hversvegna er það látið líðast, að hinir svokölluðu verkfallsverðir, sem margir hverjir eru ekki annað en ábyrgðarlausir ofstopaseggir, eru látnir komast upp með hvers- konar strákslæti og bófahátt, misþyrmingar á mönnum og slettirekuhátt, sem er algerlega óþolandi. Ég hirði ekki um að nefna hér einstök dæmi, þar eð þau eru öllum bæiarbúum nægi- lega kunn. Við viljum virða verk- fallið sem slíkt á meðan því er framfylgt af sanngirni og sæmi- legum aga. Við viljum hinsvegar engan veginn una við uppvöðslu rétt- lausra æsingamanna, sem látnir eru leika lausum hala í skemmd- arfýsn sinni. Við krefjumst þess, að þeir verði látnir sæta réttlátri laganna refsingu, svo sem atferli þeirra gefur tilefni til hverju sinni. — Reykvíkingur". Merkið, sem klæftir Iandið- Odni Gærdbo, klæðskeranemi, Reykjavík, færeyskur. Leif B. Hansen, járnsmiður, Reykjavík, danskur. Niels M. Hansen, vefari á Akur- eyri, danskur. Leifur G. Hæslund, verkamaður, Reykjavík, danskur. Otto Ö. G. Haslund, verkamaður, Reyk.javík, danskur. Helgi N. V. Einarsson, lögreglu- þjónn, Akranesi, kanadískur. Sigrid J. E. Holboe, húsmóðir, Reykjavík, dönsk. Christa E. Holz, húsmóðir, Reykja vík, þýzk. Betzy E. A. Jacobsen, húsmóðir, Reykjavík, færeysk. Tröndur Jacobsen, verkamaður, Stykkishólmi, færeyskur. B.jarne O. Jensen, verzlunarmað- ur, Reykjavík, danskur. Erik F. Jensen, trésmiður, Rvík, danskur. Jörgen Jörgensen, verkamaður, Reykjavík, norskur. Kári Guðjónsson, sjómaður, Rvík, fæddur í Noregi. Julius I. Kjærvik, matsveinn, Reykjavík, norskur. Maria E. A. Knippen, nunna, hollenzk. Reidar Kolsöe, stýrimaður, Reykja vík, nprskur. Else M. C. Krog, húsmóðir, Reykja vík, færeysk. Per Krogh, vélfræðingur, Reykja- vík, norskur. Dietrich Kuhn, námsmaður, Rvík, þýzkur. Fridthjof J. Lambrechts, sjómað- ur, Kópavogi, norskur. Lorens Lorensen, bústjóri, Skála- túni, Mosfellssveit, þýzkur. Berta E. Machnitsky, ráðskona, Sveinsstöðum, Lýtingsstaða- hreppi, þýzk. Hans W. May, járnsmiður, Reykja vík, þýzkur. Josefa J. M. van der Meer, nunna, hollenzk. Evald Mikson, íþróttakennari, Reykjavík, eistnezkur. Johann F. J. Moravek, hljómlistar maður, Kópavogi, austurrískur. Alfred L. J. Mttnch, matreiðslu- maður, Reykjavík, þýzkur. Lydia O. Niclassen, húsmóðir, Reykjavík, færeysk. Niels S. G. Nielsen, verkamaður, Borgarfjarðarhreppi, færeysk- ur. — Adolf B. Petersen, verkamaður, Reykjavík, fæddur á Islandi. Arne I. Petersen, hljóðfærasmiður, Reykjavik, danskur. Walter R. Petty, verzlunarmaður, Reykjavík, enskur. Bernadotte A. M. van der Poel, nunna, hollenzk. Olaf M. A. Poulsen, iðnnemi, Reykjavík, bandarískur. Maria M. C. P. Rannsyn, nunna, hollenzk. Erika A. M. L. Spitzer, húsfrú, Reykjavík, þýzk. Peter A. Tavsen, sjómaður, Hofs- ósi, færeyskur. Flemming Thorberg, sjómaður, Reykjavík, danskur. Herbert P. Ward, verkamaður, Reykjavík, írskur. Miriam W. M. Wesseling, nunna, hollenzk. Arne K. M. Wind, landbúnaðar- verkamaður, suður-Reykjum, — Mosfellssveit, danskur. Else K. Wind, húsmóðir, Syðri- Reykjum, dönsk. Margarethe de Zeeuw, nunna, hollenzk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.