Morgunblaðið - 23.03.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.03.1955, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. marz ’55 Heldur mœðiveikin vel//?rN^“!l Framh. af bls. 2 um, þar sem þau eru talin vera, og leita má í hirzlum. Valdimar Stefánsson“. TILEFNI TIL ÁFRAMHALD- ANDI RANNSÓKNAR Með þessu er komið það sem koma þurfi, möguleiki til þess að kanna þetta mál af réttvís- innar hálfu alveg ofan í kjölinn enda vitað mál, ef marka mætti þær frásagnir og þann orðróð, sem gekk, að strax og slík rann- SÓkn hæfist, sem hv. þm. Str. (Herm. J.) óskaði eftir, þá mundi sjálft aðalmálið dragast þar inn í. — Vitanlega var ómögulegt fyr- ir dómsmálastjórnina að láta það 'líðast, eftir' að fram kemur, að löggiltur endurskoðandi lýsir því yfir fyrir dómi, að hann hafi ekki fengið rétt gögn til þess að gera bókhaldið eftir, að slíkt yrði ekki rannsakað til hlítar. Þá varð að halda áfram, þar var komið það tilefni til áframhald- andi rannsóknar, sem ég gerði ráð fyrir í rannsóknarfyrirskip un minni. DYRNAR OPNAÐAR Um þetta mál skal ég svo ekki frekar ræða á þessu stigi. Ég vil ekki vera með ásakanir á neinn í þessum efnum á þessu stigi. Ég tel, að það moldviðri, sem uþp um þetta hefur verið þyrl- að, sé að ýmsu leyti skiljanlegt, vegna þess, að þegar slíkir at- burðir gerast, að í fyrirtæki, ekki veigameira heldur en þessi búð niðri í Austurstræti er, tapast jafn margar milljónir eins og þar hafa tapast, þá er ekki að- alatriðið fyrir fjármálastofnanir þjóðarinnar að hugsa um, hvort þær tapi einni milljón meira eða minna á því fyrirtæki, held- ur að kanna það til hlítar, hvern ig á þessu stendur, og hvort hér er um að ræða víðtækari mein- semd í okkar fjármálalífi held- ur en við áður höfðum gert okk- ur grein fyrir. Ég fagna því mjög, ekki að þessi ósköp skuli hafa gerzt, heldur fagna ég því, að nú skuli vera búið að opna þær dyr, sem áður var gerð tii- raun til þess að loka, um leið og ég fagna því, að þessi til- laga, sem hér er borin fram, skuli væntanlega ná sam- þykki, hafa hlotið a. m. k. einróma stuðning n., vegna þess, að almenningur á heimt ingu á því, að hér sé gengið alveg milli bols og höfuðs á spillingu, ef um spillingu er að ræða, og ef um ósannan söguburð er að ræða, þá eiga þeir, sem fyrir röngum sök- um eru hafðir, einnig rétt á því að verða hreinsaðir. 689 kr. fyrfr 9 réffa ÚRSLIT leikjanna á laugardag: Aston Villa 3 — WBA 0 1 Blackpool 2 — Leicester 0 1 Bolton 0 — Cardiff 0 x Charlton 0 — Chelsea 2 2 Huddersfld 0 — Manch. City 0 x Manch. Utd 1 — Everton 2 2 Portsmouth 0 — Burnley 2 2 Sheff. Wedn 2 — Preston 0 1 Sunderland 0 — Arsenal 1 2 Tottenham 5 — Sheff. Utd 0 1 Wólves 2 — Newcastie 2 x Derby 0 — Birmingham 0 x Vegna mjög óvæntra úrslita á laugardag i ensku deilda- keppninni voru 9 réttir leikir bezti áraneurinn í 11. leikviku. Komu fram 2 seðiar með 9 rét.tum og eru báðir með föstum röðum, er vinningur fyrir annan 689 kr. en fyrir hinn 606 kr., en það er einmitt á óvæntum úrslitum sem fastar raðir revnast bezt. Vinningar skiptust þannig: 1. vinningur: 440 kr. fyrir 9 rétta (2), 2. vinningur: 83 kr. fyrir 8 rétta (21). UNDAN farnar vikur hafa öðru hverju verið að birtast grein- ar í blöðunum, fyrst í Tímanum og nú síðar í Morgunblaðinu um mæðiveikina og niðurskurð henn ar vegna á þrem bæjum í Hjalta- dal. Það er ekki ætlun mín að ræða þessar greinar, þó hafa þær orðið til þess að ég réðst í að spjalla um þessi mál. Haustið 1949 fór fram niður- skurður á sauðfé hér í Skaga- firði austan Héraðsvatna, svo og í Eyjafirði. Áður en til niður- skurðar kom, hafði bæði garna- veiki og mæðiveiki geisað hér um nokkurn hluta svæðisins með þeim afleiðingum að margir bændur voru að verða sauðlaus- ir. Virtist gjörsamlega vonlaust að stunda sauðfjárbúskap, ef þessum plágum yrði ekki aflétt. Af öryggisástæðum var ákveð- ið að hafa svæðið sauðlaust í eitt ár. Haustið 1950 var svo hafizt handa um fjárkaup. Fjárskipta- svæðinu var skipt niður í fjár- kaupasvæði, þannig að einn eða fleiri hreppar skyldu vinna sam- an við fjárkaupin. Hvert svæði fékk svo ákveðið nafn. Eitt þess- ara svæða verður aðallega gert hér að umræðuefni. Það hlaut nafnið Hofsóssvæði og læt ég það halda því nafni hér. Hofsóssvæði náði yfir þessa fjóra hreppa í Skagafirði: Viðvíkur-, Hóla-, Hofs- og Hofsóshreppa. Menn af þessu svæði voru sendir til fjárkaupa í Stranda- sýslu og ísafjarðarsýslu. Þaðan var svo fluttur fríður og hraust- legur fjárstofn. Nú sáu bændur roða fyrir nýjum degi, sem boð- aði bjartari framtíð og batnandi hag. Brátt syrti í lofti. Mæðiveiki kom upp á Hólmavík haustið 1951. — En einmitt þar, og í ná- lægum sveitum höfðu bændur á Hofsóssvæði keypt hinn nýja fjárstofn haustið áður. Þótti nú líklegt að mæðiveikin væri komin í Skagafjörð aftur, með hinu vestankeypta fé. Heyrð ust þá þegar raddir um það hér heima að réttast væri að slátra öllu fé á Hofsóssvæði strax, svo ekki hlytist verra af. Ekki var málinu þó hreyft opinberlega, enda bárust nú fregnir frá þeim, sem þessum málum réðu, að ekki yrði gripið til slíkra ráða. Hins vegar var ákveðið að hafa strangt eftirlit með heilbrigði fjárins. — Næsta vetur var sendur maður frá sauðfjárveikivörnum til að skoða hér féð, en sú skoðun leiddi ekkert grunsamt í ljós. Eftir þetta hefur víst ekki þótt ómaksins vert að halda þessu eftirliti áfram a. m. k. kom eng- inn sendimaður aftur, en hver látinn sjá um sig í þessu efni. Það skal ekki lastað að ekki var gripið til niðurskurðar hust- ið 1951, því vissulega gat sú von átt rétt á sér, að heilladísin hefði forðað okkur frá að kaupa mæði- veikina með fénu haustið áður. Hitt verður að teljast mikil ó- gæfa, að eftirlitinu var ekki hald ið áfram. Ef þáð hefði verið gert mætti ætla að mæðiveikin hefði fundizt mun fyrr en raun varð á, en s.l. haust kom veikin upp í Hlíð í Hjaltadal. Var brugðið við og öllu fénu þar slátrað. Við ýtar- lega rannsókn, sem fram fór á lungum fjárins, fundust mæði- veikiseinkenni í tveim eða þrem kindum. Nokkrum dögum síðar var enn slátrað fé frá tveim bæj- um, sem mestar samgöngur höfðu við Hlíðarféð. Sá niðurskurður leiddi ekkert grunsamlegt í ljós. Nú rétt fyrir jólin var lokið við að rannsaka allt fullorðið fé hér á Hofsóssvæði. Er mér sagt að ekkert grunsamt hafi fundizt. Ekki veit ég hvað mikið má treysta á slíka rannsókn, en hitt er víst að hinn trausti og dug- mikli bóndi, Ágúst Jónsson á Hofi í Vatnsdal, hefur fram- kvæmt hana af fyllstu trú- mennsku. Þessi hagstæða útkoma sannar þó engan vegin að smitun hafi ekki átt sér stað, því að vitað er að all-langur tími getur liðið frá sýkingu þar til sjúkleg einkenni koma í ljós. — Þó gefur hún manni von um að sýking frá Hlíð geti verið mjög lítil. Nú er jörðin Hlíð þannig í sveit sett að mikill fjöldi fjár hlýtur að fara þar um á leið sinni í sumarhaga. Það er því óhugsandi annað en kindur neðan úr Hjaltadal og Viðvíkur- sveit hafi komið all-mikið saman við Hlíðarféð í samanrekstrum, bæði haust og vor. Það er því hending, sem ræður hvort sú kind, sem kann að hafa smitazt, er fremur frá næstu bæjum eða lengra að. Við megum ekki láta það glepja okkur sýn þó veikin fynd- ist ekki við niðurskurð á næstu bæjum, heldur búast við að hún kunni að hafa borizt til fjarlæg- ari bæja, og haga okkur sam- . kvæmt því. j Nú veltum við þeirri spurningu fyrir okkur hvað eigi að gera til að útrýma veikinni? Þó ég búist j varla við, að þeir háu herrar, sem þessum málum ráða, kæri | sig um að hlusta á raddir, sem kunna að heyrast utan af lands- byggðinni ræðst ég þó í að leggja orð í belg. Hér tala menn aðal- lega um tvær eða þrjár leiðir. í fjrrsta lagi, fjárskiptL Búast sem sé við, að veikin hafi ekki ein- ungis breiðst út frá Hlíð, heldur hafi hún komið í fleiri kindum að vestan, og sé því á hægri upp- siglingu til og frá um svæðið. Ef þessi leið yrði farin, væri ekki nóg að hafa fjárskipti í þeim fjórum hreppum, sem hér hafa verið nefndir Hofsóssvæði, held- ur yrði að bæta við Akrahreppi, því að all-miklar fjársamgöngur hafa verið við þessa hreppa og svo hafa verið fluttar þangað kindur af þessu svæði. Ef að niðurskurði yrði mætti teljast öruggt að mæðiveikinni yrði út- rýmt. Á þessu svæði munu nú vera hátt í 20 þús. fjár. Það er því engin smáræðis fórn, sem bæði ríkið og viðkomandi bænd- ur yrðu að færa. Önnur leiðin er þessi: Gera ráð fyrir að mæðiveikin hafi aðeins borizt að vestan með þeirri einu kind í Hlíð, sem þegar er dauð. Grunaða svæðið yrði þá aðeins það, sem mesta möguleika hafði til að smitazt frá Hlíð. En það eru Hóla- og Viðvíkurhreppar — Að vísu eru margir bæir á þessu svæði, sem ekki hafa haft fjár- samgöngur við Hlíð. En þar, sem þessir tveir hreppa eru eitt upp- rekstrarfélag, verður eitt yfir þá báða að ganga. Það, sem þarf að gera, er að hindra svo sem auðið er, að fé úr nálægum sveitum gangi saman við hið grunaða fé. Það yrði því áreiðanlega mjög þýðingarmikið að setja upp tvær j varnargirðingar. Önnur yrði á I hreppamörkum milli Akra- og ! Viðvíkurhrepps. Yrði þá girt úr ' varnargirðingu þeirri, sem nú er meðfram Héraðsvötnum og þvert upp fjallið milli Svaðastaða og Dýrfinnustaða og þar á fjalls- brún. Hin girðingin næði frá Kolkuós upp með ánni Kolku að upp- rekstrarmerkjum milli Hóla- og Hofshrepps, síðan eftir þeim upp á fjallsbrún fyrir norðanÚlfsskjöl og þaðan á eystri brún fjallsins. Uppi á fjöllunum er vonlaust að girða, þau eru óralöng og tor- sótt. Girðingar þessar, sem sam- tals verða ca. 20 km langar, koma í veg fyrir að fé fari eftir byggð og fjallahlíðum út af þessu svæði eða inn á það. Hjá hinu verður svo ekki komizt að eitthvað af fé fari yfir fjöllin, en því yrði að slátra, svo sem venja er, með það fé, sem fer yfir varðlínur Þessar girðingar gera áreiðanlega mikið gagn meðan beðið er eftir fullri vissu um það hvort veikin hefur borizt frá Hlíð eða ekki. En ef svo færi að ný mæðiveikitilfelli kæmu í ljós á næstu árum, inni í þessu hólfi, kæmi varla annað til mála en hafa fjárskipti í því. Þriðja leiðin er þessi: Láta allt danka, halda aðeins uppi ein- hverju lítilfjörlegu eftirliti. Ég ræði þessa leið ekki frekar, tel hana ófæra, en nefni hana aðeins sem broslegt dæmi um hvað úr- ræðalausum mönnum getur dott- ið í hug. Ýmislegt fleira mætti nefna, sem gæti orðið til þess að draga úr sýkingarhættu, t.d. það hvort ekki ætti hiklaust að banna að kindur séu seldar og fluttar bæja í milli, oftast er þessi verzlun þannig, að menn kaupa eina eða fáeinar kindur meira sér til gam- ans en gagns. Reynslan frá síðast liðnu hausti ætti að verða okkur harkaleg áminning um að fara varlega í þessu efni. Nú líður óðum að því, að sauð- fjársjúkdómanefnd taki ákvörð- un um það hvað eigi að gera. Enginn veit nú hvað það verður, en hitt er víst að hér duga engin vettlingatök, voði er fyrir dyrum •og allir horfa með ugg til þeirrar framtíðar, sem blasir við, ef mæðiveikin nær aftur þeim völd- um í landinu, sem hún hafði fyrir fjárskiptin. Að lokum vil ég beina máli mínu til þeirra manna, sem eiga að varða veginn út úr vandræð- unum. Gerið ykkur vel ljóst, að verði mæðiveikinni ekki útrýmt af þessu svæði, hlýtur hún mjög bráðlega að berast fram í Akra- hrepp. Þaðan mun hún halda norður í Öxnadal og Hörgárdal, en þangað gengur fé Akrahrepps- bænda á sumrin, svo hundruðum skiptir. Úr því á veikin vafalaust greiðar leiðir austur Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur. Sigurður Sigurðsson, Sleitustöðum. Vorið sfaff i Frakklandi VEGNA hinnar fyrirhuguðu ferð ar Orlofs „Stefnumót við vorið“, sem leggur af stað 12. apríl og liggur um Danmörku, Þýzkaland, Sviss, ítalíu og Frakkland, hefur skrifstofan gjört sér mikið far um að fylgjast með öllum vor- merkjum þar syðra og eru eftir- farandi upplýsingar niðurstöður þeirra rannsókna. Vorið virðist komið fyrir al- vöru á Italíu og í Suður-Frakk- landi, og síðustu daga hefur hití inn farið stighækkandi, enda sunn an þeyr yfir Miðjarðarhafið. Á miðnætti í fyrrinótt mældist hiti í Marseille í Suður-Frakklandi 13 stig, en á baðstaðnum Nice var hann 12 stig á sama tíma. Hitinn á daginn er eðliléga mikið hærri. Á Italíu var svipað veður. Vorið er á hraðri ferð norður eftir Evrópu, og var um hádegi á sunnudag inni í Mið-Frakk- landi. Ef engin óvenjuleg tíðindi ger- ast hvað veðurfar snertir, verður allur gróður í blóma innan tveggja vikna. Orlof mun fylgjast með veðrinu á þeim stöðum, sem ferðahónur- inn fer um, svo áð sem bezt verði trvtrgt. að sneytt verði hjá þeim stöðum, þar sem veðrið er ekki gott. HÚSAVÍK, 21. marz: Hér er nú versta veður sem komið hefur á þessum vetri. Stormur og stórhríð sem birgir svo allt skyggni, að tæplega sér milli húsanna. Hér úti fyrir er stór s.jór og liggur Hekla hér og ætlar að bíða birtu. Hún gat veðurs vegna ekki kom- ið við á Eaufarhöfn og fór því til Kópaskers. Veðurstofan spáir áframhald- Framh. af bls. 1 starfsmönnum Bofors her- gagnaverksmiðjanna í Karl- skoga var handtekinn og einnig kona nokkur, frú Asta Olofsson, 47 ára að aldri, bú- sett þar í borg. Frúin er gift einum af meiriháttar kaup- sýslumönnum bæjarins, og virðist eiginmaðurinn ekkert hafa vitað um samband frú- arinnar við hermálasendiráðs- fulltrúa Tékka í Svíþjóð, Frantisek Nemec. Lögreglan skýrir svo frá, að fyrir rétti hafi hún afsakað sig með því, að hún hefði ekki getað stað- izt hinn glæsilega einkennis- búning Nemecs. Frú Oiofsson og starfsmað- ur Bofors-verksmiðjanna hafa nú verið látin iaus vegna skorts á sönnunum gegn þeim. ★ KAPTEINN OG VEITING AM AÐ UR Annars hafa opinber yfirvöld engar upplýsingar gefið unj játningar handtekinna manna, en saksóknari ríkisins. ákvað. .í gær að krefjast íangelsunar tveggja þeirra fjögurra manna, er handt teknir voru í Stokkhólmi. Tveir þeirra hafa eindregið neitað, að þeir væru sekir um njósnastarf- semi, en hinir tveir hafa viður- kennt sekt sína í ýmsum atriðum. Einn Stokkhólmsbúanna • er Nils Otto Örtenblad, varaliðskap- teinn úr stórskotaliðinu og hlut- hafi í litlu veitingahúsi í Klara- hverfinu. Lögreglan álítur, að njósnararnir hafi átt fund í þessu veitingahúsi, og vonast til að nöfn og símanúmer er krotuð hafa verið á borðdúka veitinga- hússins geti orðið til nokkurrar leiðbeiningar. Paul Lahovary, bankaritari af tékkneskum ættum, hefur einnig játað sekt sína, og hafa hann og Örtenblad verið settir í gæzlu- varðhald. Tékkneskur hljómlistarmaður, búsettur í Malmö, var handtek- inn af sænsku rannsóknarlög- reglunni, en hefur ekkert viljað láta uppi, þó að hann eigi mjög erfitt með að skýra nægjanlega stöðugar ferðir sínar milli mikil- vægustu hergagnaverksmiðjanna í Svíþjóð. Rannsóknarlögreglan álítur hann hafa aflað mjög þýð- ingarmikilla gagna fyrir þennan skipulagða njósnahring. ★ SÆNSKA STJÓRNIN MÓTMÆLIR Utanríkisráðuneytið sá sig neytt til að krefjast þess af sendi- herra Tékka, Vlcek, að tveim af i starfsmönnum sendiráðsins, vara- hermálafulltrúanum, Zdenek Jansa, kapteini, og bifreiðastjór- ' anum Sladek, yrði þegar vísað úr landi. Lýsti utanríkisráðuneytið þá ásamt Frantisec Nemec per- sonae non gratae í Svíþjóð. ‘Jafnframt sendi sænska stjórnin sendiherrum Tékka og Rúmena í Stokkhólmi mót- mæli í tilefni af því, að starfs- menn sendiráðanna hefðu gerzt sekir um njósnir þar í landi. Bæði Jansa og Sladek hafa neitað að þeir hefðu á nokkurn hátt tekið þátt í njósnastarfsem- inni í Svíþjóð. Lýsti Jansa yfir því, að ferðir þær, er hann tókst á hendur um stór landsvæði í Svíþjóð, hafi haft þann tilgang einan að sjá landið. ★ ★ Mörg hlöð í Svíþjóð hafa krafizt, þess, að stjórnarerind- rekar erlendra ríkja fái ekki að fara algjörlega frjálsir ferða sinna um Svíþjóð, held- ur verði þeir að sæta samskon- ar ákvæðum í þessu efni og sænskir stjórnarerindrekar verða að gera í þeirra heima löndum. Leiðtogi bændaflokks ins í sænska þjóðþinginu tók undir þessa kröfu og fór fram á það við utanríkisráðu- neytið, að gerðar yrðu ráð- stafanir þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.