Morgunblaðið - 22.03.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.03.1955, Blaðsíða 16
,'; Yeðurúllll í dag: AUhvass NA. Skýjað og sums- staðar lítilsháttar snjókoma. 0V9nttÞIð^i)k Slysfarir barna. — Sjá grein á blaðsíðu 9. 67. tbl. — Þriðjudagur 22. marz 1955 Béndi á Ströndum missir 4 ær af lifraráú 10 ær komust í lilrina og eru 6 þeirra f árveikar síðan Gjögri, 21. marz. IGÆR og framan af deginum í dag, hefur verið mikil snjókoma og 12—14 stiga frost. Er veðrið heldur að lægja eftir því sem á <iaginn líður. Annars hefur verið fremur snjólétt hér í vetur, og ¦Veður sæmileg. GENGIÐ Á HEY «H" Veturinn hefur verið frekar þungur fyrir bændur, qg gjafa- írekur. Beitijörð hefur erigin ver- ið enn sem komið er vegna ísa- laga á úthögum. Fjörubeit hefur verið nokkur og hefur það létt talsvert heygjöfina. MISSTI 4 ÆR Fyrir um það bil viku vildi það óhapp til hjá Gunnari bónda Lýðssyni að Víðinesi, að 10 ær komust í þorskalifur, er skilin hafði verið eftir í stampi fyrir utan beitingaskúr, með þeim af- leiðingum, að 4 ærnar drápust etrax, en hinar sex fárveiktust. Létu þær lömbunum allar, og er skaðinn þess meiri, að þær voru íiestar tvílembdar. Þær sem af Mfðu ofátið, hafa verið fárveik- ar síðan og ekki snert gjöf, en allar líkur eru þó til þess að þær tóri. LITLAR GÆFTIR Undanfarið hafa gæftir verið etirðar og fiskur fremur lítill. Fyrir jólin var afli ágætur, en í janúar gaf svo að segja aldrei á •jó. í febrúar var afli aftur á »-ióti sæmilegur seinnipartinn. — M.b. Örninn, 18 lesta, sem gerð- tir er út frá Djúpuvík, hefur þessa dagana verið með 2—Z% lest í róðri. RAUÐMAGAVEIÐI Rauðmagaveiði er fyrir nokkru hafin. Hefur rauðmaginn veiðzt liér síðan í byrjaðan febrúar og er veiði ágæt nú orðið. Þá er grásleppan einnig farin að veið ast dálítið, en annars er hennar tími ekki kominn. í vor má búast við að margir muni stunda hrogn kelsaveiðina, þar sem Kaupfélag- ið muh nú í fyrsta skipti kaupa grásleppuhrogn og rauðmaga til reykingar. Annars hefur óhag- stætt veður hamlað veiðunum allverulega. LÍTIÐ UM FÉLAGSLÍF Hér á Ströndum hefur verið mjög dauft yfir öllu félagslífi. Stafar það þó aðallega af því, að litið er af yngra fólki í sveit- unum, það fer óðara burt i at- vinnuleit og það sér sér fært, en eftir verður miðaldra 8g gamalt fólk, sem lætur sig tilbreytni litlu skipta. — Regína. D- -? Bálwr á bát ofan! Hafís A SUNNUDAGINN bárust fregn ir af ís út af Rauðu núpum, en í gær bárust ekki neinar fregnir þaðan, enda hrið og stórsjór, svo fikipaferðir munu ekki hafa verið við Langanes í gær. En á sunnu- ílaginn var ísinn að nálg'ast land- ið. Ekki kvaðst Jón Eyþórsson geta sagt neitt um þenna ís og ckki væri ástæða til að óttast ís- rek þetta að sinni, því oftlega hefði hafís lónað upp undir Langa nes. Aftur á móti er spáð áfram- haldandi norðaustan átt og því ekki að undra þá Norðlendingar óttist þennan forna fjanda. 1 gærkveldi var svo lesin ís- fregn frá Vestfjörðum. Var hún frá m.s. Dísarfelli, sem sendi hana M. 16,30. „Isbreiða, ekki mjög þétt, 15 sjómílur norður af Geirólfsgnúp, virðist reka að landi". Dísarfellið hafði orðið að leita í var vegna veðurs. Benzinsala !H lækna slöðvuS • í HÁDEGISÚTVARPINU í gær auglýstu olíufélögin í Reykja vík að þau myndu selja benzín á bifreiðar lækna, ljósmæðra sendiherra erlendra ríkja og ann- arra sem umsamið var við verka- ) lýðsfélögin fyrir verkfallið, að skyldu fá benzín á meðan á því | stæði. Átti salan að fara fram við benzínafgreiðslu Esso í Hafnar- ' stræti til að byrja með. En er hefja átti sölu benzínsins komu verkfallsverðir á vettvang og stöðvuðu söluna á þeim forsend- um, að þar eð ekki fengist af- greitt benzín til þeirra bifreiða, er verkfallsnefndin æskti til sinna manna, þá fengju engir benzín. Var því ekkert benzín af- greitt þar í gær. # S.l laugardag auglýstu olíufélögin afgreiðslu benzíns og kom þá mikill fjöldi bifreiða fyrsta hálftímann, en af öllum S.I. sunnudag var veður allhvasst í Reykjavík. Bar það þá til á höfninni hér að tveir litlir vélbátar sukku þar sem þeir voru bundnir við Ægisgarð. Myndin hér að ofan var tekin í gærmorgun og sést á henni hvar kafarabátur Hamars h.f. hefur lent ofan á stýrishúsinu á öðrum hinna sokknu báta, Sá bátur er í eigu OLuverzlunar íslands og mun vera notaður í sambandi við losun olíuskipa í stöð- ina í Laugarnesi. Skemmdist báturinn talsvert. — Ljósm. Andri Heiðberg. Hælfa á aiíuáorii OLÍUSKIPIN tvö Leningrad og Smeralda, sem voru að losa olíu hér í Reykjavík er verkföllin hófust, liggja nú, annað í Hval- firði en hitt í Kollafirði. Munu vera um 3 þús. lestir eftir af farmi Leningrad en 8 þús. lestir í Smeralda. Hefur ekki fengizt leyfi til þess hjá verkalýðsfélög- unum að losa skipin. Þar eð það er gífurlegur kostn- aður að láta skioin bíða hér, kostnaður sem nemur hundruð- þeim bifreiðum voru aðeins þrjár um sterlingspunda á dag, munu bifreiðar, sem heyrðu undir áður- gerða samninga um benzínsölu, allir hinir voru á vegum verk- fallsnefndarinnar. Neituðu olíufé lögin að selja þeim benzín nema þau fengju leyfi til þess að selja jafnmörgum atvinnuveitendum benzín. Á það var ekki fallist og benzínsalan því stöðvuð. D- -D olíufélögin neyðast til þess að selja olíuna til Evrópu og mun nú verið að vinna að því að svo verði. En ef svo verður gert mun landið verða olíulaust eftir að samningar hafa tekizt í yfirstand- andi vinnudeilu. Eitt olíuskip er nú á leiðinni hingað til lands, en óráðið er enn hvort því verður snúið við eða ekki. Er þó sennilegra að svo fari. Færeyskur togari sem strandaði í Herdísarvík leitar hafnar hér UM klukkan 11 á laugardagskvöldið sendi færeyski togarinn Venus frá Sandavogi i Færeyjum, út neyðarskeyti. Var togarinn þá strandaður suður í Herdísarvík, í fjörunni þar. Slysavarnafélagið brá að venju skjótt og vel við og fóru björg- unarsveitir á staðinn úr Grinda- vík, Hafnarfirði og Reykjavík. Veður var sæmilega hagstætt á strandstaðnum. Þá var að falla að, og um háflóðið, um klukkan 3, komst togarinn á flot af eigin rammleik. BOTNINN SKEMMDUR í ljós kom á eftir, að togarinn hafði laskazt svo í botninn, að skipstjórinn taldi sig ekki geta haldið áfram veiðiförinni. f gær kom togarinn hingað inn. Fékkst leyfi til þess að taka hann upp í slipp, en allir starfsmenn Slipps ins eru í verkfallinu. í gær- kvöldi var ekki vitað hvort hinn færeyski togari myndi fá undan- þágu til viðgerðar. LÍTILL TOGARI Togarinn Venus er álíka stór og gömlu togararnir, sem héðan voru seldir til Færeyja. Hann var nýbyrjaður saltfiskveiðar hér við land. Áhöfn hans er 30. — Á Herdísarvík ætlaði togarinn að liggja í vari um helgina. Lögin um tíkurnar samþykkt frá Alþingi Sörn undir 15 ára aldri mega ekki aka þeint IGÆR var samþykkt sem lög frá Alþingi frumvarp dómsmála- ráðherra um viðauka við bifreiðalögin varðandi reiðhjól með hjálparvél. Samkvæmt lögum þessum er sett 15 ára aldursskilyrði til þess að mega aka reiðhjólum með hjálparvél. B.v. Venus í Reykjavíkurhöfn í gær. (Ljósm. Mbl. Ól.K.M.) Sigurður Óli Ólason, framsögu- maður allsherjarnefndar Efri deildar gerði grein fyrir frum- varpinu. Lagði hann til að frum- varpið væri samþykkt. REIBHJÓL MEB HJÁLPARVÉL Efni frumvarpsins er að bæta nýjum kafla við bifreiðalögin, sagði Sigurður, og fjallar hann eingöngu um reiðhjól með hjálp- arvél, en svo nefnast þau reið- hjól, sem hafa aflvél minni en 1 hestafl, og þó ekki yfir 50 rm- sentimetra strokkstærð og ekki yfir 50 kg þyngd. NOTUB MIKIB AF UNGLINGUM Þessi faratæki hafa ekki fallið undir ákvæði bifreiðalaganna og taldi Sigurður ekki rétt að hafa það svo lengur, einkum vegna þess að farartækjum þessum hef- ur fjölgað mjög undanfarin ár og eru notuð mikið af unglingum svo ekki sé sagt börnum, sem vitan- lega má teljast vafasamt að hafi æfingu í akstri eða meðferð hjól- anna eða vitneskju um einföld- ustu umferðarreglur. Hefur því talizt nauðsynlegt að setja reglur um lágmarksald- ur og að lögregluyfirvóld rann- saki, að þeir sem óska eftir að e7ka hjólunum hafi ákveðna kunn áttu og þekkingu. Þá hefur og •¦alizt nauðsynlegt vegna haes- muna almennings að farartækin séu tryggð fyrir tjóni, sem þau valda öðrum. ÞÆGILEG OG HENTUG FARARTÆKI Það er vafalaust, sagði Sig- urður Óli Ólason, að reiðhjól þessi eru þægileg og hentug að ýmsu Ieyti, enda notuð töluvert mikið af vinnandi fólki t.d. að og frá vinnu og í ýmsar smærri sendiferðir. — Það væri því ekki rétt að setja nein þau ákvæði í lög þessi, sem dricgju úr eðlilegri og heilbrig-ðri notkun þeirra, enda virðist það ekki gert með þessari lag-asetningu, heldur stefnt að því að koma í veg fyrir misnotkun þeirra og auka umferðaröryggi. LæknísaSgerð í ! Kaupmannaliöfii ! DOUGLASFLUGVÉLIN, sem flaug til Kaupmannahafnar með Einar Lúðvíksson, sem slasaðist á höfði, cr hann var a3 vinna með naglabyssu austur á Stokksnesi í Hornafirði fyrir skömmu, kom til Reykjavíkur aftur um mið- nættið í gær. Flugvélin fór héðan síðari hluta laugardags og kom til Kaupmannahafnar kl. 4.30 um morguninn. Var Einar þá strax og lent hafði verið, ekið til sjúkra húss pg hafin aðgerð á höfði hans. — Framkvæmdi aðgerðina próf. Busch, en hann er kunnasti heilaskurðlæknir Dana. Stóð að- gerðin yfir allan fyrri hluta dags- ins og mun hafa verið ein erfið- asta skurðaðgerð, sem próf. Busch hefur unnið. Tókst hún vel. Ferðin gekk í alla staði vel og fór vélin á óvenjulega stuttum tíma leiðina eða á röskum 8 klst. frá Khöfn. til Reykjavíkur. Borgarsfjéri í boði ' Þjóðræknisfélags 1 GUNNAR Thoroddsen, borgar- stjóri, flaug s.l. sunnudagskvöld vestur um haf. Fer hann ferð þessa í boði Þjóðræknisfélags ís- lendinga í Vesturheimi og Mani- tobaháskóla. Mun hann flytja fyrirlestra á vegum háskólans og þjóðræknisfélagsins og ferðast um íslendingabyggðirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.