Morgunblaðið - 24.03.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.03.1955, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. marz ’55 Bjarni Bragi Jónsson, viðskiptafræðingur: KAUPGJALDSVANDAMÁLIN grunnvandamál jajóðfélagsins Orœfafero LÁNSFJÁRSKORTUR — LÁNSFJÁRÞENSLA JVIeS hvaða hætti þetta er íra,mkvæmt skiptir engu höfuð- máli. í höfuðatriðum hlýtur það að ske með lánsfjárþenslu í ein- hygrri mynd. Það virðist mót- sagnakennt, að sama ástand í peningamálunum kemur almenn- ingi fyrir sjónir sem lánsfjár- sHortur, en er oftast túlkað sem lán,sfjárþensla af bankayfirvöld- unnm. En þarna á milli er eðli- leg.t samhengi, lánsfjárskorturinn kallar á lánsfjárþenslu til við- hafds fjárfestingunni. Lánsfjár- þgö^lan er ekki sparnaður í sjálfu séí, heldur ný útlán gjaldmiðils. Fí»».þar með er sköpuð aukin kaypgeta, er nægir til þess að bgipa tilsvarandi magni vinnu- aáis og hráefna inn í fjárfesting- una. Þessi aukna kaupgeta eykur þjóðartekjurnar í krónum reikn- að, en, ef full atvinna er fyrir, alls ekki í raunhæfum verðmæt- um. Úr hinum auknu þjóðartekj- urp kemur fram sá sparnaður, sepi fjárfestingunni nemur, en hapn myndast með þeim óæski- lega hætti, að hann kemur fram sepn gróði hjá rekstursaðilunum, vegna þess hækkaða verðlags, er umframkaupgetan skapar Lánsfjárþenslan er því raun- verulega gjöf til þeirra, er bezta hagnaðaraðstöðu hafa, þótt hún kdmi fram sem aukin útlán að forminu til. Þessa gjöf verða all- ir: þjóðfélagsþegnarnir að gjalda tíl hinna tiltöiulega fáu þiggj- enda. Af þessu sézt, að minnk- andi sparnaður almennings og þar af leiðandi lánsfjárþensla. stuðl- ar1 að enn ójafnari tekju- og eignaskiptingu og almennri dýr- tfð'. Þessi þróun leiðir aftur af sé£ hættu á frekari kaupgjalds- haökkun, rýrnandi peningagildi mteð enn frekari hnekki fyrir láns fjárstarfsemina og svo koll af kólli. 'Þeir aðilar, sem reyna að sítörna við þessari óheillavæn- légú víxlþróun, vinna þar með eíhdregið að heill alþýðustétt- aiina. Þó er slík stefna oft túlk- uð sem alþýðufjandsamleg kúg- unarstefna. Sama er að segja um þá’ viðleitni að ná til ríkisins í sköttum einhverju af þeirri um- fíámkaupgetu, sem annars yrði eihkagróðanum að bréð. Þannig er,Jsöluskatturinn, sem fyrst var ætlaður til útflutningsuppbóta, nú orðinn raunverulega til að bæita upp skort sparifjár og þar rééð til að sporna við okurgróða. 'lVIikið hefur þegar verið rætt og'ritað um eyðileggjandi áhrif rýrnandi peningagildis á spari- fjármyndunina. Sjaldnar er hins gétið, að það rýrir endurgreiðsl- ur' eldri lána og skerðir þar með stórlega þann sparnað, er á að koma eftir á. Með þeim hætti hefur fjölda manns verið gefið stórfé. Mönnum og fyrirtækjum héfur þannig værið gefinn stór hluti húsa sinna, mannvirkja og tækja. Sú kaupgeta, er skila átti í endurgreiðslum lánanna, hefur ekki verið skilað nema að litlu leyti, heldur leikur hún lausum hala og beinist að neyzlugæðum og innfiuttum lúxusvarningi, í stað þess að koma aftur inn í fjármögnun nýrrar fjárfestingar. Með þessari staðreynd hefur fjöldi manns reiknað og því bvg.gt langt um raunveruieg efni fram. BEILDARÁHRJF LÁNSFJÁRSKORTSINS Hér hafa verið rakin stuttlega áhrif giltíisbreytinga peninganna á lánsfjársstarfsemina. Allir vita að hið lamaða ástand lánsfjár- starfseminnar, lánsfjárskortur- inn, er orsök vaxtaokursins, hús- næðisskortsins og þar með leigu- okursins. En hér hefur einnig t verið sýnt fram á, að af þessu ástandi leiðir einnig almenna ^ dýrtíð og rangláta tekju- og eigna j skiptingu. Þetta ástand getur og ‘ leitt til atvúnnuleysis með bæði j beinum og óbeinum hætti. Með beinum hætti þannig, að f jár- j festingin nægir ekki til nauð- ‘ synlegs viðhalds og aukningar at- j vinnutækjanna, svo að skortur j verður á þeim í hlutlægum skiln- j ingi, þótt tekjustraumurinn sé; annars nægur til að halda uppi j fullri atvinnu. Með óbeinum hætti þannig, að þetta ástand get- ur knúið stjórnarvöldin til sam- dráttar- eða jafnvægisráðstafana, er hafi atvinnuleysi í för með sér. Allar hinar geigvænlegu afleið- ingar þessa ástands lánsfjármál- anna bitna harðast á eignalitlum alþýðustéttum landsins. Kæmist. þetta ástand í alglevming, mundi j það raunverulega dæma allt al-1 þýðufólk til eignalausrar til- j veru, þar eð því væri hvorki fært □- -□ Síðari hluti □- -□ að leggja fyrir fé, svo að það héldi gildi sínu og kæmi að gagni, í né heldur að taka lán, er það gæti eignazt eftir á með afborg- unum. Jafnframt væri það ofur- selt dýrtíð og okri á alla vegu. Ástandið, eins og bað er og hefur verið, gengur óhugnanlega langí í þessa átt. SÝNDARTEKJUR OG SKATTAMÁL Enn er ótalin ein af megin af- leiðingum rýrnandi peningagild- is, og er hún mjög svipaðs eðlis og áhrifin á lánsfjárstarfsemina. Rýrnandi peningagildi brenglar allt bókhald og gerir niðurstöður þess rangar, einkum með þeim hætti, að hreinar tekjur eru sýnd j ar mun hærri en þær eru í raun og veru. Það tekjuhugtak, sem allt bókhald og skattalöggjöf byggir á, gerir ráð fyrir því, að tekjur séu aukningin á nafnverði eða krónuupphæð eiginfjárins, þó með nokkrum undantekning- um til þess að milda áhrif verð- breytinga. Þetta nugtak er þvi aðeins raunhæft, að peninga- gildið haldist óbreytt. Samkvæmt hinu raunhæfa tekjuhugtaki eru hreinar tekjur aukningin á kaup- mætti eiginfjárins. Kaupmátt eig- infjárins ber að miða við vinnu- stundir í víðustu merkingu, enda er það í fullu samræmi við þann skilning, sem hér er lagður og leggja ber í.hugtakið peninga-j gildi. Allir skilja, að afskriftir af upphaflegu kaupverði eru ekki ( nægar á verðhækkunartímbum. i Hitt er fáum ljóst, að óraunveru- 1 legar sýndartekjur myndast við það, að hækkað verð vörubirgða I og annarra veltufjármuna og hækkuð upphæð greiðslufjár- muna ganga inn í tekjuuppgjörið. Að svo miklu leyti sem hækkun þessara upphæða stafar af rýrn- andi peningagíldi, er um sýndar-! tekjur að ræða. Þessi falska tekjumyndun hef- ur alvarlegri afleiðingar en flesta grunar. Þegar tekjur eru metnar | verulega hærri en þær eru í raun og veru verður bæði neyzla manna og fjárfestingarfyrirætl- anir hærri en raunhæfur grund- völlur er fyrir. Hvort tveggja kemur niður á lánsfjárstarfsem- inni, rýrir sparnað og eykur eft- irspurn eftir lánum. Skattar og þar með ríkistekjur verða hærri, en til hafði verið ætlazt, og þvíj fylgir sennilega tilsvarandi aukn- ing ríkisútgjalda og umfangs rík- isreksturs. Skattabyrðin hefir þá þyngzt. Heildaráhrif þessa brenglunar tekjuhugtaksins verða þau, að þjóðin lifir um efni fram og festir fé framar megni. En þessar sýndartekjur hafa haft aukaafléiðingu, sem er jafnvel enn alvarlegri. Þær hafa átt einna drýgstan þátt í að hleypa skriðu skattsvikanna af stað, skapað i senn nokkra nauðsyn og afsökun fyrir skattsvikum. Þegar skatt- svik fara að tíðkast, smita þau út frá sér, þannig að hverjum ein- um fer að þykja það sjálfsafneit- un að sitja hjá. Skattsvikin auka með tímanum skattabyrði þeirra, sem ekki fremja þau. Þetta á- stand hleður undir hina sam- vizkuliðugri rekstursaðila, en getur í vissum tilfellum gert út af við þá strangheiðarlegu. Þetta nægir til að sýna fram á, að frumskilyrði þess, að hægt sé að útrýma skattsvikum, er að peningagildið haldist stöðugt framvegis, svo að raunhæft og sanngjarnt mat tekna geti legið til grundvallar starfi skattayfir- valdanna. Útrýming skattsvika er geysiþýðingarmikið og aðkall- andi úrlausnarefni. Skattlagning- in er ein raunhæfasta leiðin til tekjujöfnunar og skattskýrsluro- ar eru víðtækur hagskýrslugrund völlur um afkomu þjóðarinnar í heild og einstakra stétta og at- vinnugreina. Til hvors tveggja er skattkerfið gagnslítið nema skatt- svik séu útilokuð. Það er fyrst og fremst hagsmunamál laun- þegastéttanna, að skattkerfið sé í fullkomnu lagi, og að hægt sé að fylgjast með afkomu atvinnu- veganna í réttum hagskýrsium. Þær sömu stéttir ættu því að sjá sér hag í því, að skapa hinar nauðsynlegu forsendur fyrir því, þ. e. að tryggja stöðugleik hins almenna peningagildis. NIÐURSTÖÐUR í þessum þáttum hefur verið sýnt fram á það með óyggjandi rökum, að flest hin alvarlegu og mest aðkallandi efnahagsvanda- mál þjóðarinnar stafa af breyt- legu, þ. e. stöðugt rýrnandi pen- ingagildi, eins og það er skil- greint sem kaupgjald í almenn- asta skilningi. Að vísu leysir stöðugt peningagildi ekki allan vanda, en það skapar traustan grundvöll til úrlausnar þeim vandamálum, er eigi leysast af sjálfu sér. Það færir efnahags- málin upp á þurrt land, þar sem hægt er að takast á um raunhæí atriði í stað þess að byltast um í kviksyndi glundroðans. Rýmandi peningagildi skapar háskalegt ástand, sem bitnar harðast á alþýðustéttunum, en getur með tímanum ógnað allri þjóðfélagsskipaninni, lýðræði, einstaklingsfrelsi og mannrétt- indum. Það eyðileggur kosti hag- kerfis frjálsra viðskipta, gerir ó- virk rétthetis- og afkastalögmál þess, gerfi- það siðlaust og dáð- lauát og getur þar með kollvarp- að því, þótt álmenningur taki það langt fram yfir annað, ef kostir þess fó að njóta sín. Sumir ætla að til þess séu refirnir skornir, og hafa þeir að verulegu leyti rétt fyrir sér. Vaxandi pen- ingagildi, þ. e. lækkandi kaup- gjald, mundi hafa jafn hóskaleg- ar afleiðingar í för með sér, en það er ekki á dagskrá nú. í sambandi við þó samninga, er nú standa yfir, héfur sú hug- mynd verið borin fram af rikis- stjórninni, að gerð verði rann- sókn ó kaupgreiðslugetu útflutn- ingsatvinnuveganna. Slík rann- sókn ætti stöðugt að fara fram og nýjar niðurstöður ættu jafnan að liggja fyrir. En niðurstoðui slíkrar rannsóknar geta engan Framh. k bla. íj Framh. af bls. 9 I í snatri er svo haidið austurj yfir JÖkulsá. Þarna er talsvert gil en bílljnn fer hiklaust upp. Tveir gengu þó á undan yfir til að athuga leiðina. Á austurbakk- anum taka menn svo rösklega til snæðings og klukkan er um 5 þegar haldið er af stað í átt- ina til Hrafnkelsdals, því ætlun- in er að koma við á Aðalbóli. Við snúum baki við Kverkfjöll- unum og Herðubreið er til; vinstri, hún vildi ekki „taka: ofan'* fyrir okkur í dag, var allt- af þokuhjúpur um toppinn. Nú j er brunað í norðaustur og sæk- ist vel þótt aka verði á 2. gíri. 1 Það er farið fyrir botn Þuríðar- ! staðadals, en nú er bollalagt um hvort unnt sé að komast niður í Hrafnkelsdalinn og heim í hlað á Aðalbóli. Friðrik á Hóli var, okkar fararstjóri, enda manna kunnugastur austur á öræfunum. i Steíán Pálsson var þarna og þaulkunnugur, átti mörg ungl- ingsár á Aðalbóli. Báru þeir einkum saman ráð sín. KOMIÐ I HRAFNKELSDAL Smávegis töf varð vegna bil- unar á benzínröri er við vorum innst við Þuríðarstaðadalinn og tafði það svo að birtan tapaðist til að velja leiðina ofan í dal- inn. Friðrik og Stefán höfðu gengið alllangt á undan og varð nú að ráði að hætta við að freista að fara niður í dalinn, en keyrt norður á austurbrún Hrafnkells- dals og staðnæmst gegnt bæn- um og Ijósunum kastað yfir dal- inn. Fullyrða má að slíkt sé sjaldgæfur viðburður í Hrafn- kelsdal. En nú var að athuga um féð. Ekki var hægt að hafa kind- urnar frjálsar í bílnum og ekki ráðlegt að binda þær úti, þvi verða mvndi nokkur töf heima. Hvað var þó til ráða? Jú, Friðrik og Kjartan stungu upp á því að grafa þær í fönn! Þjóðráð og var nú tafarlaust hafinn gröftur og gerð hola er tók nær undir hendur manni og í hana voru kindurnar settar. Bezta og örugg- asta ráðið og hagnýti hver, sem í líkar aðstæður kemst. Klukkan var að verða átta um kvöldið og loft nú tekið áð þykkna og hlýtt og milt loft. Á Aðalbóli var þeginn beini og þaðan haldið eftir um tveggja stunda viðdvöl. Gripið var til markaskrár til að athuga um eiganda að kindunum úr Kringils árrana. Markið var: Sneitt aftan hægra, hófbiti aftan vinstra. Eigandi er Guðmundur Jónsson Hauksstöðum í Vopnafirði. Er nú ákveðið að Páll bóndi komi með okkur upp á brún og taki við vopnfirzku kindunum. Hinar halda förinni áfram með okkur austur yfir Fljótsdalsheiði. Fremur þung færð er á köflum austur yfir og tók ferðin nokk- uð á aðra klúkkustund austur á slóð okkar frá um morguninn. LEIÐIR SKILJA Á Þórfellinu skilja Norðdæl- ingarnir við okkur. Benzín er sett á bílinn. Er nú komin þoka en Stillt veður og örlitil Jiríðar- mugga. SJcðin er ekin út fyrir Bessastaðaá og þar förum við 5 úr honum og kindurnar 3 tök- um við með okkur til heimkynna sinna í dalnum. KJukkan er um 2 að nóttu er við yfirgefum Berg og félaga hans tvo og á hann þá eftir allt að þriggja tíma ferð í Egils- staði. Ekur út á Heiðarenda og siðan veginn suðaustur yfir Hróarstunguna. Þeir fóru frá EgilsStöðum klukkan rúmlega 6 um morguninn og má ætla að htið vanti á sólarhringinn, er tjeir koma heim. Víð skoppum niður brekkurnar með kindurn- ar þrjár. Ég vigtaði þær daginn eftir. Veturgamla ærin vóg 36,5 kg., ær Sigmars 45,5 kg. og gimbrin undan henni 27 kg. Ég gat ekki vegið dilkána úr Kringilsárrana, þar sem hún var skilin eftir á Aðalbóli, en ærin var til muna þyngst og gimbrin mun hafa vegið a. m k. 40 kg. Nokkru áður en ferðin komst á talfærði ég það við Friðrik á Hóli að gaman væri að bregða sér í slíka ferð. Tók hann því mjög vel og þegar leitað var eft- ir þátttöku vildu fleiri komast en farið gátu. Auk þess, að fara þetta til skemmtunai og fróð- leiks, hafði ég mjög í huga að leita kinda, sem á hverju hausti má ætla að verði eftir á hinum víðlendu afréttum. Ef vel tækist var ætlunin að reyna að koma slíkum leitum á framvegis, þeg- ar veður og færð leyfði og nokk- uð er komið fram á vetur. Þótt sauðkindin elski frelsið og oft sé gott að dvelja á öræfunum, líka að vetri, mun hitt þó tíðara að harðni að og hungur og harð- rétti verði að lokum að bana, en þó einkum tófan, sem oftast mun vera völd að dauða þeirra kinda, sem eftir verða við haustsmalan- ir á afrétlunum. Það var einróma álit ferða- félaganna að tæpast hafi þeir farið skemmtilegri ferð. Guði sé þökk fyrir gott veður og giftu- sama för. 10. marz 1955. Jónas Pétursson, Skriðuklaustri. Aðalfundur Slysa- í Vík VÍK í MÝRDAL, 22. marz. — AðaJfundur slysavarnadeildarinn ar Vonin í Vík var haldinn s.l. sunnudag. í stjórn deildarinnar voru kosin: Jónas Gíslason, for- maður, Steinunn Pálsdóttir gjald- keri, Óskar Jónsson ritari Ragn- ar Þorsteinsson og Jón Sveinsson meðstjórnendur. — Félagar eru nú um 260. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt ó fundinum: Aðalfundur slvsavarnadeild arinnar Vonin samþykkir að skipa þriggja manna nefnd, er hafi til athugunar á hvern hátt muni bezt ráðið fram úr því öryggisleysi, sem ríkir í sjósókn manna frá hinni hafn- lausu suðurströnd og hafi nefndin skilað áliti, sem lagt yrði fyrir næsta Slysavarna- þing. Mótatkvæðin á Kópavopfundmum SÉRA GUNNAR ÁRNASON, sem var fundarstjóri á almenna borgarafundinum í Kópavogi s. 1. föstudag, hefur beðið blaðið um að birta þá athugasemd frá sér, að dagskrártillagan um að skora á Alþingi að veita Kópavogi kaup- staðarréttindi, hafi verið sam- þvkkt moð yfirgnæfandi meiri- hluta. Hafði hann sem fundar- stjóri lýst þvi yfir og var því ■ekki mótmælt á fundinum. Hins vegar voru mótatkvæði ekki talin, segir fundarstjórinn. Enda er það rétt að hann sem fundarstjóri lét ekki telja mótat- kvæði, en hitt er og rétt að menn sem viðstaddir voru fundinn töldu mótatkvæði og reyndust þau vera 32. Ingrid krefst skaðabóta. Stokkhólmur — Ingrid Berg- man hefur krafizt þess að Stokk- hólmsblaðið Aftontidningen verði dæmt í 500 kr. skaðabætur fyrir það, að liósmyndari þess rauf heimilisfriðhelgi hennar, ruddist inn á hana og smellti af mynd- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.