Morgunblaðið - 22.03.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.03.1955, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 22. marz 1955 MORGVNBLAÐIÐ Slysfarir barna ræddar á almennum borgarfundi á vegum Barnaverndarfélags íslands ' Fyrsta skrefið stigið í leit að leið til að draga úr hinum tíðu umferðarslysum á börnum Náin samvinna foreldra, almennings, lögreglu og annarra yfirvalda nauð- synleg til oð árangur náist SÍÐASTL. sunnudag boðaði stjórn Barnaverndarfélags Reykjavíkur til almenns umræðufundar um slysfarir barna. Frummælendur voru Jón Oddgeir Jónsson, fulltrúi SVFÍ, Ólafur Jónsson, fulltrúi lögreglustjóra, og frú Elín Xorfa- dóttir, formaður stéttarfélagsins Fóstru. Ingimar Jóhannes- son, fulltrúi fræðslumálastjóra var skipaður fundarstjóri, og prófe.ssor Símon Jóh. Ágústsson gegndi ritarastörfum. 'ÍC SAMTÖK BORGARANNA NAUÐSYNLEG Dr. Matthías Jónasson, for- maður félagsins, setti fundinn og bauð menn velkomna. Benti hann é nauðsyn þess, að borgararnir Eameinuðust um aðgerðir til að fyrirbyggja umferðarslys á börn- um, sem nú væru orðin svo tíð Hefði félagið því ákveðið að stefna saman öllum þeim borg- urum, er áhuga hefðu á þessu alvarlega vandamáli og væru fúsir til að leggja eitthvað að mörkum því til úrlausnar. '•* HIÐ AÐKOMNA FÓLK ATTAR SIG EKKI Á HÆTTUNUM Ræddi hann stuttlega það vandamál, er skapazt hefur af því, að Reykjavík hefur vax- ið mestmegnis af aðflutningi fólks úr dreifbýlinu. Margt þetta fólk hefði ekki öðlazt skilning á hættum þéttbýlis- ins og væri mikil þörf á að veita fólki þessu fræðslu einkum í umferðarmálum. Umræðufundur þessi er að- eins upphafið að löngu og þol- inmóðu starfi í leit að lausn þess- ara vandamála, og höfuðatriðið er, að menn taki sem bezt saman höndum um úrlausn þess, sagði formaður. 'Íf ÁBYRGÐ FORELDRANNA Næstur tók til máls Jón Odd- geir Jónsson. Lagði hann áherzlu á, að börnum á skólaskyldualdri stafaði mest hætta af umferðinni, og yrði þetta vandamál aldrei 3eyst nema með aukinni ábyrgð- artilfinningu foreldra um þessi efni og viðameiri aðgerðum af leysi t. d. með því að aka bif- reiðum sínum keðjulausum eða ljóslausum. * FRÆÐSLAN AFFARASÆLUST Ræddi Jón síðan þann skerf, er Slysavarnafélag íslands hefur lagt fram í viðíeitninni til að draga úr slysförum barna. Hefur sú viðleitni einkum beinzt að því að fræða börn á skólaskyldu- aldri, en erfiðara hefði reynzt að ná til barna á aldrinum 3—7 ára. í fræðslu þessari hafa verið notaðar bæði umferðarkvik- myndir, bækur og umferðar- reglurnar hafa verið leiknar með nemendunum í skólastof- unni. Fyrsta umferðarkvik- myndin var gerð á árinu 1946 — og er sú nú allt að því „útslitin". Nýlega var lokið samningu skóla, en ekki er gert þar ráð fyrir kennslu í nmferðarregl- um sem skyldunámsgrein. — Hefði SVFÍ því sent dóms- málaráðuneytinu tilmæli um, að kennsla í umferðarreglum yrði gerð að skyldunámsgrein ekki aðeins i barnskólum heldur einnig i framhaldsskól- um. Ólafur Jónsson benti í upphafi máls síns á, hversu margþætt umferðarmálin vævu og yrðu því sem allra flestir að taka höndum saman um lausn þeirra. Drap hann nokkuð á þá miklu breyt- ingu er upphaf borgaramenning- ar hefur valdið í þjóðlífi Islend- inga, er ylli því að fólk yrði að breyta um lífsvenjur, en það væri oft erfitt. Kvaðst hann álíta, að foreldr- ar og almenningur hefðu ekki gefið málum þessum nægan gaum, og væri þá miklu ábóta- vant, þar sem iögreglan gæti að- eins hjálpað til að fyrirbyggja slys á börnum með nánu sam- stai'fi við foreldra og almenning. Lögreglan vildi yfirleitt gera sitt bezta til að láta börn- in finna, að lögreglan væri þeim VINVEITT, en mörgum foreldranna yrði sú óafsakan- lega skissa á að nota lögregl- una sem grýlu á börnin! * LEIKVÖLLUM ÁBÓTAVANT Taldi Ólafur, að leikrými fyrir börn væri mjög ábótavant, leikvellirnir væru ekki fyllilega boðlegir hvorki hvað snerti tæki og öryggisútbúnað og einnig væri börnunum ekki kennt að hálfu forráðamanna bæiarins umferðarmálum. '¦* BIFRED3ASLYSIN FLEST í REYKJAVÍK Benti hann á, að í engri höf- uðborg Norðurlanda er jafn mik- jð um bifreiðaslys og í Reykja- vík. Foreldrar virtust vanmeta þá hættu, er börnunum stafaði af því að leika sér á götunni, ella sæjust lítil börn ekki gæla við hjólbarða strætisvagnanna og moka aur út á miðri götu. 1t SLYS TÍBUST MEÐAL SMÁBARNA Las Jón Oddgeir úrdrátt úr skýrslu vátryggingarfélags nokk- urs hér á landi. Sýndi skýrslan Ijóslega, að slys væru tíðust með- al lítilla barna, en færi fækk- andi með auknum þroska og hækkandi aldri. Bæri skýrslan þess vott, að fjöldi smábarna, er tæplega væru tekin að að stíga í fæturna yrðu fyrir bifreiðum og væri það næsta furðulegt, að slíkt gæti komið fyrir. Rakti Jón þrjár höfuðorsakir fyrir hinum tíðu umferðarslys- um á börnum hér á landi: Skort- ur á ábyrgðartilfinningu hjá for- eldrum, bæjaryfirvöldin væru ekki nógu framkvæmdasöm um umbætur í umferðarmálum og ökumenn sýndu oft mikið kæru- Mynd þessi var tekin nýlega, er lögreglan í Reykjavík og SVFÍ gekkst fyrir útiæfingum í Langholtsskólahverfinu til að kenna börnunum umferðarreglur hjólreiðamanna. Fleiri slíkar útiæfingar eru nú í undirbúningi i öllum skólahverfum bæjarins og verða hafnar á næstunni. Unnið hefur verið að töku annarrar umferðarkvikmynd- ar á undanförnum tveim ár- um á vegum bæjarins með að- stoð vátryggingarfélaga. Und- anfarna daga hafa sýningar á þessari nýju mynd hafizt. — Myndin er aðallega ætluð fyr- ir 7—9 ára börn. Umferðarbók barnanna, er kom út fyrir tveim árum síðan er nú nýkomin út aftur. Er bók- in bezt við hæfi 7—12 ára barna, en á einnig erindi til yngn kyn- slóðarinnar. Sagði Jón Oddgeir, að það hefðu verið SVFÍ nokkur von- brigði, hvernig foreldrarnir hefðu tekið undir viðleitni þessa. Börn- in voru send heim með bókina til að spyrja foreldrana, hvort þau vildu kaupa hana — og oftast var það aðeins helmingur for- eldranna, sem hafði vit á að fórna 8 krónum fyrir öryggi barnanna. if UMFERÐARREGLUR GERÐAR AÐ SKYLDUNÁMSGREIN Nýlpega var lokið samningu notfæra sér vellina sem skyldi. Yfirleitt væru fæstir húseigend- ur fúsir til að lofa börnum að leika sér í húsagörðunum. Kvað Ólafur mikla nauðsyn á, að leikvöllunum yrði fjölgað og góðri gæzlu með börnunum kom- ið á. Foreldrar og bæjarfélagið yrðu að hafa samvinnu um þetta og gætu skipt með sér kostnað- inum af slíkri i^rbót eftir sam- komulagi. Bifreiðastöður eru mjög hættu- legar börnum, enda ynni lögregl- an og bæjaryfirvöldin nú að því eftir föngum að leysa þetta vanda mál. Orsakaðist þetta fyrst og fremst af skorti á bifreiðastæð- um, er engan veginn fullnægðu þörfum vegna sívaxandi fjölda bifreiða. * BÆTT UMFERÐARMENN- ING DREGUR ÚR SLYSUNUM Eitt af höfuðatriðunum í að ráða bót á slysförum barna, er sífellt færi fjölgandi, taldi Ólafur vera BÆTTA UM- FERÐARMENNINGU bæði ökumanna og vegfarenda. — Menn eru reyndar alltaf sam- mála um þetta á mannfund- um, en þegar lögreglan fer að láta að sér kveða um að hafa eftirlit með umferðinni, reyn- ast flestir lélegir liðsmenn í viðleitninni til að skapa meira öryggi í umferðarmál- um. * FÓLK LÆRI AÐ HLÝÐA SETTUM REGLUM Fólk yrði að tenvja sér að vera fúst til að hlýða settum reglum og gefa börnunum jafnframt með því gott fordæmi. Engin löggjöf getur náð tilgangi sínum í lýð- ræðisríki nema öll þjóðin standi saman um að framfylgja henni. Ólafur benti á, að í flestum til- fellum — 85% — væru það öku- menn eða vegfarendur — en ekki biluð ökutæki — er sök ættu á slysunum. í viðleitninni til að draga úr slysunum yrði því fyrst og fremst að leggja áherzlu á auknar kröfur til manna, er fengju ökuskírteini, og fræðslu- starfsemi bæði meðal almennings og ökumanna. * TVÖ SKREF TIL ÚRBÓTA Yfirvöldin hefðu nýlega tekið tvö mikilvæg skref til úrbóta í umferðarmálum: Bæjarstjórnin skipaði umferðarnefnd og mun verkfræðingur starfa með nefnd- inni, og dómsmálaráðuneytið skÍDaði millibinganefnd til að fjalla um umferðarmál. Bifreiða'fjöldinn á enn eftir að aukast með öllum þeim þægind- um er bifreiðamenningin hefur í för með sér, og þjóðin verður þvi að læra að umgangast þessi tæki. * LEIKVELLIRNIR DRAGA ÚR HÆTTUNNI Frú Elín Torfadóttir ræddi einkum þýðingu leikvallanna í að draga úr slysförum barna. Kvað hún ieikvöllunum mjög ábóta- vant, lélegar .girðingar og hlið, skortur á góðri gæzlu væri mjög tilfinnanlegur og leiktæki væru ekki nægilega f.iölbreytt. Væri slíkt ástand illt, þar sem leikvellirnir væru eina ráðið til að forða börnunum frá götunni. Lagði frúin til að fastar starfs- stúlkur yrðu ráðnar til gæzlu- starfa á leikvöllunum og gætu mæðurnar sent börn sín þangað gegn ákveðnu gjaldi. • SVFf OG LÓGREGLAN VINNI SAMAN Síðar í umræðunum mæltist frúin til þess, að SVFÍ og lög- reglan hæfu fræðslu í umferða- reglum á dagheimilum og í smá- barnaskóium. Kveðst frúin álíta, að börnin hefðu gagn af þvi — þótt ung væru. Einnig mæltist frúin til, að lögreglan hefði nokk- uð hönd í bagga með gönpufprð- um, er farnar væru frá dagheim- ilum og smábarnaskólum, og gæti það orðið þáttur í kennslu í umferðareglum. • ANDLEGU ÁVERKARNIR Kristjárn Þorvaldsson, læknir, tók síðan til máls og drap á þær örlagaríku afieiðingar, er likam- legur eða andJegur áverki í bif- reiðarslysi getur haft á barnssál- ina. Minntist hann einnig á þá hættu, er fylgir ölvun við akstur. • HÆFNISPRÓFIN SÉU GERÐ STRANGARI Ólafur Gunnarsson, sálfræð- ingur, ræddi nauðsyn þess, að láta bifreiðarstjóra ganga undir strangt hæfnispróf, áður en þeim væri veitt ökuleyfi. — Frakkar reyndu fyrstir þióða slík hæfnis- próf og gáfu þau góða raun. Benti hann einnig á þá staðreynd, að fáir „hrakfallabálkar" verða oft valdandi 40—50% bifreiðarslysa. Hvatti Ólafur til nánari eftirlits með slíkum mönnum, og einkum að rannsakaðar væru aðstæður þeirra, ef bæta mætti úr með leiðbeiningum. 9 • ÁRÓÐURINN GETUR KOMIÐ SÉR ILLA Jón Oddgeir Jónsson tók aftur til máls og kvað mikið hafa verið rætt um, hvort ekki bæri að auka áróðursstarfsemi í blöðum og út- varpi fyrir umferðarmenningu en skiptar skoðanir hefðu þó verið um það, þar sem of mikill áróður kynni að gagnsefja fólk. • SPJALDSKRÁ YFIR „HRAKFALLABÁLKA" Ólafur Jónsson tók einnig aft- ur til máls og kvað lögregluna hafa þegar heimsótt nokkra smá- barnaskóla. Þó að nokkur vafi léki á þeim árangri er náðst hefði af því, væri lögreglan reiðubúin til að leggia lið í þessum efnum. f sambandi við ræðu Ólaf9 Gunnarssonar benti hann á, að lögreglan hefði nú í undir- búningi spjaldskrá yfir menn, er lentu oftar en einu sinni .4 ári í bifreiðarslysum. Yrðu menn þessir síðan kallaðir á fund lögreglunnar og reynt að leiðbeina þeim. Ef þeir ekki bættu ráð sitt, væru öll lík- indi til að þeir misstu öku- leyfi. • TAKMARKA ÞARF „HRINGAKSTUR" Einnig minntist Ólafur á þær ráðstafanir, er lögreglan hefði í undirbúningi til að takmarka „hringakstur" þann, er tíðkast svo m,iög í Miðbænum á síðkvöld- um. FyJgdist lögreglan með því, hvort sömu bifreiðarnar færu fjórar hringferðir í röð á tveim tímum (frá um það bil hálfniu til hálfellefu). Væru bifreiðar- stiórar þessir síðan kallaðir til lögreglunnar og áminntir. Kva<5 Ólafur erfitt að finna meðálveg- inn í því að stöðva hringsól sömu bifreiðanna án þess að skerða þau þægindi, er ven.iulegum borgar- búum gæti orðið af einni hring- ferð. • NOTAGILDI HÚSAGARDA Ýmsir fleiri tóku til máls. m. a. Erlingur Pálsson. yfirlögreglu- þjónn, og Jón H. Björnsson, skrúðgarðaarkitekt. Benti Jón á, að mikil nauðsyn væri á, að böro fengju að leika sér í húsagörðum. Ekki mætti eingöngu hugsa ura fagurt útlit húsagarðanna, garð- arnir þyrftu einnig að hafa nota- gildi. —•— I í iok fundarins var gerð eftir- farandi samþykkt: 1. Fundurinn telur, að mikið skorti á, að leikvellir bæiarins séu nægilega margir og að þeir séu allir vel búnir að leiktæki- um og í nothæfu ástandi. Fyrir því skorar fundurinn á bæjar- stiórn og bæjarráð Reykjavíkur að fjölga leikvöllum í bænum, að girða þá og hafa gæzlukonu, eina eða tvær, á hverjum leikvelli. Enn fremur að koma upp ein- földu skýli á hverjum leikvelli, þar sem börn geti leitað afdreps í illviðri. Girðing leikvallarins þarf að vera þannig, að 2—5 ára börn fari ekki út og inn nema opnað sé hlið fyrir þeim. Ættu mæður þá að geta falið gæzlukonu börn á þessum aldri 1—2 stundir í serin. Æskilegt er, að afgirtur verði sérstakur hluti leikvallar- ins, ætlaður yngstu börnum og búinn leiktækium við þeirra hæfi. Auk leikvallanna verði af- mörkuð svæði, þar sem börn geti óhult leikið hlaupa- og bolta- leiki. Þar verði gerðar sleðabraut ir, en það er lítið verk, ef til þess eru notaðar stórvirk tæki og það Framb, á bla. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.