Morgunblaðið - 26.03.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.03.1955, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 26. *narz ’55 IHROTTIR Albert, Finnbjörn og fleiri gnmlir gnrpnr keppn i bndminton Reykjavíkurmeisiaramót í badminton « hefst í dag I DAG kl. 5.40 hefst í' KR-húsinu við Kaplaskjólsveg Reykja- • víkurmeistaramótið í badminton. Er þátttaka í mótinu mjög rrfikil, keppendur alls um 40 talsins frá tveimur félögum, Tennis- og badmintonfélagi Reykjavikur og íþróttafélagi Reykjavíkur. Meðal keppendanna í mótinu nú eru nokkrir gamalkunnir og frægir íþróttagarpar, sem í öðrum íþróttagreinum hafa getið sér mikillar frægðar, en hætt þátttöku í þeim og snúið sér að badmintoniðkun. Má meðal þeirra nefna Albert Guð- mundsson, knattspyrnukappa og frjálsíþróttagarpana Finn- björn Þorvaldsson og Jóel Sigurðsson. HVAÐ SKEÐUR? Víst er um það að þessa gömlu garpa vantar ekki snerpuna né kraftinn, en sá er gallinn að þeir hófu seint bandmintoniðkun og eru því lengur að komast í fulla þjálfun. Bezt er að byrja sem drengur. En eigi að síður verður gaman að sjá hvernig þeim tekst í viðureign við þaulreynda bad- mintonmenn eins og Vagn Otto- son (Walbom) og Einar Jónsson o. fl. Ólafur Jónsson verzlunar- maður í Vík sexíugur Keppir nú í badminton KEPPT I OLLUM GREINUM Á mótinu verður keppt í öll- um greinunum fimm, þ. e. ein- liðaleik karla og kvenna, tvíliða- leik karla og kvenna og tvennd- arkeppni. Flokkaskipting er ekki, en öllum heimil þátttaka í keppni um Reykjavíkurmeistaratitlana. Mótið er umfangsmikið í fram- kvæmd eins og sjá má af því að leikirnir fram að úrslitaleikjum eru 31 talsins. — Forráðamenn mótsins segja, að svo hafi dregizt til leikjanna, að þeir verði marg- ir skemmtilegir og tvísýnir þeg- ar í fyrstu umferð. Keppniní handknaftieiks mótmu geysshörð og jöfn CÍNURNAR í handknattleiksmóti íslands í meistaraflokki og 2. flokki kvenna, 1., 2., og 3. flokki karla, sem stendur yfir þfeSa dagana eru farnar að skýrast. Keppnin er þó geysihörð og í fáum flokkum er hægt að segja nokkuð fyrir um úrslitin. Vagn Ottoson — ókrýndur kon- ungur ísl. badmintonmanna. -ingar ísi. S. L. þriðjudag varð Ólafur ! Jónsson, verzlunarmaður í Vík, sextugur, er hann er fæddur að Höfðabrekku hinn 22. marz 1895. Foreldrar hans voru þau hjónin Jón trésmiður Brynjólfsson, frá Litlu-Heiði, Guðmundssonar og kona hans Rannveig Einarsdótt- ir, oddvita, frá Strönd í Meðal- i landi, Einarssonar. Standa að honum góðar ættir á báða bóga. Jón er nú dáinn, en Ranveig býr hér í Vík. í æsku stundaði Ólafur nám við Flensborgarskóla og tók það- an gagníræðapróf. Lagði hann síðan stund á ýmsa vinnu, sem til féll, eins og títt var um unga menn hér um slóðir á þeim tíma. Fékkst hann við landbúnaðar- störf og stundaði hann þá-fugla- veiði í björgum, en slík fugla- veiði var þá mikið stunduð. Jafn framt sótti hann sjóinn og varð snemma foimaður á opnum bát- um hér í Vík, en eins og öllum kunnugum er ljóst, þykir slík formennska ekki heiglum hent, enda aðstæður allar erfiðar, al- gjört hafnleysi og lent á ppnum sandinum. En hann var ætíð heppinn í formennsku sinni og! hlekktist aldreí neitt á. Auk þess var hánn á togurum og vélbát- um á vertíðum. En æfistarf hans varð þó annað, því að lengst af hefur hann lagt stund á verzlun- arstörf, fyst hjá verzlun Hall- dórs Jónssonar, þar sem hann var bókari, síðan hjá Verzlunarfélagi Vestur-Skaftfellinga. Ólafur hefur alla tíð verið full hugi hinn mesti, fylginn sér og ákveðinn í skoðununi. Þar sem hann legur hönd á plóginn, geng-. ur hann heill og óskiptur að hverju máli. Hann nýtur almenns trausts um grandvarleik og heið arleik. Haía honum því verið faiin ýmiss trúnaðarstörf, sem bera þess vott, þótt hann hafi án þess að málefnið biði hnekki við. En hinu hefur jafnan mátt treysta, að sérhvert gott málefni ætti þar hauk í horni, sem Ólafur er. Ég þykist þess fullviss, að Ólafur teljí sév engan greiða gjörðan með þessum fáu línum, en ég vildi þó ekki láta undir höfuð leggjast að flytja honum hér mínar hugheilustu afmælis- óskir í tilefni þessara tímamóta. J. Símon Kristján; í DAG verður til moldar borinn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, Símon Kristjánsson, hafnsögu- maður, sem andaðist hér 1 bæ 18. marz. Hann var fæddur 29. ágúst 1880 að Skipum á Stokks- í GÆRKVÖLDI fór fram úrslita- leikur í Körfuknattleiksmóti ís- lands 1955. Léku til úrslita ÍR og Gosi og lauk leiknum með jafn- tefli 37:37 — Jöfnuðu Gosar á síðustu mír.. úr vítakasti. ÍR hafði hagstæðari markatölu frá fyrri leikjum og hiutu liðsmenn ÍR því titilinn Körfuknattleiksmeistar- ar íslands 1955. ÍR-ingar voru meistarar 1954. . í 2. flokki sigraði Gosi með miklum yfirburðum, og hlaut bikar að verðlaunum. Þann bik- ar vann ír 1954. — Nánar síðar um mótið Lokið er þremur leikkvöldum —'var síðast leikið á þriðjudags- kvöld og urðu þá úrslit þessi: Ö. fl. B ÍR:Fram 7:5. 2. fl. kv. ÁrmanmFram 12:0. Mfl. kv. KR:Þróttur 9:8. Mfl. kv. FH:Valur 9:5. 2. fl. B Fram:FH 13:17. 2. fl. B KR:ÍR 15:14. Þó skammt sé komið keppni í ýmsum flokkum er skemmtilegt að , gera sér grein fyrir því hvérnig keppnin stendur, en það lítur þannig út eftir þessi þrjú leikkvöld: MeistarafIok ku r kvenna L U T M St KR 2 2 0 16:11 4 Fram 1 1 0 8:3 2 Ármann' 1 1 0 9:7 2 FH 2 1 1 19:17 2 Þróttur 3 1 2 23-27 2 Valur 3 0 3 15:25 0 2. flokkur kvenna 'lfí i L u T M st Ármann A 3 3 0 30:4 6 KR - 1 1 0 6:2 2 FH 1 0 1 4:13 0 Ármann B 1 0 1 2:18 0 Frh. á bls. 12. <*>- 70 Kaka þátt í svig- keppni R.víknrmótsins Mótið hefst við Kolviðarhót á morgun SVIGKEPPNI Skíðamóts Reykjavíkur fer fram um þessa helgi. Á laugardag verður keppt í drengjaflokki og kvennaflokki og fer sú keppni fram við skíðaskálann í Hveradölum. Á sunnudag verður keppt í karlaflokkunum og fer keppnin fram við Kolviðar- hól. Hefst hún kl. 10.30 með svigi C-flokks. GESTIR KEPPA í MÓTINU Allir helztu skíðamenn Reykja víkur taka þátt í keppninni, auk nokkurra utanbæjarmanna frá Siglufirði og Hveragerði, sem keppa sem gestir í mótinu. — Keppni er mjög tvísýn, einkum í A-flokki karla. .Reykjavíkurmeistari í svigi karla 1954 er Stefán Kristjáns- srn, Ármanni og er hann meðal ’ nnpenda núna. Keppendur eru alls 70. Ferðir á mótsstað eru frá af- greiðslu BSR við Lækjargötu kl. 14 á laugardag og kl. 9 og 10 á sunnudag. I Hið síðara sundméi HIÐ siðara sundmót skólanna, sem frestað var vegna innflú- enzufaraldursins, hefur nú verið ákveðið að skuli fara fram fimmtudaginn 31. marz n. k. kl. 20,30 í Sundhöll Reykjavíkur. Frekari upplýsingar um mótið er að finna í bréfi því, sem fyrir þremur vikum var sent til íþrótta félaganna í skólum, skólastjóra og íþróttakennara. ; síður en svo sótzt eftir þeim. — i Lengi var hann í skattanefnd, eða þar til hann gaf ekki kost á sér lengur. í stjórn Sparisjóðs Skaft fellinga hefur hann setið í all- mórg ár og situr enn. Gjaldkeri Sjúkrasamlags Hvammshrepps hefur hann verið frá stofnun þess. Einnig hefur hann lengi verið í rafmagnsnefnd Víkurkauptúns. Loks má geta þess, að hann var lengi form..ður björgunarsveitar Slysavarnafélagsins í Vík. Leysti hann það starf af hendi með hinni mestu prýði, enda er hann ætið aðgætinn í bezta lagi, þrátt fyfir kapp sitt og áræði. Kvæntur er Ólafur Elísabetu Ásbjörnsdóttur, fiskimatsmanns, Jónssonar, frá Akranesi, mikilli myndarkonu. Eiga þau eina dótt- ur barna, Sigríði sem gift er Valdimar Tómassyni, bílstjóra í Vík. Það er ekki eítir skapi Ólafs að láía á sér bera umfram aðra menn, énda held ég að hann kunni Ltt þá list, að ota sér fram fyrir aðra Ferkar hefur hann vaiið hinn kostinn að draga sig í hlé, þegar þess var kostur, eyri, en fluttist með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar, þegar hann var fimm ára gamall. — í Hafnarfirði átti Simon heima ætíð síðan, að frádregnum nokkr- um árum, sem hann dvaldist fjarri heímili sínu í atvinnuleit. Til dæmis fór hann í vinnu- mennsku austur að Ölfusvatni í Grafningi 12 ára gamall, — og um nokkur ár vann hann sjá séra Jens í Görðum. Árið 1905 hóf Símon nám í Stýrimannaskólan- um og lauk þaðan prófi með góðri einkunn. —- 1907 kvæntist Símon eftirlifandi konu sinni, Áslaugu Ásmundsdóttur og eignuðust þaú fjögur mannvænleg börn. en misstu eitt þeirra, 21 árs gamlan pilt,. sem andaðist 1932. Árið 1920 gerðist Símon hafn- sögumaður í Hafnarfirði og hafði það starf á hendi til dauðadags. Hafði hann því gegnt því lengur en nokkur annar maður eða um 35 ára skeið. Sá, sem þessar línur ritar, hafði ekki tök á að kynnast starfi Símonar svo nokkru næmi, en geta má nærri, að það hefur oft verið erilsamt og oft og tíðum reynt á skipstjórnarhæfileika Simonar, þegar hann þurfti að lóðsa stór skip inn á höfnina. Og má í því sambandi minna á hin- ar miklu skipakomur hingað á str'ðKárunvm. Símon lét ýmsa félagsstarfsemi til sín taka. Hann var til dæmis <-t0fnenc(um Fríkirkju- safnaðarins hér í Hafnarfirði og starfaði þar alla tíð af miklum áhnea. Einnif? var hann einn af stofnendum Stýrimannafélagsins Kára og lét þar svo sem vænta mátti margt gott af sér leiða. — G. E. Ræiarbókasafnið T.fcfttofnTi pr opin alla virka Jae frá kl. 10—12 áriiegis og kl. 1—I oífi4pg.jK. riema laugardaara kl. 1 — 12 árdegis osr kl. 1—7 síðdeeri: Sunnudas'8 frá kl 2—7 síðdesri. er onin alla vii-k dava frá kl. 2—10, nema laugai daga kl. 2—7 og sunnudaga k 5—7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.