Morgunblaðið - 24.03.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.1955, Blaðsíða 1
16 sáður unMWri 42. árgangur 69. tbl. — Fimmtudagur 24. marz 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Utanríkisráðherrar NorBurlandanna á tunéi Útanríkisráðherrar Norðurlandanna komu nýlega saman til fundar í Osló. Mynd þessi var tekin við það tækifæri. Á henni eru, talið frá vinstri: H. C. Hansen, Danmörku, dr. Kristinn Guðmundsson, Östen Undén, Svíþjóð og Halvard Lange, Noregi. Stöðvast útgerBin vegna o/íu/eys/s ? Umræður á jb/ng/ um olíumál, annír Alþýðusamhandsstjórn- ar við myndun ríkisstjórnar og vinstri stjórn undir forsæti Ólats Thors FÆR FREST London, 23. marz. BREZKI verkamannaflokkur- inn kaus í dag fimm manna nefnd til þess að ræða við Ane- urin Bevan um framtíð hans í flokknum. — Attlee er formaður nefndarinnar. Nefndin á að gefa þingflokkn- um skýrslu fyfir næstkomandi miðvikudag. Nefndin er skipuð mönnum, sem taldir eru til hægri arms brezka verkamannaflokks- ins. Samþykkt á morgun Washington, 23. marz. EISENHOWER forseti sagði á blaðamannafundi í dag, að hann mýndi geta fallist á að haldinn yrði fundur „fjögurra stórra", er búið væri að staðfesta Parísarsamningana. Staðfesting samninganna var tekin fyrir í efri deild franska þingsins í dag. Talið var öruggt að samningarnir yrðu staðfestir með góðum meirihl. á föstudag. Njosnir a Norðurlöndum Prófessorsembæfti í lögum augiýs! PRÓFESSORSEMBÆTTI í lög- um við Háskóla íslands hefir verið augl/st laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. maí n. k., en embættið veitist frá 15. júní. Umsækjendur um embættið skulu láta fylgja umsókn sinni ítarlega skýrslu um vísindastörf þau, sem þeir hafa unnið, rit- smíðar og rannsóknir, svo og um námsferil smn og störf. Með um- sóknum skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerð- um umsækienda, prentuðum og óprentuðum. Washington, 23. marz. ENN hefur orðið upplýst um nýja starfsemi njósnahrings kommúnista í Svíþjóð, og eru taldar sönnur á, að hann nái einnig til Danmerkur og Nor- egs. Þetta eru ófagrar fréttir, vegna þess að þær gefa til kynna viðtæka og áframhaldandi rúss- neska njósnastarfsemi á Norður- löndum, þrátt fyrir fyrri upp- ljóstranir í þessu efni. Þetta er í fjórða skipti á fimm ára tímabili að uppvíst hef ur orð- ið um rússneska njósnastarfsemi á Norðurlöndum. í þrjú fyrri skiptin voru rússneskir st.iórnar- fulltrúar og upplýsingaþjónusta beint viðriðnir þessa starfsemi. En í þetta skipti hafa leiðtogarn- ir í Moskvu tekið það ráð að beita leppum sínum fremur en rúss- neskum stjórnarfulltrúum fyrir njósnum — þ. e. „baktjalda njósnir" eins og Sviar nefna slíkar athafnir. Það er athyglisvert, að hin hlutlausa Svíþjóð hefur fengið að kenna meir á njósnum komm- únista heldur en nokkurt hinna Norðurlandanna, sem eru í bandalagi við vestrænar þjóðir. Erindrekar Rússa hafa verið önn- um kafnir síðan í byrjun síðustu heimsstyrjaldar. Árið 1951 var Ernst Hildring Andersson, vélfræðingur í sænska flotanum, ákærður um njósnir fyrir Rússa í Svíþjóð og Stóra-Bretlandi. Hann viður- kenndi, að hann gæfi hernaðar- legar upplýsingar tveim rúss- neskum sendiráðsfulltrúum og fréttamanni TASS, sem er hin opinbera rússneska fréttastofa. Andersson er meðlimur komm- únistaflokksins. Hann kvaðst hafa unnið með rússneskum stjórnmálamönnum frá því árið 1946 við að mæla út hentuga lendingastaði meðfram strönd Svíþjóðar við Eystrasalt fyrir rússneskan innrásarher og gefa upplýsingar um innrásarleiðir á landi. Árið 1952 ákærði sænska lög- reglan nokkra sænska kommún- ista fyrir að hafa selt þremur rússneskum sendiráðsfulltrúum upplýsingar um allt varnarkerfi Norður-Svíþjóðar. John Fritjof Enbom, for- sprakki þessa njósnahrings sænskra kommúnista, viður- Kramh. á bls. 2 UPPLÝST var í umræðum á Alþingi í gær, að svo kynni að fara, að ef ekki fást losuð þau olíuskip, sem nú bíða hér afgreiðslu, og ennfremur skip, sem væntanlegt er hingað eftir nokkra daga. þá kunni bæði togaraflotinn og vélbátaflotinn að stöðvast vegna oliuskorts nokkrum dögum eftir að verkföllunum lýkur, jafnvel þó að þau standi ekki lengur en hálfan mánuð. Einn af þingmönnum kommúnista, Lúðvík Jósefsson, beindi þeirri fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar hvort hún vildi ekki reyna að ráða fram úr þessum vanda. En upplýsingar laegju fyrir nm það, að olíuförmum þeirra olíuskipa, sem hér eru og þess skips, sem hingað er væntanlegt á næstunni, yrði ráðstafað annað, ef þau fengjust ekki losuð. Hefur stjórn Alþýðusambandsins tekið þvert fyrir að verða við ósk olíufélaganna um það. >að var ennfremur upplýst í umræðunum, að ýmis byggðarlöy úti á landi, svo sem Hornafjörður og Patreksfjörður, væru nú að verða olíulaus. Oscars verðlaun amerískra kvik- myndaleikara FLESTIR bíógestir hafa einhvern tíma heyrt getið um Oscar-verð- launin — verðlaunin, sem 1700 meðlimir í amerísku kvikmynda- akademíunni veita árlega bezta leikara ársins, beztu leikkonunni, beztu kvikmynd ársins, bezta leikstjóranum, beztu fréttakvik- myndinni o. s. frv. Þessa árs verðlaun verða veitt eftir rúma viku, hinn 30. marz. ¦A" Áhugamenn um kvikmynd ir vestra taka þátt í undirbúningn um undir þessar verðlaunaveit- ingar á sama hátt og við hér heima tökum þátt í kosninga- baráttunni. Raunar er hér um nokkurs konar kosningabaráttu að ræða. Fyrsta hluta baráttunn- ar lauk h. 1. marz s.l. Þá var úr- skurðað hverjir leikarar og leik- konur og hvaða kvikmyndir koma til greina við verðlauna- veitingarnar. Frambjóðendur eru fimm í hverri grein. ~k Leikararnir, sem koma til greina að þessu sinni, eru Hump- hrey Bogart, fyrir leik hans í „Caine Mutinj'", Marlon Brando fyrir „On the Waterfront", Bing Crosby fyrir „Country Girl", Framh. á bla. lí FORSÆTISRAÐHERRA SVARADI Ólafur Thors forsætisráðherra varð fyrir svörum. Hann kvað ríkisstjórnina reiðubúna til þess að vinna að því að koma í veg fyrir þá ógæfu, að landið yrði olíulaust. En hann kvaðst álíta, að fyrirspyrjandi hefði greiðan aðgang að stjórn Alþýðusam- bandsins og verkfallsstjórninni til þess að fá þær stjórnir til þess að leggjast á sömu sveif. Einar Olgeirsson tók því næst til máls og taldi að ríkisstjórnin ætti margra góðra kosta völ í þessu máli. Hún gæti sjálf tekið að sér að sjá um, að olíunni yrði landað hér. Og hún gæti enn- fremur samið nú þegar við verka lýðsfélögin og gengið að þeim kröfum, sem þau hefðu gert um kauphækkanir. Þannig væri mál- ið einfaldlega leyst. Hannibal Valdimarsson kvað þessa yfirvofandi hættu af olíu- skorti eingöngu spretta af því, að olíufélögin hefðu framið verk fallsbrot. Þess yrði útgerðin og almenningur í landinu að gjalda. BITNAR Á SAKLAUSU FÓLKI Ólafur Thors forsætisráðherra tók aftur til máls og sagði m. a., að sér skildist á stjórnarandstæð- ingum, að ríkisstjórnin ætti að taka olíuskipin í sínar hendur, ganga inn á allar kaupkröfur, sem fram hefðu verið bornar, og fá svo að losa skipin. Þetta væri mikið snjallræði, sagði forsætis- ráðherrann, en ég veit ekki hvort Einar Olgeirsson hefur gert sér grein fyrir afleiðingum þess. Hannibal Valdimarssyni svaraði forsætisráðherra m. a. með þess- um orðum: Ef Alþýðusambandsstjórn- inni er það ljóst, að hún leiðir langvarandi stöðvun yfir fiskskipaflota Iandsins, vegna þess að einhverjir örfáir aðil- ar hafi komið öðruvísi fram en hún telur æskilegt, eða tel- ur að þeir hafi framið ein- hverja synd, þá hlýtur hún að sjá, að þessi ógæfa bitnar á miklum fjölda af saklausu fólki. ONNUM KAFIN VIÐ AÐ MYNDA RÍKISSTJÓRN Ég segi þess vegna, sagði for- sætisráðherra: Ef Alþýðusambandsstjórnin er ekki alveg önnum kafin við að mynda ríkisstjórn á Islandi, sem mér skilst nú að hún hafi tekið að sér, þá ætti hún að hugsa sig dálítið betur um áður en hún lætur þrjá aðila (olíufélögin), sem hún telur hafa framið yfirsjón, verða til þess, að beinn voði sé Ieiddur yfir þann atvinnuveginn, sem meginhluti þjóðarinnar lifir á eins og nú standa sakir. Forsætisráðherra endurtók síðan, að ríkisstjórnin vildi gera allt, sem framkvæmanlegt væri til þess að afstýra því slysi, a<$ hér yrði olíulaust og fiskiskipa- flotinn stöðvaðist af þeim sök- um. MIKLU VE~"TII STJÓRN Einar Olgeirsson tók að nýiu til máls og Tæddi m. a. þann möguleika, að vinstri stjórn leysti núverandi ríkisstjórn af hólmi. Tók forsætisráðherra þá enn til máls og komst m. a. að orði á þessa leið: Varðandi stjórnarskiptin, þá hef ég engan áhuga á þeim. í fyrsta lagi af því, að þetta er prýðileg stjórn, sem nú er, og í öðru lagi vegna hins, að ég veit, að þegar búið er að gaufa við myndun vinstri stjórnar í i'.ióra mánuði, og ekkert gengur saman, þá pínið þið mig til að vera forsætis- ráðherra í henni, og það verð- ur miklu verri stjórn! Þessi síðustu orð forsætisráð- herra vöktu mikla kátínu með- al þingheims og áheyrenda (en hroll setti að einstaka Fram- sókjiarþingmanni). Schutz lætur af störfum BERLÍN: — Landbúnaðarráð- herra A.-Þýzkalands, Schutz, hef- • ur verið leystur frá störfum, að eigin ósk. Ráðuneyti hans og j í-ekstur landbúnaðarins hef ur- sætt I talsverðri gagnrýni undanfarið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.