Morgunblaðið - 23.03.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.03.1955, Blaðsíða 16
Veðurúllil í dag: Alllivass A og SA, skýjað, úrkomu- laust. Hiti um frostmark. 68. tbl. — Miðvikudagur 23. marz 1955 Iþrótladálkar Sjá blaðsíðu 11. Sakadómari tekur al!t bókhald Ragnars Blöndals í sínar hendur Talið að mikilvægum skuldaskilríkjum hafi^ verið haldið utan við bókhaldið SAKADÓMARI úrskurðaði í gær, að allt bókhald og bókhaldsgögn verzlunar Ragnars Blöndals h.f. skyldi tekið í vörzlu réttarins. Hafði komið fram rök- studdur grunur um að ýmsum skuldaskilríkjum hefði verið haldið utan við bókhald verzlunarinnar, svo að það gæfi ekki rétta mynd af fjárhag fyrirtækisins. Ákvarðaði dómarinn að ef þess þyrfti með mætti framkvæma húsleit og leita þar sem bókhaldsgögnin eru talin vera, og leita í hirzlum. Bjarni Benediktsson upplýsti þetta í ræðu sinni á Alþingi í gær, sem birtist á bls. 1. SKULDASKILRIKl UTAN BÓKHALDS Tilefni úrskurðár sakadómara var að Jón Guðmundsson, lög- eiltur endurskoðandi, mætti fyr- ir rétti sem vitni í sambandi við hina opinberu rannsókn, sem nú fer fram að beiðni Hermanns Jónassonar vegna ummæla Jón- asar Jónssonar um hann. Skýrði Jón Guðmundsson frá því að bókhald Ragnars Blöndals h.f. hefði verið fært í endurskoð- unarskrifstofu, sem hann er með- eigandi að. Sagði hann að hann hefði ekki vitað annað en að bók- hald Ragnars Blöndals h.f. hefði verið í samræmi við hag félagsins þar til nú eftir áramótin, að í ljós kom, að framkvæmdastjór- inn hafði haldið einhverjum skuldaskilríkjum utan við bók- haldið og leynt endurskoðunar- skrifstofuna þeim. Kvaðst Jón ekki vita, hve háum upphæðum þessi skilríki næmu, en þær jnundu vera talsvert háar. Fyrir nokkrum dögum fékk Skattstofan í Reykjavík í sínar hendur allt bókhald fyrirtækisins frá endurskoðunarskrifstofunni. Verður brennslu olínn seld.... Þá munu togararnir stöðvast — ASÍ sent bréf um málið OLÍUFÉLÖGIN hafa skrifað AI- þýðusambandi íslands og farið fram á það, að þau fái að losa 8000 lesta brennsluolíufarm ítalska skipsins Smeralda, sem nú liggur í Hvalfirði og verkalýðs félagið þar lagði verkbann á. — Segir í bréfinu, að fáist ekki Ieyfi til að dæla olíunni í land og hún látin óhreyfð þar unz verk- fallinu ljúki, verði olían seld þegar í stað, þar eð félögin hafi á hendinni tilboð um kaup á henni. Olíufélögin benda á, að neyði ASÍ þau til að selja oliuna, þá muni þegar verkfallinu ljúki verða hér skortur á brennslu- olíu fyrir togaraflotann og stærri verksmiðjur, í mánaðar- tíma, sem hafa myndi í för með sér stöðvun togaranna. SamúSanrerkfel! á Keflavíknrflag- velli frá 29. þ. m. ENGGIR sállafuTidir ’voru haldnir í vinnudeilunni í gær. Ekki er heldur vítað, að til slíkra funda hafí verið boðað í dag. Tilkynnt var í gær, að fimm verkalýð.sfélöf*: á Suðurnesjum hefðu boðað samúðarverkföll við vinnu á Keflavíkurflug- velli hinn 29. þ. m. Eru það þessi félög: Verkalýðs- og sjómannafé- lag Keflavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Miðneslirepps og Sandgerðis, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjó mannafélag Gerðahrepps og Verkalýðsfélag Vatnsleysu- j strandarlirepps. Þessi félög munu leggja nið- ur vinnu hjá Sameinuðum verk tökum. Hamilton og varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli. - , Benzín til lækna og annara MILLI olíufélaganna og verk- fallsstjórnarinnar hafa tekizt sættir varðandi sölu á benzíni og olíum fyrir bíla lækna, yfirsetu- kvenna, sendimenn erlendra ríkja, aðila í samninganefndum deiluaðila og bíla verkfallsstjórn ar. Munu olíufélögin skiptast á um að afgreiða þessa bíla, svo sem olíufélögin vildu í upphafi. Það er ekkert á veðrið að treysta þessa dagana, vorveður að morgnl getur hafa breytzt í nöturlegt vetrarveður á nóni og síðan að kvöldi í blota. En eitt svíkur ekki: Þegar börnin byrja að leika sér í parís og boltaleik, þá er vorið ekki langt undan. Ljósmynd- arinn nam staðar við Miðbæjarbarnaskólaportið í gærdag og tóls þessa mynd af tveimur telpum, sem voru I parís. Þær voru einas að leiknum — rétt eins og þær væru að æfa sig fyrir keppni. — Ljósm. Har. Teits, Gefinn verði frfáls inn- flutningur bifreiða sem togaratollur er á ÁIH allsherjarnefndar Sam. þings URSKURÐUR SAKADOMARA Eftir þennan framburð, kvað Valdimar Stefánsson, sakadóra- ari, upp eftirfarandi úrskurð: — Þar sem fram er komin um- sögn endurskoðanda verzlunar- fyrirtækisins Ragnar Blöndal h.f. »tn að bókhaldsgögn þau, er hann fékk í hendur frá félaginu, hafi ekki verið í samræmi við raunverulegan hag félagsins, heldur hafi ýmsum skuldaskil- rtkjum verið haldið utan við bók haldið, þykir rétt að dómurinn taki allt bókhald og bókhalds- gögn Ragnars Blöndals h.f. í sín- a,r vörzlur. Leita má að bókhalds- gögnum þessum, þar sem þau ern talin vera og leita má í hirzl- um. Dómurinn hafði þegar í gær fengið öll bókhaldsgögn Ragnars Blöndals h.f. í sínar vörzlur, sem ekki voru þá þegar komin til Skattstofunnar. Ifér í Reykjavík hafa togararnir úr bænum landað 10500 lestum í ár DAGANA fyrir verkfallið fóru allir Reykjavíkurtogararnir á saltfiskveiðar, en fram að þeim tíma, frá áramótum, voru að- eins fáir togaranna sem saltfiskveiðar stunduðu. En á þessu tíma- bili er heildarafli togaranna, sem þeir hafa landað hér í Reykjavík, um 16500 lestir. Sem kunnugt er, sér sérstakt fyrirtæki um alla afgreiðslu tog- aranna, býr þá á veiðar, og að veiðiför lokinni landar honum. Er það Togaraafgreiðslan, sem annast þetta mikla starf, en hjá henni vinna viðtogarana að öllu | jöfnu tugir verkamanna. Ólafurj Tómasson veitir Togaraafgreiðsl-' unni forstöðu og aðstoðarmaður hans er Jón Bjarnason. í gær fékk Mbl. að taka sam- an, á löndunarseðlum frá hverj- Nngnefnd rannsakar okur NEÐRI deild Alþingis samþykkti í gær með 27 samhljóða atkvæðum þingsályktunartillögu um skipun rannsóknarnefndar til lannsóknar á okri. Þingsályktunin er á þessa leið: Neðri deild Alþingis ályktar að skipa fimm manna nefnd innandeildarmanna skv. 39 gr. stjórnarskrárinnar til þess að rann- s.ika, að hve miklu Ieyti og með hvaða móti okur á fé viðgengst nú, fyrst og fremst í Reykjavík. Nefndin skal hafa það vald, sem heimilað er í 39. gr. stjórnarskrárinnar til þess að heimta skýrslur af embættismönnum og öðrum. jc Nefndin skal að rannsókn lokinni gefa deildinni ýtarlega skýrslu um störf sín og niðurstöður. Deildarforseti tilkynnti að á næsta fundi Neðri deildar yrðu kjörnir menn í rannsóknarnefnd þessa. um togara, afla þeirra frá ára- mótum. Samkvæmt því er togarinn Jón Forseti með mestan afla, rúmar 1565 lestir, í sex veiðiferðum. Hér á eftir fer yfirlit um afla togar- anna. Þeir sem eru með áberandi minni afla, þeir hafa flestir farið eina að fleiri veiðiferðir til salt- fiskveiða. Lestir Neptúnus ...............1126 Fylkir ................ 1355 Geir .................. 1200 Þorsteinn Ingólfsson .. 566 Úranus ................ 1475 Ingólfur Arnarson .... 835 Hvalfell ............... 870 Jón Þorláksson ........ 1070 Karlsefni .............. 895 Jón Forseti ........... 1565 Skúli Magnússon .... 935 Hallveig Fróðadóttir .. 730 Pétur Halldórsson .... 510 Marz .................. 1315 Jón Baldvinsson ........ 230 Egill Skallagrímsson .. 654 Þorkell Máni............ 255 Askur .................. 585 Tölur þessar eru ekki nákvæm- ar upp á lest, svo að munað get- ur nokkrum iestum. ALLSHERJARNEFND Sameinaðs þings hefur nú skilaS áliti um þingsályktunartillöguna um frjálsan innflutning bif- reiða. — Leggur nefndin til að innflutningur þeirra bifreiða, er greiða togaraskatt, verði gefinn frjáls. Hins vegar verður innflutn- ingur annarra bifreiða háður innflutningsleyfi. | LANDSBANKINN Á MÓTI I í áliti nefndarinnar segir að hún hafi sent tillöguna gjald- eyrisbönkunum til umsagnar. — Landsbankinn lýsti yfir þeirri skoðun sinni að gjaldeyrisástand- ið leyfði ekki aukið frelsi í inn- 1 flutningi. Útvegsbankinn hefur ekki sent neina umsögn. I TIL STUÐNINGS TOGARAÚTGERÐ Nefndin bendir á það að með lögum á síðasta ári hafi verið lagður hár innflutningstollur á almennar fólksflutningsbifreiðar og honum varið til stuðnings tog- ' araútgerðinni. Verða ekki full not af þeim ráðstöfunum, nema Áskorunarskjal Kópavogsbáa var FULLTRÚAR lýðræðisflokkanna í Kópavogshreppi, afhentu í gær, í félagsmálaráðuneytinu, áskorun arskjalið frá um 750 atkvæðisbær um hreppsbúum, um að Kópavog- ur verði veitt kaupstaðaréttindi. Vitað er, hafa fulltrúar flokk- anna skýrt Mbl. frá, að ekki hafa þó allir hreppsbúar, sem áhuga hafa á framgangi málsins, undir- ritað skjalið. Þeir geta snúið sér til framámanna málsins, en þeir eru í símum 2834, 5636, 6092, 7262 og 80248, og munu þeir veita að- stoð. töluverður innflutningur gjald- skyldra bifreiða eigi sér stað. AÐEINS TOGARAGJALDS- BÍLAR FRJÁLSIR Nefndin telur rétt að gefa inn- flutning slíkra bifreiða frjálsan, sem togaragjaldið greiðist af. — Hins vegar telur hún að ekki komi til mála, að það frelsi taki til fleiri bifreiða og það þegar af þeirri ástæðu, að þá mundi án efa draga mjög úr innflutningi þeirra bifreiða, sem togaratollur er á. Tvö sldp til ! viðbótar 1 UM HELGINA stöðvuðust tvo skip hér í Reykjavík vegna verk- fallsins. Var annað þeirra GulL foss, sem kom á sunnudaginn frá Kaupmannahöfn með milli 40—50 farþega. Hafði hann viðkomu I Vestmannaeyjum, en veðurs vegna: gat hann ekki komið við í Kefla- vík, svo sem áformað hafði verið, Þá kom strandferðaskipið Herðu breið utan af landi. l KEFLAVlK, 21. marz: — Á tí- unda tímanum í gærkveldi var slökkviliðið kallað niður að höfn, en kviknað hafði í bátnum Einari Þveræingi frá Ólafsfirði. Höfðu menn verið að vinna með rafsuðu- tæki og neisti frá þvi valdið elds- upptökum. Slökkviliðið kæfði eld- inn á svipstundu og litlar sem eng ar skemmdir. — Ingvar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.