Morgunblaðið - 24.03.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.03.1955, Blaðsíða 16
Veðurúllil í dag: A-kaldi. Snjókoma eða siydda öðru hverju. _______ 69. tbl. — Fimmtudagur 24. marz 1955 Öræfaferð á miðgóu. Sjá grein á bls. 9. , —...... ....... , , Raunverulegar kauphækkunar- kröfur 55—70 prósent ÞJÓÐVILJINN“ heldur því fram að Morgunblaðið hafi farið með rangt mál, þegar sagt hefur verið, að kröfur verkalýðs- íélaganna feli í sér yfir 50% kauphækkun. t þessu sambandi hefur blaðið fengið þær upplýsingar hjá Vinnuveitendafélagi íslands, að sé miðað við sama vinnutíma og mjög hefur tíðkazt að undanförnu, bæði við höfnina, í fyrstihúsum og víðar, eða til kl. 20, sé hækkunin á hinum ýmsu kaupflokkum Dagsbrúnar frá 55% og upp yfir 70%. Er þó ekki tekið tillit til tilfærsu á milli kaupflokka, fjölgun slysadaga með fullu kaupi o. fl., sem meta mætti til fjár. Sé miðað við skemmri vinnutíma er hækk- nnin minni. Japanskir lisldansarar í Reykjavík Gluggasýningor 1. apríl á 100 óra oimæli irjólsror verzlunar EINS Og blöð og útvarp hafa nýlega skýrt frá gangast Samband ísl. samvinnufélaga, Samband smásöluverzlana Verzl unarmannafélag Reykjavíkur og Verzlunarráð íslands fyrir há- tíðahöldum á 100 ára afmælis- degi frjálsrar verzlunar á íslandi hinn 1. apríl n.k. Skipuð hefur verið sérstök skreytingarnefnd, sem í eiga sæti Páll Sæmundsson og Svein- björn Árnason frá Sambandi smásöluverzlana og Gyða Hall- dórsdóttir, deildarstjóri í KRON. Varamaður er Axel Sigurgeirs- son frá S.S. og hefur hann einnig starfað í nefndinni. Skreytingarnefndin mælist til þess við forráðamenn verzlunar- fyrirtækja, að þeir láti skreyta glugga sína á afmælisdaginn, 1. apríl. Gerð hafa verið spjöld, sem líta út eins og meðfylgjandi ínynd sýnir. Skiltið er prentað í f.jórum litum á ljósbláan grunn. Stærð þess er 50x70 sm. Það er prentað á kartonpappír af Ljós- prentunarstofunni Litbrá. Atli Már hefur teiknað skiltið. Á 10 ára afmæli lýðveldisins, 17. júní í fyrra, gekkst Samband smásöluverzlana fyrir almennum gluggaskreytingum og varð þátt- taka í þeim mjög mikil. Verzl- unarfyrirtæki munu því eiga mikið af -gögnum, sem má nota aftur og jafnframt hafa menn •öðlazt æfingu í slíkum skreyting- Samkomuiag næst um benzfnaf- greiðslu ÞAÐ hefir orðið að samkomulagi milli Vinnuveitendasambands ís- lands og verkfallsstjórnarinnar, að eftirtaldir aðilar fái afgreitt benzín eftir þörfum: læknar, Ijósmæður sendiráð, sáttanefnd ríkisins, lögregla og sakadómari, brauðgerðir, fiskverzlanir, kola- sölur, olíusölur, fatlaðir menn, líkvagnar, verkfallsvörður, samn inganefndir verkalýðsfélaganna og samninganefndir vinnuveit- •enda. Auk þess hlýtur ávallt að verða að afgreiða benzín til fleiri aðila en hér um ræðir og þarf þá um það sérstakt samkomulag aðila. í sambandi við frétt í blaðinu í gær, er rétt að taka það fram, að ágreiningurinn á milli olíu- félaganna og verkfallsmanna var um það, að olíufélögin vildu ekki selja verkfallsvörðum benzín nema vinnuveitendur fengju einnig benzín á bíla þeirra, sem í fyrirsvari standa fyrir þá í vinnudeiluuni. — Þar sem sam- komulag hefir nú náðst um það er sá ágreiningur úr sögunni. um. Á sama hátt og lýðveldis- skjöldurinn var þá hið sameigin- lega hátíðartákn, er ætlast til að afmælisskiltið verði það nú. Undirbúningsnefnd hátíðahald anna hefur ákveðið að skiltin verði látin í té ókeypis og verða þau afhent í skrifstofu Sambands smásöluverzlana, Laugavegi 22 (gengið inn frá Klapparstíg) og þar eru veittar frekari upplýs- ingar. Sökum yfirstandandi verk- falls getur nefndin ekki tekið að sér að senda skiltin og eru menn beðnir að sækja þau hið fyrsta. Fyrirtækjum utan Reykjavíkur og nærsveita er bent á að reyna Japanski listdansflokkurinn, sem sýnir í Þjóðleikhúsinu, kom með Sólíaxa í gærkvöldi. Ljósmynd- ari blaðsins tók þessa mynd af flokknum á Reykjavíkurflugvelli við komuna. að hagnýta sér ferðir, sem kunna að falla. Skreytingarnefndin beinir þeim eindregnu tilmælum til að- ila að þeim samtökum, sem að hátíðahöldunum standa, svo og annarra, að þeir leggi sig fram til þess að gera hátíðina sem veg- legasta m.a. með almennum gluggaskreytingum. (Frétt frá Sambandi smásölu verzlana) Preslar og Söofræð- inpr keppa í MAÐUR BRENKUR INNI Á SEYDISFIRÐI Iliísið alelda nij komið aá falli er aí var komið Seyðisfirði, 23. marz: ÞAÐ hryggilega slys vildi til hér í kaupstaðnum í nótt, að mað ur brann inni, er íbuðarhús hans brann til kaldra kola. Var það Árni Guðmundsson bóndi að Kirkjuhvoli á Vestdalseyri. BJÓ EINN Í HÚSINU Árni var einhleypur maður 59 ára að aldri og bjó einn í húsinu, sem var stórt timburhús, ein hæð með risi. Hafði hann búið um margra ára skeið að Kirkjuhvoli. ELDSINS VART MILLI 1—2 í NÓTT í nótt varð vaktmaður símstöðv arinnar hér á Seyðisfirði þess var, að eldur var kominn upp í Kirkjuhvoli. Gerði hann slökkvi- liði bæjarins þegar aðvart og fór það strax á staðinn. Var húsið þá alelda og féll nokkru seinna. Ekki var viðlit að komast inn í það. Brann það til kaldra kola án þess að nokkru yrði bjargað. SVAF Á NEÐRI HÆÐINNI Vitað var, að Árni heitinn hafði aðsetur sitt á neðri hæð hússins og svaf þar meðal annars. Ekki var unnt að sjá hvar eldsupptök- in í húsinu voru, en þess er getið til, að kviknað hafi í út frá olíu- lampa. — Benedikt. Paf reksfja rðarka u p- staður ofíulaus PATREKSFIRÐI, 23. marz — Olíulaust er nú að verða hér í j kaupstaðnum og má segja að í j dag séu margir með síðasta olíu- dropann. Ef ekki úr rætist strax horfir til stórvandræða sérstak- lega vegna þess að miklir kuld- ar hafa verið undanfarið og olí- an því fyrr gengið til þurrðar hjá fólki en ella. í dag var ástandið þannig, að ef ekki fæst olía strax stöðvast rafstöðin í kvöld. Skeljungur kom hingað í morg un, og er hann með olíu. Hefur skipið legið í allan dag í höfn- inni, en ekki heíur fengizt að losa úr honum olíuna, þar sem verkalýðsfélagið bíðui eftir leyfi Alþýðusambandsins x Reykjavík til þess. Þá er einnig von á Þyrli hingað, sem einnig er með olíu, á föstudaginn. STÚDENTAFÉLAG Reykjavíkur heldur kvö'dvöku í Sjálfstæðis- húsinu^amxað kvöld kl. 8,30. Til skemmtunar verður mælsku- keppni mi'li presta og lögfræð- inga. Fyrir prestana tala þeir séra Sigurður Einarsson í Holti, séra Sigurður Pálsson í Hraun- gerði en hinn þriðji er ennþá óráðinn. Fyrir lögfræðinga tala Sigurður Ólason hr1., Páll S. Pálsson lögm. og Barði Friðriks- son hdl. Þá mun Hjálmar Gísla- son skemmta með eftirhermum. Mælskulistarþættinum stjórnar Einar Magnússon Menntaskóla- kennari. Óvissa iim olíuflutn- inp ú! á land OLÍUFÉLÖGIN hafa skýrt Mbl. svo frá, að alger óvissa ríki um olíuflutninga út á land, þar eð verkfallsstjórnin hafi lýst verk- banni á tvö af þremur olíuskip- um flotans. Öll eru skipin þrjú nú á leið til hafna úti á landi, en olíufélögin kváðust ekki vilja gefa upp þær hafnir, sem þau eiga að koma við á. — Olíuskip Skipaútgerðarinnar, Þyrill, hefur ekki verið lýst í bann. Önnur útsöluvika bóksala hefst í dag í DAG hefst önnur útsöluvika bókaverzlananna, en þá verða eins og í síðustu viku á boðstól- um gamlax bækur, þ. e. a. s. bækur, sem komu út fyrir þrem- ur árum eða enn eldri. í þessari viku verða á boðstólum ferða- bækur, ævisögur, innlendar og erlendar, þjóðlegur fróðleikur og fræðibækur. f þessum bókaflokki verða um 150 bækur, og er þar fjöldi ágætra bóka. Verða þær seldar með upprunalegu verði, sem er lágt miðað við það bókaverð, sem nú er. Er ekki ósennilegt að margur nái sér þarna í bók, sem hann hefir haft hug á að eign- ast, en ekki fest kaup á fyrr. Topraolían set! j til Svíþjóðar FRÁ því var skýrt í blaðina í gær, að olíufélögin hefðu sótt um undanþágu til þess að losa 8000 lesir brennsluolíu ítalska olíuflutningaskipsina Smeralda, sem legið hefur i Hvalfirði frá því er verkfallið hófst. — Farmur skipsins et brennsluolía fyrir togaraflota landsmanna. f gær tilkynnti stjórn AI- þýðusambandsins olíufélögun- um, að hún myndi ekki veita þessa undanþágu. í dag siglir olíuflutningaskipið með farin- inn til Svíþjóðar, en þangað hefur hann verið seldur. Rússneska skipið Leningrad sem nokkurt magn mun enn vera í af olíu og benzíni, mun og sigla héðan án þess að losa að fullu farm sinn. — Hefur rússneska fyrirtækið, sem sér um olíu- og benzínsölu til fs- lands, samþykkt að taka það, sem eftir er í skipinu, og hef- ur því verið stefnt til Odessa með farminn. „CloiEdniasfer" !' skemmht á Ksfla- víkurvelli KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 23. marz: — Klukkan tíu í morgun vildi til það óhapp, er verið var að afgreiða DC6B Cloudmaster- flugvél frá hollenzka flugfélag- inu KLM, að forklifta rakst i hæðarstýri flugvélarinnar og skemmdist það. 53 farþegar og niu manna áhöfn bíða í flugvallarhótelinu eftir flugvél frá Amsterdam með varahluti og sérfræðinga, er gera eiga við vélina. Heldur sú vél síðan áfram til Montreal með farþesana. — Bogi. ’ Samúðarvtonu- stöðvun VERKAKVENNAFÉL Framtíð- in í Hafnarfirði og Félag vöru- bílaeigenda þar, hafa samþykkt samúðarvinnustöðvun með Verka mannafélaginu Hlíf, og kemur það til framkvæmda 30. marz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.