Morgunblaðið - 22.03.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.03.1955, Blaðsíða 12
12 MORGVTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. marz 1955 Slystarir barna Framh. af bls. 9 er tengt öðrum byggingafram- kvæmdum, svo sem brottflutn- ingi jarðvegs úr húsa- og gatna- grunnum. Um slík svæði skulu settar girðingar aðeins til varnar því, að börn hlaupi beint út í umferðina. 2. Fundurinn telur, að strangar kröfur þurfi að gera til hæfni þeirra manna, sem stjórna öku- tækjum, og skorar á stjórn um- ferðarmála að gera hið bráðasta ráðstafanir í þessa átt. Ökuleyfi sé veitt þeim einum, sem þreytt hafa hæfnispróf með viðhlítandi árangri. Við hæfnispróf verði m. a. lögð áherzla á almenna heil- brigði og reglusemi, viðbragðs- flýti, hraða- og fjarlægðarskyn, næma sjón og heyrn. Stjórn um- ferðamála láti gera bækling, þar sem ökuleyfishöfum sé i örstuttu máli bent á ýmsar orsakir slysa og leiðbeint um að varast þær. Bæklingur þessi ætti jafnan að fylgja ökuleyfi. Fundurinn fagnar skipun milli- þinganefndar til að endurskoða umferðarlöggjöfina. Fundurinn fagnar einnig samþvkkt bæjar- stjórnar að ráða verkfræðing til þess að vinna að umferðamálum sérstaklega og að ráða fram- þess að vinna að umferðarmálum Telur fundurinn þetta spor í rétta átt til þess að leysa knýj- andi vandamál umferðarinnar. 3. Fundurinn telur, að þröngar umferðargötur og vöntun sér- stakra bifreiðastæða auki stórum slysahættuna í bænum. Fyrir því skorar fundurinn á samvinnu- nefnd um skipulagsmál að tak- marka sem mest bifreiðastæði á umferðargötum og vinna kapp- samlega að því að koma upp bif- reiðastæðum á hentugum stöðum í bænum. Fundurinn leggur enn fremur áherzlu á þá nauðsyn, að aðal- umferðaæð verði lögð frá Suður- landsbraut um Skúlagötu og vest ur úr, svo að létt verði umferð af Laugavegi, Hverfisgötu og öðr um þröngum götum Miðbæjarins. 4. Fundurinn hvetur foreldra eindregið til þess að bvrja að kenna barni sínu einföldustu um- ferðareglur og varúðarráðstafan- ir um leið og það byrjar að ganga úti á götu. Jafnframt þarf að vekja athygli barnsins á hættun- um, án þess þó að hræða það. Fimm ára barn og yngra ætti aldrei að fá að leika sér eftir- litslaust úti á umferðargötu, held ur þarf að venja það á að leika sér á óhultum svæðum. Það myndi draga verulega úr um- legt eftirlit með mörnum sjálf- eldri eða annar fullorðinn væri úti með barninu eina stund dag- lega. Við það styttist sá tími, sem barnið verður að vera úti eftir- litslaust. í erlendum borgum, þar sem foreldrakynslóðin er vax in upp við hættur og kröfur þröngbýlisins, þvkir slíkt persónu legt eftirlit með börnum sjálf- sagður þáttur í dagsverki foreldr- anna. Fundurinn skorar á bændur að gæta fyllstu varúðar við að fela börnum og unglingum stjórn vél- knúinna farartækja. E KARLAKÓR REYKJAVÍKUR ■ ■ ;E Söngstjóri SIGURÐUR ÞÓRÐARSON I j Samsöngur fyrir styrktarfélaga í Austurbæjarbíó \m miðvikudaginn 23. marz kl. 1900 fimmtudagin 24. marz kl. 1900 föstudaginn 25. marz kl. 1900 sunnudaginn 27. marz kl. 1500 ■ ■ Einsöngvari: Guðmundur Jónsson, óperusöngvari —”— Guðmundur Guðjónsson, tenor. Við hljóðfærið: Fritz Weisshappel. ■ ■ Nokkrir aðgöngumiðar á sunnudags-samsönginn 27. G marz verða seldir í bíóinu eftir kl. 1300 sama dag. !■ ATH.: Þeir sem óska að gerast fastir áskrifendur að !■ C samsöng kórsins, eru beðnir góðfúslega að til- ■ m kynna það í síma 81461. Karlakórinn „Þrestir“ t í Hafnarfirði heldur árhátíð sína næstkomandi laugar- dagskvöld kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu. — Styrktarfélögum heimil þátttaka meðan húsrúm leyfir — Aðgöngumiða sé vitjað í Bókabúð Böðvars. IBUÐ Húsasmið vantar íbúð í haust, vill taka að sér að innrétta íbúð upp í húsa- leigu. Hef verkstæði. Fernt í heimili. Tilboð sendist Mbl., merkt: „Húsasmiður — 717“. BEZT AÐ AVGLÝSA 1 MORGUNBLAÐINU Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur AÐALFUND sinn í Borgartúni 7, föstud. 25. marz kl. 8.30 e. h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagskonur, mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. — Morgunblaðið með morgunkaífinu Czechoslovak Ceramics Ltd. Prag framleiða m. a.:.. Háspennu einangrara Lágspennu einangrara Einangrara tyrir símalínur U M B O Ð : MARS TRADING C0MPANY KLAPPARSTÍG 26 — SÍMI: 7373. Czechoslovak Ceramics Ltcl., % y Prag II, Tékkóslóvakíu Stúlkur Maður, 35 ára, í góðum efn um, óskar að kynnast stúlku með hjónaband fyrir aug- um. Aldur 20—40 ár. Þag- mælsku 'heitið. Má hafa barn með. Tilb. og mynd leggist inn á afgr. Mbl., — merkt: „X 194 — 704“. ftianf ouS&m.a, ■CíwvJi, UHU ímkaumboS ’jþórSur ?/ ‘JeifSiorx '--- M A B K ÍJ S Wttr I’M NOT » GOING TO^ SAV "I TOLD 1 VOU SO"...I’M JUST GOING TO 1) — Mér finnst það mjög leið- inlegt Friðrik. Mér geðjast að vísu mjög vel að Markúsi, en kvikmyndin hans hefur gersam- lega mistekist. 2) — Það var leiðinlegt. Frey- dís dóttir mín hefur talsverðan áhuga á honum og þessvegna lang aði mig til að vita hvernig und- irtektirnar hefðu verið. 3) í Týndu skógum. — Þetta er bréf frá Jóni Boga- Vsyni, framkvæmdastjó'ra sjón- varpsstöðvarinnar. Hann segist hafa fengið bréf frá átta áhuga- sömum áhorfendum. 4) — Átta af milljón áhorfend- um sýndu áhuga. Það var leitt. — Ég skammast mín niður fyr- ir allar hellur. ■/ ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.