Morgunblaðið - 29.03.1955, Síða 1

Morgunblaðið - 29.03.1955, Síða 1
16 síður 42. árgangur 73. tbl. — Þriðjudagur 29. marz 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þegar kartöflurnar fóru að fljúga .... Þá fér allt í bál BRUSSEL — S.l. laugardag urðu óeirðir miklar í Brussel. Urðu þær út af því að ríkisstjórnin hugðist skera niður um 2 millj. kr. (ísl.) framlag til katólskra skóla, en auka framlag að sama skapi til annara skóla. Gerðu þá um 5000 manns uppsteit, flest stúdentar í katólskum skólum. Og þeim bættist brátt liðsafli unz um 17 þús. manns voru taldir í hópi þeirra er mótmæltu ætlun ríkisstjórnarinnar í skólamálun- um. Lögreglan hugðist sefa lýðinn, en þegar lýðurinn hóf að grýta lögreglumennina með kartöflum og fleiru, gripu lögreglumenn- irnir til kylfa sinna og kom til nokkurra átaka. Um 1000 manns voru handtekn- ir og yfirheyrðir. Öllum nema 34 hefur nú verið sleppt úr haldi, en þessum 34 verður stefnt fyrir rétt fyrir hegðun sína. Myndin sýnir, þegar lögreglu- mennirnir þoldu ekki Iengur við, er lýðurinn grýtti þá. Gripu þeir til kylfa sinna og handtóku þá er ósiðlegast Iétu. - NYJUNG I LÆKNAVISINDUM - Sjjúklingurinn lifði 40 mín. skurðaðgerð á hjarta Ný vél annaðisf störf hjarfans á meðan ÞAÐ VAR á þriðjudaginn var, hinn 22. þ. m., sem 5 ára gömul telpa var lögð á skurðarborð í hinni heimsfrægu Mayo-sjúkra- stofnun í Rochester í Bandaríkjunum. Hjartasjúkdómur, sem er algengur í börnum, hafði frá fæðingu þjáð litlu telpuna, en þann sjúkdóm er ekki hægt að lækna nema með því að opna hjartað með skurðarhníf. Sú aðgerð tekur langan tíma og þann tíma lifir sjúklingurinn ekki án starfsemi hjartans. Frakkar samþ. her- væbingu Þýzkal. EFTIR að efri deild franska þingsins samþykkti Parisarsamn- ingana með miklum atkvæðamun s. 1. sunnudag, þykir nú augljóst, að öll ríki Atlantshafsbandalagsins samþykki sáttmál- ann. Hann verður tekinn til meðferðar í efri deild belgiska þings- ins hinn 1. apríl og víst er að þar verði sáttmálinn staðfestur. Innan skamms mun öldungadeild Bandar,ikjaþings fjalla um samninginn og fullvist er einnig talið að þar verði samþykkt aðild Þýzkalands að Atlantshafsbandalaginu og ákvörðunin um endur- hervæðingu Þýzkalands. Löndunarbannið rœtt í brezka þinginu ? Fjór- veldaráðstefna LUNDÚNUM 28. marz. — Á morgun, þriðjudag, mun Sir Winston Churchill gefa brezka þinginu skýrslu um stefnu og sjónarmið Bretlands í tilraun- um þeim. er fram hafa farið til þess að koma á fjórvelda- ráðstefnu. En við hlið skurðborðsins í Mayo-stofnuninni stóð ný- byggð vél, sú einasta sem til er í heiminum. Þetta er svo- kölluð „hjarta-lungna vél“ og var smíðuð í því skyni að ann- ast starfsemi hjartans, á með- an á áðurnefndri skurðaðgerð stendur. Reyndist vélin mjög vel og telja sérfróðir menn að með tilkomu hennar sé blaði flett í sögu læknisfræð- innar. litla telpa. Fram til þessa hafa þau átt litla lífsvon. En með tilkomu þessarar vélar er fram- tíð þeirra bjartari. Það er stór- kostlegt að vera nálægur er slík tímamót eiga sér stað í lækning- um. Á morgun verður okkur öli- um sem starfa í sambandi við hjartasjúkdóma sýnd vélin og Frh. á bls. 11. í KVÖLDFRÉTTUM Ríkisút- varpsins birtist eftirfarandi frétt um fiskveiðideilu Breta og ís- lendinga. í skeytum til Mbl. var ekkert á þetta mál minnst, og í þingfréttatíma brezka útvarpsins kl. 10 í gærkvöldi, var ekki minnst á málið. En frétt Ríkis- útvarpsins var svohljóðandi: „Sir Anthony Eden utan- ríkisráðherra Breta, svaraði í dag fyrirspurn í Neðri deild brezka þingsins varðandi brezk-íslenzku fiskveiðideil-' una — hvað lausn hennar liði. Sagði Eden að viðræður færi nú fram fyrir luktum dyrum um lausn þessarar deilu á vegum Efnahagssamvinnu- stofnunarinnar og auk þess stæði brezka stjórnin í diplomatisku sambandi við ís- lenzku ríkisstjórnina um lausn deilunnar.“ INNBÁS Á MATSU UM MIÐJAN APRÍL ? Uggur meðal valdamanna í Washington K WASHINGTON, 28. marz — frá Reuter-NTB OMMÚNISTASTJÓRN Kína hefur safnað svo miklu herliði á strönd meginlandsins gengt eyjunum Matsu og Quemoy, að eins miklar líkur eru fyrir því, að innrás þess herafla á eyjarnar takist og að takast megi að hrekja þennan her til baka. — Þann- ig segir í skýrslu bandaríska landvarnaráðuneytisins. ★ ÓSTAÐFEST FRÉTT Til Washington hafa borizt óstaðfestar fregnir um, að Kínastjórn hafi í hyggju að gera innrás á Matsu um miðj- an aprílmánuð og á Quemoy mánuði síðar. Hefur frétt þessi valdið nokkrum ugg í röðum embættismanna í varnarmál- * RÁÐSTEFNAN En nú hefur verið ákveðin í Indónesíu ráðstefna ríkja í Asíu Svo virðist, sem möguleikar á FRASOGN ISLENZKA LÆKNISINS íslenzkur læknir er starfar í slíkri ráðstefnu . hafi aukizt Bandaríkjunum hefur skrifað nokkuð í vikulokin síðustu, er heim um þennan atburð. Segir Frakkar samþykktu endanlega hann m. a. svo í bréfi sínu: — Parísarsáttmálann og Bulgan- pað var gífurlegur spenningur in marskálkur hefur lýst því þegar „hjarta-lungna vélin“ var ýfir, að hann sé reiðubúinn reynd í gær og gekk allt ljóm- að ræða við Vesturveldin. j andi vel. Þessi 5 ára telpa hefði Talið er, að Bretar séu látizt innan fárra vikna ef ekki hlynntastir því, að utanríkis- hefði verið hægt að gera þessa ráðherrar stórveldanna hittist aðgerð. Þúsundir barna hafa á fundi. —Reuter NTB I samskonar hjartagalla og þessi Samúðarverkfalli á Kefla- víkurfln»velli aflvst -y Ástæða þess var almenn óánægja verkamanna. ÍMNS OG KUNNUGT er beindi stjórn Alþýðusambands íslands J þeim tilmælum til verkalýðsfélaganna á Suðurnesjum að þau gerðu samúðarverkfall á Keflavíkurflugvelli. Urðu 5 verkalýðs- télög við þeirri beiðni og átti verkfallið að hefjast hjá Sameinuðum verktökum, Hamilton og varnarliðinu í dag, 29. marz. Vegna almennrar óánægju verkamanna með þessa ákvörðun hafa verkalýðsfélögin nú ákveðið að fresta samúðarverkfallinu um óákveðinn tíma. Munu það ekki kvað sízt hafa verið verka- menn utan af landi, sem voru óánægðir með að hefja slíkt verk- fall. En þeir hefðu þurft að fara heim til sín, margir um langan veg, og jafnvel óvíst, livort þeir hefðu fengið ferðir til heim- kynna sinna úti á landi. og Afríku. Meðal þátttökuríkj- anna er Kína. Vona menn að á meðan sú ráðstefna stendur yfir muni Kína ekki hefja innrás á. eyjarnar. Engar !and- búnaðarrðrur HELSINGFORS 28. marz. Mið- stjórn finnskra landbúnaðar- vöruframle’ðenda hefur tilkynnt að engar landbúnaðarvörur verði sendar á markað eftir 14. apríl, hafi ríkisstjórnin fir.nska ekki gengið að kröfum bænda um hækkað vöruverð. Hefur finnska sambandið snúið sér til landbún- aðarframleiðenda í Noregi, Sví- þjóð, Ðanmörku og íslandi, og beðið þá ekki að selja landbún- aðarvörur til Finnlands eftir þennan tíma. Danmörk og Sví- þjóð hafa þegar svarað jákvatt. NTB Verkfall þar LIVERPOOL 28. marz. — Verk- fall 12000 hafnarverkamanna í Liverpool er nú líklegt til að breiðast út til allra stærstu hafn- arborga Englands. Ástæða verk- fallsins er deila á milli flutninga- verkamanan og hafnarverka- manna. — 90 skip hafa tafizt vegna verkfallsins. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.