Morgunblaðið - 29.03.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.03.1955, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. marz 1955 Stöðvun stóru oliuskipunnu er tilgungsluust skemmdurverk Hnfur engin áhrif á gang verkfallsins þjóðinni allri fjárhagstjáni en veldur . LLMIKLAR umræður urðu utan dagskrár í Neðri deild AI- þingis í gær um verkfallsmálin. Kom þar m. a. fram allhörð gagnrýni á verkfallsstjórnina, hve hún sýndi tilgangslausa stífni í því að hindra löndun olíu úr stóru olíuskipunum. Dæling olíunn ar S land gæti engin áhrif haft á gang verkfallsins, en stífni verk- fallsstjórnarinnar í þessu bakaði þjóðinni allri stórtjón. OLÍUSKORTUR VEGNA BANNS VERKFALLS- STJÓRNAR Rætt var allmikið um olíu- skortinn úti á landi og olíuinn- flutninginn. Það vakti t. d. tölu- verða athygli að kommúnistinn Lúðvík Jósefsson talaði um það í ejnu orðinu að það yrði að sjá stöðum úti á landi fyrir olíu. Ríkisstjórninni bæri skylda til að sjá um að olían væri flutt, en í hinu orðinu lagði ræðumaður al- gerlega blessun sína yfir að verk- fallsstjórnin setti á „svartan lista“ tvö af þremur olíuflutn- ingaskipum. VIÐRÆÐUR UM AÐ LEYSA VANDANN Ingólfur Jónsson viðskipta- málaráðherra svaraði og sagði að ríkisstjórnin ætti í stöðug- um viðræðum við Aiþýðu- sambandið og hefði ekki síð- ur áhuga að reyna allt sem hægt væri til að koma í veg ' fyrir olíuskort í höfnum úti á landi. Væri víst hægt að leysa það mál ef allsstaðar ríkti sami viiji og skilningur á þessum málum og hjá ríkis- stjórninni. Þá ræddi Ingólfur um bann það sem verkfallsstjórnin hefur eett við því að stór millilanda- olíuskip séu affermd. Sýndi hann fram á með glöggum rökum hve fráleitt slíkt bann væri. I fyrsta lagi væri það ljóst að uppskipun olíunnar gæti engin áhrif haft á framkvæmd verkfallsins, vegna þess að loforð væri fyrir hendi um að afgreiða þá olíu ekki út af geymum meðan á verkfalli stendúr. Ög í öðru lagi stafaði mikið fjárhagslegt tjón af þessu banni. Pyrir hvern dag, sem liði yrði að greiða geysiháa biðpeninga til skipanna í erl. gjaldeyri og yrði filíkt sízt til þess að olíuverðið lækkaði, þó væri stundum verið að tala um að það þyrfti að vera einS lágt og mögulegt væri. STÍFNI VERKFALLS- STJÓRNAR Hér virðist því ríkja furðu legur misskilningur og stífni og þetta er ekki nein þjóðholl usta, að valda þjóðinni slíku fjárhagstjóni að ástæðulausu, sagði ráðherra. Með slíkri framkomu getur* verkfalls- stjórnin unnið samúð almenn- ings. Hún þarf því að endur- skoða þessa afstöðu sína, sagði ráðherrann, og vil ég enn mæl ast til þess, svo að firrt verði tjóni, að hún Ieyfi uppskipun olíunnar í Hvalfirði, gegn heiti um það að sú olía verður ekki afgreidd af geymum meðan á verkfalli stendur. ÞINGMAÐUR ÉTUR OFAN í SIG RANGHERMI Lúðvík Jósefsson talaði enn um olíuinnflutninginn og reyndi hann mjög með allskonar dylgj- um og hálfum orðum að sverta olíufélögin í augum þingheims. Sagði hann síðasta dæmið um gerræði olíufélaganna, að þau hefðu nú nýlega tilkynnt hækk- un á togaraolíu um kr. 38,00 á smálest. Fór kommúnistaþing- maðurinn mörgum orðum í þessu sambandi um svindl og okur olíu- félaganna. En það kom skýrt í Ijós- í umræSunum, hverskonar rökum kommúnistar beita í mál- fluthingi sínum. Því að sjálfur varð Lúðvík Jósefsson að eta ofan í sig skömmu síðar að umrædd hækkun er ekki 38 kr. heldur 13 kr. og stafaði af því að fragtkostnaður á oliu hækkaði úr 36 shillingum tonnið í 57 shillinga. Af þessum orsökum hækkaði verð togaraolíu um 13 kr. á tonnið. TOGARAMENN OSKUÐU EKKI HÁMARKSVERÐS Og Ingólfur Jónsson upplýsti það að öll önnur olía væri háð hámarksverði. Togaraolía hefði hinsvegar ekki verið bundin há- marksverði vegna þess að togara- útgerðarmenn töldu sér hag- kvæmara að semja um verð á henni við olíufélögin með frjáls- um samningum. Þannig fór þetta að í öllum lygaþvættingi kommúnistaþing- mannsins á olíufélögin stóð ekki steinn yfir steini. Það má vera að ýmislegt megi að þjónustu olíufélaganna finna, en hitt ættu kommúnistar að varast að byggja róg sinn gegn þeim á algerum fölsunum. Tvænmálelpurveila fjögurra ára dreng ÍElii'isiia- uivut' SÁ óhugnanlegi atburður gerðist fyrir helgina uppi í Hl ðum hér í bænum að tvær 5—6 ára gaml- ar telpur tókn tæplega fjöeurra ára gamlan dreng og heldti hon- um á meðan önnur þeirra skar stóran skurð með eggjárni yfir aðra kinn hans og nef. Þesrar svo var komið, simntu teipurnar drengnum og fíýði har.n með mikla blóðrás úr andlitssári sinu á fund móður sinnar. Varð hún að sjálfsögðu að fara tafarlaust með drenginn til læknis. Vár gert að sárum hans á Landsspítalan- um. Er hér vissulega um furðu- legt og fátítt athæfi að ræða af hálfu þeirra telpna, sem gerzt hafa sekar um þetta ijóta verk. Drengurinn var að leik fvrir utan heimili sitt er þetta gerðist I.itli drengurinn, sem veittur var áverkinn, heitir Axon og eru foreldrar hans Björg Ólafsdóttir og Magnús Guðmundsson lög- reg'uþjónn, Eskihlíð 31. únisfar æsasf á frincn vegna frv. um að veifa Kópavogi kaupsf.réffindi OLAFUR THORS forsætisráðherra flutti í gær framsöguræðu í Neðri deild Alþingis fyrir frumvarpi um að veita Kópavogi kaupstaðarréttindi. Forsætisráðherra lagði áherzlu á það í ræðu sinni að Kópavogshreppur væri nú orðinn svo stór, að óhugsandi væri annað en að breyta yrði um stjórnarhætti þar, ef vel ætti að fara. Og hann benti á að fyrir lægi áskorun til Alþingis frá meirihluta kjósenda í hreppnum um að veita honum kaupstaðar- réttindi. Kommúnistar á þingi urðu mjög ókyrrir og jafnvel æstir, þeg- ar mál þetta kom til umræðu. Sýndu þeir málinu fulla andstöðu og vildu draga þetta allt á langinn, án þess að færa nokkur önnur rök fyrir því en að oddviti þeirra í Kópavogi hefur látið hjá líða að semja kjörskrá fyrir hreppinn á réttum tíma eins og landslög þó bjóða honum. Krabbamcinsfé!. (j|. berasl 25 þús. KRABBAMEINSFÉL. fslands hefur nýlega borizt höfðingleg gjöf, að upphæð 25. þús. kr. Hafði ! frú Hallfríður Hannésdóttir frá Deildartungu í Borgarfirði ánafn að félaginu gjöfina og var hún af- ingu. Ríkisstjórnin myndi hent af aðstandendum hennar, en stuðla að því að verðlaginu á frú Hallfríður andaðist 16. jan. olíunni yrði stillt í hóf. ' 19S4. Að lokum gat ráðherra þess að verðgæzlustjóri væri nú að rannsaka olíuverðið og álagn- Biislys fyrir sunnan Hafnarfjörð s.i. sunnudag HAFNARFIRÐI — Um fimmleytið síðd. á sunnudaginn ók ný- legur bíll út af veginum hérna suður í hraunum og skemmdist mjög mikið. Þrír menn voru í honum og slasaðist einn þeirra. r.okkuð á höfði. Hann mun þó vera óbrotinn. FÓR UM 30 METRA UTAN VEGAIt Þetta var bifreiðin R 2736, og var hún að koma að sunnan. — Lenti hún út af veginum og var henni ekið eina 30 metra áður en henni hvolfdi. Töluverð ferð mun hafa verið á bílnum, t því að hann lenti ofan í hálfs annars metra djúpri gjótu, en þaut upp úr henni aftur og hvolfdi síðan, eins og myndin sýnir. Bar bíl þarna að í sama mund og voru mennirnir þrír drifnir undan bílnum og ekið með þá hingað til Hafnarfjarðar.! Með hinn slasaða mann, sem var' eigandi bílsins, Guðmundur Viggó Ólafsson Snekkjuvogi 12, Rvík, var farið með í St. Jóseps- spítala, þar sem gert var að sár- um hans. Liggur hann þar enn. — Ekki er enn fyllilega kunnugt hvað olli slysi þessu. BÍL STOLIÐ Á sunnudagsnóttina var stolið bifreið fyrir utan Alþýðuhúsið og fannst hún aftúr á sunnu- dagsmorguninn á Mánastígnum hér í bæ. Hann var óskemmdur. — Bifreiðina á Kristinn Kristj- ánsson netagerðarmaður. I G. E. HREYFING MEÐAL ALMENNINGS Ólafur Thors rakti í fram- söguræðu sinni helztu rökin sem hníga til þess að veita Kópavogi kaupstaðarréttindi. Hann benti á, hve það væri sérstætt í þessu máli að hrepps nefndin hefði ekki sótt um kaupstaðarréttindi, heldur hefði hafizt hreyfing um það meðal almennings, sem fyndi giöggt til þess hve áfátt væri stjórn hreppsfélagsins. En meirihluti hreppsnefndar spyrnti stöðugt við broddum og reyndi að stöðva hina eðli- legu þróun. ÁSKORUN MEIRIHLUTANS Það hefur verið venja, sagði Ólafur, að löggjafinn veiti þeim hreppum kaupstaðarréttindi sem stækka ört. Nú er það einsdæmi að nokkur hreppur taki jafn ör- um vexti og Kópavogshreppur, og er því ekki nema eðlilegt að verða við beiðni meirihluta íbúanna þar. En fyrir nokkru barst Al- þingi áskorun frá 760 kosninga- bærum íbúum Kópavogshrepps, þar sem þess er óskað að hreppn- um verði veitt kaupstaðarrétt- indi. KOMMÚNISTAR VÉFENGJA TÖLUR Kommúnistinn Lúðvík Jósefs- son, tók nú til máls og hélt langa æsingaræðu. Aðalefni hans ræðu var að véfengja undirskriftirnar undir áskorunarskjalið. Sagði hann að af þeim 760 sem undir- skrifuðu væru 224, sem ekki fyndust á kjörskrá. Fór hann hinum háðulegustu orðum um undirskriftasöfnunina. EINU ÁRI Á EFTIR ÁÆTLUN Nú er það að vísu svo, að ekki er auðvelt fyrir menn að átta sig á þvi, hverjir eru raunverulega á kjörskrá í Kópavogi, því að oddvitinn þar í hreppi semur hana venjulega einu ári of seint. En svo mikið virtist ljóst af um- ræðum á þingi að ástæðan til þess að kommúnistar komust að þessari fáránlegu niðurstöðu er sú að ræðumaður þeirra studdist við kjörskrá, sem er byggð á manntali fyrir árið 1953. Hið rétta er að af þeim sem undir- rituðu áskorunarskjalið er aðeins eitt nafn sem ekki fær staðizt. Þeir sem söfnuðu undirskriftum báru þær vandlega saman við nýjustu heimild, sem er mann- talið frá 1954, sem oddviti á að vera búinn að semja kjörskrá eftir, en hefur svikizt um það. HVENÆR KOM KJÖRSKRÁIN Ólafur Thors svaraði Lúð- vik Jósefssyni aftur nokkrum orðum. Hann kvað það myndi brátt koma glöggt í ljós, hvort þeir sem undirrituðu áskorun- ina hefðu kosningarétt í Kópa vogi eða ekki, en nm leið gagn rýndi hann hreppsnefndar- meirihluta kommúnista þar harðlega fyrir það, að hann svikizt um að gefa út rétta kjörskrá á réttum tíma. En hr-"np'=refsidarmeirihlutinn geíur ekki rneð slíkri vanhirðu komið í veg fyrir að meiri- hluti íbúanna í Kópavogs- hreppi komi fram á lýðræðis- legan hátt réttum vilja sínum, ÓÞINGLEG FRAMKOMA Kommúnistar í Neðri deild æstust mjög upp við þessa seinni ræðu Ólafs Thors. Sérstaklega sýndi einn þingmaður þeirra, Einar Olgeirsson, af sér fram- komu, sem var vægast sagt mjög óþingleg. Hafði hann í frammi stöðugar frammítökur, hróp og köll, svo að deildarforseti varð ítrekað að hringja biöllu sinni. En Ólafur Thors sagði þó þing- manninum til linkindar, að þetta gerði ekkert til, hann myndi koma sínu máli fram fyrir það. Háreysti kommúnista gæti ekki skaðað rétan málstað. En þrátt fyrir það að Einar Olgeirsson hafi e. t. v. haft sér til afsökunar óvenjulegan óstyrk á taugum og skapsmunum í þetta skipti, þá ber honum þó að reyna að gæta nokkurrar stillingar meðan hann situr í virðulegu sæti á Alþingi. Mál þetta verður væntanlega til umræðu á fundi Neðri deild- ar í dag. Er það framhald 1. um- ræðu. Fimm skákmenn herjast Bíllinn, sem hvolfdi fyrir sunnan Hafnarfjörð á sunnudaginn. (Ljósm. Baldvin Helgason). Asunnudaginn tókst ekki að Ijúka skákunum í næst síð- ustu umferðinni í úrslitum meist- araflokks á Skákþingi Reykja- víkur. — Biðskákirnar voru tefldar í gærkvöldi og fóru leik- ar þannig, að Eggert Gilfer vann Ólaf Einarsson, Ingi R- Einarsson vann Jón Pálsson, Arinbjörn, og Jón Þorsteinsson gerðu jafntefli og sama gerðu Guðjón M. Sigurðsson og Freysteinn Þor- bergsson. Vinningastaðan er þá þanig: Arinbjörn Guðmundsson, Ingi R. Jóhannsson og Jón Þorsteinsson eru jafnir með 4 vinninga hver. Síðan koma Eggert Gilfer, og Guðjón M. Sigurðsson með 3V£ vinning hvor. Jón Pálsson hefur 3 vinninga. Freysteinn Þorbergs- son 2 og Ólafur Einarsson 0 vinn- ing. Úrslitaumferðin verður tefld i 1 kvöld klukkan 8 í Þórskaffi og þá mætast Jón Þorsteinsson — I Guðjón M. Ólafur — Ingi. Jón í Pálsson — Arinbjörn. Freysteinn og Gilfer. Þeir fyrrnefndu leika hvítu. Svo sem sjá má á vinninga< stöðuhni, hafa 5 af 8 keppendunt enn möguleika tii þess að ná efsta sæti eg er síðasta umferðin því óvenju spennandi. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.