Morgunblaðið - 24.03.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.03.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. marz ’55 r EFTIRLEIT CFTIR ECON HOSTOVSKY Kdkósmjöl og kjortnsalt nýkomið Sími 1755. Framhaldssagan 53 aö til mín. Nú langar mig til að sþjalla dálítið við þig.“ i„Hlustaðu nú á mig, Oldrich", sagði Matejka hægt og kuldalega og hnyklaði brýrnar. „Ég skal véra kyrr, ef þú ætlar að segja mér eitthva mikilvægt, en tími minn er of dýrmætur til að sþjalla." „Fyrirgefðu, ég skal koma að efninu. Þykir þér vænt um tékkneskuna?" ; „Nú þetta finnst mér nú dálítið —“ „Vertu rólegur, mér er alvara. í; okkar máli notum við hvers- dágsleg ávörp um þá, sem standa ojkkur næst, ég spyr þig nú, hvort þér þyki vænt um tékkneskuna til þess að vita hvernig þú notar hana eða með öðrum orðum hvar við tveir stöndum gagnvart hvor öðrum.“ Matejka stóð upp og settist strax niður aftur. Andlit hans var þreytulegt eins og hann hefði skyndilega orðið allur rýrari, og þpð var eins og hann hrevtti út ú'r sér orðunum: „Hættu þessum fíflalátum og hlustaðu á mig. Mér héfur skjátlast með þig Mér skjátlaðist er ég sá ekki, að þú varst aðeins ánægður og kurteis til að geta móðgað mig og sýnt mér fjandskap á eftir. Viltu vera eins og maður eða ekki? Rödd Boreks var undurblíð eins og hann bæði um friðþæg- ingu og skilning. „Trúðu mér, mér er alvara. Þú ert þó ekki hræddur við mig? Heldurðu að ég viti ekki, hver þú ert og hvers þú ert megnugur. Sjeiztu ekki, að ég hef fyrir fjöl- iikyldu að sjá og hef því ekki efni á að reita þig til reiði.“ „Hvað fjandann viltu mér? Hvað á þetta að þýða? Hvers végna skyldi ég vera hræddur við þig?“ „Það veit ég ekki, en þú ert Irræddur við mig og skammast i|ÍTi fyrir það. Ég spyr þessara spurninga vegna þess að ég er ýíss um, að þú þolir sársauka Éki vel. Mér var sagt að þegar hafir einhvern kvilla, hafi imkoma þín verið alveg óþol- Btdi. Mér ríður á að vita, hvort tf|ð sé rétt.“ „Þetta hefur haft einhver áhrif heilann á þér, en ef til vill líð- bað hjá. Vertu sæll, Borek.“ Hann stóð upp dálítið móðgað- , en Borek greip hönd hans og It honum föstum. Þeir störðu 1 H'or á annan og Matejka fannst I finn vera svo átakanleea hiáln- í fvana. Hann vissi ekki, hvað 1 ann átti að gera. „Slepptu mér. biáninn hinn. Ef þú vilt stvttar þér stunHir, ætt- ifcðu heldur að kalla á hjúkrunar- Tponuna og fá hana í rúmið til þín. Þið gætuð bæði ha.ft góða íikemmtun af því. Nú er ég að tara.“ „Nei, þú ferð ekki “ Borek varð öskugrár í framan og úr aueum hans mátti lesa miskunnarlevsi. Nú varð Mateika raunveruleea hræddur, en hann skammaðist sín fvrir að kalla á hjálp. Þegar allt kom til alls var þetta sjúklingur, sem hann átti við að etja og ef.til vill geðsjúk- ur maður þar að auki. Hann fann til í höndunum og það var eins og beinin moluðust undan hönd- um hins ofsterka manns. Hann fór að stynja. ..Vitfirringurinn þinn, ^eiztu hvað þú ert að gera Þú <Jrt búinn—“. , Líkaminn í rúminu settist unn ftins og vnfa ng Borek sló með hinni hendinni Matejka á munn- inn svo að hann mundi hafa fall- ið um koll, ef Borek hefði ekki haldið í hann. Hann var að því kominn að kalla á hjálp, þegar Borek náði taki á hálsinum á honum. Kvalirnar urðu óþolandi og honum var ómögulegt að koma upp nokkru orði. Hann barðist um í rúminu og reyndi að gefa frá sér einhver hljóð, en blánaði allur í framan og fyrir eyrum hans hljómuðu miskunnarlaus orð. * „Þú verður kyrr, Matejka, vegna þess að þú hefur áhuga á að heyra hvernig ég er búinn að stokka upp spilin. Nú muntu alltaf halda að einhver væri að kyrkja þig, dag og nótt og þú munt ekki geta barist á móti því eða kallað á hjálp, Rétt eins og núna —- já, rétt eins og núna! Já, þeir höfðu rétt fyrir sér, sem sögðu, að þú gætir ekki þolað sérsauka og það kemur sér vel fyrir mig — það er einmitt það, sem mig langaði til að vita. Setztu nú niður eins og þægur og góður drengur og hlustaðu á: ég ætla ekki að kyrkja þig, ég ætla aðeins ag lofa þér að finna smjör- þefinn af því hvernig þú heíur farið með aðra. Og mundu það Matejka, að ef þú sýnir einhvern þráa eða revnir að flýja, skal ég hálsbrjóta þig.“ „Undir koddanum mínum er síðasta eintakið af samhljóða bréfum, en sérhvert þeirra er i öruggum höndum. Bréfin eru öll til innanríkisráðherrans okkar herra Nosek. Þessir tíu trúverð- ugu menn munu sjá til þess, að ekkert komi fyrir mig. Þeir vita ekki hver um annan, svo að þeir geta ekki komizt að því hverjir það geta verið. Og það sem meira er, þú getur ekki losnað við mig, því að ef ég er drepinn, eða ef ég hverf eða er settur á eitthvert hæli, mun það orsaka, að bréf j mun koma til innanríkisráðherr- ans um það, að þú hafir notað Eric Brunner sem njósnara til að koma á sambandi við Ameríkana. I bréfinu segir, hvernig þú lést Eric koma mér inn í þetta mál og hvernig hann lét mig fá pen- inga, sem hann fékk frá þér og hvernig þú ætlaðir þér að koma á öruggu sambandi milli þín og Gerard Morgan. Nú hefurðu geng ið í gildruna. Gerard Morgan og Eric Brunner munu fylgja þér til dauðadags. Seztu nú niður og hugsaðu vel um það, hvort þú vilt heldur vera kyrr og hlusta á það, sem ég hef að segja eða fara og kalla á lögregluna." í Hann losaði takið á hálsinum á Matejka og hendinni og settist betur upp í rúminu og beið eftir því, hvað hann mundi gera. Augu Matejka voru blóðhlaup- in og starandi. Hann hrissti dofnu fingurna en nuddaði hálsinn með hinni hendinni. Hann leit til dyr- anna eins og villidýr, sem er lokað inni í búri. Hann teygði sig eftir bjöllunni, en áttaði sig strax aftur. Hann horfði haturs- fullum augum á Borek. „Hvers konar bölvaða lygi hef- ir þú búið til? Þú — þú — Hann leitaði árangurslaust eftir viðeigandi orðum, en síðan kom yfir hann hræðslutilfinning og hann lét fallast niður í stólinn. j Borek hélt áfram: „Ég veit heilmikið um þig frá gæðingum þínum eins og leyndum óvinum. Ég veit, að þegar þú hniprar þig saman í stólnum, ertu alveg viti þínu fjær, og þegar vinstra aug- að fer að titra eins og núna, ertu alveg að því kominn að falla í yfirlið. En það verður ekkert úr því núna. Matejka, það er eins gott að gefast upp sem fyrst, þar sem ekkert getur hjálpað þér héðan í frá. Þú ert fastur í þinni eigin snöru. Ég hef lagt á ráðin með mikilli varúð og þar er eng- in smuga. Og jafnvel þótt þú hefðir ekki komið til mín í dag, mundi ég hafa komið til þín eftir nokkra daga. Hvað er það, sem þú ætlar að segja mér? Haltu áfram og talaðu.“ „Heldur þú að svona gáfaður náungi eins og Nosek ráðherra muni trúa öðrum eins svívirðing- Félag íslenzkra iðnrekenda Almennur félagsfundur verður haldinn í Þjóðleikhús- kjallaranum föstudaginn 25. þ. m. kl. 12 á hádegi. Til umræðu verða kaupgjaldsmál og fleira. - FÉLAGSSTJÓRNIN ■ . . ■ /£j ■ f „Töfrar barnsins“ \ . . ■ . ■ ■ . 1 ÆBam frá MEKMEN | . . ■ . ■ ■ er óviðjafnanlegt. . . . ■ ■■ ■ ||||F Fæst í plast-flöskum, sjálf- : . ■ . Éw sprautandi, einnig í venjulegum \ ■ ■ ■ . ! . | glösum til enduráfyllinga. ■ ■ ■ 7/7 sölu tvö herbergi og eldhús 1 kjallara í Vogunum. — Uppl. gefui málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðl. Þorlákssonar og Guðm. Péturssonar, Austurstræti 7, sími 2002 og 3202. Ný 4ra herbergja ibúdarhæd í Laugarneshverfi til sölu. — Uppl eftir hádegi. HAUKUR JÓNSSON hdl. Hafnarstræti 19 — Sími 7266 ■■■■■■■■■■■■■■■• Jóhann handfasti INSK SAGA : 125. mér lökin, sem voru í þvælu utan um mig. Þvottakonurnar j héldu að ég væri illur andi og flýðu æpandi og skrækjandi ‘‘ eins og fætur toguðu. Ég þaut á fætur og þaut af stað, en ; einn af bogmönnunum í varðhúsinu var fljótur að skilj-t • hvað ég í rauninni ætlaði mér. Hann dró upp boga sinn : og sendi ör á eftir mér. Ég fann stingandi sársauka í fæt- : inum og hrasaði og féll og jafnskjótt réðust fjórir eða ■ fimm hermenn að mér. Þeir báru mig ofurliði og drógu mig • inn í kastalann aftur. en ekki fyrr en ég var búinn að gefa : þeim nokkur glóðaraugu til minningar um mig, það getið : þið alveg reitt ykkur á. • Þannig fór þessi flóttatilraun algerlega út um þúfur hjá • mér, það eina, sem ég hafði upp úr henni var það, að ég : særðist á fæti og varð að liggia í rúminu allmarga daga, og svo bað. að eftir þetta var mér haldið í jafn ströngu varð- haldi og konunginum sjálfum. ■ Samt varð það mér til huggunar og hughreystingar, hvað • konungur varð auðsjáanlega feiginn að sjá mig aftur. „Sat': : að segja var ég farinn að sakna þín, Reiddi hnefi“. sagði ■ hann. „í öðru eins fangelsi og þessu er gott að hafa að ■ minnsta kosti einn tryggan vin hjá sér, sem einnig er fangi“ j Þetta kom mér til að roðna að fögnuði, því að mér þótti mikil : virðing að því að þessi frábæri konungur skyldi kalla mig ; vin sinn. , : — Morgunblaðið með morgunkaffinu — Hafnarfjörður Vantar 2—3 herbergja íbúð í nýju húsi 14. maí eða fyrr. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt. „H. H. — 763“. Glæsileg korlmannaiöt Ný snið, sem vekja aðdáun. Klæðavcrzlun Andrésar Andréssonar ....................■■■■....■■!■. .... Vélskófla lítið notuð, sem jafnframt má nota sem skurðgröfu og uppskipunarkrana, til sölu. — Semja ber við ♦ STEIN JÓNSSSON hdl. Kirkjuhvoli. sími 4951, sem gefur allar nánari upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.