Morgunblaðið - 26.03.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.03.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 26. marz ’55 BFTIRLEIT EFTIR EGON HOSTOVSKY Framhaldssagan 56 sjúkrahúsi." ' :„Þú — Borek — þú ert óþokki. Apmur helvítis óþokki.“ ,,Nei, við erum báðir menn, Mptejka. Er það ekki einkenni- le|t?“ Hinn valdamikli maður frá inn anríkisráðuneytinu lagaði á sér hátlsbindið og renndi fingrunum gegnum hárið og án þess að líta á tíómara sinn og kvalara opnaði hajnn hægt hurðina og gekk fram í ándyrið. Ðorek fórnaði höndunum, leit uþp í loftið, hvíslaði eitthvað en baptti síðan við upphátt: ,,Amen!“ NÍTJÁNDI KAFIA Morgan hneigði sig klaufalega. „Þarna sérðu Margaret, hve áreiðanlegur ég er. Ég er jafnvel fimm mínútum fyrr en þú baðst mig um. Ég sé, að þú ert alveg tilbúin. Við höfum nægan tíma, þótt flugvélin fari eftir réttri áætlun, sem ég stórefa. Gerðu mþr að lokum greiða og við skul- um fá okkur kaffi. Mér er kalt, bagði vegna veðursins og svo er lirollur í mér vegna alls þess, sem skeð hefur.“ „Stundum dettur þér ýmislegt gott í hug, Gerard. Mig langar líka í kaffi. Og hvers vegna greiða að lokum? Heldurðu, að ég komi ekki aftur til Prag eftir leyfið mitt? Eða áttu von á því að vera flúttur eitthvað á meðan? Hvað er klukkan?" „Hún er ekki átta enn. Við er- um ekki meira en hálftíma út á flugvöllinn og flugvélin á ekki að fara fyrr en klukkan tíu. Get ég hjálpað þér í eldhúsinu? Þú vilt það ekki — ég bjóst við því. Þú hefur gert ýmislegt ein upp á jsíðkastið og hefur aldrei látið sýo lítið og spurt vin þinn ráða eða hjálpar til að hafa upp á vini bínum Kral. Ferðin til sótarans í 7,elezna Ruda var mjög hættu- leg og það var mjög óráðlegt a*í þér að heimsækja hinn særða Borek.“ Margaret leit snögglega upp frá eldavélinni og leit reiðilega á Morgan, en bbðkaðist heldur, er hún sá, hve niðurlútur hann var. „Svo að þú hefur bá líka njósn- að um mig, Gerard?“ „Margaret, kallaðu það ekki að njósna. Ég hafði áhyggjur út af þér.“ reiðarrúðuna eða þegar við stóð- um fyrir framan sendiherrann — sem ég get ekki fyrirgefið að hafa dáið svona snemma — ég veit það satt að segja ekki hvenær það byrjaði og hvenær það varð verra — en ég elska þig. Nú er ég búinn að segja það og í þetta sinn hlæ ég ekki. En það er ekki vingjarnlegt af þér að fara að hlægja." Margaret skellihló. „Elsku Gerard, ég hef aldrei heyrt slíka yfirlýsingu. Varaðu þig, að brenna ekki brauðið! En nú skal ég segja þér, hvað ég hef verið að hugsa um upp á síðkastið, að Gerard Morgan mundi hafa gott af því að vera ástfanginn. Þá mundi hann komast að raun um, að það er miklu betra að búa með fólki en leika sér með það. Ef þú ert raunverulega ástfanginn, mundir þú ekki hafa látið njósna um mig. En nú skaltu setjast nið- ur, ég er að koma með kaffið." „Ég er sestur. Hefurðu ekki tek ið eftir því að þú ert eina mann- eskjan í heiminum, sem ég hlýði? Og allt og sumt sem ég fæ, er leiðindin. Ég komst í vandræði vegna Eric Brunner. Aumingja maðurinn er í hreinustu klípu. Hann getur ekki komið hingað aftur, okkar fólk man alltaf eftir því að hann var kommúnisti. Þjóð verjarnir gléyma því ekki, að hann er Gyðingur, og tékknesku útlagarnir segja, að hann sé njósnari. Ef Gyðingarnir afneita honum þá ekki einnig, mun hann ef til vill geta komizt til Palest- ínu.“ „Já, Eric Brunner, hvernig get- um við tvö dæmt hann réttlát- lega. Mér verður kalt í hvert sinn sem ég hugsa um hann. Það var ekki fyrr en ég kom til Prag að ég komst að raun um að mann- kynið er haldið hræðilegum sjúk- dómi, bæði hjartasjúkdómi og heila. Það skiptir ekki máli, hvað sjúkdómurinn heitir, því að nöfn breytast ár frá ári, en sjúkdóm- urinn er sá sami. Og við erum ekki að berjast við sjúkdóminn heldur við sjúklingana — og oft- ast aðeins þá sem virðast vera sjúklingar — en á meðan breið- ist sjúkdómurinn óðfluga út.“ „Ertu að setja út á mig? Ekki er ég læknir, heldur hermaður." „Nei, ég er ekki að ásaka neinn. Við erum öll meira og minna samsek. En ég er hrædd. Ég er hræddari við drepsóttir en styrj- aldir.“ „Þekkir þú lækninguna, Marga- ret?“ „Þú munt sjálfsagt ekki gefa mikið fyrir lækningu mína, en það er Brauð og Orð. Brauð fyr- ir hina hungruðu og orð fyrir þá, sem hafa villzt. Ætt brauð, auðvita, jafnvel þótt við verðum að taka það frá okkur sjálfum, og orð, sem ekki er falsað, heldur hreint orð eins og það var í upp- hafi þegar það var með Guði og Orðið var Guð. Það verður eitt- hvað að ske, þetta getur ekki haldið, áfram svona.“ Hún hló aftur, en í þetta skipti hæðnislega og bætti síðan við. „Mundu hvað ég sagði: Það sem Gerard Morgan þarfnast, er að verða ástfanginn. Hann verður að fá einhvern eða eitthvað, sem honum þykir vænna um en sjálf- an sig.“ i í fyrstunni fóru kippir um and- lit Gerard Morgans og hann átti í mestu vandræðum með sig að hlægja ekki. En skyndilega urðu allir andlitsdrættir slappir og hann leit af Margaret og á borð- ið og spurði lágri röddu: í „Margaret, heldurðu að þú munir hitta hann? Heldurðu, að hann sé í Ameríku?" i Hann virtist vita, hver áhrif spurning þessi mundi hafa, því að hann leit ekki upp, þegar Margaret grúfði sig niður í borð- ið, vellti um bolla og disk og fór að hágráta. Hann sat kyrr, en strauk klaufalega hár hennar. Hún grét enn ákafar. Hann hvíslaði: „Ég óska þess af öllu hjarta, að þú finnir hann — nú á ég ekki heitari ósk.“ j Hún leit upp tárvotum augum, 1 hætti að gráta og stamaði: „Segðu mér sannleikann. Hvað veiztu um Paul Kral?“ „Margaret, ég sver það. ég veit ekkert. Háns er saknað. Daginn, sem Jan Masaryk lézt tilkynnt- um við til Washington að Paul Kral hefði verið síðasti maður- inn, sem talaði við hann og hann hefði talað við hann tvær klukku stundir rétt áður en Masaryk framdi sjálfsmorð. Við vissum, að þeir vildu fá að vita, hvað Masaryk hefði sagt við hann. „Ég get ekki verið reið við þnr. Þú lætur eins og þú sért ekki fa|r um að telja einu sinni uop að fijpm og eins og þú viljir allt fý¥ir mig gera, og núna neitarðu þár um að sofa frameftir á sunnu dági aðeins til að spyrja mig í síð- afta sinn. Gerard, þessi ástríða þíp hlýtur að gera þig óhamingju s£fnan.“ ;„Ég er óhamingjusamur, ekki vggna neinnar ástríðu, heldur végna þess að við erum að kveðj- agt. Ætlarðu að vera í Ameríku, eða ætlarðu að fara úr utanríkis þjónustunni?" „Ég hef ekkert ákveðið í huga. Eg ætla fyrst að fara heim —■ því næst ætla ég að sjá til. Ég er hrædd við þennan stað. Ef þig langar til að hjálpa. geturðu sett nokkra bolla og diska á borðið og mjólk og sykur og ristað brauð.“ „Mín er ánægjan. Þakka þér slcipanirnar. Veiztu, Margaret, hvað ég hef verið að hugsa um þessa síðustu daga og nætur? Versta ógæfa mín er þessi bölv- aði hlátur minn. Margaret. ég veit ekki, hvenær það skeði, hvort það skeði þegar við vorum að klifra Vfir girðinguna eða seinna þegar uppreisnarmennirnir brutu bif- Jóhann handfasti ENSK SAGA 127 látinn vita, að keisarinn vildi finna hann aftur. Þannig fórum við úr kastalanum undir sterkri hergæzlu báðir fegnir að sjá hann í síðasta sinn. „Hvað mig snertir“, sagði konungur þegar báti okkar var róið burt, „verð ég feginn að fá annað útsýni úr fangelsis glugga mínum.“ Svo var farið með okkur til keisarahirðarinnar og þar voru bornar á konung margar upplognar sakir og viðbjóðs- legir glæpir í viðurvist keisarans sjálfs og mikils fjölda aðalsmanna. Hann var sakaður um að hafa lagt á ráðin um morð Konráðs af Montferrat í Sýrlandi, þó að það væri þá sannað, að það voru áhangendur „Gamla mannsins í fjöllunum“, sem myrtu hann. Hann var ákærður fyrir að hafa staðið í sviksamlegu leynimakki við Saladín og fleiri og fleira. Þegar ég hlustaði á allt þetta, fannst mér hjartað í mér ætla að springa af réttlátri heiftarreiði. Auðvitað datt eng-1 um í hug að neita því, að konungur hefði marga breyzk- ■ leika, eins og allir syndugir menn og að hann gerði margt í bræði og mikillæti, sem betur hefði mátt vera ógert, en Séra L. Níurdock flytur erindi í Aðvehtkirkj- unni sunnudaginn 27. marz, kl. 5 síðd. — Efni; Víxlsporið óbætanlega. Athugið! Um leið og gengið er úr kirkju, eiga þeir, sem þess óska, kost á að fá íjölritaðan útdrátt úr erindinu, sem flutt var s.l. sunnudag, um efnið: : Er hægt að ná sambandi við dána menn? • Og ennfremur efnisskrá um væntanlegan erindaflutn- ■ ing í apríl. Allir velkomnir. VERZLUIMIN FACO OPNA I DAG ■ ■ m \ herra- og drengjafataverzlun að Laugaveg 37 VerzSonin FACO • itiiaaiaiMiMMtMiiMiMiimiKMiiiiMiiMiiiiiminiiniii,,,! Hún vissi, án þess að snúa sér við, að hann hafði ekkert séð af sýningunni. Það var hið blæfagra hár hennar .... svo hreint og eðlilegt .... með mjúkum bjö>’tum liðum, sem tók athygli hans .... allt af þvegið úr BandDox. bandbox sksmpim Fljótandi fyrir venjule?t hár en Cream fyrir þurrt. ttJ iaM UJJIJMI■■■■■■ IIaMMJua. fe ■ M■ ■ ■ UJ■ ■■■■■■■■ ■■■ ■ ■ ■ ■ ■■■■■■ ll i £ IJUJUJl <■■■■■■■■ «■■■■■■■■!■■ áf ■■■■■■■■■Cll■■>■■■ ■■■■■■ai.JJllfHJBBlfeJAl 111U JL A JUUJULaJULf •■■*»■J.U»■IMIUUj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.