Morgunblaðið - 29.03.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.03.1955, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 29. marz 1955 MORGUNBLAÐIÐ 11 Jóharrn Bárðarson íram- kvæmdastjóri — Sjúklingurinn lifði F. 17. júní 1883 D. 20. marz 1955 VINIRNIR hverfa einn og einn út yfir móðuna miklu — einn nú og annar þá, en sökn- uður og tóm sitja eftir. Skarð er fyrir skildi, því kærari vinur, því stærra skarð. — Nýir vinir fylla ekki þau skörð. Það er per- sónuleikinn, sem vér unnum. Sérkenni hans, sem hafa auðgað líf vort, eru oss kær. í þeim skilningi getur aldrei komið maður í manns stað. Sjóð eigum vér að vísu endurminninga og metum sem fjársjóð, er vér vild- iim með engu móti án vera. En Ijúf minning um látinn vin vek- ur þó söknuð. Hér er horfinn sá vinur, sem mikill var í tryggð og í mörgu sérstæður. Seint mun hann gleymast þeim, er gjörla þekktu hann. Mér var til happs að kynnast honum ungur og þekkja hann lengi. Kær var hann mér og kær mun hann mér verða. Sérhver minning um hann vekur mér söknuð. Jóhann Bárðarson var Vest- firðingur, Bolvíkingur að ætt og uppruna, sonur hjónanna Bárðar Jónssonar, bónda, og Valgerðar Jakobsdóttur að Hanhóli í Bol- ungarvík. Ólst hann þar upp hjá þeim, lærði síðan trésmíði og stundaði húsasmíði um nokkur ár. — Þrítugur hóf hann verzl- unarstörf í Bolungarvík. Hann gegndi þar ýmsum trúnaðar- störfum, var m. a. hreppsnefnd- armaður á annan áratug, oddviti hreppsnefndar um nokkur ár og hreppstjóri. Landsimastjóri var hann í Bolungavík'árin 1916—’20. Hann var því í flokki forustu- manna sveitarfélagsins um all- langt skeið. — Hann var maður vel að sér ger til sálar og lík- ama. Tók hann vandamálin föst- um tökum, var glöggskygn og framsýnn og því aðgætinn. í málflutningi mun hann hafa ver- ið einarður og fylginn sér, vel máli farinn. Árið 1923 flutti Jóhann heim- ili sitt frá Bolungarvík til ísa- fjarðar, og gerðist hann þá fyrst meðeigandi í timburverzluninni „Björk“, en síðar einkaeigandi verzlunarinnar. Rak hann þá verzlun þar til hann fluttist tii Reykjavíkur 1936. Um skeið var hann bæjarfulltrúi á tsafirði. Síðan til Reykjavíkur kom, hefur Jóhann Bárðarson verið framkvæmdarstjóri fyrir timbur- verzlunina „Skóg“ og síðar „Brautina" og seinustu árin framkvæmdarstjóri fyrir þvotta- húsið ,,Lín“. Jóhann Bárðarson átti sér hugðarefni, sem hann iðkaði í tómstundum og fyrir þá tóm- stundaiðju varð hann þjóðkunn- ur maður, bæði sem rithöfundur og fræðimaður. Eftir hann hafa birzt þrjár bækur: Araskip (1940), Brimgnýr (1943) og smá- ritið: Séra Páll Sigurðsson, minn- ingarorð (1949). Fyrsta bók hans, Araskip, ber það með sér ótvírætt, að því er mér virðist, að höfundur hafði góða rithöfundarhæfileika,en hún ber einnig vott um ágætan fræði- mann. Hann var vandur að heim- ildum og nákvæmur í vinnu- brögðum, leitaði sérhverju at- riði áreiðanlegrar staðfestingar, svo sem kostur var á, enda mun honum hafa tekizt að gera þessa frumsmíð sína svo úr garði, að teljast mun merk bók, sem vafa- laust verður mikils metin af komandi kynslóðum og heldur lengi á lofti nafni höfundarins. Það er sómi fyrir Bolungarvík, að sonur hennar skyldi verða til þess að rita svo glögga og lifandi lýsingu á hinum forna atvinnu- vegi, sjóróðrum á opnum bátum, og varðveita þannig frá yfirvof- andi gleymsku fjölda mörg menn ingarsöguleg verðmæti úr elztu verstöð landsins. En þannig vora vinnubrögð Jó- hanns Bárðarsonar. Allt, sem hann vann, var af kostgæfni gert og snyrtimensku, enda átti hann traust allra, er þekktu hann náið. Minningarorð Hinn 6. des. 1908 kvæntist Jó- hann Guðbjörgu Pétursdóttur frá Hafnardal við Djúp, mikilli myndarkonu. Áttu þau tvær dæt- ur barna. Hafa þau hjónin fyrr og síðar átt hið ágætasta heimili enda verið samhent um það bæði að hlúa að því og prýða það. Mæðgunum Guðbjörgu og dætr um hennar, Ingibjörgu og Ragn- heiði, votta ég innilegustu sam- úð í sárum harmi og bið þeim blessunar Guðs. Svo kveð ég með þakklæti kæran, tryggan vin í eftirsjá. — Og það skal ekki dulið, að ég kveð hann í trú, trú á þann sama , Drottin, sem Haligrímur segir um: Með sínum dauða hann deyddi dauðann og sigur vann, makt hans og afli eyddi, ekkert mig skaða kann. Eítir föstutímann kemur heilög páskahátíð. Ingólfur Ástmarsson. EITT af því þungbærasta við ellina er sú einmanatilfinn- ing, sem gamalt fólk ber jafnan í brjósti. Þrátt fyrir það þótt gamall maður sé umkringdur vandamönnum, sem vilja allt fyrir hann gera, þá er hann ein- mana í þeim skilningi, að sam- ferðamenn hans eru horfnir af taflborði lífsins. Hann hóf líf sitt og starf í fylgd með ákveðnum hópi manna — lifði sín manndómsár í sam- starfi og samfylgd með þeim. En þeir hafa horfið, einn eftir ann- an, allir sömu leið. Og loks stend- ur gamli maðurinn einn eftir og á ekki lengur samleið með nein- um af þeim, er nú standa í önn dagsins. Það er þessi tilfinning, sem grípur mig í hvert sinn, er ég sé á bak samferðamönnunum, sé þá hverfa í dauðans djúp. — Minningarnar um þá standa ein- ar eftir og vekja í sálunni sökn- uð og trega. Dauðinn lætur skammt högga 1 í milli. — Frá fyrstu kennara- ! árum mínum í Bolungarvík man 1 ég glöggt eftir ljóshærðum, svip- hreinum, glöðum og vel gefnum dreng, dreng, sem var hvers manns hugljúfi. Hann var bor- inn til grafar fyrir tveim dög- um. Það var Skúli Eggertsson rakari. — í dag er borinn til grafar sá maður, sem ég á einna bjartastar minningar um — minn ingar frá löngu liðnum dögum. Það er Jóhann Bárðarson for- stjóri. Fæddur var hann á litlu sveita býli í Syðridal í Bolungarvík, var af fátæku fólki kominn og eigi til mennta settur, nam tré- smíði, stundaði þá iðn um skeið, gerðist síðan kaupmaður, síðar | framkvæmdastj. fyrirtækja, sem hann stofnaði og loks rithöfund- | ur á efri árum. — Þetta læt ég 1 nægja um ævistörf Jóhanns, því : að vissulega skiptir það ekki' máli hvað maðurinn vinnur,1 heldur hvernig hann leysir af hendi þau störf, er örlögin út- hluta honum. Þegar ég kom til Bolungarvík- ur árið 1912, var Jóhann Bárðar- son tæplega þrítugur að aldri, stóð í blóma lífsins, hafði byggt sér snoturt, en lítið hús, var kvæntur góðri og glæsilegri konu, átti tvær litlar og elsku- ( legar dætur og snoturt og hlý- legt heimili. Hann var þá í hreppsnefnd, varð oddviti á næsta ári, síðar hreppstjóri og símstöðvarstjóri og hélt þeim störfum, unz hann fluttist til ísafjarðar árið 1920. Öll þessi störf leysti Jóhann af hendi með mikilli prýði og ekki vissi ég til þess, að hann ætti nokkurn ó- vildarmann í byggðarlaginu. | Það varð ekki komizt hjá því j að veita þessum manni eftirtekt, enda vakti hann þegar í stað, óskipta athygli mína, og tókst fljótt með okkur kunningsskap- ur og síðar vinátta, sem entist alla tíð síðan. Þegar ég kynntist Jóhanni, sannfærðist ég fljótt um það, að það er sitthvað að vera lærður maður og menntaður maður. Jó- hann var óskólagenginn, en hann var menntaður maður, sjálf- menntaður í þessa orðs beztu merkingu, hafði lesið mikið og var svo rökrænn í hugsun, að af bar. — Skemmtilegastar minn- ingar á ég um Jóhann frá sam- starfi okkar í félags- og skemmt- analífi Bolungarvíkur. Þrátt fyrir annir við opinber störf, gaf hann sér tóm til að taka virkan þátt í félagslífi og leikstarfsemi í þorpinu og reyndist hann þar sem í öðru hinn bezti starfs- maður og ágætasti félagi. Frá þeim tímum er á fjölmargt skemmtilegt að minnast. Jóhann var prýðilega hagmælt- ur, eins og mörgum er kunnugt, en þótt undarlegt megi virðast, varð ég þess aldrei var fyrr en á efri árum hans. Og nú er þessi trygglyndi og vel gefni maður horfinn — horf- inn fyrir fullt og allt, en minn- ingarnar lifa bjartar og heiðar eftir. Þegar samferðamennirnir hverfa, verður mér stundum á að spyrja: Sjáumst við þá aldrei aftur? Hver veit? — — Og þá flýgur mér í hug þessi vísa Bólu- Hjálmars: Húmar að mitt hinzta kvöld, horfi ég fram á veginn, gröfin móti gapir köld, gref ég á minn vonarskjöld rúnir þær, sem ráðast hinum megin. Guð blessi minningu Jóhanns Bárðarsonar og eftirlifandi ást- vini hans. Sveinn Halldórsson. Framh. af bls. 1 | hún í einstökum smáatriðum skýrð fyrir okkur. BLAÐAUMMÆLI 'l blaðaúrklippu, sem hinn ísl. læknir sendi hingað heim, segir m. a. svo: Tilgangurinn með smíði vél- arinnar var sá, að læknar fengju tíma til þess að vinna | að aðgerð í hjartanu á með- an vélin annaðist störf hjart- ans. Ef litla telpan lifir að- gerðina, táknar þetta tímamót. Mörgum klukkustundum eftir aðgerðina var líðan telpunnar sögð hin ákjósanlegasta. Lifi hún, verður hún þriðja mann- eskjan sem lifir slíka hjarta- aðgerð, en svipuð „vél“ var nýlega reynd í Svíþjóð við svipaða aðgerð og tókst sú aðgerð vel. Það eru læknar er starfa við Mayo-stofnunina sem eiga hug- myndina að „hjarta-lungna vél- inni“ og undir þeirra stjórn var hún smíðuð. Þeir voru einnig að- stoðarlæknar er vélin var reynd og skurðaðgerðin á telpunni framkvæmd. Margir læknar hafa reynt að finna aðferð til slíkrar hjarta- aðgerðar. Bandaríkjamanni tókst að gera vél, sem reyndist vel við fyrstu tilraun, svo að sjúkling- urinn lifði, en síðan hefur hon- um ekki tekizt að endurtaka að- gerðina. Svo er tilfellið frá Sví- þjóð, sem áður er nefnt og litla telpan 5 ára er þriðja mann- eskjan er lifir það, að hjarta hennar sé opnað. VÉLIN Hin nýja vél samanstendur af pumpu — eða „hjarta“ sem dæl- ir blóðinu um líkama sjúklings- ins og í öðru lagi „oxygenator“ eða „lungum“, sém endurnýjar súrefnismagn blóðsins. Skurðagerðin á litlu telpunni tók 6 klukkustundir og þar af stóð aðgerðin á hjarta litlu.telp- unnar yfir í 40 mínútur. Þann tíma annaðist vélin störf hjartans. Slíkar hjartaaðgerðir hafa ver- ið reyndar með ýmsum aðferð- um áður, t. d. með því að láta hjarta annars manns annast hjartastarfsemi þins sjúka. En. það hefur ekki gefizt vel. Skurð- aðgerðin sem gerð var í Rochest,- er s. 1. þriðjudag er þeim mun athyglisverðari. Hún kann að þýða, að lífi fjölmargra barna verði bjargað á ókomnum árum. Framh. af bls. 7 Þrístökk án atrennu: ísl.m. Friðl. Stefánsson KS 9,61 2. Daníel Halldórsson ÍR 9,55 3. Vilhjálmur Ólafsson ÍR 9,38. 4. Guðm. Valdemarsson KR 9,23 J AUKAKEPPNIN Kúluvarp: 1. Guðm. Hermanns- i son KR 14,92 m, 2. Skúli Thor- arensen ÍR 14,82 m, 3. Ágúst Ásgrímsson ÍM 13,44, 4. Þorsteinn Löwe KR 13,39 m. Hástökk: 1. Gísli Guðmunds- son Á 1,85 m, 2. Sig. Lárusson Á 1,70 m, 3. Pétur Rögnvaldsson KR 1,65 m og Björgvin Hólm ÍR 1,65. BEZT AÐ AUGLÝSA 1 MORGUTSBLAÐINU MVKOMIÐ Herraskyrtur, hvítar og mislitar, mjög vandaðar. Amerískir morgunkjólar, stór og lítil númer. Vefnaðarvöruverzlunin Týsgötu 1 Sendum í póstkröfu — Sími 2335 íbúð óskast til leigu 2ja—4ra herbergja íbúð óskast. — Há leiga og mikil fyrirframgreiðsla í boði. — Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „B. H. — 823“. HEILDSÖLUR - Vanur sölumaður, sem ferðast mikið um landið, óskar eftir að komast í samband við heildverzlanir og verk- smiðjur sem hafa áhuga á að selja vörur sínar um land- ið. — Tilboð merkt: „Sýnishorn 815“. sendist Mbl. fyrir fimmtudagskvöld. Afgreiðsl umaður Vanan afgreiðslumann vantar oss nú þegar. Kjötverzlun Tómasar Jónssonar Laugavegi 2. Þessi ágætu sjálfvirku Olíukynditæki fást hjá okkur og kosta aðeins kr. 3995,00 með öll um venjulegum öryggis- tækjum. VÉLA- og RAFTÆKJA- VERZLUNIN Bankastr. 10 sími 2852 Rafgeymar 6 volta, 90 amper, 125 amper, 135 amper, 150 amper og 200 amper. — Hlaðnir og óhlaðnir. Véla- & raftækjaverzlunin h.f. Tryggvagötu 23. — Sími 81279.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.