Morgunblaðið - 27.03.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.03.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 27. marz 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 Reyk javíkurbréf: Laugardagur 26. marz Verkfall í rúma viku — Mjólkurframleiðslan eykst — Kynbætur og ostafranv leiðsla — Rannsóknarnefnd með víðtæku valdi — Lánafrumvarpið lagt fram i næstu viku — Þinghald til aprílloka — Ahrif kauphækkana á rikisbúskap- inn — Musterisriddarinn hefur dularfullar varnaraðgerðir — Þegar dyrnar opnuðust Verkfall í viku VERKFALLIÐ í Reykjavík og Hafnarfirði hefur nú staðið í rúma viku. Hafa engir sátta- fundir verið haldnir með deilu- aðilum og hinni stjórnskipuðu sáttanefnd síðan á sunnudag. Verður því varla sagt að vænlega horfi um skjóta lausn deilunnar. Verkfall hefur nú einnig verið boðað á Akureyri 1. apríl og sam- úðarverkföll um svipað leyti á Keflavíkúrflugvelli og hjá tveim- ur verkalýðsfélögum í Hafnar- firði. Er verkfallið þannig að byrja að breiðast út. Róðrar vél- báta í Reykjavík og Hafnarfirði munu nú einnig að stöðvast. En í þessum kaupstöðum eru um 30—40 bátar gerðir út á vetrar- vertíð. Mjög alvarlega horfír í ýms- iim byggðarlögum úti á landi vegna skorts á olíu. En verk- fallsstjórnin hér syðra hefur tekið þá ákvörðun, að banna alla olíuflutninga út um Iand, enda þótt í hlut eigi hvggðar- lög, þar sem engar vinnudeil- ur eiga sér stað. Vegna lönd- unarbanns á oliu hér hafa er- lend oliuskip orðið að sigla með farm sinn til útlanda. Allt hlýtur þetta að vekja ugg og valda þjóðinni margvislegum erfiðleikum og vandræðum. Er það furðuleg röksemdarfærsla þegar kommúnistar og banda- menn þeirra vilja skella allri skuld á stjórn landsins fyrir það ástand, sem þeir einir hafa haft forgöngu um að skapa. Mjólkurframleiðslan eykst STÆRSTA mjólkurbú landsins, Mjólkurbú Flóamanna, hélt aðal- fund sinn s.l. miðvikudag. Af skýrslu stjórnar þess kom það í Ijós, að innvegið mjólkurmagn hefur aukizt á s.l. ári um rúm- lega 2,2 millj. kgr. en mjólkur- framleiðendum fjölgaði um 14. Það er engin tilviljun að mjólk- urframleiðslan eykst í þeim hér- uðum, sem að Flóabúinu standa. Óviða hefur ræktun fleygt jafn ört fram og einmitt þar. Sannast þar enn að aukin ræktun er horn- steinn allra framfara og velmeg- unar í sveitum landsins. En jafn- hliða henni verður ræktun bú- peningsins að gerast. Ekkert er dýrara og óhagkvæmara en eldi lélegra gripa. Kynbætur og ostaframleiðsla SEM betur fer hefur verulegur árangur orðið af kynbótum naut- gripa undanfarin ár. Þrátt fyrir það eigum við þó langt í land í þeim efnum. Kynbótastarfsemi er hér tiltölulega skammt á veg komin, miðað við það, sem gaml- ar og grónar landbúnaðarþjóðir hafa framkvæmt. Með aukinni mjólkurframleiðslu eykst fjöl- breytnin í framleiðslu mjólkur- afurða. T.d. komu nýjar ostateg- undir á markaðinn á s.I. ári, ágæt matvæli sem mikill fengur er að. En ennþá virðist sem við íslendingar séum lítil osta- þjóð. Er það illa farið. Má vel vera að það spretti af því, hversu fábreytt ostaframleiðsl an hefur lengstum verið hér. Ennþá erum við Iangt á eftir nágrannaþjóðum okkar, t. d. Dönum, Norðmönnum og Bretum í framleiðslu þessara mjólkurafurða. Mjólkurbúin verða að leggja aukna rækt við þessa grein framleiðslu sinnar. Þá mun þjóðin læra að meta hana og ostaneyzlan aukast. Rannsóknarnefnd sú sem Neðri deild Alþingis kaus s.l. fimmtudag til þess að rannsaka okurstarfsemi, sem hér kann að eiga sér stað, hélt fyrsta fund sinn kl. 10 í gærmorgun í Alþingishúsinu. I nefnd- inni eiga sæti þessir alþingismenn, talið frá vinstri: Gylfi Þ. Gíslason, Karl Guðjónsson, Björn Ólafs- son, Skúli Guðmundsson og Einar Ingimundarson. Á þessum fyrsta fundi sínum kaus nefndin sér formann, Skúla Guðmundsson, og ritara Gylfa Þ. Gíslason. Kannsóknarnefnd með víðtæku valdi NEÐRI deild Alþingis samþykkti nú í vikunni tillögu til þings- ályktunar um skipun rannsókn- arnefndar til rannsóknar á okri. Var hún samþykkt með sam- hljóða atkvæðum. Samkvæmt tillögunni skal kosin 5 manna nefnd innandeildar þingmanna til þess að rannsaka, að hve miklu leyti, og með hvaða móti okur á fé viðgengst nú, fyrst og fremst í Reykjavík. Nefndin skal hafa það vald, sem heimilað er í 39. gr. stjórnarski-árinnar, til þess að heimta skýrslur af em- 'bættismönnum og öðrum. Að lokinni rannsókn sinni skal hún gefa deildinni ýtarlega skýrslu um störf sín og niðurstöður. Mikið hefur verið um það rætt undanfarið, að okur ætti sér stað í lánastarfsemi hér í bænum. Gefst nú tækifæri til þess að stað- reyna sannleiksgildi þess orð- róms. Er það vel. Allir flokkar þingsins stóðu að samþykkt tillögunnar. Varð Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra fyrstur manna úr stjórnarflokkunum til þess að lýsa fylgi sinu við tillöguna. Hefði mátt ætla að það hefði glatt kommúnista, sem hana fluttu. En það er nú öðru nær. Þeir hafa látið blað sitt halda því fram nærri því daglega undanfarið, að dómsmálaráð- herrann hafi verið tillögunni andvígur og mælt gegn henni á þingi! Þannig er nú sannleiksást kommúnista og ráðvendni þeirra í fréttaflutningi. Hversvegna kusu þeir ekki Einar? ÞEGAR kosið var í nefnd þessa s.l. fimfntudag vakti það nokkra athygli, að kommúnistar kusu í hana uppbótarþingmann sinn úr Vestmannaeyjum, en ekki Einar Olgeirsson, sem mest hefur um þessi mál rætt á þingi, og var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Álíta sumir, að hann hafi viljað hliðra sér hjá að láta í té hina miklu vitneskju sína á þessu sviði. En vonandi fær rannsókn- arnefndin tækifæri til þess að fá hjá honum skýrslu þegar hún hefur starf sitt, sem sennilega verður næstu daga. Þess má geta að deildir Alþing- is munu aðeins einu sinni hafa notað vald sitt til þess að skipa slíkar rannsóknarnefndir. Það var árið 1911. Var það bankamál- ið víðfræga, sem þá var tilefnið. Fyllsta ástæða er til þess að láta þá ósk í Ijós, að þessari nýkosnu nefnd verði vel ágengt í starfi sínu. Okurstarf- semi er meinsemd í hverju því þjóðfélagi, þar sem hennar verður vart. Fyrir rætur henn ar ber að grafa eins fljótt og kostur er á. Lánafrumvarpið lagt fram í næstu viku EINS og kunnugt er hét núver- andi ríkisstjórn því í málefna- samningi sínum, að beita sér fyr- ir auknum stuðningi við íbúða- byggingar í landinu, og freista þess að leysa Fánsfjárvandamál húsnæðisumbótanna til frambúð- ar. Á fyrsta starfsári sínu efndi stjórnin þetta fyrirheit með því að eefa byggingu íbúðarhúsnæðis frjálst og verja 20 millj. kr. til lánadeiMar smáíbúða. En jafn- hliða hefur hún unnið að því að undirbúa löggjöf um aukna lána- starfsemi vegna íbúðabygginga. Frumvarp að þessari lög- giöf mun verða lagt fram á Alþingi nú eftir helgina. Hef- ur verið unnið kappsamlega að undirbúingi þess um langt skeið. Sérstök nefnd, sem stjórnarflokkarnir skipuðu, hefur m. a. unnið það starf. Frá efni frumvarpsins verður að sjálfsögðu ekki skýrt fvrr en það hefur verið lagt fram. En það felur í sér miklar úrbætur frá því, sem nú er. Á grundvelli þeirr ar löggjafar, sem sett verður munu verða framkvæmdar mikl- ar umbætur í húsnæðismálum landsmanna á komandi árum. Er árangur hennar þó að sjálfsögðu háður því, að mögulegt revnist að balda unpi heilbrigðu efnahags- lífi i þjóðfélaginu, stöðugu verð- gildi íslenzkrar krónu og halla- lausum atvinnurekstri. Kommúnistar ruku upp nú í vikulokin, er þeir fengu pata af því að húsnæðislánafrumvarp ríkisstjórnarinnar væri á næstu — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. grösum og fluttu frumvarp um, að íslendingar skuji eiga rétt á að búa í mannsæmandi húsnæði. Mun engum þykja það stórtíð- indi. En auðsætt er að kommún- istar eru hræddir um að forysta þeirra um verðfellingu pening- anna verði ekki talinn giftusam- legur skerfur til húsnæðisumbóta í landinu. Þessvegna þykjast þeir nú hafa áhuga fyrir stuðingi við íbúðabyggingar. En enginn, sem fylgist með baráttu þeirra fyrir eyðileggingu heilbrigðs atvinnu- lífs mun taka það yfirklór þeirra alvarlega. Þinghald framyfir páska AUÐSÝNT þykir nú að Alþingi geti ekki lokið störfum fyrir páska, eins og áformað hafði ver- ið. Vinnudeilurnar og verkfallið hafa tafið störf þings og stjórn- ar að þeim málum, sem nauðsyn ber til þess að ljúka Er nú talið líklegt að þing muni standa fram undir apríllok. Undanfarnar vikur hafa kaup- gjalds- og efnahagsmál mikið verið rædd á Alþingi. Hafa þær umræður tekið mikinn tíma En margvíslegar upplýsingar hafa komið þar fram og hafa þær skýrt málin verulega. Má því segja að þær hafi verið mjög gagn legar. Áhrif kauphækkana á ríkisbúskapinn IJPPLÝSINGAR þær, sem Ól- afur Thors forsætisráðherra, gaf í skýrslu sinni á Alþingi í gær, um áhrif kauphækkana á ríkisútgjöldin voru t. d. mjög athyglisverðar og merkilegar. Samkvæmt þeim mundi 7% grunnkaunshækkun hafa í för með sér 22ja millj. kr. hækkun rikisútgjaldanna á næsta fjár- lagaári. Hinsvegar myndi 2G% kaunhækkun hækka ríkisút- gjöldin um 78,7 millj. kr. En þetta eru aðeins hin beinu áhrif á ríkisútgjöldin. Er þá mið- að við að atvinnuvegirnir þurfi ekki á aukinni aðstoð að halda vegna aukins tilkostnaðar. En auðvitað myndi rekstur þeirra torveldast að miklum mun við verulega hækkun hans. En vand- séð, hvernig hann, t. d. togara- útgerðin, kæmist af án stóraukins styrks frá ríkissjóði. Áf auknum útgjöldum ríkis- sjóðs hlyti svo að leiða hækkaðar álögur á almenning. Einhver yrði að greiða þau. Hinn aukni krónu- fjöldi launþegans yrði þannig af honum tekinn. Verst af öllu væri þó það, að verðfelling krónunnar hlyti að fylgja í kjölfar stórfelldra launa- breytinga. Kommúnistar munu kalla slíkar hugleiðingar „hótanir". En þetta eru sannarlega ekki hótanir heldur gbendingar ein- ar um óhjákvæmilega atburða rás. Það er nauðsynlegt aff þjóðin geri sér hana ljósa fyr- irfram. Allt annað væri hreinn blindingjaháttur. Því skal enganveginn neitað að margt fólk hafi þörf fyrir kjara- bætur. En það verða að vera raunverulegar kjarabætur. Fólki er ekkert gagn að launahækkun, sem er tekin jafnharðan af því með nýrri verðbólguskrúfu, nýj- um álögum eða verðfellingu pen- inganna. Almenningur verður þessvegna að gera sér þess grein fyrirfram, hvaða leiðir eru raun- verulega til þess að bæta kjör þess. Dularfullar varnaraðgerðir TÍMINN hefur á undanförnum árurn þótzt vera hinn mikli musterisriddari í baráttunni gegn hverskónar óheilbrigði, braski og spillingu í efnahagsmálum. Hefði því mátt ætla að hann hefði orðið glaður við hina skörulegu yfir- lýsingu dómsmálaráðherra á Al- þingi nú í vikunni um rannsókn Blöndalsmálsins og. fleira. En svo revndist ekki. Tíminn varð fúll við og hirti hörlíu slsammargrein um ráðherrann og flokk hans daginn eftir. Grunntónn hennar var þessi: Mörg önnur fvrirtæki eru til í landinu þar sem ,.sizt minni órpiða nff sukV h°fur átt sér stað“. Svo ræðst aðalmálgapn Framsókn arflokksins að úfgerðarfvrirtækj um. s»m tveir bingmenn Siálf- stæðjsflokksins eiga eða eru riðn- ir við stjórn á no hronnimerkir þau sem óreiðufvrirtæki, sem ekki sé minni ástæða til þess að heUa rannsókn á en hinum . átján mi'hónum í Austurstraeti".1! Við bessar dularfullu varnar- nðvprðjr T:mans fvrjr vefnaðar- vörubúð há. sem Samband ísl. samvinnutólapa h°fur nú tekið á leivu af hinu fiárhrot.a fvrirtæki, rifiast það unn. að nokkru eftir að dómsmálaráðherra hafði fyrir- skinað rannsókn í Rlöndalsmál- inu vepna beiðni fnrmanns Fram- sóknarflokksins. lét hlaðið liggja að því í svprtlptursleiðara sínum, að rannsóknartvrirskipun ráð- herrans væri nharflega víðtæk. Var auðsaett að Hermann .Tónas- snn hafði aðoins ætlast til þess, að r°nnsökuð vrðu þau atriði málcins. er heint, snertu sakar- piftir bær sem .Tónas .Tónsson bar á hann í hinu fræea fluPriti sínu. Um víðtækarí rannsókn kærði Tíminn sig ekki. Þesrtr dymar opnuðust ÞEGAR fleiri atriði hafa orðið rannsóknarefni og þær dvr, sem bankarnir og kaup- og leigusamn- ingar RÍS höfðu lokað fyrir rétt- arrannsókn, hafa opnast tekur blað Framsóknarflokksins að ó- kvrrast. Birtist óróleiki þess í fjarstæðukenndum árásum á út- gerðarfvrirtæki sem að vísu hafa tapað eins og'hvert einasta út- gerðarfyrirtæki í landinu undan- Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.