Morgunblaðið - 26.03.1955, Page 1

Morgunblaðið - 26.03.1955, Page 1
16 síður 42. árgangur 71. tbl. — Laugardagur 26. marz 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bein útgjaldaaukning rikissjóðs af kauphækkunum: Ai 7% hækkun 22 millj. kr. Af 26% hækkun 78 millj. kr. STYRKIR OG NIÐURGREIÐSLUR MYNDU ENN NEMA TUGUM MILLJ. (iromyko sekur um brot á þagnar- gildi afvopnunarráðstefnunnar Fulltrúar Vesturveldanna ráðslaga um, hvort birta eigi þegar frásagnir af gjörðum ráðstefnunnar London, 25. marz. — Reuter. TALSMAÐUR brezka utanríkisráðuneytisins skýrði frá því i London í dag, að fulltrúar vestrænna ríkja á ráðstefnu undir- nefndar afvopnunarnefndar SÞ í London ráðslöguðu nú um, hvort birta ætti nákvæma frásögn af störfum ráðstefnunnar áður en henni lyki. Væri í'raun og veru brýn Skyldi öll afvopnun gereyði- þörf fyrir siíkt, þar sem Ráð- leggingarvopna fara fram undir stjórnarríkin hefðu gerzt sek um að rangherma staðreynd- ir í frásögnum sínum af fund- inum. GROMYKO ÞVERBRAUT ÞAGNARGILDIÐ Lýsti talsmaðurinn yfir því, að Gromyko, aðstoðarutanríkisráð- herra Ráðstjórnarinnar og full- trúi Rússa á ráðstefnunni, hefði gert sig sekan um að þverbrjóta samkomulag um algera leynd yfir gjörðum ráðstefnunnar með því að senda fréttir til rússnesku fréttastofunnar Tass. Gromyko hafði skýrt frá því, að Ráðstjó-nin leggði til, að dreg- ið yrði úr „venjulegum" víg- búnaði þjóðanna áður en lagt yrði bann við framleiðslu ger- eyðileggingarvopna. Skyldi dreg ið úr „venjulegum“ vígbúnaði í hlutfalli við vopnabirgðir og her- styrk þjóðanna um s.l. áramót undir eftirliti stórveldanna fimm, Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands, Kína og Ráðstjórn- arríkjanna. eftirliti alþjóðastofnunar, er Framh. á bls. 2 Gromyko — eitirmaður Molotovs ? NEW YORK, 25. marz. — Blað ið New York Post segir frá því í dag, að Molotov verði að öllum líkindum látinn segja af sér embætti utanrík- isráðherra á næstunni. Segir blaðið, að öryggisráð Banda- ríkjanna hafi fengið sérstaka skýrslu um þetta efni frá stjórnarerindrekum Banda- ríkjanna í Moskvu, m. a. frá Charles Bohlen, sendiherra Bandaríkjanna þar í borg. Að þeirra áliti mun Andrei Gromyko, sendiherra Ráð- stjórnarríkjanna í London, taka við embætti utanríkis- ráðherra. — Reuter-NTB. Skýrsla Óiafs Thors, forsætisráð- herra, á Alþingi í gær OLAFUR THORS forsætisráðherra gaf á Alþingi í gær skýrslu um það hvaða bein áhrif kauphækkanir hefðu á útgjöld ríkissjóðs. Hann skýrði frá því að ef kaup hækkaði um 7% myndu bein útgjöld ríkisins af því verða ekki undir 22 milljónum króna. Ef kaup hækkaði hins vegar um 26% yrði bein útgjalda- aukning ríkissjóðs af því ekki undir 78.7 millj. kr. Hér er aðeins gert ráð fyrir útgjöldum, sem eru bein af- leiðing kauphækkana, en ekki neinum aukaútgjöldum í sambandi við lausn verkfallsins svo sem stuðningi við fram- leiðsluna eða niðurgreiðslum á vöruverði. Ef út í slíkt ætti eð fara myndi útgjaldaaukning ríkisins fljótlega vaxa enn um milljónatugi. Þessi útgjöld yrði ríkisstjórnin að taka með stórfelldum hækkunum á sköttum og tollum. Veruleg hækkun kaup- gjalds hlýtur því óhjákvæmilega að valda því að álögurnar hækki stórlega. Hér fer á eftir skýrsla forsætisráðherra: Á Alþingi og í blöðum lands- ins hefur oftlega verið að því vikið síðustu dagana að ríkis- stjórn íslands bæri að leysa kaupdeilu þá, sem nú stendur yfir. UPPLÝSINGAR TIL AUKINS SKILNINGS Umræður þessar bera vott um að menn hafa ekki haft handbær gögn um áhrif kauphækkunar á rikisbúskapinn. Þykir því ekki hjá því komizt, að ríkisstjórnin gefi upplýsingar, er mættu auð- velda mönnum réttan skilning á þessum efnum. Hefur því verið gerð áætlun Frumvarp um að veifa Kópavogshreppi kaup- staðaréttindi Óhugsandi annað en að breyta um stjórnarhætti í hreppi með 3200 íbúa OLAFUR THORS, Steingrímur Steinþórsson og Emil Jónsson lögðu í gær fram á Alþingi frumvarp til i laga um að veita Kópavogshreppi kaupstaðarréttindi.1 Byggist þetta frumvarp þeirra á því að áskoraniv ^ 760 kosningabærra manna í Kópavogshreppi hafa borizt Alþingi um að veita hreppnum kaupstaðarrétt- indi. Þegar síðustu kosningar til sveitarstjórnar fóru fram í Kópavogshreppi í febrúar 1954 voru 1144 á , kjörskrá þar og því Ijóst að óumdeilanlegur meirihluti kjósenda óskar eftir þessari breytingu, þannig að eðli- J legt verður að telja að löggjafarvaldið verði við þess- um óskum. I 3200 IBUAR í greinargerð fyrir frumvarp- inu er á það bent, að Kópavogs- hreppur er nú langfjölmennasta hreppsfélag landsins og mun fjölmennara en ýmis þau hrepps- félög hafa verið, er öðlazt hafa kaupstaðarréttindi. Samkvæmt bráðabirgðatölu Hagstofunnar voru íbúar í Kópavogshreppi 1. des. s.l. 3228 að tölu. íbúum hreppsins hefur fjölgað mjög á síðari árum og allar líkur benda til þess, að sízt muni draga úr vexti hreppsins á næstu ár- OHUGSANDT ANNAÐ EN AÐ BREYTA UM STARFSHÆTTI Er augljóst, að hreppurinn er orðinn það stór og störf hrepps- nefndar, ekki sízt oddvita, það umfangsmikil og margþætt, að óhugsandi er annað en að brevta til með starfsháttu á stjórn hreppsins. um áhrif kaupgjalds á ríkisbú- skapinn. Er þá miðað við 7% hækkun grunnkaups annars veg- ar, en á hinn bóginn 26% hækk- un grunnkaups. Báðar þessar töl- ur hafa verið talsvert nefndar í sambandi við málið og það gefur gleggri mynd að taka þannig tvö dæmi. ÓLAFUR THORS á Alþingi i gær. næsta haust, vegna landbúnaðar- afurðanna einna saman. — Auk þess hlytu kauphækkanirnar að valda hækkun á vísitölunni í gegnum fleiri liði en landbúnað- arafurðir, þótt staðið yrði gegn slíkum hækkunum, sem auðið væri, og yrði því hækkun vísi- tölunnar meiri en þetta. Á Æ T L U N um hækkun ríkisútgjalda á næsta fjárlagaári, 1956, ef grunnkaup hækkaði um 7% eða 26% 7% 26% kauphækkun: kauphækkun: 1 Hækkun launa ................. ca. 12.0 millj. 42.2 millj. 2. Hækkun tryggingarútgjalda, vegaviðhalds, sjúkrakostn. utan ríkissjúkrahúsa, fæðiskostn. á skipum og sjúkrahúsum og framræsluframlags ........... ca. 5.2 millj. 18.5 millj. Samtals ca. 17.2 millj. 60.7 millj. Auk þessara liða hækka marg- ir aðrir liðir, sem draga sig sam- an, og mjög stórir framkvæmda- liðir, sem hljóta að hækka, þegar frá líður. AFTÆiniNG HÆKKAÐRAR VÍSITÖLU Þá hækka ríkisútgjöldin til við- bótar þessu með hækkandi vísi- tölu, en vísitalan hlýtur að hækka, ef kauphækkanir verða. Hækka ríkisútgjöldin um a. m. k. 1.2 millj. kr. við hvert vísitölu- stig. Gert er ráð fyrir, að verð- hækkun á landbúnaðarvörum mundi valda 2,9 stiga hækkun á vísitölunni næsta haust, ef 7% kauphækkun yrði, og er þá mið- að við núgildandi verðgrundvöll landbúnaðarafurða, en 26% kaup hækkun mundi valda með sama reikningi 10,6 stiga hækkun HEILDARHÆKKUN Það er því áætlað, að áhrif 7% kauphækkunar til hækkunar á ríkisútgjöld- um næsta f járlagaárs, yrðu ekki undir 22,0 millj kr. og er þá gert ráð fyrir 4 stiga hækkun á vísitölunni á þessu ári og áhrif 26% kauphækkunar ekki undir 78.7 millj., enda er þá ekki reiknað með meira en 15 . stiga hækkun á vísitölunni á þessu ári. Hér er gert ráð fyrir þeirri hækkun ríkisútgjalda einni, sem yrði bein afleiðing kauphækkana en ekki neinum aukaútgjöldum í sambandi við lausn verkfallsins ,s. g. sérstökum stuðningi við Framh. af bls. 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.